Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 53 Guðmunda Jóhanns- dóttir kennari frá Kirkjuboli Fædd 28. desember 1908 Dáin 24. nóvember 1993 I dag verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju Guðmunda Jó- hannsdóttir kennari frá Kirkjubóli í Múlasveit. Guðmunda, eða Munda eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Kirkjubóli 28. desember 1908 og ólst hún upp á Kirkjubóli með systk- inum sínum, sem voru 12. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Bær- ingsdóttir og Jóhann Sigurðsson, sem bjuggu á Kirkjubóli frá því rétt um aldamót og þar til um 1944. Guðmunda stundaði nám í Kenn- araskólanum og gerðist síðan kenn- ari í Múla- og Gufudalssveit í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og kenndi þar í um það bil 30 ár. Það er hryggð í huga mér í dag og margs að minnast og sakna þegar ég fylgi henni Mundu, kenn- aranum mínum og vinkonu, síðasta spölinn. Við getum þó glaðst yfir því að hún þurfi ekki lengur að þjást af þeim illvíga sjúkdómi sem búið hafði um sig í líkama hennar og smám saman unnið á þreki hennar fram að því síðasta, að hún andaðist á St. Jósefsspítala hér í Hafnarfirði aðfaranótt 24. nóvember. Ég heyrði hana ekki kvarta oft þó að henni hafi ekki alltaf liðið vel hin síðari ár og sjónin meira að segja var svo til farin síðastliðin tvö ár. Munda tók vanlíðan sinni með jafnaðargeði og var þakklát fyrir að hafa haft góða heilsu fram á efri ár en hún hefði orðið 85 ára nú í árslok. Ég var ekki há í loftinu þegar ég sjö ára gömul labbaði í fyrsta sinn í skólann til Mundu en hún kenndi þá á Hamri, næsta bæ við heimili mitt. Ennþá man ég þennan dag vel. Samviskan sagði til sín. Mér þótti meira gaman að spila en læra og hafði því verið löt að læra fyrir skólann. Hafði reyndar oft fengið að heyra það að ég færi bara með spilin í skólatöskunni. Það var því skriftin hennar Mundu sem mótaði stafagerð mína frá fyrstu tíð eins og svo margra nemenda hennar, þó fæst næðum við hennar rithönd, en hún skrifaði sérstaklega vel. Eins og áður segir kenndi Munda bæði í Múlasveit og Gufudalssveit og fór kennslan fram á bæjunum til skiptis. Hún hafði því frekar stuttan tíma til að kenna á hveijum stað og þurfti að koma miklu náms- efni til nemenda sinna á þessum stutta tíma. Það var aðeins síðasta veturinn fyrir ferminguna sem nem- endur fylgdu henni milli staða og nutu þá kennslu hálfan veturinn. Munda var sérstaklega góður kennari og hélt nemendum sínum vel að náminu. Hún var ekki að sjá eftir tíma sínum heldur var setið yfir okkur þar til námsefninu var náð. Hún bætti svo kvöldinu við og hjálpaði nemendunum með heima- verkefnin. Það voru-náin tengsl sem mynduðust milli kennarans og nem- endanna í svona litlu samfélagi og á vissan hátt vorum við öll börnin hennar Mundu. Hún lagði sig alla fram að kenna okkur og það var hennar metnaður að við stæðum okkur vel. Það var þó ekki svo að Munda þyrfti aldrei að byrsta sig við okkur nemendurna. Hún hafði góðan aga í skólanum sínum og þar réð kennarinn, ekki nemendurnir. Það er einmitt þessi agi og sam- viskusemi sem hún Munda kenndi okkur, sem vantar svo mikið í þjóð- félagið í dag. Það hefði ekki þýtt hjá henni Mundu minni að reyna að sleppa við að læra 30 sálma fyrir utan öll hin fræðin utan að áður en fermingarundirbúningurinn hófst. Það fór ekki hjá því í svona far- skóla eins og var fyrir vestan í gamla daga, þegar allar samgöngur - Mmnmg í sveitinni voru annaðhvort á hest- um eða opnum smábátum, að