Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Sinlfiníuhlifimsveit NorðurlanJs FYRSTU TÓNLEIKARNIR í AKUREYRARKIRKJU FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða haldnir á morgnn, sunnudaginn 24. október, í Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 17. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er arftaki Kammerhljóm- sveitar Akureyrar, en hún var stofnuð fyrir 7 árum og hefur leikið á alls 30 tónleikum. Þijú verk verða flutt á þessum fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar, stjórnandi verður Guðmundur Oli Gunnarsson, en einleikari verður Martial Nardeau flautuleikari. Jafnhliða stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sameinuðust á þessum tímamótum tvö félög, Áhugamannafélag um rekstur Kammerhljómsveitar Akur- eyrar og Tónlistarfélag Akureyrar undir nafni þess síðarnefnda, sem er 50 ára um þessar mundir. Guðmundur Óli Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og aðalstjórnandi Sinfó- níuhljómsveitar Norðurlands sagði stofnun hljómsveitarinnar afar þýð- ingarmikla fyrir allt tónlistarlíf á Norðurlandi. Starfsemi hennar væri mikilvæg fyrir tónlistarskólana á svæðinu í margvíslegum skilningi, m.a. eykur hún möguleika tónlistar- kennara á Norðurlandi til að taka þátt í tónlistarflutningi. Þá gæfist nemendum sem lengra væru komn- ir í námi stórauknir möguleikar hvað varðar þjálfun í hljómsveitar- starfi og aukin vídd skapaðist í.tón- listarlegu uppeldi. Framfarafélag tónlistarlífs Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur við af Kammerhljómsveit Akureyrar sem stofnuð var árið 1986, en á þeim 7 árum sem hún hefur starfað lék hún á alls 30 tón- leikum, eða þrennum til sex á ári. Hljómsveitin hefur leikið á Akur- eyri, Varmahlíð í Skagafirði, ídölum í Apaldal og á Blönduósi. Áhugamannafélag um rekstur Kammerhljómsveitar Akureyrar var stofnað fyrir fimm árum, en á þessum tímamótum verður það sameinað Tónlistarfélagi Akureyrar undir nafni þess síðarnefnda og verður það rekstrarfélag hljóm- sveitarinnar auk þess að gangast fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi eins og það hefur gert á þeim 50 árum sem Iiðin eru frá stofnun þess. Tón- listarfélag Akureyrar hefur mótað djúp og farsæl spor í tónlistarlífið á Akureyri, en á upphaflegri stefnu- skrá þess var auk þess að standa að tónleikahaldi að stofna tónlistar- skóla og styrkja hljómsveitarstarf. Þessum markmiðum hefur nú öllum verið náð, en félagið var driffjöður, rekstrar- og stofnaðili Tónlistar- skólans á Akureyri er hann hóf starfsemi sína árið 1946 og með því að gerast nú rekstrarfélag Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands styrkir það enn frekar stöðu sína sem framfarafélag tónlistarlífs í landinu. Tímabært þótti á þessum tíma- mótum í tónlistarlífi á Akureyri að sameina félögin tvö, enda að miklu leyti sama fólkið sem í þeim starf- aði. Guðmundur Óli sagði að hægt yrði að standa að markvissara tón- leikahaldi nú eftir að félögin hafa tekið höndum saman, en meðan þau unnu hvort fyrir sig að þeim málum. 4-6 tónleikar á ári Undanfarin ár hefur verið unnið að samningi milli Akureyrarbæjar og ríkisins um fast fjárframlag til Kammerhljómsveitarinnar og var þess vænst í vikunni að hann yrði undirritaður fyrir helgi. Jafnframt var ákveðið að breyta nafni hljóm- sveitarinnar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og gera nokkrar form- breytingar á reksti hennar. Ástæðu nafnbreytingarinnar sagði Guð- mundur Óli m.a. þá að kammer- nafnið hefði ekki unnið sér sess í hugum margra íslendinga, það væri tengt einhverju fámennu og fólk gerði almennt ekki greinarmun á kammerhóp, kammersveit eða kammerhljómsveit. í Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands verður fast- ur 35 til 40 manna kjarni, en að auki eru fengnir hljóðfæraleikarar að og getur hópurinn þannig orðið um 50 manns. