Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 25
slíkur útflutningur svo lítið fé inn í landið að varla tekur að hafa orð á. Okkar auðlind er íslensk jörð, orka hennar og efni, líf það sem hún nærir og sú ímynd sem hún skapar meðal þeirra sem hingað leggja leið sína. Um langa ókomna framtíð getum við aðeins selt nátt- úruafurðir, fisk og fiskafurðir úr sjó og vötnum, ket og aðrar bú- skaparafurðir af landi, orku úr jörð og ásýnd íslenskrar náttúru og gildir einu hvort kaupendur eru íslenskir eða útlendir. Möguleikar okkar til þess að spara í erlendum innkaupum felast í vitrænni nýt- ingu innlendra verðmæta fyrir heimamarkað. Sama forsenda felst á bak við möguleika okkar til þess að auka verðmæti útflutn- ings. Þessi hugsun er einnig á bak við ýmsa þá möguleika sem við höfum til þess að spara óþörf út- gjöld innanlands og búa í haginn fyrir þjóðina á flestum sviðum, en hún verður ekki að gagni ef rann- sóknir á náttúrunni eru sparaðar, því án skilnings á fyrirbærinu er ekki hægt að umgangast það af viti. Náttúra íslands er skjótvirk, hraðvirk og mikilvirk og hún á það til að koma okkur í opna skjöldu. Þess vegna þurfum við að læra á hana eins og nokkur kostur er. Það gerum við með því að byggja upp trausta og góða rannsóknar- starfsemi á íslenskri náttúru. Við búum við kerfi sem er ófullkomið af ýmsum ástæðum og skal það ekki rakið. Þetta kerfi þarf að umskapa, bæta og efla. Það er mikið átak og nokkuð kostnaðar- samt, en nú verður að leggja eitt- hvað af öðrum verkefnum til hlið- ar og ráða hér bót á. Meginrök- semdin fyrir því að breyta þurfi um áherslur, auka áhersluna á náttúrufarsrannsóknir á kostnað einhvers annars, eru einfaldar. Náttúran er undirstaðan undir verðmætasköpun í landinu, bæði af toga fjáröflunar og sparnaðar, og því getur hún ekki setið á hak- anum. Náttúrufarsrannsóknir hafa setið á hakanum í áratugi og er það meðal annars ástæðan fyrir því hvernig komið er í fjár- málum okkar. Þjóðin hefur með- höndlað náttúrugæði af skamm- sýni og fáfræði og við höfum dreg- ið rangar ályktanir af þeirri þekk- ingu sem til hefur verið. Stjórn- málamenn og embættismenn hafa ekki borið gæfu til að meta náttúr- una á réttum mælikvarða í hag- kerfi þjóðarinnar. Náttúrufræð- ingar hafa ekki verið nægilega vakandi yfir hag fræðigreinarinn- ar og ekki staðið nægilega vel að kynningu á gagnsemi náttúrufars- legrar þekkingar. Þeir hafa um of einblínt á fræðilegan ávinning og persónulegan frama. Af þess- um ástæðum hefur hallað undan fæti og þeirri þróun verður ekki snúið við með óbreyttum áhersl- um. Hér þarf þjóðarsátt um áherslubreytingu og samstillt helj- arátak til endurbóta. Hér nægja ekki smásektagjöld og friðþæg- ingagreiðslur. Höfundur erjarðfræðingur og vinnur á Rnunvísindnstofnun Háskólans. ttu lagmamwm vinna verkið SAMTOK ÍÐNAÐARINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 HEILDSÖLUDREIFING: ÁRVÍK Ármúla 1 S. 91-687222 KR. 169,- McHamborgari er búinn til úr sérvöldu íslensku nautakjöti með ströngum aðferðum McDonald's. Kjötið er fitumælt af mikilli nákvæmni og er snöggfryst til þess að tryggja hreinleika og ferskleika kjötsins, þannig að það er alltaf eins. I því eru engin bindiefni eða aukaefni af neinum toga. Kjötið er grillað í eigin safa, þ.e. engin auka fita er notuð. McDonald's hamborgari er alltaf ferskur og nýeldaður. Holl og góð máltið. Fyrirmynd annarra. Alltaf eins. /V\ ^McDonaMs Gleðjumst saman Gæöi, þjónusta, hreinlæti og góð kaup SUÐURLANDSBRAUT 56, OPIÐ 10:00-23:30 Róbert - ævisaga listamanns skráð af Eðvarð Ingólfssyni Einn dáðasti leikari okkar segir hér frá mörgu athyglisverðu og skemmtilegu innan leiksviðs og utan, hérlendis og í V-Þýskalandi; uppvaxtarárunum á Eskifirði, harmóníkuleik í áratugi, fyrstu ástinni, síldarævintýri fyrir norðan, hálfbróður sínum og móðurfólki sem var lokað inni í A-Þýskalandi og raunum sínum (oegar hann eignaðist son sem var öðruvísi af Guði gerður en önnur börn. Róbert - ævisaga listamanns - er bók sem lætur engan ósnortinn. < ougtýijngasfotan hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.