Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
49
ei fullþakkað það. Einnig þökkum
við vistfólkinu á deildinni hennar í
Hafnarbúðum fyrir hlýju og góðvild
í hennar garð. Guð launi ykkur
j j öllum.
Við viljum líka, sem fjölskylda,
þakka Lydíu Pálmarsdóttur, mág-
konu frænku, fyrir trygga vináttu
og stuðning við hana og þrotlausa
hjálp öll seinustu árin. Lydía var
gift Sigubergi föðurbróður okkar
og bjó frænka í fjöldamörg ár í
sama húsi og þau.
Að síðustu þökkum við Drottni
sem gaf okkur frænku. Við getum
aldrei fullþakkað eða metið til fulln-
ustu hvers virði hún var okkur öll-
um. Við getum aðeins þakkað og
við munum aldrei hætta að þakka
fyrir hana. Von okkar og vissa er
sú að við fáum að hittast á landi
lifenda frammi fyrir hástóli hins
upprisna Drottins Jesú, þegar veg-
ferð okkar hér er lokið.
„Hinir endurkeyptu Drottins
skulu aftur hverfa. Þeir koma með
fögnuði til Síonar, og eilíf gleði
skal leika yfir höfði þeim! Fögnuður
og gleði skal fylgja þeim, en hryggð
og andvarpan flýja.“ Jesaja 35,10.
Helga Steinunn og Margrét
Hróbjartsdætur.
Samúðarkveðja, saknaðar-
kveðja.
„Hringið klukkum himna hátíð
er í dag, heim er komin sál frá
sulti og neyð.“ Þessi orð komu mér
í hug nú þegar ég frétti lát frænku
minnar Guðlaugar Árnadóttur, en
við kölluðum hana bara frænku.
Fyrir mér var hún eins og engill,
ef hægt er að tala um engil hér á
jörð. Eg fékk fréttina alla leið til
Sómalíulandamæranna og sá strax
að það var ekki hægt fyrir mig að
koma heim, ég var of langt í burtu,
en í huganum er ég með ykkur.
Míg langar, um leið og ég kveð
að minna á orðin í 1. Kor. 13:1-7,
en þau eiga svo vel við finnst mér
þegar ég minnist frænku minnar.
Helgi Hróbjartsson.
Þegar stórtíðindin verða þarf fá
orð til útskýringa. Oft skýra þá
mörg orð minna en fá, fá minna
Ien engin og þann sem skilur setur
hljóðan. Eins er því farið með stór-
menni þeim lýsa orð ekki nema að
litlu leyti. Hvernig sem ég kem að,
á ég ekki mörg orð sem segðu það
sem ég vildi segja um Guðlaugu
Árnadóttur.
Guðlaug bar virðingarheitið
frænka. Hún var kölluð svo af nær
öllum þeim sem umgengust hana.
Sennilega var það vegna þess að
hún var svo mannleg að þeir sem
mættu henni fundu til skyldleika
með henni, sáu frænku sina í
mennsku hennar.
Frænka var okkur bræðrum önn-
ur móðir, aukaamma, jafnvel systir
á stundum, hún er hluti af umgerð-
inni um mig í fyrstu minningum
mínum. Það sem henni þótti rétt
var rétt fyrir mér, það dyggð sem
henni þótti dyggðugt, það illt fyrir
mér sem henni þótti svo, enda var
ég barn.
Esjan var fjallið hennar frænku
og mér fannst Esjan fallegasta fjall
í heiminum. Esjan er slétt að ofan
og þaðan er fagurt útsýni í góðu
veðri sagði frænka mér, enda hafði
hún komið þar upp ung. Síðan þá
er Esjan mitt fjall líka og enn í dag
líður mér eins og ég hafi staðið á
toppi hennar þó svo sé ekki.
