Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Sigríður Þorgeirs
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1915
Dáin 30. nóvember 1993
Mig langar að kveðja elskulega
ömmu mína í örfáum orðum. Það var
gott að fá að alast upp í kjallaranum
hjá ömmu Siggu. Ósjaldan borðuðum
við saman í hádeginu og oftar en
ekki lauk máitíðinni með spurning-
unni: „Ertu ekki á æfíngu í kvöld?
Viltu ekki koma og fá þér eitthvað?"
Sigtúnið stóð öllum opið og því fleiri
sem komu í heimsókn, því betra.
Fátt gladdi hana meira þegar allir
komu og borðuðu gijónagraut með
henni á laugardögum. Efst í huga
mínum er þakklæti til þín fyrir að
vera allt sem þú varst. En nú skilja
leiðir að sinni, en við yljum okkur
yfir eldi minninganna. Vertu sæl,
gersemin mín.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(H. Laxness)
Baldur Þór.
Elsku amma okkar, hún amma
Sigga, er dáin. Það var mikið áfall
fyrir okkur öll, sem þótti svo mikið
vænt um hana. Hún lagði mikið upp
úr því að halda fólkinu sínu saman.
Hún hafði „gijónó" á laugardögum
sem allir hlökkuðu til að koma í og
var oft glatt á hjalla í kringum ömmu
í Sigtúninu.
Hún var alltaf svo kát, lífsglöð og
viljasterk og gat það sem hún ætlaði
sér. Það var alltaf svo gott að vera
í félagsskap hennar og náinnar tvíbu-
rasystur hennar, ömmu Gu. Við
kveðjum ömmu okkar með miklum
söknuði og varðveitum allar minning-
amar í hjörtum okkar og biðjum guð
að passa hana.
Baldur Eyþór, Malla,
Aggú, Þurí, Villi og Arna.
Sjálfsagt hefði engum átt að koma
á óvart að Sigga tengdamóðir mín
gæti dáið hvenær sem var. Stað-
reyndimar lágu fyrir, hún hafði
þjáðst af hjartveiki í nærri tvo ára-
tugi og lenti fyrir þremur árum í
mjög alvarlegu umferðarslysi þannig
að sennilega hékk líf hennar oft á
bláþræði. Samt var það svo, að frétt-
in um að hún hefði orðið bráðkvödd
kom öllum á óvart því kraftur henn-
ar og lífsgleði til síðasta dags voru
með ólíkindum.
Heimili hennar í Sigtúninu var
einskonar félagsmiðstöð stórfjöl-
skyldunnar og laugardaginn fyrir
rúmri viku komu nær allir þar sam-
an, hátt í þijátíu manns, í „gijóna-
grautinn" sem hún stóð fyrir viku-
lega ef þess var nokkur kostur; og
þar var Sigga sem endranær mið-
punkturinn og naut samvistanna við
ástvini sína. Framundan voru áramót
og auðvitað ætluðu allir að vera sam-
an í Sigtúninu á gamlárskvöld eins
og venjulega, og auðvitað varð gamla
konan jafnundrandi og öll hin árin á
því að allir skyldu „nenna að vera
hjá sér“ eins og hún orðaði það. Hún
hefði ekki þurft að undrast, við vor-
um þar ekki af neinni skyldurækni
heldur vegna þess að okkur leið vel
hjá_ henni.
Eg var fljótur að fínna að ég hafði
dottið í lukkupottinn í „tengda-
mömmuhappdrættinu" og frá því að
við kynntumst fyrir um það bil þrett-
án árum varð mér alltaf ljósara
hversu vel gerð og greind hún var.
Ég sagði stundum í gamni við hana
að hún væri ein forvitnasta mann-
eskja sem ég hefði nokkru sinni
kynnst og meinti það í bestu merk-
ingu þess orðs, þ.e.a.s. að til síðasta
dags hafði hún lifandi áhuga á öllum
sköpuðum hlutum. Hún var síles-
andi, kynntist nýju fólki, upplifði eitt-
hvað sem hún þurfti að segja frá og
það vottaði aldrei fyrir Iífsleiða í fasi
þessa sjötíu og átta ára gamla ungl-
ings.
Sigga hafði næmt auga fyrir því
ánægjulega og skoplega og tilefnin
voru mörg til að hlæja með henni
og hún sagði einstaklega skemmti-
lega frá, gjarnan á eigin kostnað.
Hvemig ætti maður að gleyma sög-
unni þegar merkjasölumaðurinn frá
Heyrnleysingjafélaginu birtist á
tröppunum hjá henni og hvorki gekk
né rak að koma honum í skilning
um að hún væri búin að kaupa merki
og hún endurtók í fátinu það sem
hún hafði sagt - á ensku!
