Morgunblaðið - 07.10.1993, Síða 8
Höfdar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
VmSnPTfAIVDJNUUF
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
VZterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Hugbúnaður
Ydda fær söluumboð
fyrir SPSS á íslandi
YDDA hf. hefur tekið að sér söluumboð fyrir SPSS-hugbúnaðinn
á Islandi. Meðal notenda SPSS eru háskólar og rannsóknastofn-
anir, bankar, sjúkrahús og aðrar heilsugæslustofnanir, sveitarfé-
lög, könnunar- og markaðsrannsóknafyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.
Meðal íslenskra notenda má nefna Háskóla íslands, Hagstofu ís-
lands, Félagsvísindastofnun, Hagvang, ÍM-Gallup og Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar.
Hraðsendingaþjónusta
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
ísamstarf við UPS
SAMSTARF — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen og United Parcel
Service, eitt stærsta hraðflutningafyrirtæki heims, hafa gert með sér
samstarfssamning. Á myndinni má sjá Árna Pétur Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Skipaafgreiðslunnar, og Ulf Holmström, framkvæmda-
stjóra UPS á Norðurlöndum.
SPSS-kerfið tengir öll svið
gagnavinnslunnar saman, allt frá
innslætti gagna til úrvinnslu í
formi taflna, grafa og flóknustu
tölfræðiaðferða. Auðvelt er að
tengja kerfið við gagnagrunna og
töflureikna þannig að þeir sem
geyma gögn sín á slíku formi eiga
auðvelt með að nýta sér afl SPSS
við úrvinnslu gagnanna.
SPSS-hugbúnaðurinn er í stöð-
ugri þróun og er fáanlegur á flest-
um tölvustýrikerfum, m.a. á flest-
um UNIX-kerfum, DOS, OS/2,
Windows og Macintosh. Nýlega
kom á markaðinn SPSS-útgáfa 6.0
fyrir Windows og hefur hún fengið
frábærar viðtökur eftir því sem
segir í frétt frá Yddu. Hún var
m.a. valin besta forritið, „Editors
choice", í flokki tölfræðiforrita af
tímaritinu PC-Magazine í maí síð-
astliðnum.
SKIPAAFGREIÐSLA Jes Zims-
en hefur gert samstarfssamning
við United Parcel Service (UPS)
sem er eitt stærsta hraðflutn-
ingafyrirtæki í heimi. Samkvæmt
samningnum mun Skipaaf-
greiðsla Jes Zimsen sjá um alla
dreifingu fyrir UPS á skjölum
og pökkum sem koma til landsins
sem hraðsendingar. Auk þess
verður boðið upp á útflutning
hraðsendinga í gegnum þjón-
ustunet UPS.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen er
alhliða flutningsmiðlunarfyrirtæki.
Að sögn Árna Péturs Jónssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
sér það um safnsendingar i flugi,
inn- og útflutning hraðsendinga,
almennan inn- og útflutning, hvort
heldur sem er í flugi eða með skip-
um, endursendingar og transitsend-
ingar auk þess sem fyrirtækið ann-
ast alla almenna þjónustu við inn-
og útflytjendur svo sem tollskýrslu-
gerð og akstur.
„Með samningnum við UPS opn-
ast viðskiptavinum okkar möguleiki
á að senda út hraðsendingar í gegn-
um dreifikerfi eins öflugasta hrað-
sendingafyrirtækis í heimi,“ sagði
Ámi Pétur. „Þá hraðar það sam-
skiptunum að Skipaafgreiðsia Jes
Zimsen er beinlínutengt við tölvu-
kerfi UPS.“
Þjónustan sem boðið er upp á
við útflutning hraðsendinga er fólg-
in í því að viðkomandi skjöl eða
pakki er sóttur heim til sendanda,
komið inn í flutninganet UPS og
starfsmenn UPS í viðkomandi landi
sjá um að afhenda pakkann. Mót-
takandi þarf að kvitta fyrir móttöku
og sendandi getur síðan fengið stað-
festingu á því að varan hafi verið
afhent, dagsetningu, tíma og nafn
þess sem kvittar fyrir móttöku. UPS
er með skrifstofur eða dreifingarað-
ila í rúmlega 180 löndum.
