Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 26

Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Verslun E. Guðfinnsonar hf. hættir rekstri Vöruval opnar matvöru- verslun í Bolungarvík Bolungarvík. NÝ verslun, Vöruval, mun taka við rekstri matvöruverslunar Verslunar E. Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík í dag. Mikill sam- dráttur hefur orðið í verslun hjá Verslun E. Guðfinnssonar í vegna umróts og samdráttar í kjölfar gjaldþrots útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Einars Guðfinnssonar hf., ekki síst í sérvörum og vefnaðarvöru, og hefur mikið tap verið á rekstrin- um á árinu. VEG mun reyna að selja sérvörubirgðir sínar og hætta rekstri. í fréttatilkynningu frá VEG hf. kemur fram að í ljósi þessa erfiða ástands hafi stjórn félagsins ákveðið að grípa strax til nauðsyn- legra aðgerða er hafi það meðal annars að markmiði að tryggja sem best stöðu lánardrottna, starfsfólks og viðskiptavina í Bol- ungarvík. Því hafi rekstur mat- vöruverslunarinnar verið seldur og leitast verði við að selja birgðir af sérvöru og hætta þar með rekstri. Lögfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Ráð hf. hefur tekið að sér að ann- ast málefni fyrirtækisins og samn- inga við lánardrottna þess. Aukinn möguleiki á hagkvæmum innkaupum Benedikt Kristjánsson kaup- maður hefur rekið Vöruval hf. á ísafirði í nokkur ár og fyrr á þessu væri vel í stakk búið til að koma inn í þennan rekstur, með þá þekk- ingu, reynslu og viðskiptasambönd sem það hefði. „Við höfum stefnt að því að gera hagkvæm innkaup og með viðbótarmarkaði í Bolung- arvík eykst möguleikinn á því að vinna að því markmiði. Við eigum í harðri samkeppni við afsláttar- verslanir á höfuðborgarsvæðinu og höfum verið að reyna að mæta henni. í þeim tilgangi byrjuðum við á því að flytja sjálfir inn vör- ur. Það hefur gengið vel og stuðlað að lækkun vöruverðs., Þá var Vöruval á ísafirði með fyrstu fyrir- tækjum sem tók upp afgreiðslu eftir strikamerkjum og við.munum setja slíkt kerfi upp í versluninni í Bolungarvík og tengja tölvuneti okkar. Við munum ganga til þessa verks með jákvæðu hugarfarí og vonum að við getum þjónað Bolvík- ingum vel. Það má til dæmis nefna að við munum hafa verslunina opna í hádeginu og hún verður með sama opnunartíma og verslun okkar á ísafirði," sagði Benedikt. Helmingur félagsmanna með uppsagnarbréf Við uppsagnir starfsfólks hjá Verslun E. Guðfinnsonar hf. og Byggingavöruverslun JFE hafa 23 verslunarmenn fengið uppsagnar- bréf. Er það 55% félagsmanna í Verslunarmannafélagi Bolungar- víkur. Starfsmenn VEG hafa verið ráðnir hjá Vöruvali út uppsagnar- frestinn en ekkert liggur fyrir um framtíðarráðningar. Jón Friðgeir Einarsson, eigandi Byggingavöruverslunar JFE, segir að ekki sé ætlunin að loka verslun- inni en vegna samdráttar í við- skiptum hafi verið ákveðið að draga saman seglin og minnka opnunartímann í vetur. Staðan yrði síðan metin í vor. Gunnar Morgunblaðið/Kristinn Heiðursverðlaun STURLA Friðriksson stjórnarformaður Ásusjóðs veitir Margréti Guðnadóttur viðurkenninguna. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright Margrét Guðnadóttir fær heiðursverðlaun 1993 HEIÐURSVERÐLAUN verð- launasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright 1933 voru veitt Margi-éti Guðnadóttur prófessor. Sturla Friðriksson stjómarformað- ur Ásusjóðs afhenti Margréti heið- ursverðlaunin við athöfn á laug- ardaginn og sagði þá m.a., að verð- launin fengi Margrét fyrir rannsókn- ir í veirufræði en hún hefur birt rit- gerðir um rannsóknir á því sviði bæði ein og sér og í samvinnu við aðra. Má þar nefna greinar