Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1993næsti mánaðurin
    mifrlesu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Að lokinni atkvæða- greiðslu um sameiningu eftir Krislján Pálsson Úrslit kosninga um sameiningu sveitarfélaga 20. nóv. sl. var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórt mál þar á ferðinni. Að sameina sveitarfélög í lýð- ræðislegri kosningu á sama tíma um allt land var eitthvað sem ekki hefur verið reynt áður og því mjög óvenjulegt og spennandi. Þó svo að umræða sveitarstjórn- armanna um sameiningu sveit- arfélaga hafi staðið í langan tíma þá bar þessa sameiningu tiltölu- lega brátt að kjósendum og höfðu nefndir sem skipaðar voru lítinn tíma til kynningar og takmarkað ijármagn. Margt í undirbúningi hefur því eflaust verið með öðrum hætti en best verður á kosið, en ég tel að reynt hafi verið eftir bestu getu að endurspegla í tillögunum þær hugmyndir sem líklegastar voru til að hafa hljómgrunn hjá íbúun- um. Flestar hugmyndimar voru einnig samþykktar af þeim sveit- %^.rstjórnum sem voru í viðkomandi umdæmissvæði og hvað varðar Suðumesin, þá var samstaða í öll- um sveitarstjórnunum um að leggja fram þá tillögu sem kosið var um. Þegar kom að kynningu um- dæmanefndarinnar á Suðurnesj- um á kostum og göllum samein- ingarinnar kom fljótt í ljós, að þó sveitarstjórnirnar væru fúsar til að gefa íbúum sínum kost á því að kjósa um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt, þá fólst engin skuldbinding í því af hálfu einstakra sveitar- stjórnarmanna að styðja hana op- inberlega. Raunin varð sú að í 4 sveitarfélögum var bein andstaða margra sveitarstjórnarmanna við tillöguna á borgarafundum en í 3 þar sem tillagan var samþykkt, var lítil andstaða. 011 umræða á borgarafundum umdæmanefndarinnar mótaðist mjög af þessum skoðunum og lítið „Var kjörsóknin mest á Suðurnesjum af öllum umdæmunum átta eða 67,5%.“ sem umdæmanefndin gat gert til að breyta henni. í umdæmanefndinni á Suður- nesjum hefur frá byijun verið mjög góð samstaða um allt sem gert hefur verið af hennar hálfu. Það var einnig um þá kynningu sem fór fram á hennar vegum sem var málefnaleg umfjöllun um kosti og galla sameiningartillögunnar, en þannig töldum við að lýðræðishug- Kristján Pálsson. myndir kjósenda væru ekki fótum troðnar. Á þann hátt taldi ég og fleiri að best væri að ná árangri við að sameina sveitarfélögin sjö á Suð- urnesjum í eitt. Fljótlega eftir að fréttir fóru að berast af borgarafundum um- dæmanefndarinnar fór að heyrast mikil gagnrýni frá aðstoðarmanni félagsmálaráðherra á nefndina vegna þessara vinnubragða og beindist hún sérstaklega að mér. í kjölfar þessarar gagnrýni að- stoðarmannsins komu leiðaraskrif í DV þar sem ég er sakaður um að vinna gegn sameiningunni og svo það nýjasta í Pressunni 25. þ.m. þar sem Mörður Ámason segir að ég „líti á lýðræðið sem brandara“! Það eru þessi síðustu ummæli sem fá mig til að setja þessar lín- ur á blað. Leiðarahöfundur DV, Jónas Kristjánsson, er þekktur fyrir skel- egg skrif og að mála hlutina sterk- um litum. Þar sem hann birti sín skrif fyrir kosningar þá ætla ég að vona að hann skipti um skoðun þegar hann athugar niðurstöður ÚRSLIT ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR 20. NÓV. SL. UMDÆMI Á KJÖRSKR. JÁ NEI AU.-ÓG. KJÖRSÓKN KJÖRS. % %JÁ % NEI Suðurnes 10.322 4.271 2.638 56 6.965 67,48 61,32 37,88 Vesturland 5.655 2.306 1.283 51 3.640 64,37 63,35 35,25 Suðurland 10.051 2.389 3.927 86 6.402 63,70 37,32 61,34 Norðurland vestra 5.925 1.546 2.024 21 3.591 60,61 43,05 56,36 Austurland 7.950 2.611 2.074 83 4.768 59,97 54,76 43,50 Vestfirðir 6.162 1.752 1.687 48 3.487 56,59 50,24 48,38 Norðurland eystra 18.696 4.695 4.623 76 9.394 50,25 49,98 49,21 Höfuðborgarsvæðið 86.456 16.316 7.847 229 24.392 28,21 66,89 32,17 Heimild Morgunblaðið 23. r.óv. 1993 Aukum faglega umfjöllun eftir Guðrúnu Ragnars og Helgu Hannesdóttur Ýmislegt hefur verið rætt og rit- að um framtíð barnadeildanna á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Flestir sem um þessi mál fjalla eru sammála um að mikil- vægt er að taka faglega á allri umræðu. Fagleg umfjöllun og þekking hefur aukist til mikilla muna á þessu sviði í þjóðfélaginu á síðustu árum og er það vel. Þeg- *«~ar verið er að skipuleggja nýjar leiðir í sjúkrahúsmálum barna og unglinga þá skal umfram allt taka mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra og nýjustu þekkingu. I kana- dískri skýrslu sem gefín var út af heilbrigðisráðuneyti Kanada um barnadeildir eru haldbærar upplýs- ingar um uppbyggingu barnadeilda á almennum sjúkrahúsum. Tekið er fram í skýrslu þessari að það verði að hafa „gæði þjónustunnar að leiðarljósi" við uppbyggingu á þjónustu. Það þarf að leiðbeina stjórnendum sjúkrahúsa við að skipuleggja, framkvæma og meta umönnun og þjónustu barna og fjöl- skyldna þeirra reglubundið helst árlega. Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, hefur ákveðið að þýða bækling þennan á íslensku sem inniheldur yfirgripsmiklar upp- lýsingar er varða alla þjónustu sem börnum er veitt á sjúkrahúsum. Þessi skýrsla miðar að því að sjúkrahúsþjónusta við börn og unglinga sé í öllum tilvikum fram- kvæmd á sérhönnuðum bamadeild- um en ekki á fullorðinsdeildum. Tillaga sem samþykkt hefur ver- ið af stjómarnefnd Ríkisspítala þann 11. október sl. miðar að því Guðrún Ragnars Helga Hannesdóttir TÖLVUVÉLFRÁ HUSQVARNA , vVfí*' FACETTE 400 Ný ódýr tölvuvél frá Husqvarna. 30 gerðir nytja- og skrautsauma, þ.a. 2 gerðir hnappagata m. minni flatsaumur, stillanlegt farg á fœti, taska og margt fleira. Sœnsk hönnun - sœnsk gœði. Nú á frábœru verði. VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 (h) Husqvarna ORKIN 2096-20-14 að barnadeild Landakotsspítala flytji í húsakynni Landspítala með viðhlítandi aðgerðum: a) Stækk- un bráðamóttöku. b) Hluti af bæklunardeild verði tekinn undir legudeild barna. c) Hluti af álmu 20A á kvenna- deild verði gerð að göngudeild, þar sem iðnaðarmenn em til húsa. d) Á deild 22A, kvennadeild, verði dagdeild barna við hlið vöku- deildar þ.e.a.s. inni á fæðingar- gangi. Þessar tillögur miða að því að dreifa starfsemi barnadeildar um allan Landspítala. Auk þess sem sjúkrastofur eru settar inn á full- orðinsdeild og göngudeild barna verði komið fyrir í iðnaðarmanna- húsnæði. Dagdeild barna á að flytj- ast inn á fæðingargang Fæðingar- deildar Landspítala. Þessar tillögur hafa í för með sér mikla afturför og dýrar endur- bætur auk þess sem þær stuðla að því að þjónustan verður sundurslit- in og dreifð um allan spítalann og þar með einnig mun dýrari og óhag- kvæmari í framkvæmd. Þetta eru allt skammtímalausnir sem auka á óöryggi og stuðla að upplausn I sjúkrahúsþjónustu bama og unglinga í nútíð og framtíð. Það er sýnt að ef vel er búið að heilsugæslu barna og unglinga í landinu þá kostar það peninga. ís- lendingar eyða mun minni pening- um í heilbrigðisþjónustu barna og unglinga en Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. Heilbrigðisþjónusta barna er dýr ef henni er sinnt sem skyldi en hún getur verið fyrirbyggjandi og við höfum efni á að eyða meiri pening- um í heilbrigðisþjónustu barna en gert hefur verið fram til þessa. Gunnar Biering yfirlæknir á barna- deild Landspítala skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem bar yfir- skriftina „Látum hagsmuni barn- anna ráða“. í þessari grein skýrði hann frá skýrslu Félags íslenskra barnalækna sem samþykkt var 1992 á faglegan og óhlutdrægan hátt. Grein Gunnars Biering sam- ræmist sjónarmiðum Hins norræna félags um þarfir sjúkra barna og Umhyggju og eru honum færðar kærar þakkir fyrir grein hans. Ljóst er að flutningur barna- deildarinnar af Landakoti og end- urbætur á þegar fullgerðu húsnæði í B-álmu Borgarspítalans munu kosta sáralítið, en byggir á tilflutn- ingi hluta öldrunarþjónustu Borg- arspítala á Landakot. Starfsfólk barnadeildar Landakotsspítala hef- ur lýst sig fúst til að flytja yfir á Borgarspítalann, þannig að sér- hæfing og reynsla ásamt tækjabún- aði mun fylgja deildinni. Samstarfsnefnd Borgarspítala og Landakotsspítala ályktaði ný- lega að við núverandi aðstæður sé skynsamlegt að flytja barnadeild Landakotsspítala á Borgarspítal- ann. Sú lausn mun tryggja öruggari og betri þjónustu við þúsundir barna sem leita til Borgarspítalans á hveiju ári. Það er nauðsynlegt í þessari umræðu að auka á fagleg vinnu- brögð, undirbúa verkefnið vel og framkvæma í samræmi við þarfir og gæði þjónustu. Hagmunir barna og fjölskyldna þeirra í landinu eru æðri og meiri en hagsmunir ein- stakra sérfræðinga á Landspítala. Höfundar eru bnrnnhjúkrunnrfræóingur og formnður Umhyggju, bnrnngeðlæknir og formnður Norræns félngs um þnrfir sjúkrn bnrnn (NOBAB).

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55340
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 279. tölublað (07.12.1993)
https://timarit.is/issue/126014

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

279. tölublað (07.12.1993)

Gongd: