Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 45

Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 45 kosninganna og árangur um- dæmanefndanna, en þær niður- stöður koma fram í meðfylgjandi töflu. Hver eru svo úrslitin á landinu í kosningunum 20. nóv. sl.? Hver varð árangur umdæmanefndanna í hveiju umdæmi ef hægt er að tala um árangur í þessu sambandi? Látum tölurnar tala sínu máli og berum saman kjörsókn í hveiju hinna 8 umdæma og hve margir sögðu já af þeim sem mættu á kjörstað í hveiju umdæmi. Eins og sést á töflunni þá var kjörsóknin mest á Suðurnesjum af öllum umdæmunum átta eða 67,5%. Ekki virðast vinnubrögð nefndarinnar hafa dregið úr áhuga kjósenda fyrir málinu. Einnig sést á töflunni að Suður- nesin eru í þriðja sæti hlutfallslega yfir já-kjósendur af umdæmunum átta eða 61,3% af þeim sem mættu á kjörstað. Ekki virðist málflutningur nefndarinnar hafa fælt fólk frá því að segja já. í hveiju felst árangurinn? Er það kannski hver er með mestan fagurgalann og lofar skipulagi og þjónustu sem hann getur ekki staðið við? Að mínu mati felst árangurinn í því að fá fólk til að taka þátt í lýðræðislegri kosningu, ef fólkið vill breytingar þá er það meirihlut- inn sem ræður niðurstöðunni. Árangur í sameiningu sveitarfé- laga varð lítill. Hvers vegna var það? Ég tel að svarsins sé að leita í rótgróinni lýðræðiskennd og átt- hagaást landans sem hefði þurft meiri tíma til að melta svo róttæk- ar breytingar. Ég efast um að menn eins og Mörður Ámason hafi nokkrun tíma þurft að velta fyrir sér tilfinn- ingum af þessu tagi né meiningu á bak við orðið lýðræði. Hans sleggjudómum um mig og umdæ- manefndina á Suðurnesjum vísa ég því til föðurhúsanna sem stað- lausum. Þjóðin hefír fellt sinn dóm sem ber að virða, tíminn mun leiða í ljós hvenær næsta sameiningartil- raun af þessu tagi verður tímabær. Höfundur er formaður umdæmanefndar Suðurnesja. Peking-flensan breiðist út Ekki illskeyttari en gengnr og geríst PEKING-flensan svokallaða er tekin að breiðast út en enn hafa tiltölulega fá tilfelli af henni greinst af innsendum sýnum hjá veirufræðistofnun Háskóla íslands, að sögn Heimis Bjarnasonar, aðstoðarhéraðslæknis í Reykjavík. Flensan er af sk. A-stofni. Guð- mundur Sigurðsson, læknir við Heilsugæslumiðstöð Selljarnar- ness, segir að tilfellum hafi farið ört fjölgandi hjá þeim undan- farna viku, en þó sé Ijóst að flensan sé ekki illskeyttari en gengur og gerist um flensur hérlendis. „Enn sem komið er virðist þetta einungis vera venjulegur flensufaraldur, þó að hann sé óvenjulega snemma á ferðinni," segir Guðmundur, og undir það tekur Heimir sem segir að um venjulega inflúensu sé að ræða, en þar sem stofninn sé nýr megi vænta að hann smiti menn hraðar en eldri stofnar. INFLUENSU- FARALDUR Pekina- flensan hefur farift um Ástralíu og Suöur- Ameríku. Hennar varö fyrst vart þar, en í Bandarlkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Sviss og Svíþjóð í ágúst. Inlúensuveiran »r FERILL PEKING- FLENSUNNAR rtbiiana Veiran var fyrst einangruð og ogfundin 1933. Inflúensufaraldrar ganga ár hverf og þá oftast svo mildir, að þeir vekja ekki athygli. Alvarlegustu tilfellin eru sýkingar I lungum, en er þó ottast ein- hverju öðru að kenna en veirunni sjálfri REUTEf) og Suður Ameríka Inflúensa er skæð smitsótt, sem gerir ekki boð á undan sér. Einkenni hennar eru hár hiti, særindi í hálsi og verkir. Hún nær sér venjulega á strik á vetrarmánuöum. Helstu sérkenni inflúensu- veirunnar eru: • Sérhver gerð veirunnar veitir ekki ónæmi fyrir öðrum geröum. • Sérkenni hennar breytast stöðugt. ,ÍJ«H I s I e n s k krifstofu h g o g n e 11 a Framúrskarandi heildarlausn! ■ Falleg húsgögn eftir viðurkenndan íslenskan hönnuð. H Fjölbreytt, sveigjanleg og afkastahvetjandi. ■ Vönduð og á mjög góðu verði. ■ Stuttur afhendingartími. ■ Skilrúm, fundarborð og ýmsir fylgihlutir ~ býður upp á heildarlausnir. ■ Framleidd úr beyki og mahóní. * Framplötur og hurðir í beyki eða lit. ® Fjöldi ánægðra notenda. Veljið vönduð íslensk húsgögn! Hönnun: Valdimar Hardarson, arkitekt. Framleidandi: Trésmidja Kaupfélags Árnesinga. Söluadili: Penninn. Hallarmúla 2 • Sími 813211 og 813509 Fax 689315

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.