Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Gleymskan og óendanleikinn
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Milan Kundera: Bókin um hlát-
ur og gleymsku. Mál og menn-
ing 1993.
Bókin um hlátur og gleymsku
minnir um margt á þá frægu bók
Ódauðleikann eftir sama höfund.
Hún kom fyrst út 1978 á tékk-
nesku og frönsku en Ódauðleikinn
var frumútgefinn 1990 og gefin
út sama ár á íslensku. Birtingar-
röðin á þessum tveimur verkum
er því dálítið ankannaleg fyrir ís-
lenska lesendur.
Bókin skiptist í sjö hluta sem
eru afar laustengdir þótt þeir berg-
máli sumir hveijir aðra, a.m.k. að
heiti. Einn ber yfírskriftina Litost
sem er tékkneska og merkir eitt-
hvað í ætt við „sársauka sem níst-
ir okkur þegar við áttum okkur
skyndilega á vesaldómi okkar“.
Það er einmitt í vesaldómnum sem
Kundera sýnir okkur persónur sín-
ar. Þær eru gjarnan afkáralegar
í athöfnum sínum og eins og úr
takti við bæði sjálfar sig og um-
heiminn.
Afkárahátturinn verður sýni-
legri en ella vegna frásagnarhátt-
arins sem er í eins konar ritgerðar-
formi. Söguþráðurinn eða öllu
heldur þræðirnir (því hér fer fram
mörgum sögum í einu) eru skorn-
ir sundur þegar síst varir svo að
framvindan stöðvast og breiðir úr
sér í hugleiðingum um lífíð, ást-
ina, erótíkina, dauðann — og
ódauðleikann.
Kundera leikur sér oft að því
að ræða með vitsmunalegum hætti
um athafnir þar sem flestir leyfa
tilfínningunum að ráða ríkjum. í
hlutanum sem ber heitið
„Mamma“ segir frá hjónunum
Karel og Marketu sem efna til
ástarleikja með Evu. Upphaflega
var það Karel sem tefldi það mann-
tafl sem leiddi til þessara ástar-
funda, þar sem honum fannst hann
vera allsráðandi, eins konar Bobby
Fischer. En þegar á hólminn er
komið tekur hann þátt í leiknum
með þá hugsun efsta í kollinum
að hann væri að endurtaka „aftur
og aftur sömu hreyfínguna frá
æsku til fullorðinsára og öfugt,
færi frá smástráknum sem ein-
blíndi á risavaxna kvenlíkamann
til mannsins sem umfaðmaði þenn-
Harmsaga og
skáldskapur
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Per Olov Enquist: Bókasafn
Nemos skipstjóra. Hjörtur Páls-
son þýddi. Forlagið 1993.
Skáldsaga Perx Olov Enquists,
Bókasafn Nemos skipstjóra, gerist
í tveimur heimum, hrærist í ein-
kennilegum tvískinnungi sem þó
gengur upp innan marka skáld-
skaparins. Hvarflað er frá heimi
drauma og ævintýra inn í harðan
hversdagsleik og lífsbaráttu sæn-
skrar alþýðu á árum áður.
Sagan er sögð í fyrstu persónu,
ljóðrænum stíl sem víða nálgast
einræðu með ýmsum endurtekning-
um samtals. Hún verður því seinles-
in og fremur tilbreytingarlaus á
köflum.
Söguhetja bókarinnar eignast
ungur Dularfullu eyjuna eftir Jules
Verne. Það tekur hann næstum
heila mannsævi að ráða í tákn sög-
unnar. Velgjörðamaðurinn Nemo
skipstjóri leikur stórt hlutverk.
I sænsku þorpi hefur það gerst
sem gerist víðar. Mæður eignast
sveinbörn sama dag á sama spít-
ala. Þær rugla saman börnum. Það
á eftir að hafa ýmsar afleiðingar
og af því sprettur hinn dramatíski
söguþráður Enquists.
