Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 D 3 Sinfóníuhljómsveit íslands á Europa Mnsicale" hátíðinni í Munchen Osmo Vanska hljómsveitarstjóri í miðju kafi. Sigrún Eðvaldsdóttir tók við blómum og fagnaðarlótum eftir einleik i verki Hafliða Hallgrímssonar. lega fagnað. Ekki aðeins í lokin, eftir Geysi Jóns Leifs, sem minnt hafí á upphaf Rínargulls Wagners og magnast úr djúpum tónum, ris- ið af krafti og hnigið aftur, svo næstum hafi mátt sjá hljómana. Choralis Jóns Nordal, „litríkt verk“, og Fomir dansar Jóns Ás- geirssonar hafí jafnfrámt hlotið innilegar viðtökur. Og eftir ljúfa viðkynningu við verk Páls P. Páls- sonar hafi hljómsveitin leikið meg- inverk tónleikanna, Poem Hafliða Hallgrímssonar. Þar hafi hver strengjaleikari verið einleikari öðr- um þræði og fylgt fast eftir tilfinn- ingaríkum leik Sigrúnar Eðvalds- dóttur. Skerfur til fjölbreytileikans Til að ítreka hugmyndina að baki hátíðinni, um að efla vináttu Evr- ópubúa og kynna þá hvern fyrir öðrum, var áhrifamanneskja í stjórnmálum eða menningarlífi við- komandi lands fengin til að láta í ljós á sínu móðurmáli óskir um álfuna í upphafi tónleika á hveiju kvöldi. Forseti íslands fór með Sin- fóníuhljómsveitinni héðan og ávarpaði gesti á íslensku, en eins og endranær gátu þeir fylgst með ræðu kvöldsins í þýskri þýðingu. „Það segir sig sjálft að ég er ekki aðeins að tala um tónlist," sagði Vigdís Finnbogadóttir á ein- um stað. „Ég er að koma að stöðugum tilvistarvanda smáþjóð- ar, að spumingum um sérkenni, sérleika hennar, og svo um hina stóra samnefnara sem einkenna svo marga þætti mannlífs í því nútímafyrirbæri, sem stundum er kallað heimsþorpið. Við smáþjóða- fólk vitum mæta vel að við ráðum litlu um það hvemig hinir stóru samnefnarar eru. Þeim mun meiri áhuga höfum við á því að eiga okkar eigin rödd, finna okkar eigin orð, okkar eigin tón. Ekki vegna þess að okkur langi til að slíta ein- ingu þjóðanna með hjáróma sér- visku. Heldur til þess að geta lagt fram lifandi og lífvænleg'an skerf til fjölbreytileikans í samfélagi þjóða.“ Hollt að fara utan Undir lok ræðu sinnar kvaðst Vigdís hreykin af því að vera í för með Sinfóníuhljómsveitinni, sem aukið hefði hróður sinn jafnt og þétt og borið hann víða vegu. Sjálft sagði fólkið í hljómsveitinni geysi- lega mikilvægt að fá að spila víðar en á íslandi. Og geisladiskar Chan- dos-útgáfunnar með leik þess stuðluðu mjög að þessu. Afbragðs dómar um þá hefðu víða vakið athygli. Helstu sinfóníuhljómsveitir Evr- ópu taka þátt í tónleikahaldinu í MUnchen og nefna má heimsþekkt- ar sveitir eins og Konunglegu fíl- harmóníusveitina frá Lundúnum, Vínarfílharmóníuna og Royal Con- certgebouw sveitina frá Hollandi. „Það er Sinfóníuhljómsveitinni mjög hollt og mikil hvatning að láta í sér heyra á þessari tónlistar- hátíð og almennt erlendis," sagði Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari. „Þar gefast tækifæri til að spila í alvöru tónleikasölum, sem við eigum því miður ekki enn á Islandi. Og þar er samanburður og samkeppni og með þessu verða mestu framfarirnar." Framfarir af öðru tagi, í skipan mála milli landa Evrópu, kveiktu að sögn Pankraz, upphafsmanns hátíðarinnar, hugmyndina um að stefna saman listafólki hvaðanæva úr álfunni. Fyrst hafði hann í hyggju að efna til allsheijar lista- veislu, með tónlist, dansi og leik- sýningum, en ákvað fljótt að halda sig við eina listgrein. Sígild tónlist í flutningi sinfóníuhljómsveita varð fýrir valinu vegna þess að tungu- mál setja henni ekki landamæri og vegna líkinda hljóðfæranna við lönd í álfu. Pankraz lagði stund á listasögu eftir lagapróf og stofnaði árið 1977 leikhópinn „Bliitenring" ásamt vin- um sínum í Múnchen. Hópurinn efndi til sýninga í görðum í borg- inni og stóð fyrir endurreisn hring- leikahúss í Enska garðinum svo- nefnda í Múnchen, elsta og stærsta almenningsgarði borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þar stóð Pankraz fyrir miklum hátíðahöld- um, með 150 sýningum og tónleik- um og 3 milljónum gesta, í tilefni 200 ára afmælis garðsins fyrir fjór- um árum. Gengur upp Hann hefur síðan 1990 unnið að undirbúningi tónlistarhátíðar- innar, sem lýkur eftir viku, ásamt Helmut Pauli, sem sérhæfir sig í því að koma í kring tónleikum með sígildri músík, og Monicu von Schierstádt frá Svíþjóð, sem unnið hefur um árabil að líknar- og menningarmálum. „Gleðin yfir