Munda þurfti oft að leggja upp í erfið ferðalög, en allt fór þetta þó vel. Árið 1963 fluttust svo systkinin frá Kirkjubóli. Þau Guðmunda, Valborg, Jón og Gunnar sem höfðu búið á Kirkjubóli frá því að faðir þeirra hætti búskap fluttust hingað suður í Hafnarijörð og hafa þau búið hér síðan. Munda fór þó vestur næstu tíu vetur eftir að hún fluttist suður og kenndi í Gufudalssveit- inni, en Múlasveit var þá smám saman að fara í eyði og þau börn sem eftir voru fóru suður í Gufu- dalssveit í skólann til Mundu. Árið 1948 dó yngri bróðirinn, Gunnar, og voru þá þijú eftir systk- inin sem bjuggu áfram í Brekku- hvammi 1. Það var alltaf jafn gott að koma til þeirra systkinanna og gestrisni mikil. Ég hef líka notað mér það óspart því að varla hefur liðið sú vika þessi 30 ár sem þau hafa búið hér, að ég hafi ekki þeg- ið kaffisopa í Brekkuhvamminum, en kaffiborðið hjá þeim systrum þekkjum við öll sem þangað kom- um, það var hlaðið kökum og þeirra alþekktu flatkökum sem við vinir þeirra og ættingjar höfum svo oft fengið að njóta. Munda var mikil hannyrðakona og féll sjaldan verk úr hendi. Enda lætur hún eftir sig mikinn fallegan útsaum, hekl og pijón. Hún átti fulla stofu af útsaumuðum stólum og borðum og bæði pijónuðum og hekluðum dúkum. Ég veit að nú er autt sæti við borðið í Brekku- hvammi 1 og Valla og Jón hafa misst mikið, en þau reyndust systur sinni góðir samferðamenn í lífmu og Vaila hjúkraði henni og hjálpaði af mikilli alúð og nærgætni í veik- indum hennar. Ég vil að lokum fýrir mína hönd, eiginmanns, barna og systkina minna votta eftirlifandi systkinum og öðrum ættingjum Mundu inni- lega samúð og ég veit að góður guð sem hún trúði á og kenndi okkur börnunum að trúa á hefur tekið vel á móti henni á strönd eilífðarlands- ins. Blessuð sé minning Guðmundu Jóhannsdóttur. Ásta Jónsdóttir frá Deildará. Vinkona mín, Guðmunda J. Jó- hannsdóttir frá Kirkjubóli á Bæjar- nesi í Múlasveit, sem lézt miðviku- daginn 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag kl. 13.30. Mig langar til og er það ljúft að minnast henn- ar lítillega. Munda, eins og hún var kölluð af þeim, sem þekktu hana náið, fæddist á Kirkjubóli 28. des- ember 1908 og var því tæplega 85 ára, þegar hún kvaddi þennan heim. Samfara veikindum þeim, sem bundu enda á jarðneskt líf hennar, var henni farin að förlast sjón og var það henni þungbært, því að hannyrðakona var hún mikil. Munda var ein af mörgum systk- inum, dóttir þeirra hjóna Guðrúnar Bæringsdóttur frá Kletti í Kollafirði og Jóhanns Sigurðssonar frá Múla í Þorskafirði. Þau eru bæði látin. Jóhann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðríður J. Guðmunds- dóttir frá Skálmarnesmúla. Jóhann mun hafa búið lengst allra á Kirkju- bóli eða um 59 ár. Kynni okkar Mundu hófust vorið 1940, þegar land okkar var hernumið af brezka heimsveldinu, en þá auðnaðist móð- ur minni að koma mér til sumar- dvalar sem vikapilti, þó að ekki væri ég eldri en tíu ára. Það þótti mikið lán fyrir börn af mölinni að komast til sumardvalar í sveit á stríðsárunum. Fyrsta ferð mín vestur að Kirkju- bóli var í fylgd Mundu og er ferðin mér mjög minnisstæð. Traustari ferðafélaga fyrir tíu ára snáða var tæpt hægt að hugsa sér. Munda hafði lært til kennarastarfa og hugðist gefa sig að farkennslu fyr- ir vestan á veturna og var nú á heimleið með nýráðinn „kaupa- mann“ með sér. Ekki var kaupamaðurinn burðug- ur, eftir langa og stranga ferð með „Dala-Brandi“ til Kinnastaða, en hún tók 19 klst. og síðan 12 