Safnsendingar í flugi
frá Lúxemborg
Þá hefur Skipaafgreiðsla Jes
Zimsen samið við þýska flutnings-
miðlunarfyrirtækið Kuhne & Nagel
um samstarf við að koma vöru á
sem hagkvæmastan hátt til íslands
frá Evrópu. „Þetta fyrirtæki er með
um 130 skrifstofur í Evrópu auk
fjölda skrifstofa í öðrum heimsálf-
um. í sambandi við þennan samning
höfum við farið að bjóða upp á safn-
sendingar í flugi frá Lúxemborg.
Viðskiptavinum okkar gefst nú
kostur á að nýta sér flutninganet
Kuhne & Nagel innan Evrópu til
að koma vörunni á ódýran hátt tii
Lúxemborgar, þaðan sem flogið er
með hana til Istands," sagði Árni
Pétur.
Safnsendingarnar ganga út á að
Kuhne & Nagel í Lúxemborg safnar
vörum víðsvegar frá Evrópu í nokk-
urn tíma, t.d. 2-4 daga, og flytur
þær síðan til landsins með Flugleið-
um sem eina sendingu þar sem
móttakandinn er Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen. Margir aðilar, bæði
fyrirtæki og einstaklingar, eiga
vöru í sömu safnsendingunni. Þar
sem hver safnsending er mjög þung
þarf að greiða lægra verð á hvert
kíló en ef hver innflytjandi hefði
sent vöru sína sjálfur. „Við höfum
áður boðið upp á þessa þjónustu frá
Bandaríkjunum og Bretlandi við
góðar undirtektir og þessi flutn-
ingsmáti hefur notið ört vaxandi
vinsælda," sagði Árni Pétur.
„Skipaafgreiðsla Jes Zimsen er
þannig milliliður sem lækkar flutn-
ingskostnað hvers og eins.“
T o r g i d
Umbrotatímar í flugmálum
Miklar hræringar eiga sér nú
stað í evrópskum flugmálum og
flugfélögin keppast við að búa sig
undir aukið frelsi og harðari sam-
keppni í farþegaflugi í heiminum.
Þetta hefur knúið félögin til að leita
eftir samstarfsaðilum eða jafnvel
sameiningu. Verulegur skriður er
nú kominn á sameiningarviðræður
SAS, KLM, Swissair og Austrian
Airlines og næsta víst að þeim
mun Ijúka með sameiningu a.m.k.
þriggja þessara félaga. Nýjasti
samstarfssamningurinn var síðan
undirritaður í þessari viku þegar
Lufthansa og United Airlines, sem
er umsvifamest bandarísku flugfé-
laganna í millilandaflugi, ákváðu
að stilla saman strengi sína með
það að markmiði að auka tekjur
og lækka kostnað. Þessar breyt-
ingar eru án efa að einhverju leyti
viðbrögð við kaupum British
Airways á tæplega fjórðungi hluta-
fjár í USAir og þeirri stefnu félags-
ins að verða alheimsflugfélag.
Á meðan þessu fer fram berjast
sum ríkisflugfélög í Evrópu við
stöðugan taprekstur og fjárhags-
erfiðleika þannig að þau sjá sig
knúin til að leita á náðir ríkisins
um aukið hlutafé. Þetta á við um
írska ríkisflugfélagið Aer Lingus,
belgíska flugfélagið Sabena og Air
France. Áður en af stuðningi ríkis-
ins getur orðið þarf hins vegar að
leita samþykkis Evrópubandalags-
ins enda kunna slíkir styrkir að
skekkja samkeppnisskilyrði í far-
þegaflugi í álfunni.