Margar myndir sögunnar eru
eins konar þjóðlífslýsingar sem
spegla örbirgð samfélags og kreppu
sálarlífs. Ástin eða hugmyndir um
ástina er sá þráður sem sagan
byggist á. Hin ógæfusama Eeva-
Lísa er í senn ástkona, móðir og
goðsögn. Hún er bæði af þessum
heimi og öðrum. Þegar hún deyr
er hún ákveðin í að rísa upp og
vemda sögumann, en upprisa
hennar á sér fremur stað í skáld-
skap en veruleika. Sagan er oft
sterkust að því leyti hvernig hún
sveiflast milli raunsæis og ímynd-
unar.
Hellir dauðu kattanna er það
svið sögunnar þar sem mikilvægir
atburðir gerast, í draumi og í veru-
leika. í maí 1990 kemur sögumað-
ur þangað á ný. Hann lýsir aðkom-
unni:
„Beinabergið á sínum stað, skóg-
urinn líka, en það er orðið breytt,
öfugsnúið. Ók svo aftur á flugvöll-
inn. Skrifaði stutta athugasemd:
„Allt er breytt."
Hellirinn var minni, var eins og
hann hefði skroppið saman, Bergið
var lægra. í hellinum ekkert að sjá
lengur, ekki heldur kattarbeina-
Per Olov Enquist
grindina sem eitt sinn var tandur-
hrein.
Það skreppur saman og hverfur
mér.“
í Bókasafni Nemos skipstjóra
hverfur Per Olov Enquist aftur til
epískrar sagnalistar eða öllu heldur
til gamals raunsæisskóla, en þó
ekki að fullu. Frásagnarlist höfund-
arins er það sem sagan fellur og
stendur með. Mynd hans af liðnum
tíma er líka trúverðug.
Upphaf sögunnar er líka endir
hennar:
„Núna, bráðum, skipar vel-
gjörðamaður minn, Nemo skip-
stjóri, mér að opna vatnsgeymana,
svo að farkosturinn, með bókasafn-
ið innanborðs, sökkvi.
Ég er búinn að fara í gegnum
bókasafnið, en ekki allt. Áður
dreymdi mig í hugans leynum að
unnt væri að koma öllu heim og
saman, svo að botn fengist í allt,
hringurinn lokaðist. Að á endanum
mætti segja: svona var það, það
var svona sem það gerðist, nú er
sagan öli.
En það væri þá gegn betri vit-
und. Gegn betri vitund er þó góð
aðferð til þess að gefast ekki upp.
Vissum við betur, gæfumst við
upp.“
Þessi orð eru í senn hin mann-
lega niðurstaða og yfirlýsing rithöf-
undar um mátt og máttleysi orð-
anna.
Hjörtur Pálsson, einn af okkar
bestu og um leið afkastamestu
þýðendum, skilar vel stíl Enquists
svo að bókin verður hugnæmur
lestur.
an líkama og svalaði fýsnum
hans“.
Hégómleikinn er opinberaður
hvað eftir annað í ólíkum senum.
Ein sögupersóna bókarinnar ryðst
skelfíngu lostin inn á kaffihús og
lýsir því yfír að hún sé ekkert,
ekki til — og snýr jafnharðan út.
Þessi yfírþyrmandi tilfinning, sem
hver maður reynir einhvem tíma
ævinnar, verður Kundera tilefni
til þess að fletta upp í gömlum
meistumm. Goethe spurði: Lifír
maður þá aðrir menn lifa? Kund-
era umsnýr þessari spurningu og
heimfærir hana upp á hversdags-
lífíð: Lifir skósmiður þá aðrir skó-
smiðir lifa? Sú staðreynd að eins
dauði er annars brauð dregur
þannig töluvert úr þeirri speki að
maður sé endilega manns gaman.
