Morgunblaðið - 24.12.1993, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
4
MENNIRNIR eiga sér drauma sem þeir sjá ekki alltaf rætast -
en samt er það svo að draumarnir lifa mennina. Það var árið
1852 sem fyrsta finnska óperan, „The Hunt of King Charles“,
eftir Pacius, var flutt, en sungin á sænsku. Þá þegar áttu Finnar
sér þann draum að eignast óperuhús - og höfðu reyndar átt
hann frá 1817, þegar fyrst var óskað eftir byggingu þess - þótt
fyrsta óperan á finnsku, „Pohjan neiti (Mær norðursins), eftir
Merikanto, hafi ekki hljómað fyrr en 1899. Þrátt fyrir aldalanga
baráttu um sjálfstæði - við Svía og Rússa á víxl - höfðu þeir enn
ekki náð því markmiði, en draumarnir voru á sínum stað.
að er ekki víst að
margir sem sáu
þessa fyrstu óperu,
hafi lifað að sjá sjálf-
stæðisdrauminn
rætast árið 1917, en
þegar það gerðist
var krafan um
óperuhús orðin nokkuð hávær og
strax árið eftir var Finnsku óperunni
afhent „Alexander-leikhúsið,“ sem
hafði verið rússneskt leikhús í Hels-
inki frá 1879.
Það var þó ljóst frá upphafi að
þetta litla fallega leikhús, sem rúm-
aði um fimm hundruð manns í sæti,
uppfyllti engan veginn þær kröfur
sem mikilfenglegar óperuuppfærslur
gera og menn byrjaði að dreyma um
hús sem væri byggt sérstaklega fyr-
ir Finnsku óperuna. Þá þegar var
óperulistin orðin það fðst í sessi sem
listgrein í Finnlandi að helstu tón-
skáld þeirra, Launis, Merikanto,
Madetoja, Krohn og Palmgren, skrif-
uðu óperur sem fluttar voru á fyrstu
„ árunum sem óperan hafði aðsetur í
pLlexander-Ieikhúsinu.
En Finnar máttu bíða og þeir sem
fyrst orðuðu drauminn um óperuhús,
lifðu ekki að sjá hann rætast - ekki
einu sinni þeir sem unnu við óperuna
í Alexander-leikhúsinu á fyrstu árum
þess, því nýja óperuhúsið í Helsinki
var ekki vígt fyrr en nú nýlega -
eða 30. nóvember 1993.
Það var mikið um dýrðir í Hels-
inki vikuna sem húsið var opnað og
strax fyrstu vikuna voru þrjár frum-
sýningar. Fyrsta frumsýningin var
fínnska óperan „Kullervo“ eftir
finnska tónskáldið Aulis Sallinen,
næsta kvöld var ballettinn „Svana-
vatnið", eftir Tsjaikovskíj frumsýnd-
ur - en það er sá ballett sem notið
hefur hvað mestrar hylli í Finnlandi.
Þriðja frumsýningin var svo á
„Carmen,“ eftir Bizet - sem er óp-
eran sem nýtur hvað mestra vinsælda
meðal Finna.
Óperuhúsið
Mestan áhuga vakti þó húsið-sjálft
- sem er ákaflega stflhreint og fal-
legt - þótt vissulega heyrist þær
raddir að það sé kuldalegt í sínum
bláu, grábláu og snjóhvítu litum -
það er að segja að innan. En saga
sjálfs óperuhússins er orðin nokkuð
löng, því það var árið 1975 sem aug-
lýst var samkeppni um hönnun þess.
Það er ekki lítið tækifæri fyrir arki-
tekta að fá að hanna svo viðamikla
opinbera byggingu og alls barst 101
hugmynd í samkeppnina. Niðurstað-
an var kunngerð í janúar 1977 og
sigurvegarinn bar leyninafnið
Scalapuikko. Á bak við það leyninafn
reyndust vera þrír arkitektar; þeir
Eero Hyvámáki, Jukka Karhunen og
Risto Parkkinen.
Undirbúnings- og hönnunarvinna
tók þijú ár en þegar henni lauk,
samþykkti borgarstjórn Helsinki að
úthluta óperunni lóð, þar sem gömul
sykurverksmiðja stóð. Menntamála-
ráðuneytið samþykkti tillögumar og
lóðina - en síðan sigldi allt í strand,
þar sem enn hafði ekki verið ákveðið
hvenær ætti að hefja verkið. Þar við
sat í þijú ár, eða þar til ráðuneytið
flutti verkefnið yfir á verksvið stofn-
unar sem sér um allar opinberar
byggingar. Það þurfti að breyta lóð-
inni og umhverfi hennar og þær
breytingar höfðu ekki verið sam-
þykktar en eftir mikið japl og jaml
og juður, hafðist samþykki i gegn
þremur árum seinna. Boranir og
gröftur á lóðinni hófst fljótlega og
1. nóvember 1988 var homsteinn að
Finnska óperuhúsinu lagður.
