Morgunblaðið - 31.12.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 31.12.1993, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 Frána- myndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Júlíus Fangar á flótta Litla-Hraunsfangelsið var mjög í sviðljósinu um tíma vegna tíðra flótta vistmanna og fangauppreisnar. Atburð- irnir vörpuðu ljósi á það ófremdarástand sem lengi hefur ríkt í fangelsismálum hér á landi og ekki annað að sjá en nú verði loks tekið á málum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Árið Bjarkar Árið 1993 var árið hennar Bjarkar. Söngkonan sló rækilega í gegn með fyrstu sólóplötu sinni Debut sem geymdi hennar eigin lög. Líklega hefur enginn íslendingur fyrr eða síðar fengið viðlíka umfjöllun um sig í heimspressunni og Björk á síðasta ári, og nú undir lok ársins kepptust poppfræðing- ar fjölmiðlanna að velja framlag hennar plötu ársins. Mynd- in er tekin þegar Björk brá sér hingað heim á Frón til að veita viðtöku gullplötu fyrir góða sölu á Debut hérlendis. Morgunblaðið/Kristinn Barnarán Reyfarakennd tilraun var gerð til að ræna tveimur dætrum Ernu Eyjólfsdóttur fyrr á árinu. Tveir bandarískir feður stúlknanna réðu atvinnumenn á þessu sviði til að glepja móðurina og ræna síðan stúlkunum meðan hún uggði ekki að sér. Áætlunin rann hins vegar út í sandinn fyrir snör viðbrögð heimamanna, þannig að önnur stúlkan var tekin af mannræningjunum í Lúxemborg og send strax heim aft- ur en ræningjarnir voru gripnir með hina í Keflavík. Annar faðirinn og höfuðpaur atvinnumannanna voru handsamaðir og fangelsaðir. Landa- fjandi Bruggalda reið yfír landið á því ári sem er að líða. Fleiri tug- um bruggverk- smiðja var lokað og á annan tug þúsunda lítra af landahellt nið- ur. Bruggararnir spruttu þó jafn- harðan upp aftur og landastríðið stendur enn. Morgunblaðið/Júlíus Veður- ofsi Illviðri gekk yfir landið snemma á árinu ogvarð veðurofsinn mestur á Suðurlandi. Einkum urðu úti- hús illa úti á nokkrum stöðum og bændur stóðu í ströngu við að bjarga bæði skepn- um og heyjum. Morgunblaðið/Rax

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.