Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 1
+¦ %BtotgwM$faÍb MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1993 BLAÐ D HEIMURINN OPINBERAÐIST f VERKFÆR! HANS RODIH KJIRVUS STQÐUM + í DAG verður opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum franska mynd- höggvarans Auguste Rodin (París 1840 - Meudon 1917). Rodin er talinn einn merkasti myndhöggvari allra tíma. Á sýningunni sem kemur frá Rodinsafn- inu í París eru 62 höggmyndir og 23 Ijósmyndir af listamanninum og um- hverfi hans. Þar á meðal eru mörg heims- þekkt verk eins og Hlið vítis, Hugsuður- inn, Kossinn, Borgararnir frá Calais og Balzac. Sýningin stendur til 5. desember. Francois-Auguste-René . Rodin fæddist í París 1840, sonur undirmanns hjá embætti sýslu- manns. Fjórtán ára sagði hann skil- ið við hefðbundna skólagöngu og fór að sækja tíma við Hinn keisara- lega dráttlistar- og stærðfræði- skóla. Hann lærði að teikna eftir niinni og móta af mikilli list. Hann fékk vinnu við húsaskreytingar á vegum verktaka sem unnu við list- skreytingar í París á tímum Napó- leons III. þegar Haussmann hafði yfirumsjón með gagngerum breyt- ingum á borginni. Rodin gerði þrjár árangurslausar tilraunir til að komast í Listaskól- ann í París. Lát systur hans árið 1862 fékk mjög á hann, sVo mjög að hann hugðist ganga í munka- reglu sem faðir Eymard hafði stofn- að. Rodin gerði portrett af Eymard sem ráðlagði honum að hætta við að gerast munkur. Hann fór að ráðum Eymards, tók að sækja tíma hjá Barye í Safninu og fór að vinna hjá Carrier-Belleuse. Hann fékk ekki að sýna Nefbrotna manninn á árlegri Salonsýningu 1864, en það var áfall fyrir hann því að með öðrum hætti gátu listamenn hvorki náð til almennings né gert sér von- ir um að fá pantanir um verk. Hann hitti hina fögru saumakonu Rose Beuret sem ól honum son og varð lífsförunautur hans til æviloka. Árið 1871 var Rodin vikið úr hernum vegna þess hversu nærsýnn hann var. Hann fór því með Carrier-Bell- euse til Brussel og vann með honum við að skreyta Kauphöllina. Þar Kossinn(188ó) vann hann einnig að veggskreyting- um og hjó út fjölda brjóstmynda eftir sínu höfði og goðsöguleg verk, einnig málaði hann. Til ítalíu Árið 1875 lagði Rodin af stað fótgangandi til Italíu og hafði við- komu í helstu borgum, lengsta í Flórens. Það var einkum Michelang- elo sem heillaði hann og hann fyllt- ist vinnugleði og skapaði ákaflega persónuleg verk úr sígildum efni- Morgunblaðið/Árni Sæberjr viði, meðal þeirra Ógnaröldina Tveimur árum seinna var hann sak aður um myndstuld varðandi þa) verk. Ásökunin olli miklu fjaðrafokd og varð til þess að nafn hans koms á allra varir. Hann hélt aftur heina til Frakklands og fór að vinna við að undirbúa heimssýninguna 1878Í Þótt Rodin fengi ekki mörg verk;- efni á vegum hins opinbera fór orðs- tír hans yaxandi og ríkið keypti af honum Ógnaröldina 1880. Kynni við bókmenntamenn urðu til þess að þeir sáu um að hann fengi pönti- un um gríðarmikla bronshurð Skreytilistasafnið sem þá var byggiíigu. Efniviðinn átti hann að ^sækja í Guðdómlegan gleði leik Dantes: Hann fékk vinnu aðstöðu í marmaraskemmi ríkisins og fyrirfram greiðslu að hluta Svo virðist sem Rodir hafi sjálfur valið kaflanr úr ljóði Dantes, lýsingai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.