klst. ríðandi til Kirkjubóls. Öll þreyta leið fljótt hjá þegar faðmur Kvígind- isfjarðar og heimilisfólksins, þessa góða fólks, opnaðist drengstaulan- um af mölinni. Munda gekk til allra verka á heimilinu, sem og aðrir, en það voru foreldrar hennar, þau Guðrún og Jóhann, bræður hennar, Guð- brandur og Jón, svo og systir henn- ar Valborg. Allt var þetta dugmikið fólk og eftir því sem tíminn leið fór kúasmalinn smám saman að gera sér grein fýrir ágæti þess og Mundu ekki síst. Hún var mér sem besta móðir þessi þijú sumur sem ég var á Kirkjubóli. Gamli bærinn á Kirkjubóli var dæmigerður íslenzkur torfbær. Bæjargöng og eldhús með moldar- gólfi og berum torfveggjum, en „húsið“ eða stofan var þiljuð með panel. Uppi var baðstofan, fjögur stafgólf eða 16 álnir og þar í austur- enda var kamesið hennar Mundu. Þegar farkennslu lauk á vorin fór Munda heim að Kirkjubóli til að hjálpa til við vorverkin og síðan heyannir. Engjasláttur var stundað- ur á Kirkjubóli og minnist ég þess, að þær systur, Munda og Valborg, tóku stundum lagið þegar gengið var á milli með hrífurnar á öxlinni, en dágóður spotti var að heiman og inn á hlíð. Ékki átti Munda langt að sækja myndarskapinn, Guð- brandur bróðir hennar var völundur á járn og leður. Jón var og er prýð- istrésmiður. Valborg pijónaði mikið á pijónavél. Guðrún móðir þeirra vann ullina frá byijun til enda og Jóhann, húsbóndinn, sá um æðar- varpið og dúninn. Það var hans deild. Engum féll verk úr hendi. Viðmót þessa fólks gagnvart mér, með Mundu í fararbroddi, var ein- stakt. Aldrei var sagt styggðaryrði, enda þótt manni yrðu á mistök. Munda var fróð um menn og málefni. Hún fylgdist vel með og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Oft var setið á kistuloki í eldhúsinu og sötrað ijómakaffi eða þá á rúm- stokknum í kamesinu hennar og hlustað á grammafóninn. Á stund- um var setið og spjallað um menn og málefni og þá kannski gert góð- látlegt grín að hinu og þessu, sem heyrst hafði eða sést. Enda þótt sumur mín á Kirkju- bóli yrðu ekki nema þijú, þá tel ég mig hafa mótast nokkuð til hins betra af fólkinu og sveitinni og bý ég að þessu enn.. ERFIDRYKMIR'I HðTBL ISJl sími 689509 V J Þegar brugðið var búi á Kirkju- bóli 1963, fluttist Munda með systkinum sínum, Jóni, Gunnari (látinn) og Valborgu, til Hafnar- fjarðar. Þá fyrst hafði Munda tíma til hannyrða, en þar eru veggir þaktir fagurgerðum útsaumi, fyrir utan allar peysurnar sem pijónaðar voru, Ég hef reynt að draga upp mynd af Mundu eins og ég kynntist henni og man og vona ég, að hún fyrir- gefi mér, hversu óhönduglega hefur til tekist. Ég þakka henni allt, sem hún gaf mér. Hún var mér góð. Guð blessi hana. Helgi. Útför Guðmundu Jóhannsdóttur, kennara frá Kirkjubóli Austur- Barðastrandarsýslu, sem iést á St. Jósefsspítala 24. nóvember, fer fram í dag frá Hafnarijarðarkirkju. Guðmunda var fædd á Kirkjubóli í Múlasveit 28. desember 1908 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Guðrún Bæringsdóttir frá Kletti í Gufudals- sveit og Jóhann Sigurðsson frá Múlakoti í Reykhólasveit. Þau hjón bjuggu á Kirkjubóli um árabil. Guðmunda ólst upp á Kirkjubóli til fullorðinsára í hópi 12 systkina. Það má því nærri geta að mikið hefur þurft til heimilishalds á svo mannmörgu heimili. Auk þess var oft gestkvæmt á Kirkjubóli, sér- staklega vor og haust þegar eyja- menn stóðu í íjárflutningum eins og þá tíðkaðist meðan eyjarnar voru allar í byggð og gestrisni mikil hjá þeim hjónum. Þá þekktust ekki barnabætur eins