Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 1
flfanrgtmltfaMb MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 BLAÚ Seidur skuggnnna í Þjóóleikhúsinu Hlegið með djöfullega reiði í augunum SEIÐUR skugganna eftir Svíann Lars Norén verður frumsýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins 15. janúar. Leikritið fjallar um banda- ríska leikskáldið Eugene O’NeilI en er jafnframt sótt í fortíð höf- undarins. Það gerist í rökkvaðri stofu hjónanna Eugenes og Carl- ottu á 61 árs afmæli skáldsins. Ahorfendur fylgjast með samskipt- um þeirra og heimsókn tveggja sona O’NeiIls. Annars hafa hjónin einangrast frá umheiminum og lifa hvort með öðru í stöðugri tog- streitu ásakana og auðmýktar, ástar og beiskju. Carlotta sagði einu sinni í viðtali frá mjúkmálum og hlægjandi Gene með djöful- lega reiði í augunum. O’Neill kvað örlög ráðast í fjölskyldum og þekkt er staðhæfingin að enginn fái umflúið örlög sín. Að minnsta kosti losnaði hvorki þessi bandaríski rithöfundur né synir hans úr skugga fyrri kynslóða. Lars Norén hefur sagt að leikrit sín fjalli ekki um vandamál heldur undan- komuleiðir. Hann reyni að sýna hvað persónurnar hugsa. Þær eigi að koma á óvart, óútreikn- anlegar og flóknar og ekki endilega sjálfum sér samkvæmar. Oftast vilji þær marga andstæða hluti í senn og reyni með endurteknum hugleið- ingum um liðinn tíma að nálgast sjálfar sig. Eins og í sálgreiningu komi fyrr eða seinna fram það sem máli skipti — ef til vill á hliðarspori. Hjá Eugene O’Neill gætir líka áhrifa sálgreiningar í þríleiknum Sorgin klæðir Elektru og síðar í Dagleiðinni löngu inn í nótt, sem er uppgjör hans við eigin bemsku, fjarlægan föður og móður háða eit- urlyijum. Út frá Dagleiðinni löngu skrifaði Norén leikritið Nóttin er móðir dagsins. Við frumsýningu þess 1982 vann Norén sér sess sem eitt fremsta samtímaleikskáld Norðurlanda. O’Neill samdi Dagleiðina seint á ævinni, árið 1941, og mælti svo fyrir að hún yrði ekki sýnd fyrr en aldarfjórðungi eftir sinn dag. Að því er virðist vegna óska eldri sonar síns og nafna. Þó fór svo að Dramaten í Stokkhólmi frumsýndi verkið 1956, þrem árum eftir lát höfundarins, með leyfi ekkjunnar Carlottu og ef til vill hans sjálfs skömmu fyrir andlátið. Það var frumsýnt í New York sama ár og hefur síðan verið hvað oftast fært upp af leikritum hans. Dramaten hefur gegnum tíðina gert Eugene O’Neill góð skil og þar voru til dæmis frumsýnd þau verka hans sem ekki fóru á fjalirnar með- an hann lifði. Það var einmitt í Dramaten sem Helga Bachmann og Helgi Skúlason sáu Dagleiðina löngu fyrst, en þau leika nú aðal- hlutverkin í Seið skugganna, Gene og Carlottu. Og þegar Sorgin klæð- ir Elektru var flutt í Útvarpinu léku þau bæði þar, Helga einmitt konuna sem hún talar oft um í verki Nor- éns að hún hafi viljað leika. „Það er sérkennilegt að þekkja svona bakgrunn persóna verksins," segir Helgi, „einhvernveginn verður það nærtækara og tilfinningin önn- ur. Þó held ég ekki að fólk þurfi að vita mikið um Eugene O’Neill til að njóta þess að sjá leikritið. Það er ákaflega vandað og margslungið og þess vegna höfum við haft geysi- lega gaman af því að takast á við það.“ Ekki er langt síðan Helga túlk- aði aðra sterka konu en Carlottu komna úr veruleikanum, hún lék Gertrude Stein í Hlaðvarpanum, og segir heillandi að fjalla um líf fólks sem var uppi fyrir fáum árum. Þá nálgist leikarinn hlutverkið með öðrum hætti, lesi allt sem hann kemst yfir um pérsónuna og öðlist smám saman skilning á henni. Þó ekki fullkominn vegna þess hve flókið og þversagnakennt fólk er í raun. „Gene kemst aldrei út úr sínu víti og druslast alla tíð með bernsk- una,“ segir hún. „Hann biður Carl- ottu að halda frá sér gömmunum en sakar hana seinna um að loka sig inni og svipta sig allri ánægju í lífinu. Síðan grátbiður hann hana að yfirgefa sig aldrei. Svona takast þau endalaust á, aftur og aftur. Helmingur þess sem þau segja í leikritinu er ekki sannur. Carlotta heldur sér uppi á íroníunni, hún hefur mikinn húmor og það er ómögulegt að segja fyrir hvaða af- stöðu hún tekur hveiju sinni. Þetta er mjög safaríkur texti og fólkið er svo ótrúlega lifandi þótt það tali eins og allt sé búið.“ Syni O’Neills úr fyrri hjónabönd- um leika Pálmi Gestsson og Hilmar Jónsson, en Valgeir Skagfjörð er þjónn hjónanna. Synirnir lifa í skugga föður síns, plagaðir af fíkn í áfengi og lyf eins og fleiri í fjöl- skyldunni. Sá yngri, Shane, er lík- lega uppáhald föður síns ef svo má segja um samband sem aldrei nær dýpt eða hlýju. Hann skortir festu og þrótt og lifir í sjálfseyðingu til 58 ára aldurs þegar hann fer alla leið og fyrirfer sér. Það gerði eldri bróðirinn einnig, aðeins fertugur, eftir að hafa fjosnað upp úr aka- demísku starfi. „Þetta er fyrst og síðast verk um nútimafólk," segir leikstjórinn Andrés Sigurvinsson. Þótt ramminn sé ævi O’Neills og reynsla Noréns sjálfs fjallar leikritið um fólk eins og við þekkjum í dag. Það á erfitt með að staðsetja sig og hefur sí- breytilega sjálfsmynd. Reynir að komast hjá að horfast í augu við sjálft sig, ófært um að gera eitt- hvað í sínum málum og leitar þess vegna sökudólga. Þannig er tilvist- arkreppa nútimamanns."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.