Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 28
(28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Bókmennta- kvöld verður í Deiglunni Bókmenntakvöld verður í Deiglunni, Kaupvagnsstræti í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. desember frá kl. 20.30 til 22.30. Bókval og Café Karol- ína gangast fyrir þessu bók- menntakvöldi. Lesið verður upp úr nýútkomn- um bókum af höfundunum Árna Björnssyni, Gylfa Gröndal og Jóni Hjaltasyni bg lesurunum Viðari Eggertssyni, Þresti Ásmundssyni, Sigurþór Heimissyni, Ólöfu Sig- urðardóttur og Steinunni Sigurð- ardóttur. Lesið verður úr bókunum Engl- um alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Þerna á gömlu veitingahúsi eftir Kristínu Ómars- dóttur, Ástin fiskanna eftir Stein- unni Sigurðardóttur, Sú kvalda ást .sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson, Ljósin blakta eftir Hannes Sigfíqsson, Norðurleið eftir Óskar Árna Óskarsson, Brak og brestir eftir Elías Snæland Jónsson, Saga daganna eftir Árna Bjömsson, Ævisaga Eíríks Kristó- ferssonar eftir Gylfa Gröndal og Nonni og Nonnahús eftir Jón Hjaltason. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Snjó kyngir niður norðanlands EKKERT lát hefur verið á snjókomu norðanlands loksins þegar fór að snjóa í desemberbyrjun. Ágætis sleða- og snjóþotufæri er óspart nýtt af unga fólkinu sem tekið hefur fram viðeigandi búnað til vetrarjeikja. Umferðin hefur gengið þokkalega fyrir sig í fyrstu alvöru snjókomunni, tveir minni háttar árekstrar urðu á Akureyri í gær og sagði Árni Magnússon varðstjóri það vel sloppið, en mikil hálka hefur verið á götum bæjarins síðustu daga. Helgin var ein sú allra rólegasta á árinu hjá lögreglunni á Akureyri og taldi varðstjórinn að annaðhvort væri fólk að spara fyrir jólin og færi því ekki út að skemmta sér eða að það væri að búa sig undir „litlu jólin“ sem starfsfólk fyrirtækja gjarnan heldur í desembermánuði. Morgunblaðiö/Kúnar Þór Þeir skemmtu sér vel JÓN ÓSKAR, Aðalsteinn og Pétur ásamt fjölmörgum öðrum vinum sínum skemmtu sér hið besta í Blómahúsinu síðastliðinn föstudag þegar þar var haldin skemmtun í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra. Slysavarnadeild karla í Ólafsfirði 60 ára •• Oflugt slysavarna- starf frá stofnun Ólafsfirði. UM ÞESSAR mundir er slysavarnadeild karla á Ólafsfirði 60 ára. Haldið var upp á afmæli deildarinnar í glæsilegu húsi hennar, Sand- hóli í Ólafsfirði. Þar var opið hús, boðið upp á kaffiveitingar og til sýnis var búnaður björgunarsveitarinnar Tinds. I ársbyijun 1933 var sett á lagg- imar nefnd í Ólafsfirði til að undir- búna stofnun deildarinnar. í nefnd- inni sátu William Þorsteinsson, skipasmiður, Páll Þorsteinsson, út- gerðarmaður, og Magnús Gamalíels- son, útgerðarmaður. Slysavamadeild var síðan stofnuð og varð William fyrsti formaður hennar. Hættuför um Múlaveg Allar götur síðan hefur öflugt slysavamastarf verið í Ólafsfírði. Kvennadeild var stofnuð 1936 og Björgunarsveitin Tindur var sett á fót 1974. Saga deildarinnar greinir frá fræknum björgunum en einnig dapurlegum stundum. Árið 1937 rak fjölda báta á land í miklu óveðri og skipsskaðar urðu fyrir Norðurlandi. Giftusamleg björgun varð 1978 er flutningaskip strandaði í Ólafsfirði, björgunarsveitin Tindur fór marga hættuför um Múlaveg að vetrarlagi til hjálpar vegfarendum og slysa- vamadeildirnar gegndu lykilhiut- verki við björgunar- og hjálparstarf þegar skriðuföllin miklu urðu í Ólafs- firði árið 1988. Slysavamadeildin er vel búin tækjum til hjáipar- og björg- unarstarfa