Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 B 7 spádóma um framtíðina, þar sem menn gera jafnframt ráð fyrir því að allar aðstæður verði óbreyttar. Það má ekki skapa ótta meðal eldra fólks um að það „verði skilið eftir í röðinni". Ný tækni auðveld- ar aðgerðir á eldra fólki. Trúlega væri nær að líta á forgangsröðun- ina eins og hún er í dag. Dæmi: Slysadauði er nú 4. al- gengasta dánarorsökin hér á landi og fleiri hundruð hljóta tímabund- in og langvarandi örkuml árlega. í flestum tilfellum eru fórnarlömb- in ungt fólk og þar af leiðandi valda slys þjóðfélaginu mestu tjóni. Áætlaður þjóðfélagskostnað- ur er um 10 milljarðar á ári. Sjálfs- vígsalda meðal ungs fólks hefur aukist og rís nú hæst á höfuðborg- arsvæðinu. Tjónið er mælt í tugum mannslífa, aðallega meðal ungs fólks. Af litlum efnum hefur verið haldið uppi forvarnaaðgerðum úti á landi og lítur nú út sem sú starf- semi hafi borið verulegan árang- ur. Erfitt hefur þó gengið að fá fé til forvarna. Fjárveitinganefnd Alþingis hefur sýnt mestan skiln- ing á þessu máli. Á sama tíma er nú varið lh milljarði króna á ári til umhverfisverndar, en enginn hefur dáið úr mengun hér á landi! Enginn má misskilja orð mín, því að vitaskuld eigum við að veija fé til varnar heilsuvá vegna hafs- mengunar, landeyðingar, vatns- og hávaðamengunar, útblásturs véla og bifreiða o.fl., en við megum ekki menga tilveruna um of með reglugerðum. Forgangsröðuninni virðist vera nokkuð ábótavant. Fleiri dæmi mætti nefna. Til tann- viðgerðar er nú varið hærri upp- hæð en til allra heimilislækninga í landinu. Fylgikvillar atvinnuleysis Hvað kemur heilbrigðisyfirvöld- um atvinnuleysi við? Jú, þeir er verða atvinnuleysi að bráð þarfn- ast meiri heilbrigðisþjónustu en ella. Sem dæmi má nefna niður- stöðu rannsókna er heilbrigðisyfir- völd í Avon-héraðinu á Englandi (íb. 820.000) gerðu nýlega (Breska læknablaðið des. 1993). Þar kemur fram að gífurlegur munur var á innlagnartíðni vegna geðtruflana milli svæða. Sam- kvæmt niðurstöðu mátti rekja 90% þessa mismunar á innlögnum til skaðvænlegra áhrifa atvinnuleys- is. Heilbrigðisyfirvöld ætla að fjölga geðsjúkrarúmum á svæðinu. Nú er skráð atvinnuleysi hér á landi milli 5-6% en er án efa um 30% hærra. Menn hafa haldið uppi mikilli baráttu gegn atvinnuleysi í orði og riti en verkin hafa ekki talað sem skyldi. Vissulega er hér við mikinn vanda að etja og illleys- anlegan. Óþarfi er þó að gera út menn til þess að kaupa útlend húsgögn í opinbera byggingu hér á landi þegar innlendur iðnaður er í öldudal. Trúlega er dýrara að kaupa skip frá innlendum skipa- smíðastöðvum en útlendum. En reikna menn dæmið rétt? Reikna menn inní dæmið beinan og óbein- an kostnað sem fylgir fjöldaat- vinnuleysi meðal skipasmiða? Al- menningur þarf að greiða þann kostnað. Okkar ágætu hagfræð- ingar geta án efa reiknað þetta dæmi. Nú er talið að kostnaður hins opinbera vegna atvinnuleysis sé um 7 milljarðar á ári en sumir leiða rök að því að sá kostnaður sé mun hærri. Vaxandi lífskjaramunur á íslandi Á árunum eftir 1970 framundir 1990 bættu margar stéttir lífskjör- in svo að munur milli