Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 MRAÐ- GJMDŒRI 12-17ÁRA Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifið nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - Áramótagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir 17. janúar. I Ungur bandarískur kvik- myndaleikari lést af ofneyslu lyfja síðla árs. Hvað hét hann? □ James Dean. □ River Phoenix. □ Christian Slater. □ Johnny Depp. JmÞann 1. desember sl. voru lið- in 75 ár frá merkum tímamótum í sögu íslands. Hver voru þau? □ Andlát Jóns Sigurðssonar. □ íslendingar urðu fullvaida þjóð. □ ísland varð sjálfstætt ríki. □ ísland gekk í Sameinuðu þjóðirn- ar. W Hvaða knattspyrnumaður gerði flest mörk í fyrstu deild karla í knattspyrnu? □ Þórður Guðjónsson, ÍA. □ Óli Þór Magnússon, ÍBK. □ Helgi Sigurðsson, Fram. □ Bjarni Sigurðsson, Val. 4 Hermann, góðvinur lesenda Morgunblaðsins, kvaddi á síðari hluta árs. Hvers vegna? □ Höfundur hans gat ekki haldið áfram að teikna af heilsufarsástæð- um. □ Samkvæmt skoðanakönnunum i Bandaríkjunum voru lesendur búnir að fá sig fullsadda af hinum fúl- lynda Hermanni og var talið að það sama væri uppi á teningnum hér. □ Höfundi Hermanns fannst hann ekkert fyndinn lengur. □ Hermann var bannaður í heima- landi sínu þar sem hann þótti bera vott um siðieysi og skort á póli- tískri rétthugsun. íslendingar stunduðu fisk- veiðar á umdeildu hafsvæði á árinu. Hvað var svæðið kallað? □ Holan. □ Gatið. □ Smugan. □ Glufan. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, lýsti því yfir á árinu að hann hygði á framboð í borgarstjórn- arkosningum árið 1994. Fyrir hvaða flokk? □ Alþýðuflokkinn. □ íþróttabandalagið. □ Framsóknarflokkinn. □ Sjálfstæðisflokkinn. Tf Naruhito krónprins Japans kvæntist á árinu starfsmanni ut- anríkisþjónustunnar, Masako Owada að nafni. Hvað þótti at- hyglisvert við samdrátt þeirra? □ Þau kynntust fyrir tilviljun í kvikmyndahúsi þar sem þau voru einu áhorfendurnir að Sjö samúræj- um eftir Kurosawa. □ Þau höfðu ekkert um makavalið að segja sem samkvæmt ævac- n- alli hefð er aifarið í höndui <itr- inganefndarinnar. □ Stúlkan var lengi treg til en prinsinn gafst ekki upp heldur hringdi á nóttu sem degi uns hún féllst á stefnumót. □ Kynnum þeirra var haldið leyndum alveg fram á brúðkaups- daginn. ö Tveggja mánaða umsátur bandarískra löggæslumanna um búgarð í Waco í Texas fékk skelfilegan endi sl. vor. Um hveija var setið svo lengi? □ Skæruliða og vopnasmyglara frá Mið-Ameríku. □ Kolumbíska kókaínbaróna. □ Sértrúarsöfnuð Davids Koresh. □ Indíána af verndarsvæðinu Waco. Brúðkaup bandarisku leik- konunnar Juliu Roberts og Lyle Lovetts vakti athygli og ruddi braut nýrri tísku við brúðkaup fræga og fína fólksins í Banda- rikjunum. Hvað var öðruvísi? □ Brúðguminn hélt á „brúðar* vendinum. □ Brúðhjónin játuðust hvort öðru á táknmáli. □ Brúðkaupið fór fram á mið- nætti. □ Brúðhjónin voru berfætt. I Heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik var haldin í Noregi á árinu. Hvaða þjóð varð heimsmeistari? □ Norðmenn. □ Danir. □ Þjóðveijar. □ Rússar. tMOJNfiA.- fiETRAUN NAFN ________________________________________________________ ALDUFt __________ SÍMI HEIMILI ___________________________________________ STAÐUR ___________________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.