Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 3

Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 3
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994 C 3 Mercedes Benz inn á smábílamarkarðinn MERCEDES Benz hefur ákveðið að hefja framleiðslu á nýrri línu smábila í Þýskalandi, svonefndri A-línu. Framleiðsla bílanna hefst 1997 en þetta verður í fyrsta sinn í sögu Mercedes Benz sem fyrir- tækið fer inn á smábílamarkaðinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar samkomulags sem tókst á milli fyrirtækisins og starfsmannanna sem lækkar launakostnað þess um 120 milljónir dollara á ári, eða sem samsvarar 8,5 milljörðum ÍSK. Mercedes Benz mun eyða rúm- um 22 milljörðum ÍSK til að tækjavæða og endurbæta nýja verk- smiðju fyrirtækisins í Rastatt í Suður-Þýskalandi. Þein pyðguðu meira OPBL KADETT, 1986 Morgunblaðið/Guðjón NÝI smábíllinn Vision A sem Mercedes Benz hefur tekið ákvörðun um að hefja framleiðslu á var frumsýndur á bílasýn- ingunni í Frankfurt sl. haust. Allur vélar- og drifbúnaður bíls- ins er staðsettur undir fótum ökumannsins. LADA SAMARA, 1986 ■ II- I \m Gert er ráð fyrir að framleiddir verði 200 þúsund bílar í verksmiðj- unni árið 1998 og starfsmenn verði um 3000 talsins. Til samanburðar má geta að 1.200 starfsmenn þarf til að framleiða innan við 200 bíla af E-línunni á dag. Lengi voru blik- ur á lofti að unnt yrði að framleiða bílinn í Þýskalandi þar sem launa- kostnaður er mun lægri í Bretlandi, Frakklandi og Tékklandi og öll komu þessi lönd til greina sem framleiðslu- staðir hins byltingarkennda smábíls Mercedes Benz. Samstillt átak En með samstilltu átaki fyrirtæk- isins og verkalýðsfélags starfs- manna Mercedes Benz, sem sættu sig m.a. við lítilsháttar launalækk- anir, niðurskurð á bónusgreiðslum, styttri vinnuviku fyrir suma starfs- menn og vinnu á laugardögum án þess að til greiðslu yfirvinnulauna kæmi tókst að halda framleiðsiunni í Þýskalandi. í staðinn gekkst Merce- des Benz inn á að milda áhrifin af fyrirhuguðum uppsögnum. Daimler Benz samsteypan, sem Mercedes Benz tilheyrir, er í miklum efnahags- legum þrengingum og ráðgerir að segja upp 51 þúsund starfsmönnum, þar af er helmingurinn starfsmenn Mercedes Benz. í stað uppsagna mun fleiri starfsmönnum gefast kostur á að láta fyrr af störfum fyrir aldurssakir. ■ MAZDfl 026,1086 MITSUBISHIC0LT, 1986 100 75 50 25 "IH ::n Ryðmyndun minnst í AUDI, VOLVO OG BENZ AIJDI 100, Mercedes 200 og Volvo 700 röðuðu sér í efsta sætið yfir best ryðvörðu bílana í viðamikilli rannsókn sem norræn neytendasamtök stóðu fyrir og birt var í tímariti sænsku neyt- endasamtakanna, Rád og Ran, nýlega. Könnuð var ryðmyndun í alls 686 bflum af árgerð 1986 og 1989 af 18 tegundum. Skoðaðir voru bílar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Sagaðar voru prufur úr bílunum á sex stöðum, tvær prufur á sílsum og innanverðum hurðar- fölsum, ein úr neðri hurðarkanti, ein úr bretti við afturhjól, kant á skottloki og vélarhlíf. Skoðaðir voru 20 bílar af hverri tegund og árgerð. Rannsóknin leiddi í Ijós að tæp- ast var ryð að finna í sjö ára göml- um Audi 100, Mercedes 200 og Volvo 700. Astæður þessa eru