Kjarkurinn var óbilandi og hún
reis upp eftir hveija spítalalegu og
hélt sínu striki alveg eins og áður
og þrátt fyrir að heilsunni færi sann-
anlega hrakandi var ómögulegt að
merkja það á henni og hún kunni
ekki að hlífa sér á nokkurn hátt.
Alltaf var hún að flýta sér eitthvað
og fyrir eftirgangsmuni fékkst hún
síðasta vetur til að láta fjarlægja
þröskuldana í íbúðinni því hún var
búin að detta margoft um þá í óða-
gotinu.
Sigga óttaðist ekki dauðann og tók
alltaf æðrulaust því sem að höndum
bar en sagði jú eftir slysið að mikið
væri nú gaman að fá eitt eða tvö ár
í viðbót til að fylgjast svolítið betur
með nýjustu fjölskyldumeðlimunum.
Og sú von rættist. Henni fannst
kjaminn í tilverunni hafa verið að
koma bömum sínum til manns og
mátti sannarlega vel við una. Þegar
bömin voru komin í örugga höfn lá
næst fyrir að fylgjast með bama-
bömunum og langömmubörnunum
flórum, og mikil var gleði hennar
þegar þau fóm að venja komur sínar
sjálf í Sigtúnið um leið og, þau höfðu
aldur til.
Missir þeirra og okkar er mikill
og okkur verður öllum hugsað til
tvíburasystur hennar, Guðrúnar. Þær
vom tengdar einstökum vináttubönd-
um og einhveiju sinni sagði Sigga
að Gunna systir væri eins og hluti
af henni sjálfri og gagnkvæm vænt-
umþykja þeirra var skilyrðislaus og
falleg.
Þegar mesti sársaukinn líður hjá
verða eftir dýrmætar minningar um
góða konu sem lifði alltaf með reisn
og lauk ævi sinni sátt við allt og
alla, umvafin hlýju og ástúð ættingja
og vina og uppskar þannig eins og
hún sáði í lifanda lífi.
Gunnar Hrafnsson.
Mig langar til að þakka henni Sig-
ríði alveg sérstaklega indæl kynni.
Ég hef unnið nokkuð fyrir hana síð-
ustu ár auk þess sem Gunnar bróðir
er giftur Sollu dóttur hennar.
Þegar hefja átti verk var alltaf
byijað á tesopa og málin rædd. Var
henni meinilla við að ég mætti sjáifur
með brúsa eða nesti. En ef svo bar
undir fékk hún sér þó einn bolla hjá
mér, svona til málamynda, í byijun
dags en síðan var það mitt að þiggja.
Gestrisnin var henni svo eðlislæg.
Umræður okkar snerust um heima
og geima og Sigríður fylgdist greini-
lega vel með þjóðfélagsumræðunni
og þeim fréttum sem efst voru á
baugi. Hún hafði sínar skoðanir á
hlutunum án þess þó að taka sjálfa
sig of hátíðlega. Auk þess hafði hún
góða frásagnargáfu og skopskyn en
umfram allt var hún góð manneskja.
Ég þakka góð kynni.
Haraldur Hrafnsson.
Sigríður Þorgeirsdóttir var dóttir
hjónanna Jódísar Ámundadóttur og
Þorgeirs Guðjónssonar verkamanns.
Ættir þeirra voru runnar úr lágsveit-
um Árnessýslu, bændafólk sem flutti
til höfuðstaðarins skömmu fyrir
heimsstríðið fyrra og gerðist Reyk-
víkingar. Elst bama þeirra voru tví-
buramir Sigríður og Guðrún (1915),
þá kom einkasonurinn Einar (1917)
en yngst var móðir mín, Guðmunda
(1918).
Af þeim systkinum lifir nú Guðrún
ein eftir.
Það var samhent fjölskylda sem
óx upp, fyrst á Bergstaðastræti 10,
síðan Oldugötu 25A, þar sem Þor-
geir hafði ráðist í að reisa mikið
steinhús í miðri kreppunni. Hér hugs-
aði hafnarverkamaðurinn svo hátt
að þau systkinin gátu búið áfram í
föðurhúsum eftir að þær systur voru
allar komnar með eiginmenn og vax-
andi barnahóp.
Gunna og Sigga voru ekki einasta
tvíburar - þær giftust bræðrum,
þeim Vilhjálmi og Baldri Eyþórsson-
um sem að sinu leyti voru jafn nánir
og nefið er augunum. Starfsvett-
vangur beggja var prentsmiðjan Oddi
þar sem Baldur hélt um stjóm-
artauma en Villi sá um bókhald.
