Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 39
MOKGUNBLADH) MtIt)JUDAGUR |7. PESEMBKR 1993
Það vantar tilfinnanlega upplýsingar um reiðhestamarkaðinn að mati Ulu og Clausar,
uðu því sem næst ganglaus hross.
„En þetta er allt breytt nú,“ segir
hann.
Markaðurinn byggist á
frístundahestum
Markaðsmálin hafa alltaf verið
Ulu og Clausi hugleikin og fullyrða
þau að í ljósi þess að íslenski hestur-
inn sé óumdeilanlega besti útreiða-
hestur í heimi sé orðið áríðandi að
aðskilja meira frístundahestinn og
keppnishestinn. „Það er staðreynd
að 95% af öllum sem kaupa sér ís-
lenskan hest kaupa hann einungis
til frístundaiðkunar,“ fullyrðir Ulu
og Claus bætir við: „Framtíð ís-
lenska hestsins sem útreiða- og frí-
stundahests er mjög björt og vara-
samt er að menn einbeiti sér um
of að ræktun keppnishesta því
markaðsmöguleikarnir liggja að
stærstum hluta í aðra átt,“ og nú
tekur Ulu við: „Langstærstur hluti
kaupenda vill fá þægilega auðvelda
og sterka hesta sem það getur
treyst á og þetta er hlutur sem ís-
lenskir ræktendur ættu að hugleiða.
íslendingar hafa meiri fjölbreyti-
leika í sínum stofni en við hér á
meginlandinu. Þið eigið til mikið
af þessum upplögðu góðu útreiða-
hestum sem markaðurinn kallar á
en ef þið gætið ekki að ykkur verð-
ið hugsanlega farnir að rækta ein-
göngu hross fyrir 5% af markaðnum
í framtíðinni," segir hún með mikl-
um áherslu.
Þá eru þau hjón sammála um að
tilfinnanlega vanti meiri þekkingu
á markaðnum fyrir íslenska hesta
og væri fulþörf á að hagsmunaaðil-
ar sameinist um að láta framkvæma
markaðsrannsókn. „Það er til dæm-
is vitað hversu mörg hross eru seld
frá íslandi til Þýskalands en það
er ekki vitað hversu mörg hross eru
seld í Þýskalandi í það heila og
hvort og hvernig sé mögulegt að
stækka markaðinn frá því sem hann
er í dag. Það veit enginn með vissu
hversu mikið af hverri hestgerð
selst á hverju markaðssvæði fyrir
sig. Það er mjög brýnt að skilgreina
markaðinn fyrir íslenska hestinn,
þegar það hefur verið gert eiga
hrossaræktendur og hestakaup-
menn mun auðveldara með að
skipuleggja í hvaða átt þeir stefna
með ræktunina. Það eru í dag tvær
skoðanir í gangi, sú fyrri að offram-
boð sé á íslenskum hrossum og hitt
að skortur sé á íslenskum hrossum.
Gott dæmi um það hér í Þýskalandi
er að margir hrossaræktendur eða
hestakaupmenn flytja inn mikið af
hrossum frá íslandi og útflutningur
hrossa þaðan er í stöðugum vexti.
Eigi að síður er talað um offram-
leiðslu hrossa á íslandi og talað um
að fækka þurfi hrossunum. Þessum
mótsögnum er líklega hægt að
breyta með frekari upplýsingum um
markaðinn," segir Claus.
Helstu keppinautarnir
„Western" hestar
Þá bendir Ulu á að reiðskólar
með íslenskum hestum séu lykilatr-
iði í frekari útbreiðslu íslenska
hestsins því markaðssetning á
hrossum sé fyrst og fremst barátta
um byijendur í greininni. „Algeng-
ast er hér í Þýskalandi að fólk byiji
á því að fara í reiðskóla áður en
það kaupir sér hest. Séu hestarnir
í reiðskólanum íslenskir má reikna
með mestar líkur séu á að viðkom-
andi fái sér íslenskan hest. Sé hann
ekki fáanlegur er líklegt að keyptur
sé einhver tegund af Western hesti,
Quarterhorse eða eitthvað í þeim
dúr. Að okkar mati eru þessir West-
ern hestar miklu hættulegri keppi-
nautar heldur en ganghestar af
öðrum kynjum eins og til dæmis
Saddle Bred, Mangalarga Marchad-
ore, Aegidienberger eða Paso hest-
arnir. íslenski hesturinn verður
fyrst og fremst seldur sem frí-
stundahestur og útreiðahestur fyrir
venjulegt fólk og Western hestarnir
höfða mjög til sama markhóps,"
segir Ulu og Claus bætir við í lok-
in: „Við höfum nægar upplýingar
um keppnishestamarkaðinn en okk-
ur vantar tilfinnanlega upplýsingar
um útreiðahestamarkaðinn."