Það bendir því margt til þess
að innan fárra ára munu fáar stór-
ar alþjóðlegar flugfélagasamsteyp-
ur keppa í farþegaflutningum um
heim allan í stað flugfélaga ein-
stakra þjóða. Sum muni gefa upp
öndina meðan önnur renna saman
við samsteypurnar. Hagkvæmni
stærðarinnar ætti að sama skapi
að leiða til lækkandi fargjalda fyrir
neytendur.
Hvað verður um Flugleiðir?
Flugleiðir hafa ekki farið var-
hluta að versnandi efnahags-
ástandi og harðri samkeppni evr-
ópsku flugfélaganna sem komið
hefur fram í nokkrum taprekstri.
Félagið sýnir þó mun betri árangur
en flest hinna smærri flugfélaga í
Evrópu og langtum minna tap. Á
síðasta ári var mótuð sú stefna
hjá félaginu að leita vaxtarmögu-
leika í flugi innan Evrópu utan ís-
lands þannig að a.m.k. 15% af
tekjum komi frá slíku flugi í lok
ársins 1997. Samningurinn við
SAS tryggði nauðsynlegan aðgang
að markaðnum og var forsenda
þess að hægt yrði að hefja flug
rriilli Kaupmannahafnar og Ham-
borgar. Frekara flug innan Evrópu
er hins vegar háð því að ísland fái
aðild að þri.ðja flugmálapakka Evr-
ópubandalagsins en vonir standa
til að það náist í gegn á næsta ári
eftir að samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið tekur gildi.
Þá fengju Flugleiðir óheftan að-
gang að áætlanaleiðum innan Evr-
ópu á sama hátt og flug til íslands
opnast öllum félögum á svæðinu.
Síðast en ekki síst hefur félagið
þurft að ráðast í umtalsverðan nið-
urskurð á kostnaði til að mæta
lækkandi fargjöldum.
Sú spurning stendur eftir hver
verður staða Flugleiða þegar þær
miklu breytingar sem nú eru fyrir-
sjáanlegar í flugheiminum eru um
garð gengnar. í nýjasta tölublaði
tímaritsins Airline Business þar
sem er að finna ítarlega grein um
stöðu Flugleiða kemur fram að
félagið telur sig eiga hlutverki að
gegna í samstarfi við hið nýja sam-
einaða flugfélag SAS, KLM og
hinna félaganna. Er bent á að fé-
lagið gæti fengið betri aðgang að
Amsterdam-flugvelli sem skipti-
stöð án þess að það rýrði á nokk-
urn hátt núverandi stöðu félagsins
í Kaupmannahöfn. Þá er gefið í
skyn að Flugleiðir hafi til skoðunar
möguleika á flugi frá Skotlandi til
annarra áfangastaða i Evrópu.
Á sama tíma og Flugleiðir fylgj-
ast með framvindu mála í Evrópu
hefur félagið leitast við að styrkja
stöðu sína í Norður-Atlantshafs-
fluginu sem þó hefur verið því
fremur þungt í skauti. Ferðatíðni
til Flórída var tvöfölduð í síðasta
mánuði þegar flug til Fort Lauderd-
ale hófst. Góður árangur hefur
náðst í flugi yfir hafið frá Skandin-
avíu til Bandaríkjanna með milli-
lendingu í Keflavík. Þá hefur Lúx-
emborg löngum verið mikilvægur
áfangastaður í Norður-Atlants-
hafsfluginu og farþegar hafa jafn-
vel skilað sér frá London í þetta
flug þrátt fyrir gríðarlegt framboð
annarra flugfélaga.
Framtíðarspá Airline Business
varðandi Flugleiðir er athyglisverð.
Tímaritið spáir því að Flugleiðir
muni líklega ekki ná umtalsverðri
stærð en á hinn bóginn muni fram-
sýni stjórnenda félagsins tryggja
tilvist þess í næstu framtíð. í loka-
orðum þess er raunar haft eftir
einum erlendum ráðgjafa félagsins
að eitt aðalatriðið sem vert sé að
hafa í huga sé að félagið hafi alla
burði til að leysa vandamálin í
tæka tíð. Stjórnendur Flugleiða
horfi stöðugt fram í tímann.
KB