rakt- ar til samspils af réttri þykkt sink- húðunar stálsins í bílunum og fram- úrskarandi hönnun á sílsum og hurðarfölsum. Lestina ráku Opel Kadett, Lada Samara, Mazda 626, Fiat Uno og Mitsubishi Colt. Margir hlutar úr þessum bílum voru gegnryðgaðir. Engin prufa úr skottloki Audi-bíl- anna reyndist með ryði en samskon- ar prufur úr Mözdu 626 og Opel Kadett voru ryðskemmdar. Of þunn sinkhúð í niðurstöðunum kemur fram að ástæðan fyrir ryðmynduninni var oftast sú að stálið í bílunum var að hluta eða öllu leyti óvarið. Stálið í allri yfirbyggingu Audi-bílanna, sem best komu út úr könnuninni, var hins vegar húðað með sinki. Sinkhúðað stál veitir samt ekki tryggingu gegn ryði því margar bíltegundanna, einkum þær jap- önsku, höfðu of þunna sinkhúð. Mismunurinn er hárfínn en skiptir sköpum. Þykktin í sinkhúð Audi-bíl- anna er 8-10 þúsundustu hlutar úr millimetra. Á stáli Opel Kadetts, Mözdu 626 og Mitsubishi Colt var sinkhúðin á bilinu 2-8 þúsundustu hlutar úr millimetra. Fram kemur í grein Rád og Rön að framleiðend- ur þessara bíltegunda hafa tekið sig á í þessum málum og kemur það fram í niðurstöðum á 1989 árgerð. Ekíd hringinn um hávetur á fjölskyldubíl ÞAR sem við óðum skafla og ókum í skafrenning á Möðrudals- öræfum, kom mér í hug að kannski hefði þessi ferð verið svolítið varasöm á þessum árstíma. Margir höfðu varað við illum veðrum og veðurspá á hverjum degi gaf ekki tilefni til bjartsýni. En áfram liéldum við, þó skyggnið væri stundum aðeins nokkrir metrar. Við ætluðum að ljúka hringferð um landið á fjórhjóladrifnum Mitsubishi Lancer, hvað sem taut- aði og raulaði, á myrkustu dögum ársins, í nánd við vetrarsól- stöður. Ástæðan fyrir förinni var marg- þætt. Ég vildi prófa bílinn fyrir tímarit mitt við íslenskar aðstæð- ur. Enginn hafði áður prófað bíl með því að aka hringveginn að vetrarlagi. Erlend tímarit sýndu ferðinni áhuga, þar sem um óvenjulegt uppátæki var að ræða og ísland mikið í sviðsljósinu þessa dagana. Ferðafélagi minn Ingólf- ur Stefánsson var klár í mynda- tökur sem fyrirsæta, en tvö þekkt tískutímarit vildu fá óvenjulegar myndir úr ferðinni. Auk þess sem ég var beðinn að finna hentuga myndatökustaði fyrir tískumynda- tökur. Þá vildu stór bílblöð í Evr- ópu frásögn af ferðinni, óvön að fá ferðalýsingu af vetrarferðum í venjulegum bílum. Veðurútlit slæmt Fjórhjóladrifið hentar íslensk- um aðstæðum. Þeir sem búa í höfuðborginni hafa lítil kynni af þeim erfiðleikum í samgöngum sem landsbyggðin fæst við. Við höfðum valið nýjan Mitsubishi til fararinnar. Hann var á nýjum Goodyear dekkjum á álfelgum, ÞEGAR skafrenningurinn var sem mestur hjálpaði mik- ið að hafa tvígeisla kastara á bílnum, sem lýstu stikurnar betur upp en venjuleg aðal- ljósin. FÆRÐIN var erfiðust á Aust- fjörðum en eknir voru um 2000 km á og nærri hring- veginum, með viðkomu á nokkrum stöðum utan hans, á leið um lítil þorp. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í LEIT að stöðum fyrir myndatökur fyrir erlend tískutíma- rit. í baksýn sést í myndarlegan hóp sela á ísröndinni. VILHELM Vilhelmsson vélsleðameistari stekkur hér yfir fyrirsætuna Ingólf Stefánsson. TEKNAR voru tískumyndir fyrir Russel og O’Neill fata- framleiðandann í þessu sérkennilega umhverfi á Stokks- nesi. sem var aukabúnaður. Þá voru sett undir hann breiðari dekk til að gera hann sportlegri, þó betra sé að vera á mjórri dekkj- um í snjónum. Það þótti koma betur út á myndum. 