Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 39
MOKGUNBLADH) MtIt)JUDAGUR |7. PESEMBKR 1993 Það vantar tilfinnanlega upplýsingar um reiðhestamarkaðinn að mati Ulu og Clausar, uðu því sem næst ganglaus hross. „En þetta er allt breytt nú,“ segir hann. Markaðurinn byggist á frístundahestum Markaðsmálin hafa alltaf verið Ulu og Clausi hugleikin og fullyrða þau að í ljósi þess að íslenski hestur- inn sé óumdeilanlega besti útreiða- hestur í heimi sé orðið áríðandi að aðskilja meira frístundahestinn og keppnishestinn. „Það er staðreynd að 95% af öllum sem kaupa sér ís- lenskan hest kaupa hann einungis til frístundaiðkunar,“ fullyrðir Ulu og Claus bætir við: „Framtíð ís- lenska hestsins sem útreiða- og frí- stundahests er mjög björt og vara- samt er að menn einbeiti sér um of að ræktun keppnishesta því markaðsmöguleikarnir liggja að stærstum hluta í aðra átt,“ og nú tekur Ulu við: „Langstærstur hluti kaupenda vill fá þægilega auðvelda og sterka hesta sem það getur treyst á og þetta er hlutur sem ís- lenskir ræktendur ættu að hugleiða. íslendingar hafa meiri fjölbreyti- leika í sínum stofni en við hér á meginlandinu. Þið eigið til mikið af þessum upplögðu góðu útreiða- hestum sem markaðurinn kallar á en ef þið gætið ekki að ykkur verð- ið hugsanlega farnir að rækta ein- göngu hross fyrir 5% af markaðnum í framtíðinni," segir hún með mikl- um áherslu. Þá eru þau hjón sammála um að tilfinnanlega vanti meiri þekkingu á markaðnum fyrir íslenska hesta og væri fulþörf á að hagsmunaaðil- ar sameinist um að láta framkvæma markaðsrannsókn. „Það er til dæm- is vitað hversu mörg hross eru seld frá íslandi til Þýskalands en það er ekki vitað hversu mörg hross eru seld í Þýskalandi í það heila og hvort og hvernig sé mögulegt að stækka markaðinn frá því sem hann er í dag. Það veit enginn með vissu hversu mikið af hverri hestgerð selst á hverju markaðssvæði fyrir sig. Það er mjög brýnt að skilgreina markaðinn fyrir íslenska hestinn, þegar það hefur verið gert eiga hrossaræktendur og hestakaup- menn mun auðveldara með að skipuleggja í hvaða átt þeir stefna með ræktunina. Það eru í dag tvær skoðanir í gangi, sú fyrri að offram- boð sé á íslenskum hrossum og hitt að skortur sé á íslenskum hrossum. Gott dæmi um það hér í Þýskalandi er að margir hrossaræktendur eða hestakaupmenn flytja inn mikið af hrossum frá íslandi og útflutningur hrossa þaðan er í stöðugum vexti. Eigi að síður er talað um offram- leiðslu hrossa á íslandi og talað um að fækka þurfi hrossunum. Þessum mótsögnum er líklega hægt að breyta með frekari upplýsingum um markaðinn," segir Claus. Helstu keppinautarnir „Western" hestar Þá bendir Ulu á að reiðskólar með íslenskum hestum séu lykilatr- iði í frekari útbreiðslu íslenska hestsins því markaðssetning á hrossum sé fyrst og fremst barátta um byijendur í greininni. „Algeng- ast er hér í Þýskalandi að fólk byiji á því að fara í reiðskóla áður en það kaupir sér hest. Séu hestarnir í reiðskólanum íslenskir má reikna með mestar líkur séu á að viðkom- andi fái sér íslenskan hest. Sé hann ekki fáanlegur er líklegt að keyptur sé einhver tegund af Western hesti, Quarterhorse eða eitthvað í þeim dúr. Að okkar mati eru þessir West- ern hestar miklu hættulegri keppi- nautar heldur en ganghestar af öðrum kynjum eins og til dæmis Saddle Bred, Mangalarga Marchad- ore, Aegidienberger eða Paso