því sem áunnist hefur í Evrópu,“ segir Pankraz, „og viljinn til að stuðla að framhaldi jákvæðrar þróunar kom þessu sem sagt af stað. Við fengum til liðs við okkur ýmsa áhrifamenn og höfum stuðn- ing margra fýrirtækja og stofnana. Hátíðin kostar um 5,6 milljónir marka(rúmar 240 milljónir ISK), Múnchenarborg greiðir nærri 12% þeirrar upphæðar, Bæjaraland milli 3 og 4%, og Evrópubandalag- ið 140 þúsund mörk, svo nokkrir opinberir aðilar séu nefndir. Ég gæti lengþ talið fyrirtæki sem styrkja hátíðina eða ákveðna tón- leika á henni og nefni til dæmis IBM; Ikea, Mercedes Benz, Löwen- brau, Nestlé og svo ýmsa banka og útvarpsstöðvar. Síðan taka Avis, Lufthansa, Súddeutsche Zeitung og Hotel Bayerischer Hof beinlínis þátt í þessu núna í októ- ber. Ég held, þegar hátíðin er hálfn- uð, að hugmyndin gangi upp. Og ég verð að segja eins og er, að ég er yfir mig ánægður með það. Nú er í athugun að halda hana í ann- að sinn eftir þrjú til fjögur ár í Pétursborg. Og auðvitað vil ég vera með í því. Það er stórkostlegt að geta lagt sitt af mörkum til vináttu og gagnkvæmrar virðingar íbúa Evrópu. Ég trúi því að besta leiðin sé í listinni." Þórunn Þórsdóttir. Gorm Henrik Rasmussen fjarri Gorm að prédika yfír lesend- um sínum. Sögumaður í barnabókinni Máneknægten er allt annað upp á teningnum. Þar ríkir ævintýrið og veröld hins ímyndaða. Vinnuaðferð hans er sú að taka þekkt ævintýri og þjóðsög- ur eða hluta af þeim og útsetja á nýjan leik. Bæði til að skemmta og að viðhalda danskri ævintýra- ferð. I stuttu spjalli um bókmenntir kom skáldið víða við en bókin um Mánadrenginn var honum efst í huga: „Þetta er viðleitni til að bijótast út úr þeim þrönga hópi sem hefur áhuga á ljóðum; um tvö þúsund manns sem lesa þau og hundrað sem' kaupa ljóðabækur og það er ófullnægjandi fyrir rit- höfund að skrifa fyrir svo lítinn og vandlátan hóp. Auk þess hef ég alltaf haft yndi af ævintýrum. Það er skemmst frá því að segja að ég taldi ævintýrið góða æfingu í sagnaskrifum og sem ljóðskáld hef ég slæma reynslu af fullorðn- um gagnrýnendum dagblaðanna serh einnig eru ljóðskáld með það eina markmið að niðurlægja starfsbræður sína. Það hefur því verið mér stór- fengleg reynsla að skrifa fyrir börn því móttökur þeirra eru aðrar en fullorðinna. Þau bregðast strax við því sem þau heyra á meðan dæmigerður ljóðavinur situr í hugsuðarstellingu og pælir í því hvort hann muni að kaupa tómata og appelsínusafa á morgun. Ef börnum líkar ekki það sem þau heyra byija þau að kjafta saman, en náirðu athygli þeirra verða þau eitt eyra. Þannig hef ég fundið út hvaða sögur eru not- hæfar og hveijar ekki. Maður kemst ekki upp með neitt rugl. En í heimi fullorðinna geturðu náð langt með lélegar bókmenntir sértu nógu snjall. Ég nota börnin til að rannsaka hvernig hægt er að segja gamlar þjóðsögur og endurskrifa þær þannig að nútímabörn nenni að hlusta og lesa; þó án þess að henda ævintýrinu burt, því ég nenni ekki að velta mér uppúr einhveiju fé- lagslegu raunsæi og hafa enda- skipti á málfarinu. Ég nota hefðina og blanda hana með nútímalegu orðfæri. Gagnrýnendur barnabóka sem flestir eru kennarar töldu sögumar mjög nútímalegar og þá varð ég hissa. Þrátt fyrir þetta er ekki áhugi á þjóðsögum í Danmörku þó ævintýrið hafí haft góðan byr í nokkur ár. Áhugi lesenda er ekki á því sviði, heldur heillast þeir af æviminningum og fræðibókum fyrir almenning og sú tegund bók- mennta selst vel. Ég skrifa ævintýrin því mér þykir það gaman en ekki vegna sölunnar og það er alltaf þörf fyr- ir ævintýrið óháð straumum og stefnum í þjóðfélaginu. Krítarborgin að nóttu Og nóttin gengur hægt í garð líkt og gamall svæfingalæknir klæddur smókingogstjömuskrýddum hönskum sem beygir sig yfir Krítarborgina og blæs á ljósin. Einbýlishúsagarðamir sofa. Krítarverksmiðjan andvarpár þungt og hvílist. Aðeins strætin skína. Aðeins leigubilar aka frá einum bæjarhluta til annars án bílstjóra, án farþega. Aðeins ein mannvera vakir I kvistherbergi efst á Virkishæð situr ung og fógur stúlka, drekkur rauðvín og les skáldsögu en siðurnar era auðar. í bakgrunninum hljómar Tríó í Es-dúr eftir Mozart; fiðla, selló lágfiðla. Tónarnir líða gepum Krítarborgina stórir menn titra gamalmenni skiptast á draumum mjór, purpuralitur fleygur fæðist á himninum og blindar. (Ljóðið er úr bókinni Aalborgdage.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.