Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 Magnús Kjartansson myndlistarmadur opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag Eins og hlutir sem losna af hafsbotni MÁGNÚS Kjartansson myndlistamaður opnar sýnirigu á verkum eftir sig í austursal Kjarvalsstaða í dag klukkan 16. A sýningunni eru myndir sem listamaðurinn hefur verið að fást við síðasta hálfa annað árið og segir í fréttatilkynningu frá Kjarvalsstöðum að temað sé písl- arsagan. „Ef út í það er farið, er spurning hvort það orð nær viðfangs- efninu. Fremur mætti segja að myndirnar væru ýmis minni. Það er það sem ég er að fást við í dag, að leggja saman andlega hluti og veraidlega, merkingu og merkingarleysi. Hluti sem eru þrátt fyrir allt Igölfestur. Grundvallaratriði," segir Magnús um verkin. Verkin. Þau eru stór, með dökku yfirbragði og víða blandast saman helgitákn og kunnuglegt umhverfi, þannig er nýja Sambandshúsið í Laugarnesinu burðarmikið og auðþekkjanlegt. „Ég veit ekki af hverju ég er að þessu og heldur ekki hvaðan þessi áhugi minn á viðfangsefninu er runninn. Þegar maður eldist er eins og maður sé hafsbotn og hlutir eiga það til að losna af hafsbotni og fljóta upp. Þegar ég fékk þennan áhuga hafði ég gert eina altaristöflu og ýmsa trúarlega smámuni. Ég fór á kaf í verkið og fann þá að það er enda- laust. Það má ef til vill segja að þetta sé bara húmanismi hjá mér og það hvarflaði stundum að mér að píslarsagan væri skrifuð sérstak- lega fyrir íslendinga, þessa litlu hrjáðu þjóð," bætir Magnús við og er ekki hættur: „Ef ég skoða þetta nánar, þá vil ég að verkin hafí inntak hjartans, ekki bara inntak hugans, og ég hef lúmskan grun um að menn velti því meira fyrir sér en ætla mætti. Þá vil ég að verk hreyfi við mér, það snúist um eitthvað í veruleikanum, eitthvað sem er daglegt brauð. Ég sakna slíkra verka. Hvar hafa slík Magnús Kjartansson við eitt verka sinna. verk verið síðustu 20 árin? Menn gera svo mikið út á formið á kostn- að inntaksins, en það væri ekkert form án inntaks. Við getum skoðað gíraffa. Hann er eins og hann er og allir þekkja. En hvernig þróaðist gíraffinn? Þannig mætti lengi telja og frá þeim pól vinn ég verkin mín." Ferill Magnúsar er allnokkur. Hann stundaði nám við MHÍ og Konunglegu dönsku akademíuna á árunum 1969 til 1975. í Danmörku var hann menntaður af einum helsta fulltrúa formhyggju módernismans á Norðurlöndunum, Richard Mort- ensen. Hann þróaðist í list sinni, áhrifavaldar hans komu og fóru í verkum hans og ýmsir telja að á sýningunni sem nú er að hefjast sé um nokkuð afgerandi fráhvarf frá Morgunblaðið/Sverrir fyrri verkum að ræða, myndir þessar veki upp áleitnar spurningar um myndmálið og forsendur þess. Magnús er ekki nýr af nálinni, hann hefur oft tekið þátt í samsýn- ingum á íslandi og víða um heim, auk þess að halda einkasýningar bæði í Reykjavík og Stokkhólmi. Minning um lj óð ÚTI í New York, í iðandi mann- lífi og innan um heimslistina sjálfa, vaknar minning hjá lista- konu um Ijóð sem sungin voru heima. Gðmlu, íslensku skólaljóð- in í bláu bókinni sem flestir fengu að þylja upp utanbókar í barna- skóla. Þessi Ijóð, sem voru ekki beinlínis elskuð meðan á flutn- ingi þeirra stóð, verða að Ijúfri bernskuminninu þegar menn verða fullorðnir og fara út í heim. Ingibjörg Jóhannsdóttir myndlistarkona hefur unnið minninguna um ljóðin í myndir qg sýnir þær núna í Gallerí Úmbra á Amtmannstíg 1, Skólaljóðin í bláu bókinni eru minning mín um það hvaðan ég kem," segir Ingibjörg. „Þegar maður býr í stórborg eins og New York, styrkist minningin um bernskuna. Og það er kannski und- arlegt í sjálfu sér því í raun er allt önnur örvun í gangi þar ytra." Þetta er fyrsta einkasýning Ingi- bjargar, en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum sem voru í Suð- ur-Kóreu og í New York. Eftir stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavfk stundaði Ingibjörg nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands í tvö ár. Hún hélt síðan utan til New York, lærði eitt ár við „Scho- ol of Visual Arts, en fór síðan í lista- skólann „Pratt Institute" og mun útskrifast þaðan í vor með masters- próf f myndlist. Verkin á sýningunni er unnin ytra og styðst Ingibjörg við kennslubók úr barnaskóla, „Skólaljóð" í saman- tekt Kristjáns J. Gunnarssonar með myndum Halldórs Péturssonar. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni, meðal annars ætingu, en þá er myndin fyrst unnin á málmplötu og sfðan þrykkt á pappír. Pappírinn í þessu tilviki eru sjálfar síðurnar úr ljóðabókinni. Hugmyndina að myndunum fékk Ingibjörg þegar hún var að vinna að litlum teikningum. „Ég fann að tilfinningin fyrir myndhugsuninni var néðan, eins og ákveðin eftirsjá. Bernskan kom aftur og aftur upp í huga mér og með einhverjum hætti tengdist hún þessari bók sem er sameiginleg minning tveggja kyn- slóða íslendinga. Þar birtist þessi Anton Tsjekhov Federico García Lorca Morgunblaðið/Einar Falur Menn hugsa til baka til að meta hvar þeir eru staddir í nútiðinni," segir Ingibjörg Jóhannsdóttir myndlistarkona sem nú sýnir verk sín í Galleri Úmbra. I listaklúbbi Leikhúskjallarans LISTAKLÚBBUR er að hefja starfsemi í Þjóðleikhúskjallaranum á mánudagskvöldum. Síðastliðinn mánudag voru lögð drög að starfi hans og fluttur nýr hljóðskúlptúr eftir Magnús Pálsson, eins og greint var frá í blaðinu á gamlársdag. Setja á saman dagskrá menn- ingarkvöldanna til tveggja mánaða í senn og gefa út á almanaki sem liggja mun frammi víða í Reykjavík. Dagskrá fyrstu tveggja mánaða ársins fer hér á eftir. sterka tilfinning fyrir því hvað það er að vera íslendingur." Blámi og víðátta er áberandi í myndunum, en í landslaginu eru staðir sem hvergi eru til og atburðir sem aldrei verða. Ingibjörg segir að það hafi oft verið sérkennilegt að útbúa mynd- rými og setja á blað sem annar lista- maður hafði unnið á. „Hver síða var „nostalgía", eitthvað sem tilheyrði fortíðinni og þeirri rómantík sem er ríkjandi í ljóðunum. Rómantík er enginn flótti eins og sumir virðast álíta. Menn hugsa til baka til að meta hvar þeir eru staddir í nútíðinni. í erlendri stórborg reynir maður að meta nýtt umhverfi út frá því hvað- an maður kemur. Mér fannst ég ekki hafa lokið þessu verki fyrr en ég var búin að sýna það hér heima. Eg hefði ekki fengið sama skilning á þeim úti og ég fæ hér heima." Þegar Ingibjörg er spurð hvort henni finnist það ekki nokkuð djarft að leggja fyrir sig myndlist á tímum þegar sala á myndlist hefur dregist saman, segir hún svo ekki vera. „Það er svo margt að breytast í heiminum. Fólk hefur minna til skiptanna og því reynir það að hugsa betur um garðinn sinn. Reynir að skapa eitthvað sem verður ef til vill ekki metið til fjár, en gefur fólki aðra lífssýn og skilning á sjálfu sér og umhverfinu. Ég held að fólk sé að endurmeta viðhorf sitt til þessa lífsgæðakapphlaups sem hefur verið í gangi." < "*> Ingibjörg mun dveljast áfram ytra eftir að námi lýkur. „Mig langar til að vera áfram úti í ákveðinn tíma og koma mér upp vinnuaðstöðu, því fyrir myndlistarmenn er andrúms- loftið í New York mjög örvandi." Sýning Ingibjargar, sem ber yfir- skriftina Heimalands mót, verður opin til 26. janúar. KMB Að kvöldi 10. febrúar kallar Ljóðleikhúsið þessa höf- unda til að lesa ljóð sín: Önnu Kristínu Úlfarsdóttur, Anton Helga Jónsson, Birgi Svan Símon- arson, Finn Torfa Hjörleifsson, Ingimar Erlend Sigurðsson, Krist- ínu Ómarsdóttur, Vigdísi Gríms- dóttur og Þórunni Magneu Magús- dóttur. Lesið verður úr óbirtum þýðing- um þann 17. janúar: Ástráður Ey- steinsson og Eysteinn Þorvaldsson lesa úr Kafka, Ingibjörg Haralds- dóttir úr Tvífaranum eftir Dostojevskí, Baldur Oskarsson les ljóðaþýðingar og Sigurður A. Magnússon úr Söngnum um sjálfan mig eftir Walt Whitman. Rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov verður miðpunktur kvöldsins 25. janúar. Umsjón með því hefur Ásdís Þórhallsdóttir, sem lagt hefur stund á leikstjórn í Rúss- landi og aðstoðað Litháanum Rimas Tuminas við leikstjórn Mávsins sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu. íslenska óperan setur 31. janúar saman kynningu á Évgeni Onegín, óperunni eftir Tsjajkovskí við texta Púshkíns, sem nú er á fjölunum. Ljóðleikhúsið snýr aftur 7. febr- úar með Bergþóru Ingólfsdóttur, Guðbergi Bergssyni, Elíasi Mar, Eyvindi P. Eiríkssyni, Steinunni Sigurðardóttur og Unni S. Braga- dóttur. Speglun verður einkunnarorð listaklúbbsins 14. febrúar í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Seiði skugganna eftir Lars Noren. Það er eins konar spegilmynd af leikriti Eugene O'Neill, Dagleiðinni löngu inn í nótt. Tengslin verða tekin til skoðunar. Áður óbirtar þýðingar verða síð- an lesnar, að hluta eða í heild, að kvöldi 21. febrúar. Sagt verður frá þeim sem það annast í tæka tíð. Síðasta mánudagskvöldið sem neglt hefur verið niður í listaklúbbi Leikhúskjallarans er tileinkað spánska skáldinu Federico Garcia Lorca. Þórunn Sigurðardóttir hefur umsjón með tónlist, ljóðum og leikn- um atriðum 28. febrúar. Pétur Jónasson gítarleikari verður meðla þeirra sem flytja verk Lorca.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.