og nú, það varð hver að hjálpa sér sjálfur. Þegar maður lítur yfir þá sögu löngu lið- inna ára þá er það merkilegt hvað barnmiklar ijölskyldur komust af, gátu komið til manns stórum bama- hópi án nokkurrar hjálpar úr opin- berum sjóðum eins og nú tíðkast og standa þó margar ijölskyldur ekki betur að vígi nú en þrátt fyrir allt skrumið, umbætur og véla- menningu nútímans. Hvað hefur komið fyrir? Eins og áður segir þá ólst Guð- munda upp til fullorðinsára á Kirkjubóli, hugur hennar hneigðist snemma til mennta, enda vel gefin. Átti ekki langt að sækja það. Móð- ir hennar var greind kona, vel skáld- mælt og orti töluvert, en því miður var því ekki haldið til haga og því allt glatað. Eins og margar sveita- stúlkur á þeim árum fór Munda, eins og við kölluðum hana, í vist til Reykjavíkur. Það gat verið ágætt ef um myndarheimili var að ræða. Þar mátti margt læra af myndar- húsmæðrum og um leið gat hún stundað nám i kvöldskóla fyrstu veturna. Eftir þann undirbúning lá leiðin í Kennaraskólann. Það var takmarkið sem hún þráði. Hún var þar í einn vetur, en gat aldrei lokið námi frá þeim skóla sökum fjár- skorts. Það voru ekki námslán eða námsstyrkir á þeim árum, það varð hver að bjarga sér sjálfur ef ekki var hægt að fá hjálp að heiman. En þrátt fyrir það hlaut hún kenna- rastöðu í sinni ættarbyggð, það er að segja í tveimur hreppum í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Múla- og Gufudalshreppum, og hélt hún því starfi um árabil við miklar vinsæld- ir. En sökum þess að hún gat ekki lokið námi við Kennaraskólann mun hana ef til vill hafa skort æfingu við kennslu eins og gerðar eru kröf- ur til, en það kom þó ekki að sök. Hún stundaði kennslu með fádæma samviskusemi, nemendur hennar urðu að kunna sínar lexíur og fræði og það undanbragðalaust, kannski nokkuð ströng stundum við óþekka nemendur en þeir höfðu gott af því að hafa strangan aga. Ég hefi fáa af nemendum hennar hitt sem ekki bera til hennar hlýhug og virðingu, sama má segja um foreldra barnanna. Þeir báru til hennar mikið traust og hlýhug. Það sagði mér eitt sinn sóknarprestur í þessu byggðarlagi að nemendurnir hennar Guðmundu stæðu sig alltaf svo vel, kynnu sín fræði. Um 1973 hætti Guðmunda kennslu og fluttist til Hafnarfjarðar ásamt þremur systkinum sínum. Þau keyptu í Hafnarfirði stórt og fallegt einbýlis- hús og hafa búið þar síðan við mikla rausn og myndarskap. Til þeirra hefur legið straumur fólks að vestan úr gamalli ættarbyggð ásamt nýj- um kunningjum og vinum. Þau fluttu með sér gestrisnina að vest- an. Á þessu heimili þeirra í Hafnar- firði hefur margur setið við veislu- borð, þau nutu þess að fá gesti í heimsókn. En æskuheimilið Kirkju- ból er í eyði eins og sveitin þeirra öll. Ekki ljós í glugga lengur, allt liljótt. Engin hreyfing nema báru- gutlandinn við ströndina og hjal bæjarlækjarins á leið til sjávar. Én nú er þessi trausta frænka mín hún Guðmunda Jóhannsdóttir horfin af sjónarsviðinu, horfín inn í hina miklu þögn og vil ég óska henni góðrar ferðar á ódáinsströnd. Ég vil votta systkinum hennar sem eftir lifa samúð vegna fráfalls henn- ar. Þar hefur brostið sterkur hlekk- ur. Hún hélt þeim, systkinahópnum, að mér fannst, einhvem veginn saman. Ég vil svo að lokum kveðja þessa frænku mína með þessum ljóðlínum Jóhannesar úr Kötlum: Margs er að minnast, margt er enn á seyði. Bleikur er varpinn, bærinn minn í eyði. Fljúga þó ennþá svanir fram á heiði. Jóhannes Arason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.