Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 1
wgnnMftfctfk MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 BLAÐ UNGUR en lífsleiður aðalsmað- ur, Évgení að nafni, heillar sveitastúlkuna Tatjönu. Þegar hún játar honum ást sína lætur hann sér fátt um finnast og vill ekkert með hana hafa. Seinna verður hann besta vini sínum að bana í einvígi og flækist eftir það um heiminn þjakaður af sektar- kennd. Loks hittir hann Tatjönu aftur í iburðarmiklu samkvæmi heima í Rússlandi. Þá verður honum ljóst að þetta er konan sem hann elskar. En það er um seinan, hún er öðrum gefin og heldur tryggð við eiginmann sinn. Évgení Ónegín, vinsælasta ópera Tsjajkovskís, verður frum- sýnd í Islensku óperunni 30. des- ember. Höfundurinn byggði hana á ljóðabálki höfuðskáldsins Púshkins og þótti á sínum tíma hafa fært óperuhefðina af skreyttum stalli til fólksins í rúss- neskum veruleika. Sjálfur skrif- aði hann í bréfi til vinkonu að þeir sem leituðu eftir einföldum og eðlilegum tilfinningum í tón- listinni myndu njóta óperunnar. Fimm ár liðu frá frumsýningu í Moskvu 1879 þar til Évgení Ónegín sló í gegn í Pétursborg, en síðan hefur hún unnið hjörtu óperugesta víðsvegar. A Islandi hefur þó engin ópera Tsjajkovsk- ís verið á fjölunum fyrr. Tsjajkovskí var fjöl- hæft og afkast- amikið tónskáld, fæddur í námabæ í Vjatka-héraði í Rússlandi árið 1840. Hann hlaut venjulegt tónlistaruppeldi, lærði á píanó sem barn, en fór að skrifa eigin tónlist eftir að móðir hans dó þegar hann var fjórtán ára. Þá var hann sendur til virts píanókennara og síðar, eftir að hann hætti laga- námi, sótti hann tíma í tónlistarskól- anum í Pétursborg með vinnu sinni í dómsmálaráðuneytinu. 23 ára gam- all ákvað hann að helga líf sitt tón- iistinni, sagði starfínu lausu og gerð- ist reglulegur nemandi Antons Rub- instein í tónlistarskólanum. Að námi loknu hafði hann í áratug lifibrauð af kennslu við tónlistarskólann í Moskvu en samdi jafnframt tónlist af kappi. Árið 1876 fór að draga til tíðinda í einkalífí Tsjajkovskís. Þá lýsti hann því yfír við fjölskyldu sína að hann ætlaði að kvænast, að því er virðist til að losna við hugarvíl vegna sam- kynhneigðar sinnar og uppræta sög- ur um hana. Á vori næsta árs fékk hann bréf með ástarjátningum konu nokkurrar sem kvaðst hafa verið nemandi hans. Hálfum mánuði síðar stakk þekkt söngkona upp á því við hann í samkvæmi að hann skrifaði óperu eftir ástsælu kvæði Alexand- ers Púshkíns um Évgení Ónegín. Þar játar einmitt aðalkvenpersónan ást sína í bréfi en fær enga athygli karl- mannsins. Síðar í sögunni hefnist honum kaldlyndið. Sagan samtvinnuð einkalífi Tsjajkovskí féllst á að hitta Ivanovnu Miljúkóvu og skömmu síð- ar gengu þau í hjónaband. Það reyndust hræðileg mistök sem end- uðu með taugaáfalli tónskáldsins og skilnaði. Áður en til brúðkaupsins kom skrifaði Tsjajkovskí í miklum móð tvo þriðjuhluta óperunnar um Ónegín og tók síðar upp þráðjnn skömmu fyrir ármótin 1877-8. Óp- eran var fullgerð í febrúar en ekki frumflutt fyrr en ári seinna í Moskvu af nemendum tónlistarskóians. Tsjajkovskí þótti rétt að ungt fólk færi með þetta efni, hann kvaðst hafa skrifað af hjartans einlægni og við einlægnina væru vonir hans bundnar. Talsvert er vitað um tilurð óper- unnar og fléttumar við líf tónsmiðs- ins af bréfaskriftum hans við bróður sinn og ekkjuna Nadesju von Meck. Hún studdi hann fjárhagslega og gerði kleift að einbeita sér að tón- sköpun. Þau hittust aldrei árin fjórt- án sem bréfaskiptin stóðu. Fleira var undarlega líkt með óp- erunni og atburðum veruleikans ÞEKKTASTA ÓPERA TSJAJKOVSKÍS FRUMSÝND í ÍSLENSKU ÓPERUNNI 30. DESEMBER Morgunblaðið/Kristinn heldur en það sem þegar er getið. Évgení Ónegín banar skáldinu Lenskí í einvígi þeirra vinanna. Til- efnið var daður Ónegíns við unnustu Lenskís. Púshkín lést af skotsárum sem hann hlaut í einvígi vegna eigin- konu sinnar, árið 1837, fimm árum eftir að kvæðið um Ónegín kom út. Hann var þá 37 ára gamall. Lífdögum Tsjajkovskís lauk með voveiflegum hætti árið 1893, fáum dögum eftir frumflutning sjöttu sin- fóníu hans. Lengi var haft fyrir satt að banameinið hefði verið kólera, en síðar hafa menn talið að tónskáld- ið hafi stytt sér aldur með arseniki. Þótt hylli Tsjajkovskís meðal fræðimanna kunni að hafa dvínað á þessari öld, kunna áheyrendur áfram vel að meta ástríðufullar tónsmíðar hans. Þær hafa einmitt heyrst óvenju víða að undanfömu í tilefni hundruð- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.