hest- arnir. íslenski hesturinn verður fyrst og fremst seldur sem frí- stundahestur og útreiðahestur fyrir venjulegt fólk og Western hestarnir höfða mjög til sama markhóps," segir Ulu og Claus bætir við í lok- in: „Við höfum nægar upplýingar um keppnishestamarkaðinn en okk- ur vantar tilfinnanlega upplýsingar um útreiðahestamarkaðinn." NÝJAR HESTA- BÆKUR Þrátt fyrir að oft hafi verið meira líf í útgáfu hestabóka fyrir jólin þurfa hestamenn ekki að fara bókarlausir í rúmið á að- fangadagskvöld því fjórar nýjar bækur fyrir hestamenn hafa komið út að því er best er vitað. Hjalti Jón Sveinsson kemur nú með annað hefti af bókinni í farar- broddi þar sem kunnir hestamenn rekja kynni sín af hestinum og fé- lagsmálum hestamanna. Rætt er við Björn á Hofsstöðum í Skagafírði, Andrés á Kvíabekk, Magna í Ár- gerði, Reyni Aðalsteinsson, Jóhann Þorsteinsson í Miðsitju, Brynjólf Sandholt dýralækni, Kára Arnórs- son fyrrum formann LH og hjónin Guðmund Jónsson og Sigrúnu Ei- ríksdóttur á Höfn í Hornafirði. Þá kemur út sjöunda hefti af Hestar og menn eftir Þorgeir Guðlaugsson og Guðmund Jónsson sem er nokk- urs konar annáll hestamennskunn- ar. Birt eru úrslit og myndir frá helstu mótum ársins og rætt við hestamenn sem þóttu skara fram úr á árinu. Meðal þeirra sem rætt er við eru Vignir Siggeirsson, Sig- urður V. Matthíasson, Jolly Schrenk, Jóhann Friðgeirsson. Það er Skjaldborg sem gefur út báðar þessar bækur. Hofsútgáfan gefur út annað hefti af Hestar í norðri þar sem kynnt eru hrossaræktarbú á Norðurlandi eystra og Jónas Kristjánsson gefur út ijórðu bókina sem innheldur ætt- bók ársins auk skrár yfir afkvæmi allra skráðra stóðhesta landsins, Auk þessa hefur verið gefið út fylgirit á ensku með bókinni Hesta- litir eftir Stefán Aðalsteinsson og Friðþjóf Þorkelsson. Er þar um að ræða þýðingu á efni bókarinnar sem hefur vakið mikla athygli erlendis en ekki náð sölu þar sem hún var eingöngu fáanleg á íslensku. Þá er bókin seld á niðursettu verði en hún þótti mjög dýr þegar hún var gefin út. Það er bókaútgáfan Ormstunga sem gefur út fylgiritið og hefur með dreifmgu bókarinnar að gera. Einn- ig er komin út ný útgáfa af bókinni Hesturinn og reiðmennska eftir Walter Feldmann og Andreu Kat- harinu Rostock í þýðingu Péturs Behrens. fáum pörum sem náðu geimi í þessu spili í næstsíðustu umferðinni: N/NS Norður ♦ Á986 VK8 ♦ 632 ♦ ÁKD9 Vestur ♦ KD5 ¥ 10932 ♦ KG85 ♦ 108 Austur ♦ G2 ¥ ÁDG764 ♦ Á107 + 32 Suður ♦ 10743 ¥ 5 ♦ D94 ♦ G7654 Vestur Norður Austur Suður ÁP HE 1 lauf dobl pass 3 hjörtu pass 4 þjörtu/ Norður opnaði á sterku laufi og dobl Hjördísar lofaði hjartalit. Ás- mundur stökk þá í 3 þjörtu sem var áskorun ef Hjördís átti háspilastyrk en hindrun annars. Hjördís hækkaði að bragði og spilið vannst auðveld- lega þegar hjartakóngurinn lá rétt því einn tígull austurs fór niður í spaða. Þetta var lokastaðan: 1. Ásmqndur Pálsson - Hjördís Eyþórsdóttir 1.278 2. Guðmundur P. Amars. - Þorlákur Jóns.1.104 1.059 1.034 909 3. Hrólfur Hjaltason - Sigurður Sverrisson 4. ÓlafurLárusson - Hermann Lárusson 5. Oddur Hjaltason - Páll Hjaltason 6. Jón Hjaltason - Jón Ingi Bjömsson 7. Guðl. R. Jóhannsson. Om Amþórsson 8. Sveinn R. Eirfksson - Júlíus Sigurjónson 595 497 Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Naskir kaupsýslumenn SUÐURNESJAMENNIRNIR Eyþór Jónsson og Garðar Garðarsson sóttu ekki gull í greipar annarra keppenda á Kauphallarmótinu og enduðu í neðsta sæti. En þeir gerðu mun betri viðskipti í kauphöllinni því þeir áttu meirihlutann í þremur pörum sem enduðu í verðlaunasæti, þar á meðal sigurvegurunum. A myndinni hafa þeir stillt sér upp fyrir framan „fyrirtæki“ sín, þau Hermann Lárusson og Ólaf Lárus- son, Hjördísi og Asmund og Júlíus Siguijónsson og Svein Rúnar Hauksson. 