NÝJAR
HESTA-
BÆKUR
Þrátt fyrir að oft hafi verið
meira líf í útgáfu hestabóka fyrir
jólin þurfa hestamenn ekki að
fara bókarlausir í rúmið á að-
fangadagskvöld því fjórar nýjar
bækur fyrir hestamenn hafa
komið út að því er best er vitað.
Hjalti Jón Sveinsson kemur nú
með annað hefti af bókinni í farar-
broddi þar sem kunnir hestamenn
rekja kynni sín af hestinum og fé-
lagsmálum hestamanna. Rætt er við
Björn á Hofsstöðum í Skagafírði,
Andrés á Kvíabekk, Magna í Ár-
gerði, Reyni Aðalsteinsson, Jóhann
Þorsteinsson í Miðsitju, Brynjólf
Sandholt dýralækni, Kára Arnórs-
son fyrrum formann LH og hjónin
Guðmund Jónsson og Sigrúnu Ei-
ríksdóttur á Höfn í Hornafirði. Þá
kemur út sjöunda hefti af Hestar
og menn eftir Þorgeir Guðlaugsson
og Guðmund Jónsson sem er nokk-
urs konar annáll hestamennskunn-
ar. Birt eru úrslit og myndir frá
helstu mótum ársins og rætt við
hestamenn sem þóttu skara fram
úr á árinu. Meðal þeirra sem rætt
er við eru Vignir Siggeirsson, Sig-
urður V. Matthíasson, Jolly
Schrenk, Jóhann Friðgeirsson. Það
er Skjaldborg sem gefur út báðar
þessar bækur.
Hofsútgáfan gefur út annað hefti
af Hestar í norðri þar sem kynnt
eru hrossaræktarbú á Norðurlandi
eystra og Jónas Kristjánsson gefur
út ijórðu bókina sem innheldur ætt-
bók ársins auk skrár yfir afkvæmi
allra skráðra stóðhesta landsins,
Auk þessa hefur verið gefið út
fylgirit á ensku með bókinni Hesta-
litir eftir Stefán Aðalsteinsson og
Friðþjóf Þorkelsson. Er þar um að
ræða þýðingu á efni bókarinnar sem
hefur vakið mikla athygli erlendis
en ekki náð sölu þar sem hún var
eingöngu fáanleg á íslensku. Þá er
bókin seld á niðursettu verði en hún
þótti mjög dýr þegar hún var gefin
út. Það er bókaútgáfan Ormstunga
sem gefur út fylgiritið og hefur með
dreifmgu bókarinnar að gera. Einn-
ig er komin út ný útgáfa af bókinni
Hesturinn og reiðmennska eftir
Walter Feldmann og Andreu Kat-
harinu Rostock í þýðingu Péturs
Behrens.
fáum pörum sem náðu geimi í þessu
spili í næstsíðustu umferðinni:
N/NS
Norður
♦ Á986
VK8
♦ 632
♦ ÁKD9
Vestur
♦ KD5
¥ 10932
♦ KG85
♦ 108
Austur
♦ G2
¥ ÁDG764
♦ Á107
+ 32
Suður
♦ 10743
¥ 5
♦ D94
♦ G7654
Vestur Norður Austur Suður
ÁP HE
1 lauf dobl pass
3 hjörtu pass 4 þjörtu/
Norður opnaði á sterku laufi og
dobl Hjördísar lofaði hjartalit. Ás-
mundur stökk þá í 3 þjörtu sem var
áskorun ef Hjördís átti háspilastyrk
en hindrun annars. Hjördís hækkaði
að bragði og spilið vannst auðveld-
lega þegar hjartakóngurinn lá rétt
því einn tígull austurs fór niður í
spaða.
Þetta var lokastaðan:
1. Ásmqndur Pálsson - Hjördís Eyþórsdóttir 1.278
2. Guðmundur P. Amars. - Þorlákur Jóns.1.104
1.059
1.034
909
3. Hrólfur Hjaltason - Sigurður Sverrisson
4. ÓlafurLárusson - Hermann Lárusson
5. Oddur Hjaltason - Páll Hjaltason
6. Jón Hjaltason - Jón Ingi Bjömsson
7. Guðl. R. Jóhannsson. Om Amþórsson
8. Sveinn R. Eirfksson - Júlíus Sigurjónson
595
497
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
Naskir kaupsýslumenn
SUÐURNESJAMENNIRNIR Eyþór Jónsson og Garðar Garðarsson sóttu ekki gull í greipar annarra
keppenda á Kauphallarmótinu og enduðu í neðsta sæti. En þeir gerðu mun betri viðskipti í kauphöllinni
því þeir áttu meirihlutann í þremur pörum sem enduðu í verðlaunasæti, þar á meðal sigurvegurunum.