stétta minnk- aði verulega frá því sem áður var. Þó varð þessi breyting ekki ein- hlít. í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1967-1990 er náði m.a. til nær 300 karla og kvenna á aldrinum 34-68 ára með lang- vinna sjúkdóma, en um 80% þeirra höfðu verið frá vinnu vegna veik- inda lengur en eitt ár, kom í ljós að húsnæðisstaðall og bifreiðaeign þessa hóps hafði heldur versnað á tímabilinu borið saman við aðra þjóðfélagshópa. Hagur annarra þjóðfélagshópa nema ófaglærðra hafði yfirleitt batnað mjög (Sjúkir og heilbrigðir. Fylgirit við Heil- brigðisskýrslur nr. 3/1990). Nú bætist við 5-6% atvinnuleysi og sjá því allir, er vilja sjá, að sá hópur er lifir við skert lífskjör hefur stækkað. Æ fleiri hjálpar- beiðnir fyrir jólin styðja þá ályktun að lífskjörin fari versnandi meðal vissra hópa í þjóðfélaginu, einnig meðal þeirra sem ekki eru öryrkj- ar. Þegar þessi mál eru rædd við suma ráðamenn eru svörin oft „að utanferðum fækki ekki og margir eigi fé á banka“ eða svipuð yfir- borðskennd svör. En framangreint fólk fer sjaldan í utanlandsferðir og á yfirleitt ekki fé á banka. Sú spurning hlýtur að vakna hvort samskipti manna séu orðin meira stéttaskipt en áður. Svo virðist sem hjól efnahags- lífsins séu farin að snúast á ný. Verður framtíðin svipuð því sem nú er að gerast víða í Vestur-Evr- ópu, þ.e. að við náúm okkur upp úr efnahagslægðinni, en verulegur hópur manna verður afskiptur, þ.e. atvinnulaus, áfram? Og von- andi verður svo ekki. Lýk ég svo þessum áramóta- hugleiðingum. Höfundur er landlæknir. - nútíma upplýsingatækni fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök Það er nútímaieg og árangursrík leið að nota myndband á fundum. Myndbær hf. hefur framleitt yfir 200 myndbönd, m.a. 17 myndir á sviði forvarna: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. mvndbær hf. Suðurlandsbraut 20, símar 35150 og 31920, fax 688408. Starfsmaðurinn - leiðir til betri órangurs Rétt líkamsbeiting - betri heilsa. Gott starfsumhverfi. Öryggi á vinnustað. Starfslok. Öryggi barna. Atvinnuleysi snertir alla. Vilt þú stofna eigið fyrirtæki? Eldvarnir í atvinnuhúsnæði. Eldur um borð. Brunavarnir í heimahúsum. Verkun heys i rúlluböggum. Vörn fyrir þig - almannavarnir og öryggismál. Góð fiskmeðferð. Öryggi við stjórnun lyftara. i með verð og gæði í góðu lagi ''mlskylduvænn veitingastaður er nýr veitíngastaður á Suðuriandsbraut 14 húsinu). Þar má finna létti fnir alla íjöl- skjiduna á sériega liagstæðu verði. Dæmi af matseðli Pcna Pcpparoni m/lauk og svcppum. .................. 860 Wisbon samloka m/iuiulalund, sveppum, lapriku, lauk, beniaisesósu, frönskum og salati. 810 SgáuaméUanpastafullaffiski. 950 OstalyltarSufcialundr n Pastam/piparsósu og grænmeti. -1430 HvitiaUksristaðir Humariialar m/pasta strimlum. 1440 fjfttKÍorHMjnte * SUÐURLANDSBRAUT 14 SÍMI 81 18 4 Alls tóku 7116 manns þátt í jólagetraun okkar. Viö óskum Oddnýju Thorsteinsson til hamingju meö vinninginn sem er glæsilegt 28" Black Line S sjónvarpstæki frá PHILIPS. andsmönnum óskum v farsœldar á nýju ári! Heimilistæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.