Gleymskan leikur stórt hlutverk
í þessari bók og þá sem hin skelfí-
lega andstæða ódauðleikans. Einni
sögupersónunni, Tamínu, tekst
ekki að losa sig úr hlutverki syrgj-
andi ekkju. Sögumaðurinn sér ver-
öld hennar sem hringlaga vegg,
sjálf er hún grasflötin innan hans:
„Á þessari grasflöt vex aðeins ein
rós, minningin um eiginmann
hennar.“ Myndin af því sem hann
var henni og því sem þau áttu
sameiginlegt er henni sífellt fýrir
hugskotssjónum. Af einhveijum
ástæðum, líklegast af misskilinni
hollustu við framliðinn eiginmann
sinn, er henni fyrirmunað að njóta
lífsins, þ.m.t samneytis við aðra
karlmenn. í eitt skipti sem hún
samrekkir karlmanni rifjar hún
upp sumarleyfín sem hún naut
með manninum sínum, hún er
þræll fortíðarinnar. Minningin
hindrar að hún geti notið nútíðar-
innar og kemur raunar í veg fýrir
að hún eignist nokkra framtíð. Það
er Rafael, eins konar erkiengill,
sem losar Tamínu úr fjötrum þeirr-
ar þráhyggju að hafa sífellt yfir í
huganum minningar um eigin-
mann sinn sem á endanum eru
lítið annað en minningar um minn-
ingar. í samskiptum sínum við
Rafael hefur Tamína gleymt sér:
Milan Kundera
,,„Og hvað á ég að gera?“ spyr
Tamína. „Gleymdu gleymskunni,"
segir ungi maðurinn."
Stundum koma fyrir augnablik
hjá persónum þessarar sögu þegar
haldin augu þeirra taka að sjá.
Slíkt gerist ekki af yfírvegun held-
ur á því augnabliki þegar tilfinn-
ingamar standast ekki þær kröfur
sem aðstæðumar bjóða og því
leysist allt sundur í þeirri einu
nauðvöm sem til er: hlátri. Jan
hefur þegið boð um að taka þátt
í kynlífssvalli. Þegar á hólminn er
komið og hann einn meðal þátttak-
enda verður hann fýrir furðulegri
reynslu sem sviptir hann allri getu
til þess að megna að taka þátt í
leiknum. Hann hrekkur yfír ein-
hver óskilgreind landámæri og fær
hláturskast.
Eins og áður segir minnir Bókin
um hlátur og gleymsku um margt
á Ódauðleikann nema hvað hér er
á ferðinni meiri saga, þó er hún
fjarri því eins þroskað verk og hið
síðarnefnda. Það er fengur að
þessu verki í þýðingu Friðriks
Rafnssonar. Ég hef ekki hugmynd
um hvort íslenski textinn sé trúr
þeim franska eða tékkneska en
íslenska bókarinnar er orðauðug
og stíllinn heilsteyptur. Samt verð-
ur í lokin að nöldra yfír því að
ritvillur fundust hér fleiri en viðun-
andi er.
„Söngvar við jötuna“ er yfirskrift tónleika sem Mótettukór Hallgríms-
kirkju efnir til miðvikudaginn 29. desember.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Söngvar við jötuna
í Hallgrí mskirkj u
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju efnir til tónleika í Hallgríms-
kirkju miðvikudagskvöldið 29. desember kl. 20.30.
Tónleikarnir bera yfirskriftina
„Söngvar við jötuna“ og verður
að þessu sinni flutt evrópsk kirkju-
tónlist frá ýmsum tímabilum tón-
listarsögunnar, sem á það sameig-
inlegt að textarnir fjalla allir um
fæðingu frelsarans og atburðina á
Betlehemsvöllum. Miðpunktur
tónleikanna er Jesúbarnið í jötunni
og söngvarnir sem sungnir verða
við jötuna. Inn í söngskrána er
felldur hljóðfæraleikur og lestrar.
I Hallgrímskirkju hefur verið
komið fyrir líkani af Maríu og
Jósef með Jesúbamið og munu
tónleikarnir í heild sinni vera
byggðir utan um þessa leikmynd.