A myndinni hafa þeir stillt sér upp fyrir framan „fyrirtæki“ sín, þau Hermann Lárusson og Ólaf Lárus-
son, Hjördísi og Asmund og Júlíus Siguijónsson og Svein Rúnar Hauksson.
9. SverrirÁrmannsson - Karl Sigurhjartarson 433
10. Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason 276
Átta efstu pörin fengu peninga-
verðlaun, bæði spilararnir og þeir
sem keyptu hlut í þeim á uppboðinu
sem fór fram fyrir mótið og Harald-
ur Blöndal sá um að venju. Talsvert
lægri boð komu í spilarana að þessu
sinni en undanfarin þijú skipti sem
mótið hefur verið haldið. Að þessu
sinni fór dýrasta parið, Guðmundur
Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson,
á 85 þúsund krónur en á síðasta ári
seldust þeir fyrir 140 þúsund. Þetta
hafði þau áhrif að verðlaunin voru
talsvert lægri að þessu sinni en áður.
Eigendur sigurvegaranna fengu í
sinn hlut rúmar 214 þúsund krónur.
Því var ávöxtun þeirra Ásmundar
og Hjördísar fimmföld en þau seld-
ust á 40 þúsund krónur. Sigurvegar-
arnir fengu síðan 61 þúsund krónur
í spilaraverðlaun.
Bindisskylda
Karlspilararnir í mótinu voru að
þessu sinni skyldaðir til að spila í
jakkafötum með bindi og kvenspil-
arar í hliðstæðum klæðnaði og setti
þetta virðulegan svip á mótið. Það
var haldið á Hótel Sögu. Kristján
Hauksson sá um útreikning en Elín
Bjarnadóttir um mótsstjórn. Verð-
bréfamarkaður íslandsbanka hafði
umsjón með uppboði og kauphöll
mótsins að venju og Kreditkort hf.
studdi mótið einnig með ýmsum
hætti.
39
Gerum göt
í eyru
Nýjung - skotlokkar
gull í gegn
fyrir viðkvæma húð.
Einnig 100 teg. af
öðrum skotlokkum.
13010
, HÁRGREIÐSLDSTOFAN
\ KLAPPARSTÍG
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut^
Kópavogi, sími
571800
sjálfsk., ke. 48 þ. V. 820 þús.
Subaru Justy J-12 4 x 4 ’89, grásans,
5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. V. 590 þús.
Toppeintak.
Orion CLX',92, hvítur, 5 g., ek. 35
þ. V. 870 þús.
Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauöur, 5
manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og
framan, lækkuð drifhlutföll, 38“ dekk, ál-
felgur o.fl. o.fl. V. 1380 þús., skipti.
Daihatsu Charade Sedan SG ’91, rauður,
sjálfsk., ek. 48 þ. V. 820 þús.
Subaru Justy J-12 4x4 ’89, grásans, 5
dyra, 5 g., ek. 61 þ. V. 590 þús. Toppein-
tak.
Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauður, 5
manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og
framan, lækkuð drifhlutföll, 38" dekk, ál-
felgur o.fl. V. 1380 þús., skipti.
Suzuki Swift Ga ’89, 3ja dyra, 5 g., ek.
70 þ. V. 390 þús.
Subaru Justy J-10 4x4 ’86, hvítur, 3ja
dyra, 5 g., ek. 78 þ. V. 270 þús.
Daihatsu Charade CX ’86, 5 dyra, 4 g.,
ek. 89 þ. V. 270 þús.
Daihatsu Cuore ’88, 5 dyra, rauður,
sjálfsk., ek. 55 þ. V. 290 þús.
MMC Lancer GL ’88, 5 g., ek. 85 þ.
V. 540 þús.
Ford Escort Laser ’86, 3ja dyra, rauður,
5 g., ek. 102 þ. V. 250 þús.
MMC Lancer GL ’90, 5 g., ek. 79 þ.
V. 760 þús.
Toyota Hi-Lux Ex. cab SR5 V-6 ’90, svart-
ur, 5 g., ek. 70 þ. Einn m/öllu. V. 1890 þús.
MMC Colt GL ’91, blár, 5 g., ek. 45 þ.
V. 740 þús.
Daihatsu Feroza EL-II ’89, grár/tvílitur, 5
g., ek. 62 þ., álfelgur, cent. o,fl. V. 890 þús.