Á sumrin var haldið í sumarbústað
í Laugardal þar sem fjölskyldurnar
tvær áttu sumarathvarf. Móðir mín
var þá gjaman ekki langt undan með
sitt fólk við Álftavatn og síðan var
valsað á milli. I fuglabjargi þeirra
systra var gaman að alast upp. Oft
vakti furðu manns hvað þær komust
yfir að tala mikið, að það skyldi aldr-
ei verða þurrð á umræðuefnum, að
þau skyldu þvert á móti vaxa og að
þeim skyldi í öllu orðafljótinu jafnan
takast að muna hver var hvað og
halda sínum stíl.
En iðulega gleymdist annað, til
dæmis að setja upp kartöflur - allt
í einu var komið hádegi og karlamir
komnir heim í mat og stundum ekki
önnur leið en skella skuldinni á Raf-
magnsveitu ríkisins sem hefði rofíð
strauminn þangað til rétt í þessu.
Síðar, eftir að viðkoman hafði
sprengt af sér allar viðjar, flutti
Sigga upp í Sigtún og Gunna í
Garðabæ en mamma hélt kyrru fyrir
á Öldugötu. Þótt kjarninn hefði þanp-
ig skipst í þrennt og hreiður þeirra
mynduðu nánast þríhyming á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, var samgang-
urinn samur og jafn.
Þar rofnaði aldrei straumur.
Sigtúnið var þaðan í frá starfsvett-
vangur Siggu, þar ól hún upp böm
sín: Þorgeir (1942), Eyþór (1945),
Hildi (1949), Hilmar (1952) og Sól-
veigu (1957). Á hina höndina byggði
Baldur upp þá prentsmiðju sem við
fráfall hans, árið 1982, gnæfði yfír
önnur prentverk í landinu.
Við fyrstu sýn kynni að virðast
fljótlegt að telja upp æviatriði einnar
húsmóður af gamla skólanum. Málið
kann þó að vandast ef freista skal
að ná dýptinni í slíkri tilvem - ekki
bara hvað hún gerði heldur hvað hún
var. Þá rekum við okkur á að margt
af því sem skiptir mestu er einmitt
ósýnilegt - líkt og andrúmsloftið sem
lífið þrífst á, eða þyngdaraflið sem
öllu heldur saman.
Án þeirra væri hvorki heimur né
líf.
Sigga var heimili sínu sá klettur
sem aldrei haggaðist og þegar böm-
in vom flogin að heiman bætti hún
við hlutverki ættmóður með glæsi-
brag. Auðfundið var hve innlifuð hún
var í barnabörnin sín 13 og vakti
yfir velferð þeirra. Til dæmis þurfti
hún á efri árum að setja sig inn í
knattspyrnu þegar dóttursonur
hennar var byijaður að láta að sér
kveða í flokki meistara og kunni upp
frá því skil á öllu sem þessari íþrótta-
grein viðkom, rauðum spjöldum og
gulum. Manni virtist hún jafnvel lið-
tæk í flugi og lögfræði - eftir að
barnabömin tóku að leggja þessar
greinar fyrir sig.
Það lá í hlutarins eðli að um hend-
ur Siggu fóm ókjörin öll af bókum -
í Sigtúni risu bókastaflarnir upp af
•gólfinu löngu eftir að skápar höfðu
hætt að taka við. Sigga var vel lesin
og víða heima. Hún var flugskörp
og gersamlega tilgerðarlaus í tali um
menn og málefni. Einhveijum hefur
kannski þótt skorta á hátíðleikann á
stundum, en umbúðaleysi hennar var
aldrei kaldlyndi því undir sló heitt
hjarta.
Hún var hamhleypa til verka og
svo viljasterk að það var^ins og hún
myndi ekki eftir líkamanum nema
með höppum og glöppum. En hún
kunni líka vel að líta upp úr hversdeg-
inum, gera sér dagamun og gleðjast
með glöðum. Sjálf var hún höfðingi
heim að sækja og boð hélt hún til
skamms tíma á jólum sem endur-
minningin neitar að fara heim úr.
Alls staðar voru þær systur au-
fúsugestir, iðulega tví- og þríbókaðar
- því helst máttu engin tímamót
fara fram í fjölskyldunum án þess
að þær væru viðlátnar.