Það var svo gott að heyra frænku
tala, það fylgdi því friður og ör-
yggi. Iðulega þegar ég las hjá henni
lexíumar spurði ég hana um orð
sem ég skildi þó mætavel, bara til
að hún talaði. Þegar hún svo var
búin að segja allt, hélt hún áfram
við vinnu sína og raulaði fyrir
munni sér lag, sem ég aldrei lærði
og söng tau tau, tau tau, tau tau.
Þögnin var ekki þrúgandi kringum
frænku og tau tau lagið hennar
fékk innri merkingu, sem við skild-
um bæði.
Margt sem frænka sagði mér
skildi ég ekki fyrr en ég óx úr
grasi og mat ekki fyrr en ég varð
fulltíða maður. Annað undrast ég
enn, eins og það að hún kunni ekki
að synda vegna þess að hún „mátti
ekki vera að því að fara í sund“,
þegar hún var unglingur. „Strák-
arnir bræður hennar fóru stundum
í sund og voru syndir.“ Hún vakt-
aði móður sína veika og sá um
heimilið fyrir föður og bræður
löngu áður en hún hafði aldur til
og langt fram á ævina. Hún var
svo upptekin að hún mátti ekki
vera að því að fara í sund í ein-
hveija áratugi. Þetta skildi ég nátt-
úrulega aldrei.
Mikilvægasti þátturinn í lífí
frænku var trú hennar á Guð. Hún
margútskýrði það fyrir mér að við
ættum í vændum eilíft líf með
Guði á himnum vegna þess að Jes-
ús dó á krossinum fyrir okkur.
Þetta skildi ég ipætavel og trúði
eins og öðru sem hún sagði.
Frænka var búin að sigra alla
sína sigra þegar hún dó og þráði
að sjá Guð sinn. Því er gleðidagur
í dag, hátíðardagur. Orðræða um
frænku verður ekki meira en fölnuð
mynd en minningin um hana er
ríkidæmi á vöxtum.
Hróbjartur Darri.
Hún frænka hefur alltaf verið.
Allt frá því ég fyrst sá þos þessa
heims var hún þar. Þá þegar fannst
mér hún gömul. Hún var eldri en
allt sem ég vissi, en þó svo nátengd
eilífðinni að nú, þegar hún er farin,
finnst mér sem ekkert hafi gerst.
í hugum okkar, sem nutum
þeirra forréttinda að vera ástvinir
frænku, var litla íbúðin í kvistinum
í Eskihlíðinni einhverskonar helgi-
dómur. í litlu stofunni hennar voru
einungis ljósmyndir af fólki. Og
undir sófaborðinu voru albúmin öll,
sömuleiðis hlaðin mannamyndum.
Fólkið á þessum myndum átti það
sameiginlegt að frænka unni þvi,
lifandi og liðnu. Þannig var það.
Og það var mér fróun að vita mína
mynd og minna nánustu á veggn-
Fæddur 26. september 1925
Dáinn 26. nóvember 1993
Mig langar að kveðja með
nokkrum orðum Þorleif Sigurþórs-
son sem lést 26. nóvember sl.
Leifi, eins og hann var oftast
nefndur, var kvæntur móðursystur
minni Margréti Karlsdóttur. Leifi
var búinn að eiga við veikindi að
stríða í nokkur ár og var sú bar-
átta hörð og þrautseigja hans al-
veg einstök. Þegar fregnin barst
að kvöldi dags sóttu minningarnar
fram.
Fyrsta bernskuminning mín um
Leifa var þegar hann ásamt
Möggu og börnum þeirra kom
norður í heimsókn síðla sumars
1968. Það var mikið tilhlökkunar-
efni að fá þau norður og svo þeg-
ar kvatt var stóð ég við gluggann
og horfði á eftir þeim og sennilega
hefur löngunin um að fá að fara
með verið svo augljós að eftir smá
stund sneru þau við og ég fékk
að fara með suður. Þetta var fyrsta
heimsókn mín á heimili Leifa og
Möggu og urðu þær nokkrar þang-
að til að ég fór í framhaldsskóla
um hennar. Svo bar hún fram rjúk-
andi súkkulaði og bauð okkur meiri
randalín og pönnukökur. Og heið-
ríkjan í fasi hennar, göngulagið,
röddin, nærvera hennar öll, seytlaði
inn í sálir okkar.