9. SverrirÁrmannsson - Karl Sigurhjartarson 433 10. Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason 276 Átta efstu pörin fengu peninga- verðlaun, bæði spilararnir og þeir sem keyptu hlut í þeim á uppboðinu sem fór fram fyrir mótið og Harald- ur Blöndal sá um að venju. Talsvert lægri boð komu í spilarana að þessu sinni en undanfarin þijú skipti sem mótið hefur verið haldið. Að þessu sinni fór dýrasta parið, Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, á 85 þúsund krónur en á síðasta ári seldust þeir fyrir 140 þúsund. Þetta hafði þau áhrif að verðlaunin voru talsvert lægri að þessu sinni en áður. Eigendur sigurvegaranna fengu í sinn hlut rúmar 214 þúsund krónur. Því var ávöxtun þeirra Ásmundar og Hjördísar fimmföld en þau seld- ust á 40 þúsund krónur. Sigurvegar- arnir fengu síðan 61 þúsund krónur í spilaraverðlaun. Bindisskylda Karlspilararnir í mótinu voru að þessu sinni skyldaðir til að spila í jakkafötum með bindi og kvenspil- arar í hliðstæðum klæðnaði og setti þetta virðulegan svip á mótið. Það var haldið á Hótel Sögu. Kristján Hauksson sá um útreikning en Elín Bjarnadóttir um mótsstjórn. Verð- bréfamarkaður íslandsbanka hafði umsjón með uppboði og kauphöll mótsins að venju og Kreditkort hf. studdi mótið einnig með ýmsum hætti. 39 Gerum göt í eyru Nýjung - skotlokkar gull í gegn fyrir viðkvæma húð. Einnig 100 teg. af öðrum skotlokkum. 13010 , HÁRGREIÐSLDSTOFAN \ KLAPPARSTÍG Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kópavogi, sími 571800 sjálfsk., ke. 48 þ. V. 820 þús. Subaru Justy J-12 4 x 4 ’89, grásans, 5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. V. 590 þús. Toppeintak. Orion CLX',92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauöur, 5 manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og framan, lækkuð drifhlutföll, 38“ dekk, ál- felgur o.fl. o.fl. V. 1380 þús., skipti. Daihatsu Charade Sedan SG ’91, rauður, sjálfsk., ek. 48 þ. V. 820 þús. Subaru Justy J-12 4x4 ’89, grásans, 5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. V. 590 þús. Toppein- tak. Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauður, 5 manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og framan, lækkuð drifhlutföll, 38" dekk, ál- felgur o.fl. V. 1380 þús., skipti. Suzuki Swift Ga ’89, 3ja dyra, 5 g., ek. 70 þ. V. 390 þús. Subaru Justy J-10 4x4 ’86, hvítur, 3ja dyra, 5 g., ek. 78 þ. V. 270 þús. Daihatsu Charade CX ’86, 5 dyra, 4 g., ek. 89 þ. V. 270 þús. Daihatsu Cuore ’88, 5 dyra, rauður, sjálfsk., ek. 55 þ. V. 290 þús. MMC Lancer GL ’88, 5 g., ek. 85 þ. V. 540 þús. Ford Escort Laser ’86, 3ja dyra, rauður, 5 g., ek. 102 þ. V. 250 þús. MMC Lancer GL ’90, 5 g., ek. 79 þ. V. 760 þús. Toyota Hi-Lux Ex. cab SR5 V-6 ’90, svart- ur, 5 g., ek. 70 þ. Einn m/öllu. V. 1890 þús. MMC Colt GL ’91, blár, 5 g., ek. 45 þ. V. 740 þús. Daihatsu Feroza EL-II ’89, grár/tvílitur, 5 g., ek. 62 þ., álfelgur, cent. o,fl. V. 890 þús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.