110 hest- aflá vélin nægði til að koma bílnum hressilega áfram í snjó og fjallaskörðum. Stöðugt var verið að útvarpa að slæm veður væru á leiðinni yfir landið, en við ókum til Akureyrar án vandræða. Að vísu héldust þurrkuarmarnir ekki niðri við Hafnaríjall, slíkur var vindurinn þar. Færð var ágæt norður, að vísu glerhált á köflum, en snjólaust. Það var ekki fyrr en komið var á Möðru- dalsöræfin eftir viðkomu á Akureyri að veðrið fór að versna. Skyggni var stundum ekki nema nokkrir metrar og án afláts skóf yfir veginn. Við þessar aðstæður virkuðu tvígeisla kastar- arnir vel, þar sem stundum var betra að hafa breiðan geisla og stundum punktgeisla sem lýsti lengra. Þá lýstust vel upp stikurn- ar meðfram veginum, sem eru lík- lega það allra besta við islenska vegakerfið, lífsnauðsyn má segja. Kastarar eru margfalt betri Iýsing en venjuleg bílljós og gefa öku- manni aukið öryggi. Póstburðarmenn gefast ekki upp Það voru fáir á ferli á hringveg- inum á þessum tíma, þó sást til manna að aka út jólapóstinum. Póstmenn landsins gefast ekki upp við útburðinn fyrr allt stendur fast. Þrátt fyrir hrakspár varðandi færð sem við fengum á Fáskrúðs- firði ákváðum við að halda áfram förinni til Hafnar án hlés. í bæjum á Austurlandi skóf mikið í skafla í kringum hús, en þegar komið var í fjallaskörðin náði snjóinn ekki að festa á upphækkuðum vegunum. Aftur á móti var ísing aldrei langt undan. Samt kom á óvart hve víða vegir voru marauð- ir, sérstaklega frá Djúpavogi að Höfn. Þó farið væri upp brekku seiglaðist bíllinn áfram og hjálp- aði til að botninn er tiltölulega sléttur undir bílnum og því minni fyrirstaða en ella. Þá krafsaði bíll- inn sig vel áfram, alltaf var grip til staðar á einhveiju hjóli, það gerði sjálfvirk tregðulæsingin í fjórhjóladrifinu. Við smelltum nokkrum mynd- um til að skjalfesta viðkomu okk- ar í ratsjárstöðinni í Stokksnesi. Á Hótel Höfn bauðst okkur sér- réttur staðarins eldsteiktur humar og hreindýrakjöt, sem var lostæti. Enda hefur hótelið þjónað þúsund- um útlendinga, sem hafa lofsamað matreiðsluna. Breíðamerkurlón Við Breiðarmerkurlón var enn stoppað til myndatöku. Margir íslendinga koma þar yfir sumar- tímann, en að vetrarlagi er staður- inn ekki síður fallegur. Það sem eftir var ferðarinnar til höfuðborg- arinnar lék veðrið við okkur. Sólin settist og litaði himininn rauðan. í raun eru íslenskir vegfarendur oft ansi illar búnir, ef eitthvað ber útaf. Menn ættu ekki að taka það sem sjálfgefið mál að komast klakklaust á leiðarenda, jafnvel þó bíllinn sé traustur. Hér er allra veðra von og blúnduskyrta og lakkskór skýla litlu í vetrarkuld- um. Það var óneitanlega ánægjulegt að ljúka hringvegsakstrinum án áfalla og ekki skemmdi fyrir hve margir töldu það glapræði að æða af stað á þessum tíma. Við slupp- um við allt jólastress, komum heim á aðfangadag. Það er ekki að ástæðulausu sem útlendingar hafa