Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDÁGUR 7. OKTÓBER 1993 B 7 tM.mmuT Vilja víðtækar takmark- anir á rússaáli ÁLFRAMLEIÐENDUR í Vestur- Evrópu berjast nú fyrir varanlegum takmörkunum á innflutningi áls frá Rússlandi og öðrum samveldisríkj- um vegna ástandsins á álmarkaðinum. Benda þeir meðal annars á, að þeir hafi dregið úr framleiðslu sinni um 25% síðasta hálfa þriðja árið og sagt upp 10.000 manns og neyðist til að draga saman seglin enn frekar verði ekki settar skorður við ódýra álinu frá Rússlandi. „Það eru Rússar, sem hafa valdið þessum erfiðleikum,“ segir Dick Dermer, forseti EAA, Samtaka evrópskra álframleiðenda. „Við verð- um að fá aðlögunartíma. Það er engin þörf fyrir rússnesku fram- leiðsluna." Alútflutningur samveldisríkjanna til Vestur-Evrópu rúmlega fjórfald- aðist frá 1990 til 1992 og var þá orðinn rúmlega ein milljón tonna á ári. Dag Flaa, stjórnarformaður EAA og yfirmaður álframleiðslu Norsk Hydro, segist áætla, að álút- flutningur samveldisríkjanna til Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna og Japans slái öll met á þessu ári og verði um 1,4 milljónir tonna. EB-kvótinn skiptir litlu í ágúst ákvað Evrópubandalagið að setja kvóta á álinnflutning frá samveldisríkjunum, 60.000 tonn síð- ustu fjóra mánuði ársins, og vonast EAA til, að kvóti verði einnig settur á næsta ári. Talsmenn samtakanna viðurkenndu þó, að slíkur EB-kvóti kæmi ekki að miklu gagni. Álvið- skiptin fara nefnilega fram á opnum heimsmarkaði og álverðið lækkaði raunar eftir að EB-kvótinn var sett- ur á í ágúst. Birgðir hafa líka hald- ið áfram að aukast og eru nú áætlað- ar átta milljónir tonna í heiminum eða meiri en helmingur árlegrar ál- notkunar á Vesturlöndum. Hún er 15,5 milljónir tonna. Vegna landfræðilegrar nálægðar varð Vestur-Evrópa fyrst fyrir barð- inu á ódýra álflóðinu frá Rússlandi en EB-kvótinn virðist hafa beint því að. nokkru leyti til Bandaríkjanna. Þess vegna gera framleiðendur í Vestur-Evrópu sér vonir um, að bandarísk stjórnvöld loksins til við- ræðu um samvinnu við Evrópu- bandalagið um að takmarka útflutn- ing Rússa. Karl Wobbe, framkvæmdastjóri VAW Aluminium AG, hefur hvatt til samkomulags allra álframleið- enda í heimi, þar á meðal Rússa, um að minnka framleiðsluna um eina milljón tonna eða meira en í staðinn bjóðist evrópski áliðnaðurinn til að hjálpa Rússum við endurnýjun bræðslnanna og við að draga úr menguninni, sem er gífurleg. 10 ára bann við rússaáli? Líkur á slíku samkomulagi þykja þó ekki miklar, meðal annars vegna stjórnmálaástandsins í Rússlandi, og Dag Flaa hefur því krafist róttækra ráðstafana. Hann segir, að áliðnað- urinn í Vestur-Evrópu þurfi að vera laus við innflutninginn frá Rússlandi í tíu ár til að hafa tíma til að endur- skipuieggja sig. „Við erum að biðja um aðlögunartíma svo unnt verði að komast hjá víðtækum og alvarleg- um afleiðingum," segir hann. Á síðustu fimm árum hefur ál- verðið fallið um næstum 50% og er nú um 1.150 dollarar tonnið. Rúss- neskir framleiðendur geta samt boð- ið álið á 25% lægra verði. Ef verði' lækkaði enn frekar, ætti stór hlut. vestur-evrópskra framleiðenda ekki annarra kosta völ en loka bræðslun- um. imillU.IKLUIJ ....... Meiri lax til Bandaríkjanna MIKIL aukning hefur verið í útflutningi á reyktum laxi til Bandarikjanna. Ura er að ræða magnaukningu auk þess sem hlutur íslendinga á Bandaríkja- markaði hefur aukist. Á síðasta ári fluttu Islendingar þangað reyktan lax fyrir rúmar 70 millj- ónir og er það tæplega tvöföld- un á einu ári. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var hlutur íslands í heildarinn- flutningi Bandaríkjanna á reykt- um laxi 13% en var 8% árið 1992. Þetta kemur fram í Útskoti, frétta- blaði Útflutningsráðs íslands. hu X— 'OJ *o D CÖ (D CQ U) C 'xo 'o) OJ cD •C p > CT> vv» =3 ! E __ < pne V) 3 ta c 'O TD tO Ct ■e 1 c c 'ö j. CL s öci <D E to «o o XI E 3 ■■ n ■■ ■• Vr ■■ ■■ Va. ■■ TÆKNI- 0G TOLYUDEILD Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 * 105 REYKJAVfK • SÍMI 60 15 00 • BEINN SÍMI 69 14 00 • FAX 69 15 55 AceR {♦ F-21 - Innbyggður faxdeilir Tengi f. síma og símsvara. íslenskar leiðbeiningar. Kr. 44.900 stgr. m/vsk. ÍT n i F-22 Innbyggður faxdeilir Tengi f. síma og símsvara. íslenskar leiðbeiningar. Veljari fyrir símanúmer. Kr. 49.900 stgr. m/vsk. F-24 Innbyggður faxdeilir Tengi f. síma og símsvara. íslenskar leiðbeiningar. Innbyggður símsvari. Kr. 59.900 stgr. m/vsk. OT r ^ ;ln j & F-26 Innbyggður faxdeilir Tengi f. síma og símsvara. íslenskar leiðbeiningar. Tölvutenging f. Windows. Kr. 59.900 stgr. m/vsk. AcerFax fjölskyldan fyrir heimilið og vinnustaðinn. Kaupmenn athugið! Frá og með 1. október ber ykkur skylda til að veita lántakendum upplýsingar um kjör neytendalána. Forritið Tryggur reiknar út lánsupplýsingar skv. nýju lögunum. Menn og mýs hf. Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími: 91-694938, fax: 91-694991. I Vaskhugi forrit sem sparar Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri PET hf. „Ég rek einn lítiðfyrirtœki og hef nánast engan tíma til almennra bókhaldsstarfa. Til þess að einfalda þessi störf keypti ég mér ífyrra tölvu, prentara og Vaskhuga. Þetta reyndist byltingfyrir minn rekstur. Vaskhugi er forrit sem hentar mér“. Vaskhugi er fjárhags-, viðskipta-, launa- og birgðabókhald ásamt sölukerfi, verkefnabókhaldi, skýrslugerð m.m. Upplýsingar eru færðar aðeins einu sinni í tölvuna og mánaðar- og áramótauppgjör verða leikur einn. Kynntu þér Vaskhuga hjá okkur á Grensásvegi 13 eða hringdu í .- síma 682 680 og fáðu sendar upplýsingar. ^N^Vaskhugi hf. Grensásvegi 13 • Sími 682 680 • Fax 682 679 Við veitum láu til athafnaskálda sem yrkja fraihfaraverk á Veslur - Norðurlöndmn Lánasjóður Vestur-Norðurlanda er í eigu Norðurlandanna allra og er samvinnuverkefni til eflingar og þróúnar atvinnu- lífi í Færeyjum, á Grænlandi og íslandi. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem geta þróað nýja fram- leiðslu til útflutnings, eða bætta þjónustu og nýsköpunar- verkefni, sem byggja á hugvitsauðlind þegnanna. Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur og lögð er áhersla á, að komast skjótt að niðurstöðu. Lán eru gengistryggð og með hagstæðum greiðslukjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. Skilyrt lán frá sjóðnum eru einnig í boði, til dæmis vegna forkönnunar á verkefni. Hafðu samband. Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til raunhœfra framfaraverkefna í öllum amnnugreinum. LÁNASJÓÐUR VESTUR- NORÐURLANDA Rauðarárstígur 25, Box 125 Reykjavík Sími: (91) - 60 54 00 Fax: (91) - 2 90 44

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.