um veiru- sjúkdóma í búfé og mönnum sem birst hafa í erlendum fagtímaritum. Hún hefur einnig skrifað greinar um mænusótt og veirusjúkdóma almennt í innlendum læknisfræðitímaritum. Þá hefur hún sett saman kennsluefni í veirusjúkdómafræði fyrir nemendur í heilbrigðisfræðum. ári opnaði hann útibú í Hnífsdal. Benedikt sagði í samtali við frétta- ritara að verslunin í Bolungarvík yrði sjálfstætt fyrirtæki í eigu Vöruvals hf. á ísafírði og sín. „Þar sem ég er Bolvíkingur og á mitt heimili þar finnst mér það skylt að reyna að halda úti matvöru- verslun á staðnum og veita fólkinu þjónustu og skapa vinnu,“ sagði Benedikt. Hann sagði að fyrirtæki sitt Fundur um vaxtalækkun VERULEGUR árangur hefur náðst í vaxtamálum í kjölfar aðgerða ríkissljórnarinnar í lok október. Vextir hafa lækkað nánast dag frá degi og hefur lækkunin orðið mun hraðari en bjartsýnustu menn þorðu að vona, segir í frétt frá Alþýðu- flokknum. Að undanförnu hafa ráðherrar og þingmenn Alþýðuflokksins farið* um landið og útskýrt það hvers vegna vaxtalækkunin var möguleg og hvaða ávinningi hún mun skila til lengri og skemmri tíma fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkissjóð. Þessari fundarherferð lýkur í kvöld, þriðjudag 7. desember, með fundi á Komhiöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík kl. 20.30. Frummælendur á fundinum í kvöld verða Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra og Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Sighvatur mun gera grein fyrir vaxtalækkuninni og stöðu ríkisfjármála en Jón Bald- vin mun ræða almennt um stjóm- málaviðhorfið. Þar mun eflaust verða drepið á heitustu málunum sem nú brenna á íslensku þjóðinni; frekari spamaði í ríkiskerfínu, stjórnun fískveiða, smugumálinu og landbúnaðarmálum. 58% samdráttur hjá Versl- nnarfélagi Raufarhafnar VERSLUNARFÉLAG Raufarhafnar, eina matvöruverslun bæjarins, hefur svo sannarlega fundið fyrir aukinni samkeppni við verslanir á Akureyri en samdráttur í veltu í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra var 58%. Að sögn Jóns Eiðs Jónssonar, verslunarstjóra og eins fjögurra eigenda Verslunarfélagsins, verður versluninni lokað um áramót eða þarnæstu mánaðamót ef ekki tekst að snúa vörn í sókn og færa viðskipti heimamanna aftur til bæjarins. „Ekki má gleyma því að við eigum eignir umfram skuldir þannig að það á enginn að tapa neinu þótt til lokun- ar komi,“ sagði Jón Eiður. „En það sér hver maður að ekki er hægt að reka verslun í 390 manna byggðar- lagi upp á það að heimamenn komi hingað inn eingöngu til að kaupa mjólk, brauð og ost og aðra álagn- ingarlausa vöru. Nú setur fólk pen- ingana sína í Bónus eða Nettó á Akureyri og tekur jafnvel lán til þess að fara þangað. Mér finnst al- veg hafa vantað í umræðuna að það kostar að keyra til Akureyrar, taka frí í vinnunni og ég tala nú ekki um að taka lán, eins og maður hefur heyrt að fólk sé að gera til að geta verslað þar, t.d. fyrir veislur. Hafa gengið í persónulegar ábyrgðir Auk þess hefur aldrei komið fram að oft er ekki verið að bera saman vöru af sambærilegum gæðum. Ég veit um fólk sem hefur keypt appels- ínur á 9 krónur kílóið í Bónus og þær voru allar skemmdar, svartar að innan,“ sagði Jón. „Við verðum að snúa vöm í sókn og láta þessa keppinauta á Akureyri ekki drepa litlu búðirnar á lands- byggðinni. Við, eigendurnir, höfum gengið í persónulegar ábyrgðir, t.d. fyrir mjólkurkaupum, og erum ekki tilbúnir til að gefast upp. Við emm með ýmsar hugmyndir sem við ætl- um að reyna að hrinda í framkvæmd á næstunni. Meðalsamdráttur 21% Jón Eiður sagði að meðalsam- dráttur fyrstu tíu mánuði ársins