himinn höndum tekið hér- lendis síðustu ár og munu gera í framtíðinni. Við tókum lífinu með ró í heitu pottunum við Hótel Örk í ferðalok, horfðum á stjörnubjart- an himininn og létum okkur dreyma um að teyma Islendinga í auknum mæli á vit vetrarferða. ■ Gunnlaugur Rögnvaldsson Jepparnir eru fleiri í fámenninu í Aðalvík á Ströndum í fámenninu í Aðalvík norður á Ströndum þar sem enginn býr lengur allt árið heldur koma aðeins til sumardvalar eru nokkrir gamlir jeppar notaðir við flutning á vörum og í Aðalvík eru þeir fjórir. Nýlega var því haldið fram hér í blaðinu að þar væri að- eins eitt slíkt farartæki en þeir eru sem sagt ekki færri en fjórir. Viggó Vilbogason sendi okkur meðfýlgjandi mynd af tveimur jepp- anna í Aðalvík. Þeir tilheyra bæiium Þverdal sem er Sæbólsmegin í Aðal- vík en jeppinn sem sagt var frá á dögunum er við Látra. Þverdalur er í tveggja til þriggja km fjarlægð frá fjörunni og því er dálítið um- hendis að bera allan farangur frá fjöruborðinu og upp að bænum. Þar koma gömlu jepparnir í góðar þarf- ir en á Þverdal eru tveir góðir: Willy’s 1953 og Land-Rover árgerð 1954. Þess er vandlega gætt að aka aðeins eftir vegaslóðunum gömlu og ekki út fyrir þá. -Þessir jeppar eru geymdir í gömlum útihúsum eða skemmum yfir veturinn og sést ekki á þeim ryð eða tæring og er merkilegt hversu vel þeir standa sig. Hins vegar brann rafkerfið í Land-Rover bílnum fyrir 10 árum og það var fyrst á síðasta sumri sem hann var gangsettur á ný. Við áttum hins vegar í nokkrum erfiðleikum með að koma honum út úr skemmunni því hún hafði sigið saman á þessum 10 árum! sagði Viggó í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. ■ Tveir gamlir sem enn eru góðir til síns brúks. Land-Rover frá árinu 1954 og Willy’s jeppi árgerð 1953. Jóhann Vilbogason situr við stýrið í Willy’s jeppanum og í hinum virðist vera bílstjóri líka en þetta er hins vegar haganlega útskorin eftirlíking. BILAÞJONUSTA í SKEIFUNNI FJÖLMARGIR bíleigendur kjósa að sinna sjálfir viðhaldi bíla sinna og minniháttar viðgerðum en ekki hafa allir aðgang að góðu hús- næði eða verkfærum til slíks. í Skeifunni 11 b, á móti Bílaleigu Akureyrar, tók til starfa fyrir þremur mánuðum Nýja bílaþjónust- an sem sinnir þörfum þessa hóps. Fyrirtækið er á 320 fermetra gólffleti og með góðu móti komast þar fyrir sjö bílar. Þar er bílalyfta og verkfæri til allra almennra við- gerða. Björg Stefánsdóttir, eigandi Nýju bílaþjónustunnar, sagði að við- skiptavinir sinntu alls kyns viðhaldi og viðgerðum. Sumir skiptu um höggdeyfa og aðrir hemlaklossa og margir þrífa bílana sína hátt og lágt. „Við höfum lagt mikla áherslu á að hafa hreint og snyrtilegt hérna og það er kannski eðlilegra að það gangi eftir þegar það er kona sem rekur fyrirtækið,“ sagði Björg. Þeir sem á aðstoð þurfa að halda geta fengið hana á staðnum gegn aukagreiðslu. Það kostar 500 hund- ruð krónur að vera með bíl inni fyrstu klukkustundina en 300 kr. tíminn eftir það. Hægt er að láta umfelga hjólbarða á staðnum og kostar umfelgunin og jafnvægis- stilling á umganginum 3.200 kr. FRÁ Nýju bSlaþjónustunni í Skeifunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.