hvort heldur er á sjó eða landi. Nýlegt hús félagsins er um 200 fermetrar á tveimur hæðum en þar er félagsmiðstöð á efri hæðinni en aðstaða fyrir björgunarsveitina á neðri hæðinni. Fyrir 60 árum voru félagsmenn í karladeild 67. Nú em þeir 260. Núverandi formaður slysa- varnadeildar karla er Siguijón Magn- ússon. SB Oddvitimi í Arskógshreppi vill koma upp skíðalandi á Vindheimajökli Vindmælingar á jöklinum hafnar Jarðfræðirannsóknir fyrirhugaðar á svæðinu á næsta ári SVEINN Jónsson oddviti í Árskógshreppi kom nýlega fyrir tæki til vindmælinga á Vindheimajökli og er ætlunin að rannsaka vind- hraða og styrk á jöklinum yfir eins árs tímabil. Samhliða er fyrir- hugað að gera umtalsverðar jarðfræðirannsóknir á svæðinu, en hugmyndir Sveins eru að gera skíða- og sleðaland á jöklinum sem nýttist bæði sumar sem vetur. Hugmyndin er að reisa kláfferju frá Skíðastöðum í Hlíðarfjalli og upp á brún fjallsins, en þaðan er stutt- ur spölur á jökulinn. Sveinn fór ásamt þeim ívari Sig- mundssyni og Kristni Sigurðssyni upp á Vindheímajökul fyrir nokkr- um dögum og komu þeir þar fyrir tæki sem hannað er hjá rafeinda- fyrirtækinu DNG, en það mælir vindhraða og styrk og skrifar inn á spólu sem endist í 133 daga og verður þá skipt um. Ætlunin er að vindmælingarnar standi yfir í eitt ár og þá mun Sveinn einnig fá aðgang að vindmælingum sem gerðar voru á Moldhaugnahálsi fyrir nokkrum árum í tengslum við umræðu um álver í Eyjafírði. „Með þessum rannsóknum sem taka eitt ár fáum við vísbendingar um veður og vinda uppi á jöklinum. Við verðum að vita áður en lengra er haldið hvort rekstrarmöguleikar eru fyrir hendi, það mega ekki margir dagar falla úr. Ef af þessu getur orðið munu þau mannvirki sem fyrir eru í Hlíðarijalli nýtast mun betur en nú er, skíðalandið þar nýtist ekki nema lítinn hluta úr ári,“ sagði Sveinn. Með kláfferju upp á brún Hugmynd Sveins er sú að á jökl- inum rísi skíðaland sem einnig nýtist þeim sem þeysa vilja um á vélsleðum. „Ég er áhugamaður um ferðaþjónustu og er að þessum athugunum þess vegna, það þýðir ekki endalaust að fjárfesta í hótel- um og gistiheimilum, þeir ferða- menn sem hingað koma vilja gera eitthvað á meðan á dvölinni stend- ur. Við hugsum okkur þetta þann- Jón Laxdal er bæjarlistamaður á Akureyri, hann hefur fengist við ýmsar listgreinar, hann er myndlistarmaður og rithöfundur og heflir einnig látið til sín taka á sviði hljómlistar, en hann er einn Norðanpilta. Sú hljómsveit lék í síðustu viku á menningarhátíð í Englandi, en þar í landi standa ig að kláffeija flytji fólkið frá Skíðastöðum i Hlíðarfjalli og upp á brún og þar verði lítill veitinga- skáli, síðan geti fólk farið á skíði vélsleða, í gönguferða eða notið útsýnisins. Slíkar ferðir ættu til dæmis að vera hentugar fyrir það fólk sem kemur hingað með skemmtiferðaskipum,“ sagði Sveinn. Að loknum veður- og jarð- . vegsathugunum sagði hann að fyrst væri hægt að huga að mann- virkja gerð og tilboðum erlendis frá í tengslum við þau, en hann sagði að þegar væri komin fram hugmynd að slíku erlendu tilboði. nú yfir tvær sýningar á verkum Jóns. Á sýningu Jóns í Karolínu eru klippimyndir sem hann hefur verið að vinna að upp á síðkastið. Þetta er önnur einkasýning Jóns í Karol- ínu frá því hann var valinn bæjar- listamaður fyrr á árinu. Jón Laxdal Halldórs- son sýnir í Karolínu JÓN Laxdal Halldórsson myndlistarmaður opnaði í gærkvöldi sýningu á verkum sínum í Café Karolinu í Grófargili. Sýningin verður opin út desembermánuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.