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er sjálfseignarstofnun og í stefnu- skrá hennar er kveðið á um að hún skuli leika á 4-6 tónleikum á ári auk þess að annast skólakynningar. Guðmundur Óli sagði að hljómsveit- in muni spila allar tegundir tónlist- ar og að tónleikar verði haldnir víða um fjórðunginn, en þannig tekur hún að hluta að sér hlutverk Sinfó- níuhljómsveitar Íslands. í vetur mun hljómsveitin m.a. leika á pólsk-íslenskum tónleikum, sem hlotið hafa nafnið Pólís, en á liðnum vetri tók Kammerhljómsveit Akureyrar þátt í Myrkum músík- dögum, tónlistarhátíð sem Tón- skáldafélag íslands stendur fyrir annað hvert ár. Myrkir músíkdagar voru þá liður í í skosk-íslenskum menningardögum, Skottís. Á þeim tónleikum lék Kammerhljómsveitin skoska og íslenska tónlist, m.a. frumflutti hún Brekkugötu, verk sem Atli Ingólfsson tónskáld samdi sérstaklega fyrir hljómsveitina. Á Pólís tónleikunum verður frumflutt verk sem Haukur Tómasson tón- skáld er nú að semja fyrir Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, en hann hlaut nýverið Pálsverðlaun Ríkisút- varpsins. Þá verður fluttur fiðlukon- sert eftir pólska tónskáldið Panufn- ik og leikur Zsymon Kuran einleik með hljómsveitinni. Þijú verk á fyrstu tónleikunum Þijú verk verða flutt á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á morgun, forleikurinn að óperunni Töfraflautunni og flautukonsert nr. 1 í G dúr eftir Mozart og fyrsta sinfónía Beethov- ens. Töfraflautan er ein alvinsælasta ópera sem skrifuð hefur verið og sagði stjórnandinn forleikinn hátíð- legan og fjörugan í senn og hæfa vel á efnisskrá fyrstu tónleika hljómsveitarinnar. Flauti^konsert Mozarts sem er sá eini sem hann skrifaði er vinsælt og þekkt verk og loks verður flutt fyrsta sinfónía Beethovens, sem ber þess merki að vera hans fyrsta, bjartara væri yfir henni en mörgum seinni sinfóníum hans. Guðmundur Óli sagði efnisskrá opnunartónleikanna eiga vel við til- efnið, verkin væru skýr og aðgengi- leg með bjartsýnislegum undirtóni. Nauðsynlegt væri fyrir hljómsveit sem þessa að spila vínarklassík. Það væri nokkurs konar prófsteinn fyrir hverja hljómsveit að leika slíka tón- list, á margan hátt væri um að ræða þá tegund tónlistar sem hvað mestar kröfur gerði til hljómsveitar af því tagi sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands væri. Einleikari á flautu á tónleikunum verður Martial Nardeau, sem hlotið hefur margvísleg verðlaun og viður- kenningar fyrir leik sinn í fæðingar- landi sínu, Frakklandi. Árið 1983 flutti hann til íslands og hefur stundað flautuleik og flautukenrislu hér á landi. Hann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og haldið tónleika í fjölmörgum löndum, m.a. Rúss- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Finnlandi. Texti: Margrét Þóra. KAMMERTONLIST í TUTTUGU ÁR Tuttugasta starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst á morgun, sunnudaginn 24. október, með tónleikum i Áskirkju, klukkan 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Mozart og Schönberg - en ekki verk sem við fáum að hlýða á dags daglega, því einleiks- og tvíleikshljóðfærin verða óbó og horn. r