Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 C 3 John Copley éperuleikstjéri Ég kann að kalla fram þj áninguna UPPÁHALDS óperurnar mínar næstum bresta af ástríðu og þeirri kvöl sem fylgir henni. Ég hef mikinn áhuga á þjáningu í leikhús- inu, einfaldlega vegna þess að hún er mitt fag. Ég kann að kalla hana fram hjá fólki, leysa úr læðingi tilfinningar þess á sviðinu, hömlulausar. Sjálfur hef ég gengið gegnum miklar þjáningar og hlýt að hafa þetta í mér. Ofsann. Operuleikstjórinn John Cop- ley er enginn smákarl þótt hann sé lágvaxinn og yfír- lætislaus með handlegginn í fatla og nokkur vinsæl myndbönd sem íslenskir unglingar kunna utan að á eldhúsborðinu. Sjálfur hefur hann lítinn tíma fyrir aijjreyingu og seg- ist ekki einu sinni hafa klárað að horfa á „Silence of the Lambs“ kvöldið áður. „Ógnvænleg mynd,“ tautar hann ákveðinn í að sjá end- inn seinna, kannski í San Diego sem er næsti viðkomustaður á eftir Reykjavík. Úr útvarpinu kemur sykursætt jólalag og Copley syngur glaður með. „Ég elska þetta lag,“ segir hann okkur Laurie Feldman aðstoðarleikstjóra án þess að fá undirtektir, „þetta er Disneyworld, stúlkur - töfrar!" Copley kom hingað í desember til að stjórna uppfærslu Évgení Ónegíns hjá íslensku óperunni. Hann byijaði á því að renna í hálk- unni og bijóta úlnlið og horfir van- trúaður út í bylinn sem lemur allt sem fyrir verður meðan við tölum saman. Hann segist ekki skilja hvernig fólk geti búið hér en bætir því við að hann komi áreiðanlega aftur. „Þið hafið óvenjulegt fólk í óperunni. Kórinn er sérstaklega útvarpið á næstunni, sónötur eftir Hindemith og kannski þjóðlega sænska tónlist sem mig hefur langað að spila.“ Meðan Osmo stillir sér upp fyrir ljósmyndara með Guðnýju, Gunnari og Halldóri gefst mér færi á að lesa svolítið um kvartett Messiaens. Tón- skáldið var tekið til fanga af Þjóð- veijum 1940 og fært í Stalag-búðirn- góður - ég man varla aðra eins starfsgleði og hæfileika. Enda kom ég til íslands vegna þess að mér var sagt að hér væri svo glaður og áhugaverður hópur. Nú geri ég aðeins það sem mér finnst skemmtilegt Ég er orðinn gamall sjáðu til og vinn ekki lengur með fólki sem mér líkar ekki. Þessa ákvörðun tók ég fyrir tveim árum. Þá var ég 59 ára og fannst tími kominn til að fara vel með mig að þessu leyti. Gera aðeins það sem mér finnst skemmti- legt. Ég hef sett upp tólf óperur á ári í þijátíu ár og er farinn að hugsa heim til rósanna minna í garðinum og bóka sem ég hef ekki getað les- ið. Alla starfsævina hef ég verið á stöðugu flakki og aðeins varið þrem mánuðum heima í London árlega. Enn býðst mér meiri vinna en ég get sinnt. Á nýju ári ætla ég að hægja ferð- ina, taka við fastri kennarastöðu við Konunglega tónlistarskólann og halda líka áfram „masterclass“ eða námskeið fyrir óperusöngvara eins og ég hef mikið fengist við í San Francisco og Chicago til dæmis. Ég held að ég sé góður kennari. Sennilega vegna þess hvað ég hef ar í Görlitz þar sem verkið varð til. Fimm þúsund manns hlýddu á frum- flutninginn og tuttugu árum seinna sagði Messiaen að aldrei hefði verið hlustað á hann af svo mikilli at- hygli og skilningi sem þá. í formála verksins skýrir hann hvers vegna þættir þess eru átta: „Sjö er heilög tala, sex voru dagar sköpunarinnar og hinn sjöundi heilagur hvíldardag- John Copley unnið með mörgum frábærum lista- mönnum. Tito Gobbi, Mariu Callas, Birgit Nilson svo gömul og góð nöfn séu nefnd. Þegar maður kynn- ist svo miklum hæfileikum ungur virðist hægt að ná sér í brot af þeim. Þeir smita. Ég lærði gríðar- lega mikið af því afburðafólki sem ég hitti og með aldrinum og auk- inni hugarró þykist ég vita hvað ég geri. Þessi kyrrláta vissa er al- eini kostur þess að eldast. En auð- vitað vonast ég eftir góðum árum og dálitlum friði.