Fyrir fimm árum áttum við viðtal
við systumar þijár í hundrað ára
minningu föður þeirra. Spjallið tók-
um við upp á myndband. Þær töluðu
allar í einu í fjörutíu mínútur, ekki
hver ofan í aðra heldur studdi ein
rödd aðra líkt og tónskáld væri að
vefa saman laglínur. Mamma,
óþreyjufull og háfleyg, Sigga skarp-
skyggn og raunsæ, en í miðjunni
Gunna sem miðlaði málum og öllu
hélt saman.
Þessa músík fær maður vonandi
að heyra á himnum líka.
Himnaríki líkir Kristur meðal ann-
ars við mustarðskorn sem vissulega
er hveiju sáðkomi smærra en af því
sprettur svo stórt tré „að fuglar him-
insins koma og hreiðra sig í greinum
þess“.
Einhvem veginn þannig komum
hafa þær systur sáð ef dæma má
af öllum þeim fuglum sem vilja
hreiðra sig í greinum þeirra.
Slíkar konur verða seint kvaddar,
nýjar og nýjar kynslóðir munu blessa
nöfn þeirra og njóta ávaxtanna.
Pétur Gunnarsson.
Gæfa manns felst ekki í veraldleg-
um auði heldur í fjölskyldunni og því
fólki sem maður ber gæfu til að
kynnast á lífsleiðinni. Þessi sannindi
hafa sjaldan verið mér ljósari en nú
þegar ég hugsa til Sigríðar Þorgeirs-
dóttur.
Það eru liðin 13 ár frá því að ást-
ir tókust með Gunnari syni mínum
og Sólveigu Baldursdóttur, dóttur
Sigríðar - og seint fæ ég þakkað
forsjóninni þann ráðahag. Ekki nóg
með að þar eignaðist ég þá bestu
tengdadóttur sem hægt er að hugsa
sér heldur eignaðist ég um leið vin-
áttu Sigríðar. Sigríður bjó yfír mörg-
um mannkostum, var allt í senn
skemmtileg, hlý og dugmikil en um-
fram allt var hún góð manneskja sem
gott var að eiga að.
Það voru forréttindi okkar Sigríðar
að vera ömmur þeirra Baldurs
Hrafns og Ragnhildar. Það er auðséð
hve amma Sigga er þeim systkin-
unum kær, laugardagsgijónagraut-
urinn hjá ömmu Siggu var fastur
punktur í tilveru þeirra og það var
jafnan ánægjuglampi í svipnum þeg-
ar þau sögðu mér frá ömmu Siggu
og því sem þau höfðu brallað í Sig-
túninu.
Á jólunum sem nú ganga í garð
stóð til að við Sigríður héldum að-
fangadag hátíðlegan hjá fjölskyld-
unni í Miðstræti. Það er þungbært
til þess að hugsa að glettnisfullur
hlátur Sigríðar eigi ekki eftir að lýsa
upp jólaborðhaldið og að Baldur
Hrafn og Ragnhildur fái ekki að njóta
elsku hennar á þessari hátíð ljóssins.
En ijölskyldan í Miðstræti og við hin
sem áttum Sigríði Þorgeirsdóttur að
ástvini eigum það sem enginn fær
frá okkur tekið - minninguna um
góðan vin.
Guðrúnu Þorgeirsdóttur, börnum
Sigríðar og fjölskyldum þeirra sendi
ég hugheilar kveðjur og bið Guð að
styrkja þau í sorginni.
Ragnhildur Gunnarsdóttir Kvaran.
Leiðarlok
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Hún elsku amma okkar er dáin.
Amma Sigga, eins og hún var allt-
af kölluð. Amman í Sigtúninu sem
allir gátu leitað til, hvenær sem var
og hversu lítilvægt sem það var, allt-
af var gott að leita til ömmu Siggu.
Ef foreldrar okkar fóru til útlanda
vorum við alltaf velkomin í Sigtúnið.
Ömmu munaði þá ekki um að ann-
ast okkur af sinni einstöku hjarta-
gæsku og þeytast með okkur bæinn
á enda í skólann.
Þó amma væri alltaf boðin og
búin að aðstoða aðra var alltaf erfitt
að fá að aðstoða hana, því alltaf var
hún sjálfstæð og ákveðin í að bjarga
sér sjálf.
Mikil gæfa var það fyrir okkur sem
fjölskyldu hvað amma var áhugasöm
um að halda fjölskyldunni saman.
Gijónó í hádeginu á laugardögum,
saltkjöt á þriðjudagskvöldum hér
áður fyrr, jólaboðin og gamlárs. Allt-
af þótti ömmu jafn vænt um þegar
sem flestir gátu komið.