Upphaf Finnsku óperunnar
Finnska óperan var formlega
stofnuð árið 1911, af söngkonunni
Aino Ackté, sem hefur náð einna
lengst finnskra söngvara á alþjóðleg-
um vettvangi, og píanóleikaranum
Edvard Fazer, sem á þeim tíma var
framkvæmdastjóri Tónleikamið-
stöðvarinnar, sem naut alþjóðlegrar
viðurkenningar. Nafnið sem þau
völdu óperufélaginu var „Kotimainen
Ooppera" sem má útleggja sem Inn-
lenda óperan. En hún bar einnig
sænska nafnið „Inhemska Operan,"
vegna þess að í Finnlandi hefur
lengst af verið mælt á tvær tungur
og óperufélagið þurfti að afla sér
stuðnings sænskumælandi mennta-
stéttarinnar í Helsinki sem og finn-
skumælandi alþýðunnar. Stofnendur
óperufélagsins vom einnig tenór-
söngvarinn Váino Sola og tónskáldið,
píanóleikarinn og hljómsveitarstjór-
inn Oskar Merkanto. Þegar árið 1911
fékk óperan afnot af Alexander-leik-
húsinu og á fyrsta leikárinu ýoru
tvær óperur settar upp, „I Pagl-
iacci", eftir Leoncavallo, sungin á
sænsku og „La Navarraise",/ eftir
Massenet, sungin á finnsku. í þeirri
seinni söng Aino Ackté og gersam-
lega heillaði landa sína.
En Innlenda óperan naut ekki
krafta hennar lengi, því af einhveij-
um ástæðum stirðnaði samkomulag-
ið milli hennar og herranna og Aino
Ackté yfirgaf Innlenda óperufélagið.
Það mæddi töluvert á Fazer, sem var
framkvæmdastjóri og sá sem hafði
verið hugmyndafræðingurinn, ásamt
Aino Acté, á bak við félagið. Það
má segja að óperan hafí verið líf
hans, því honum þótti ekkert starf
þar fyrir neðan sína virðingu og varði
nánast ölium sínum péningum í að
halda Innlenda ópemfélaginu á lífi.
Árið 1914 var nafni félagsins
breytt í „Finnsku óperuna". Til að
byija með voru aðeins sex uppfærsl-
ur á ári á vegum hennar og fyrri
heimsstyijöldin raskaði starfseminni
Odile og prinsinn
nánast ekkert - vegna þess að starf-
semin hafði hvort eð er ekki neitt
sérstakt skipulag og sýningar voru
óreglulegar. Þegar svo bylting bosé-
víka braust út í Rússlandi árið 1917,
ákváðu Finnar að nú væri rétti tíminn
til að losa sig endanlega undan yfir-
ráðum erlends ríkis og lýstu yfir
sjálfstæði sínu 6. desember 1917.
En áður en hið unga lýðveldi náði
fótfestu, geysaði blóðug borga-
rastyijöld í landinu, milli hægrisinn-
aðra og sósíalískra fylklinga. Þá
styijöld unnu hægrisinnar og lögðu
þeir undir lýðveldið allar fyrmm
byggingar rússneska keisaradæmis-
ins, þar á meðal Alexander-leikhúsið
og ríkisstjómin úthlutaði Finnsku
óperanni það til eignar.
Alexander-leikhúsið og
ballettflokkur
Strax var ráðist í að breyta og
gera endurbætur á leikhúsinu og
fyrsta fmlmsýningin þar var óperan
, eftir Verdi, í janúar 1919.
voru erlendir listamenn í stöð-
ur aðalstjórnanda, leikstjóra og kór-
stjóra, þar sem ekki var nóg af fólki
innanlands sem uppfyllti þær kröfur
sem gerðar voru og má segja að
óperuhúsið sem Fazer stjórnaði á 3.
áratugnum hafi verið æði alþjóðleg
stofnun. En „innrás" útlendinganria
vakti úlfuð meðal fjölda finnskra
listamanna sem fannst framhjá sér
gengið. Það er þó Ijóst að þótt
Finnska óperan hafi átt fjöldann all-
an af góðum/Söngvurum, hefði ung-
versk/þýski hljómsveitarstjórinn
Franz Mikorey aldrei getað mannað
hina viðamiklu sýningu á „Tannháus-
er“ eftir Wagner ef ekki hefði komið
til aðstoð erlendis frá. Viðbrögð
gagnrýnenda við sýningunni voru
góð. Þeir álitu Tannhaauser óperu
sem væri vel til þess fallin að lyfta
á hærra plan listrænum og siðfræði-
legum metnaði óperunnar. Verdi var
„Aida":
f Ráðnir
álitinn „banal“ og „léttvægur" á þeim
tíma og var ekki fyllilega viður-
kenndur fyrr en síðar.
Helstu erfíðleikar Finnsku óper-
unnar á þessum tíma vom þeir að
hún hafði ekki eigin hljómsveit til
umráða og Fílharmóníuhljómsveit
Helsinki var aðeins laus til þjónustu
við hana fjögur kvöld í viku. Samt
sem áður vom sex til sjö fmmsýning-
ar á hveijum vetri, en auk þeirra
voru aðrar óperur á efnisskránni -
eða alls 20 á hverju starfsári og sýn-
ingar vom alls 150 á ári. Árið 1922
rættist svo einn af stærstu draumum
ópemstjórans, Fazers, þegar hann
stofnaði ballettflokk við Finnsku
óperuna.
Mikorey var aðalhljómsveitarstjóri
á árunum 1919 til 1924 og fyrir
utan skort á hljóðfæraleikurum var
aðalvandamál hans skortur á fjár-
magni því fátæklegir ríkisstyrkir
dugðu skammt og þegar hann yfir-
gaf stöðu sína, var Finnska óperan
í rauninni gjaldþrota - þótt vissulega
ætti Mikorey enga sök þar á. En til
að bjarga óperunni, veitti ríkisstjórn-
in leyfi fyrir lotteríi árið 1925 og
allar götur síðan hefur rekstur
Finnsku óperunnar verið tryggð-
ur með ríkisreknum happdrættum
og ágóða af knattspyrnugetraun-
um.
Árið 1924 staðfestu Finnar sitt
eigið óperutungumál við framsýn-
ingu á óperanni „Pohjalaisia" (Fólkið
í Austurbotni) sem hlaut fádæma
góðar viðtökur og hefur verið mjög
vinsæl meðai Finna allar götur síðan.
Og það verður að segja þeim Finnum
sem stjórnuðu óperumálum á 3. ára-
tugnum til hróss að þröngsýni hijáði
þá ekki. Þeir leituðu út fyrir eigin
landamæri að frumlegum og nýjum
óperum og á þessum árum settu
þeir upp „Jenufa“ eftir Leos Janacek
og „Jonny spielt af“, jassóperu eftir
Ernst Krenek.
Um 1930 leið hinsvegar andi mód-
emismans undir lok hjá Finnsku
óperunni. Kreppan tæmdi áhorfenda-
pallana og hin hið dapurlega pólitíska
andrúmsloft tímans var ekki vinveitt
ópemlistinni; svo lítið fjármagn barst
og svo mikið var áhugaleysið að
reynt var að setja upp óperettur til
að trekkja alþýðuna að húsinu - en
til einskis.
Árið 1932 var Armas Járnfelt
skipaður aðalhljómsveitarstjóri óper-
unnar. Hann hafði skapað sér virð-
ingarsess og átt glæsilegan feril sem
hirðhljómsveitarstjóri óperunnar í
Stokkhólmi. Jámfelt gerði miklar
kröfur hvað varðar metnað og sið-
fræði við óperuna og í hans huga
vom óperettur og ballett lágkúruleg-
ar listgreinar. Hans metnaður fólst
í að sviðsetja allan Niflungahring
Wagners. Sjálfur var hann bæði
hljómsveitarstjóri og leikstjóri í upp-
setningunni. Járnfelt þótti einnig
afburða Mozart-stjórnandi. Árið
1935 hafði honum tekist að höggva
ballettflokkinn af Óperunni og á
sama tíma var uppsetningum á ópe-
rettum hætt. Hann gerði sér hins
vegar ekki grein fyrir hvílíkra vin-
sælda ballettflokkurinn naut meðal
borgarbúa og eftir kröftug mótmæli
þeirra, varð hann að beygja sig og
innlima dansflokkinn aftur. í fram-
haldi af því sagði hann stöðu sinni
lausri árið 1935.
Árið 1938 ákvað Fazer að hætta
sem framkvæmdastjóri Finnsku óp-
erunnar og kallaði nú söngkonuna
Aino Ackté aftur heim til að taka
við starfínu. Eftir eitt ár sagði hún
af sér. Næsti framkvæmdastjóri var
hetjutenórinn Oiva Soini, sem söng
með Finnsku óperunni, en var jafn-
framt bóndi og bisnessmaður. Fljót-
lega eftir að hann tók við starfi
braust „vetrarstríðið“ milli Finnlands
og Sovétríkjanna út og í framhaldi
af því seinni heimsstytjöldin, en aldr-