Itilefni af afmælisárinu verða fímm tónleikar á vegum sveitarinnar í vetur og gefnir verða út tveir geisladiskar. Annar þeirra hefur að geyma kammerverk eftir Pál P. Pálsson, en hann var einn af þeim tónlistarmönnum sem tóku þátt í stofnun Kammersveitar Reykjavík- ur. Það er þó fiðluleikarinn, Rut Ingólfsdóttir, sem hefur í öll þessi ár haldið utan um starfsemi Kamm- ersveitarinnar og verið í forsvari fyrir hana og því einboðið að biðja hana að segja frá starfsemi sveitar- innar í tuttugu ár. „Þetta byijaði þannig að við sam- einuðum tvo kammermúsíkhópa sem höfðu verið starfandi í nokkur ár. Annars vegar var það Barrokk- vintettinn, sem einbeitti sér að gam- alli tónlist. Þar var Helga Ingólfs- dóttir semballeikari helsti forsp- rakkinn. Hins vegar var það Blás- arakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við sameinuðum þessa tvo hópa til þess að geta flutt breið- ara efnisval og einnig tónlist fyrir stærri hópa hljóðfæraleikara. Þessir tveir hópar höfðu verið einskorðaðir við það efnisval sem var fyrir þá fram að þessum tíma. Þar að auki buðum við nokkrum vinum okkar sem spiluðu á önnur hljóðfæri að vera með - og Páli P. Pálssyni, stjórnanda, þannig að hópurinn sem stofnaði Kammersveitina saman- stóð af tólf hljóðfæraleikurum sem léku í Sinfóníuhljómsveit Islands og kenndu við Tónlistarskólann í Reykjavík." Nú eru tuttugu ár ekki langur tími, en hefur tónlistarlífið hér ekki breyst töluvert? „Jú, ég mundi segja að stofnun Kammersveitarinnar hafí einnig komið til af þörf, því að á þessum tíma var tónlistarlífið í Reykjavík ótrúlega ólíkt því sem er í dag, þótt ekki séu liðin nema tuttugu ár. Það voru nokkrir fastir pólar í tónleikahaldinu; Sinfóníuhljómsveit íslands, Tónlistarféfygið í Reykja- vík og Kamrnermúsikklúbburinn, en það sem gerðist þar fyrir utan var óregiulegt og meira í þeim dúr að fólk tæki sig saman og héldi tónleika þegar það langaði til - eins og við í þessum hópi höfðum gert. Markmið Kammersveitarinnar í byijun var að kynna kammertón- list, aðallega frá barrokktímanum og frá 20. öldinni - og gefa áheyr- endum kost á að hlýða á tónleika reglulega með slíkri efnisskrá." Hafa markmiðin eitthvað breyst? „Nei, markmiðin hafa ekki breyst, en við höfum ekki skilið Mozart, Beethoven og Brahms út- undan. Við höfum leikið efnisskrá frá öllum tímum en það má segja að við höfum lagt megin áherslu á þessi tvö tímabil. Við höfum á þess- um árum, kynnt fjöldan allan af verkum sem ekki höfðu áður verið leikin hér á Íslandi. Þar á meðal eru mörg meistaraverk, sérstaklega 20. aldarinnar, sem við höfum frumflutt hér, til dæmis Pierrot Lunaire, eftir Schönberg og Kvart- ett um endalok tímans, eftir Mess- iaen.“ Síbreytilegur hópur „Fyrstu’árin voru stofnendurnir fastir meðlimir og spiluðu alltaf með, ef þeirra hljóðfæra var þörf á tónleikum, en eftir nokkurra ára starf, fór að gæta þreytu, því Kammersveitin var, og er, reirin sem áhugastarf atvinnuhljóðfæra- leikara. Fyrstu árin fékk enginn svo mikið sem eina krónu í laun. Þá ákváðum við að breyta fyrirkomu- laginu og opna Kammersveitina. Undanfarin ár höfum við haft það þannig, að við bjóðum fólki að taka þátt í þessu starfí. Á sumrin þegar efnisskráin er tilbúin, leitum við til þeirra hljóðfæraleikara sem við vilj- um gjarnan fá til liðs við okkur Rut Ingólfsdóttir, Þorkell Jóelsson, Júlíano E. Kjartansdóttir, Jósef Ognibene, Svava Bernharðsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir fremst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.