Við viljum þakka þær frábæru
stundir sem við áttum með ömmu
Siggu.
Guð blessi minningu hennar.
Systkinin Stórahjalla 5.
Kveðja frá starfsfólki
Blómavals
Sigríður Þorgeirsdóttir hefur verið
kölluð heim til þess ríkis þar sem
dagamir eru alltaf jafn mildir, engin
hálka á götunum og strætisvagnar
aka ekki á gamlar konur. Nú getur
hún gengið keik um gresjur og lundi
hinna himnesku heima. Af og til
staldrar hún við og sendir okkur sem
eftir sitjum óskir sínar og fyrirbænir.
Hún var stolt kona og bar sig
ávallt vel, hvað sem á dundi. Ekkert
var henni fjær skapi en að gugna
við mótlæti. Veikindi og slys megn-
uðu ekki að buga kjark hennar og
sjálfstæði. Hún hafði þessa höfðing-
legu reisn sem einkennir aðeins það
fólk sem á ríkt innra líf og getur
veitt samfélaginu. Þrátt fyrir aldur
og æmar ástæður neitaði hún að
ganga við staf. Hvemig sem viðraði
vílaði hún ekki fyrir sér að „leggja
í ’ann“ héma yfir götuna. Þótt ekki
sé langt frá Blómavali yfír á hornið
þar sem hún bjó hér við Sigtún, gat
leiðin verið æði torsótt fyrir fín-
byggða, roskna konu, einkum í hálku
og hvassviðri. Hún neitaði að ganga
við staf, en það mátti bjóða henni
arminn! Þannig viljum við minnast
hennar Siggu Þorgeirs.
Það er margt annað sem kemur
upp í hugann þar sem við sitjum við
bömr þessarar glæsilegu konu.
Kynni okkar við hana em orðin all-
löng. í meira en tuttugu ár hefur
hún verið í störfum með okkur. Ekk-
ert þótti henni verra en að sitja auð-
um höndum. Ef verkefnin skorti fann
hún þau sjálf. Umbylti, þreif og rað-
aði upp. Állt skein og fór betur eftir
afskipti hennar. Þegar heilsu hennar
hrakaði svo að hún treysti sér ekki
lengur í daglegar stöður í gróðurhús-
inu, tók hún að sér heimaverkefni
fyrír Blómaval við að pakka smá-
vamingi í söluumbúðir. Og það var
einmitt þegar hún hafði lokið við að
ganga frá einum slíkum „skammti"
að kallið kom.
Dæmigert fyrir hennar stíl: Sigríð-
ur Þorgeirsdóttir lét ekki standa upp
á sig með neitt! /
Hún bar hag Blómavals mjög fyr-
ir bijósti og gladdist innilega yfír
velgengni þess undir handleiðslu
Bjarna tengdasonar síns og Hildar
dóttur sinnar.
Sigríður Þorgeirsdóttir var „ætt-
móðirin" í þess orðs bestu meiningu,
fjölskyldumiðjan. Hún elskaði börn
sín og bamabörn af öllu hjarta og
var hreykin af þeim. Lengi hélt hún
þeim sið að fá allt sitt fólk „í graut
á horninu" á laugardögum. Fjöl-
skyldan og samheldni hennar var
henni hjartans mál. Ást hennar og
vináttu við Guðrúnu tvíburasystur
sína var líka við brugðið. Þær höfðu
mikinn styrk hvor af annam. Aldrei
leið sá dagur að þær ekki hittust eða
hefðu samband í síma. Oftast lá leið
þeirra saman. Venjulega var það
þannig að ef til annarrar sást var
hinnar að vænta. Við biðjum Guð
að styrkja Guðrúnu í söknuði hennar.
En umhyggja Siggu náði líka langt
út fyrir raðir hennar eigin fjölskyldu.
Samkennd hennar var mikil. Hún
fylgdist með fjölskyldum okkar
hinna. Spurði um börnin og barna-
börnin. Og ef hún vissi að eitthvað
bjátaði á hjá einhverju okkar var hún
óðar komin með styrk og hughreyst-
ingu. Öllum slíkum afskiptum vildi
hún þó haga þannig að lítið bæri á,
þótti þau ekkert um að tala.
f hugum okkar Iifir minningin um
Sigríði Þorgeirsdóttur og við viljum
senda fjölskyldu hennar og ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur. Einkum
hvarflar hugurinn til Baldurs Þórs
og Möllu sem nú hafa séð á eftir
báðum yndislegu ömmunum sínum
með stuttu millibili. Guðs hönd leiði
ykkur út úr treganum og blessi góð-
ar minningar.