“ Heimili og fjölskylda í leikhúsinu Copley segir að sem barn hafi hann sótt í leikhús eins og margir krakkar í fótbolta eða myndabæk- ur. „Það var leikhús í nágrenninu og þar var ég alltaf þegar ég gat. Foreldrar mínir höfðu engan áhuga, næstum andstyggð, á leikhúsi en eitthvað olli því að mér fannst hvergi skemmtilegra. Seinna fór ég í Konunglega ballettskólann í Lond- on og lærði þar kóreógrafíu og lauk síðan prófi í leikmyndahönnun. Eft- ir þetta fór ég strax út í leikstjórn, án þess að vita á þeim tíma hvort það væri rétta leiðin eða ekki. Hver og einn verður að finna hvað hann vill innst inni og fylgja því eftir. Ég hef unnið í hveiju óperuhúsi sem einhveiju skiptir og farið um allan heim. Það eru ekki mörg störf sem gefa viðlíka möguleika. Auðvitað kostar svona líf fórnir. Enginn starfsbræðra minna hefur Osmo Vönska hljómsveitar- stjóri segir ffrá kvartett eftir Messiaen sem hann leikur i ásamt Triói Reykjavíkur i Vióistaóakirkju. Þar veróur einning flutt trió efftir Beethoven. ur. Þessi sjöundi dagur hvíldarinnar teygist út og verður áttundi dagur eilífs ljóss og friðar.“ Þættir verksins bera ákveðnar yfirskriftir og Osmo, kominn aftur úr myndatöku, segir ef til vill áhugavert fyrir tónleika- gesti að athuga þá þegar hlýtt er á í samhengi við orðin í biblíunni sem urðu Messiaen efniviður. „En ég legg mikla áherslu á að það er alls ekki nauðsynlegt að fylgja hugleiðingum höfundarins eftir til að fá notið tónlistarinnar. Hún stendur ein vegna þess að hann hef- ur eitthvað að segja. Ef við getum túlkað tilfinningar hans og hugsanir í tónlistinni verður hún að mörgum sögum, ólíkum eftir því hver hlust- ar. En í henni á líka að vera almenn- ur og óskiptur andi. Friður og bjart- sýni, en afar grimm augnablik einn- ig. Fegurðin er heldur ekki til án enst sem fjölskyldumaður. Það er algerlega útilokað að valda því fjár- hagslega og félagslega ef ég má nota það orð um samband við ást- vini. I kvikmyndum eða poppi geta menn grætt nóga peninga til að taka fjölskylduna með sér út um allt, en álagið af svoleiðis lífi er heldur ekki eftirsóknarvert. Ég vildi gjarnan eiga börn, mikil ósköp, en í starfinu hef ég eignast nána vini og fólkið sem ég vinn með á hveij- um stað verður fjölskylda mín.“ Copley segir að í nokkrum dýr- mætum tilvikum haggist vináttan ekki þótt viðkomandi verkefni sé lokið. „Enda er hún sprottin úr fijó- um jarðvegi, fullum af tilfínningum og fölskvalausri tjáningu þeirra. Þannig er óperan, ástríða og þján- ing, það eru töfraorðin. En agi líka, hélstu að þetta væri eintómur leik- ur? Maður verður að halda sínu striki og mæta á umsömdum tíma hvað sem tautar. Ég fer til Ameríku 2. janúar og sleppi því alveg að setjast niður og hvíla handlegginn eins og kannski væri hollt. Svoleið- is smámunir blikna við hlið tilver- unnar í óperunni, alls fólksins og svitans og ánægjunnar í þessari listgrein. Ég held áfram með Évg- ení Ónegín í San Diego og hef flesta sömu samstarfsmenn við uppfærsl- una og hér. En hún verður allt öðru vísi í stærra húsi og með ann- ars konar fólki. Það eina sem helst óbreytt er bijálæðið, tilfinningahit- inn, tónlistin frábæra." ljótleika og öll góð tónlist ætti að hafa drama. Eins og lífið sjálft." Tríó Beethovens Ludvig van Beethoven tók með tveimur tríóum ópus 72 að nálgast meira jafnvægi hljóðfæra en áður þegar píanóið var oftast í