Mér finnst hæpið að segja að
frænka hafi verið trúuð kona, hún
gekk einfaldlega við hliðina á
Kristi. Nándin við Jesúm Krist ein-
kenndi allt hennar líf, en ég efast
um að hún hafi nokkum tíma hug-
leitt þá sérstöðu sína. Lífi sínu lifði
hún fyrir aðra. Allt sem hún átti
ætlaði hún öðrum. Þess vegna eign-
aðist hún aldrei neinn veraldarauð,
hún þurfti þess ekki því að hún
átti allt.
Á útfarardegi frænku er okkur,
sem vorum svo lánsöm að eiga
hana að, efst í huga þakklætið til
Guðs að hann skyldi gefa okkur
daga með henni undir sólu. í hjört-
um okkar er minning hennar eins
og vegvísir í átt til himins, og við
samfögnum henni í dag, að loksins
skuli hún vera komin heim.
Bjarni Karlsson.
í Keflavík. Þá varð heimili þeirra
eins og annað heimili mitt og allt-
af var maður velkominn þangað.
Margar góðar stundir hef ég og
fjölskylda mín átt á heimili Liefa
og einnig uppi í Skorradal.
Leifi var einstaklega rólegur og
yfirvegaður maður. Aldrei sá ég
hann skipta skapi og alltaf var
hann tilbúinn að ræða við mig um
hin ýmsu málefni sem bar á góma.
Viðmót hans og framkoma voru
einlæg og voru virðing og
væntumþykja tilfinningar sem
hann kallaði fram hjá mér. Hann
var barnabörnum sínum einstak-
lega góður og veit ég að hans er
sárt saknað.
Það er erfitt að kveðja og vitn-
eskjan um að sjá þig ekki oftar
er sár, en allt hefur sinn tíma og
minning þín lifir í hjörtum okkar
sem urðum svo heppin að fá að
kynnast þér og þekkja þig.
Elsku Magga, Kalla Magga,
Gústa, Júlla, Gummi, Sigga og
fjölskyldur ykkar, með þessum
fátæklegu orðum bið ég Guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
María Þorgrímsdóttir.
Þorleifur Sigurþórs-
son — Minning
Þegar þú sendir jólagjafirnar með
Póstinum í þessum umbúðum, greiðir þú
aðeins 335 kr. fyrir bæði umbúðirnar og
burðargjaldið óháð þyngd.
Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-24.
desember 1993 og skiptir engu hvert þú
sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi
sem hann er í þessum umbúðum kostar
sendingin aðeins 335 kr.
Komdu við á næsta pósthúsi, kipptu
nokkrum kössum með þér og þú hefur
valið eina þægilegustu,
öruggustu og
ódýrustu leiðina
til að senda
jólagjafirnar í ár.
Umbúðir:
(23x31x'
burðarqja!
?rð B
sm.)
= 335 kr.
Jólapakka-
tilboð
frá
Póstinum
Má senda hvert sem
er innanlands.
O 'O' ‘O' 'O' '0' 'O' '0' '0' o O '0' 'O' O O O' o*
PÓSTUR OG SÍMI
Við spörum þér sþorin
HesWinetur
Heslihnetiir
hakkaðar
niönWMr
með hySi
möndlur
afhyddar
möndlur
hakkaðor
tciifomifl rusmur
S8W»-' .
Hesliftneíur
jlögur s.'A.
kókos mjöl
döðlur
! Bráðumkoma
i blessuðjólin...
VELJUM ÍSLENSKT!