Myndverkið vann Katrín Þorvalds-
dóttir og er það gjöf til kirkjunnar
frá foreldrum hennar, Þorvaldi
Guðmundssyni og Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur.
Stjórnandi tónleikanna er Hörð-
ur Áskelsson. Miðar eru seldir í
kirkjunni og við innganginn. Verð-
ið er 500 krónur.
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Hafnarborg
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sýnir
í kaffistofu.
Café Mílanó
Rfkey Ingimundardóttir sýnir til
áramóta.
Café Royale
Hafnfirskir listadagar í desember.
Listhúsið Laugardal
Jóhann G. Jóhannsson sýnir.
Mokkakaffi
Sýning. Kaffi með Kristi stendur til
6. jan.
Galierí Greip
Lísa Margrét Kristjánsdóttir sýnir
til 5. jan.
Sóion íslandus
Valgarður Gunnarsson sýnir til 4.
jan.
Gallerí Listinn
10 listamenn sýna til 8. jan.
Geysishús
Björgvin Fredriksen og 49 lista-
menn sýna til 16. jan.___________
TONLIST
Miðvikudagur 29. desember.
Voces Thules með hátíðartónleika í
Kristskirkju kl. 21. „Söngvar við
jötuna" tónleikar Mótettukórs Hall-
grímskirkju í Hallgrímskirkju kl.
20.30.___________________________
LEIKLIST
Borgarleikhúsiið
Eva Luna; Frums. fös. 7. jan. kl. 20.
Spanskflugan; fim. 30. des., lau. 8.
jan. kl. 20.
Elín Helena; fim. 30. des., fim. 6.
jan., lau. 8. jan. kl. 20 á Litla svið-
inu.
Þjóðleikhúsið
Mávurinn; Frums. á annan dag jóla,
þri. 28. des., fim. 30. des., sun. 2.
jan., fim. 6. jan. kl. 20.
Allir synir mínir; fös. 7. jan. kl. 20.
Skilaboðaskjóðan; mið. 29. des. kl.
17 og 20., sun. 2. jan. kl. 14
Kjaftagangur; lau. 8. jan. kl. 20.
íslenska óperan
Évgení Ónegín; Frums. fim. 30.
des., sun. 2. jan., 7. jan. kl. 20.
UMSJÓNARMENN LISTA-
STOFNANA OG SÝNINGAR-
SALA!
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega fyrir kl. 16 á miðvikudoglim
merktar: Morgunblaðið, menn-
ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík.
Myndsendir: 91-691181.
Kristskirkja
Voces
Thulesmeð
hátíðar-
tónleika
í ÁR eru liðin 450 ár frá fæðingu
breska tónskáldsins Williams
Byrds. Af þesu tilefni verður
sönghópurinn Voces Thules með
hátíðartónleika í Kristskirkju í
Landakoti miðvikudaginn 29.
desember kl. 21. Auk messu eftir
William Byrd verður flutt trúar-
legt verk eftir Arvo Part og forn-
ir íslenskir helgisöngvar.
Voces Thules er a capella söng-
kvintett og er hann skipaður þeim
Halldóri Halldórssyni kontratenór,
Sverri Guðjónssyni kontratenór,
Guðlaugi Viktorssyni tenór, Eggerti
Pálssyni baritóni og slagverki og
Ragnari Davíðssyni bassa. Orgel-
leikari í verki Arvo Párt er Hilmar
Öm Agnarsson.
Voces Thules söngkvintettinn
einbeitir sér að flutningi miðalda-
tónlistar, endurreisnartónlistar og
nútímatónlistar. Sönghópurinn var
stofnaður 1991 og flytur bæði
kirkjulega. og veraldlega tónlist. í
gömlum íslenskum handritum má
finna foma söngva sem Voces Thu-
les hefur tekið á söngskrá.
Á liðnu ári var lögð áhersla á
að flytja nútímatónlist eftir eist-
neska tónskáidið Arvo Párt. Tónlist
hans hefur notið mikilla vinsælda á
síðustu ámm og sækir hann áhrif
til miðalda.