miðað við árið í fyrra hefði verið 21% á mánuði en hefði aukist gífurlega eftir að Bónus-verslunin var opnuð á Akureyri. Jón Eiður sagði að eig- endur Verslunarfélagsins hefðu leit- að til sveitarfélagsins og fyrirtækja þess um að þau légðu hlutafé í rekst- urinn en verið synjað. Loki Verslunarfélag Raufarhafn- ar fara sex manns á atvinnuleysis- skrá. Mikilvægt að verslun haldist „Það segir sig sjálft að það skipt- ir gífurlega miklu máli að verslun haldist í byggðarlaginu," segir Guð- mundur Guðmundsson sveitarstjóri. á Raufarhöfn. „Vegalengdir til næstu verslunarstaða em miklar, 150 km til Húsavíkur og 250 til Akureyrar. Ég geri frekar ráð fyrir að sveitarstjórnin taki verslunarmál- in til umfjöllunar á næstunni en Verslunarfélag Raufarhafnar hefur sent út dreifibréf þar sem falast er eftir nýjum samstarfsaðilum eða ein- hvetjum til að taka reksturinn yfír,“ sagði Guðmundur. Óeðlilegir viðskiptahættir „Hvað varðar verslanirnar á Ak- ureyri þá hljóta menn að spyija sig að því hvað verðstríðið þar getur varað lengi og hvert ágóðinn, t.d. af Bónus-versluninni, eigi að fara. Á hann að fara til Reykjavíkur, eða jafnvel Færeyja? Ég held að þegar til lengri tíma er litið séu svona miklar sveiflur í verslunarmálum vondar. Verðmyndunin, þar sem okrað er eða verð er of lágt, er óeðli- leg. Þetta eru ekki hollir og heil- brigðir viðskiptahættir. Það ér því mjög eðlilegt að verslanir á minni stöðunum, sem fundið hafa fyrir samdrætti vegna aukinnar sam- keppni við verslanir á Akureyri, reyni að opna augu fólks fyrir því að styrkja sínar heimaverslanir," sagði Guðmundur Guðmundsson. Atriði úr myndinni Aftur á vaktinni. Sambíóin sýna mynd- ina Aftur á vaktinni BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin sýna myndina Aftur á vaktinni með Ric- hard Dreyfuss, Emilio Estevez og Rosie O’Donell í aðahlutverkum. Dæmdur fyrir ofbeldi og vanrækslu gegn konu og bömum Verði sviptur erfðarétti eftir konuna LÖGMAÐUR fjögurra systkina hefur skrifað ríkissaksóknara bréf með kröfu um að höfðað verði mál á hendur föður barn- anna til að fá hann sviptan erfðarétti eftir látna móður þeirra. Maðurinn var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að beita bömin og móður þeirra meiðingum og bregðast foreldraskyldum sín- um gagnvart bömunum eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar. Hann hefur verið sviptur forsjá barnanna og rétti til að sitja í óskiptu búi eftir konuna. Bjöm Helgason saksóknari hef- ur erindi lögmannsins nú til með- ferðar. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að afstaða yrði tekin til bréfsins á næstu dög- um. Að vakta einhvern er erfitt verk sem kallar á hæfustu einstakling- ana í iögreglunni. Óstjóm og ringul- reið verður regla og gervið er í hættu þegar liðið samastendur af rannsóknarlögreglumönnunum Chris Lecce (Dreyfuss) og Bill Reimers (Estevez) og aðstoðarsak- sóknaranum Ginu Garrett (O’Don- ell). Nú reynir á þol og vilja þegar tríóið fær það verkefni að dulbúast sem miðstéttarfjölskylda, með Lecce sem föður, Garrett sem móð- ur og Reimers sem uppkominn son. Þau fá það verkefni að setjast að á hvíldardvalarstað fyrir efnameira fólk og láta eins lítið fyrir sér fara og hægt er á meðan þau fylgjast með grandalausum nágrönnum sín: um þeim Briam og Pam O’Hara. í þessu óstarfhæfa gengi eru ósam- hæfir félagar sem fara í taugarnar hver á öðmm meðan þeir bíða eftir að hið týnda vitni í máli ríkisins gegn Las Vegas, mafíósinn Lui Delano, birtist. En ef þeir semdu frið í smá stund gætu þeir einbeitt sér að því að leysa þetta sakamál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.