aðalhlut- verki. Fyrra tríóið mætti að sögn Halldórs Haraldssonar kalla Drau- gatríóið (Geistertrio) og það lék hann með Guðnýju og Gunnari í tónleika- röð Hafnarborgar og Tríós Reykja- víkur fyrir þrem árum. Beethoven hafði nýlokið við 5. og 6. sinfóníurn- ar þegar hann samdi þessi tríó haust- ið 1808. Hann tók sjálfur þátt í frum- flutningnum í árslok. Kammertón- listin átti síðan hug hans nær óskipt- an fram til 1811, þetta var tími djarf- leika og mikillar sköpunar þegar tónskáldið hafði að fullu gert sér ljóst að það væri að missa heyrnina. Halldór segir ekki alveg út í blá- inn að spila Beethoven og Messiaen á sömu tónleikum, innstilling þeirra hafi ekki verið ólík að sumu leyti þótt mennirnir sjálfir hafi verið það. „Beethoven hafði þennan mystíska áhuga svipað og Messiaen seinna. Hann var ekki trúaður í venjulegum skilningi, en mjög hugsandi og flók- inn karakter. Um þetta fjallar þekkt bók eftir eðlisfræðinginn Sullivan.“ Tríóið sem flutt verður á morgun hefur óvenjulega kafla: Stef og til- brigði koma í stað venjulegs hægs þáttar og ljóðrænn kafli, sem minnir á Schubert, í stað menúetts. Fyrst og síðast eru leiftrandi sviptingar og snerpa. Þannig gat dægurtónlist síns tíma verið fyrir næstum 200 MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Norræna húsið Þór Ludwig Stiefel sýnir í and- dyrinu til 23. jan. Kjarvalsstaðir Geoffrey Hendricks, farandsýn- ing til 13. feb. og Magnús Kart- ansson sýnir til_ 13. feb. Gallerí Sólon Islandus Vignir Jóhannsson sýnir til 18. jan. Gallerí Úmbra Ingibjörg Jóhannsdóttir sýnir til 26. jan. Nýlistasafnið Magnús Pálsson sýnir til 23. jan. Gallerí Greip Lísa Margrét Kristjánsdóttir sýn- ir til 12. jan. Gerðuberg Norræn barnasýning til 13. feb. Gallerí Sævars Karls ívar Brynjólfsson sýnir ljósm. til 2. feb. Stöðlakot Dröfn Guðmundsdóttir sýnir til 23. jan. Listhúsið í Laugardal Jóhann G. Jóhannsson sýnir til 9. jan. Gallerí Listinn 10 listamenn sýna til 15. jan. Geysishús Björgvin Fredriksen og 49 lista- menn sýna til 16. jan. TONLIST Laugardagur 8. janúar Tónleikar í Fossvogskirkju kl. 17., tónlist eftir Claudio Monte- verdi. Sunnudagur 9. janúar Tónleikar í Þorlákskirkju, Þor- lákshöfn kl. 17. Hrafnhildur Guðmundsd. mezzósópran og Guðríður St. Sigurðard. píanó- leikari. Túskildingsóperan í Bæj- arbíó kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur og Osmo Vánská með tónleika í Víðistaðakirkju kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsiið Eva Luna; sun. 9. jan., mið. 12. jan., fim. 13. jan. Ronja Ræningjadóttir; sun. 9. jan. kl. 14. Spanskflugan; lau. 8. jan., fös. 14. jan., lau. 15. jan. Elín Helena; lau. 8. jan., fim. 13. jan., fös. 14. jan., lau. 15. jan. Þjóðleikhúsið Seiður skugganna; frums. lau. 15. jan., sun. 16. jan. Mávurinn; sun. 9. jan., lau. 15. jan. Allir synir mínir; fös. 14. jan. Kjaftagangur; lau. 8. jan., fim. 13. jan. Skilaboðaskjóðan; sun. 9. jan. kl. 14., lau. 15. jan. kl. 14. íslenska óperan Évgení Ónegín; lau. 8. jan. kl. 20., lau. 15. jan. kl. 20. Leikfélag Akureyrar Góðverkin kalla; lau. 8. jan. kl. 20.30., sun. 9. jan. fjölskyldusýn. kl. 15. Leikfélag FEB Margt býr í þokunni, frums. sun. 9. jan. ki. 20.30. í Risinu Hverfis- götu 105. KVIKMYNDIR MÍR Einn á meðal ókunnugra, ókunn- ur okkar á meðal. Sun. 9. jan. kl. 16. Leikstóri Nikita Mik- halkov. UMSJÓNARMENN LISTA- STOFNANA OG SÝNINGAR- SALA! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa bor- ist bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181. arum. Þórunn Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.