Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
Bandaríkjamenn
f ram úr Japönum
í bílaf ramleiðslu
ÞAÐ hillir undir það í fyrsta sinn í yfir 13 ár að Bandarílga-
menn taki forystuna af Japönum sem mesta bílaframleiðsluþjóð
heims. Hátt gengi japanska jensins hefur dregið mjög úr bíla-
framleiðslu Japana og bandaríska vikuritið Automative News
spáir því að Bandaríkjamenn framleiði 200 þúsund fleiri bíla á
nýbyrjuðu ári en Japanar, eða 11,2 milljónir bíla og að forysta
Bandaríkjamanna á þessu sviði verði ekki svo auðveldlega
hnekkt næstu árin.
Samkvæmt Automative News
skarast línurnar strax á þessu ári
þegar framleiðsla Japana fellur
úr 11,1 milljón bíla frá 1993 í 11
milljónir á næsta ári. Bflafram-
leiðsla Bandaríkjamanna eykst
hins vegar um 4,6%, fer úr 10,7
milljónum bfla í 11,2 milljónir á
árinu.
Árið 1991 var forysta Japana
óvéfengjanleg en þá framleiddu
þeir 4,4 milljónum fleiri bíla en
Bandaríkjamenn en síðan hefur
dregið saman með þjóðunum. Á
sama tíma og
hátt gengi
jensins hefur
dregið úr bfla-
framleiðslu
Japana hefur
hagvöxtur í
Bandaríkjun-
um aukið
mönnum þrótt
vestra. Mest
varð fram-
leiðsla Japana
1990, alls 13,5
milljónir bfla en á sama tíma fram-
leiddu Bandaríkjamenn tæpar 9,9
milljónir bíla.
„Vináttu taktík"
Nobuyoshi Yoshida, forseti
samtaka bílaframleiðenda í Tókýó,
segir að Japanir verði að laga sig
að breyttum tímum og verði að
færa starfsemi sína út yfir japönsk
landamæri ef þeir ætli sér ein-
hvem hlut í ört vaxandi sam-
keppni. Hann segir að japanskir
bílaframleiðendur verði jafnframt
að beita fyrir sig „vináttu taktík“
ti! að beijast gegn pólitískum
hindrunum sem séu að rísa víðs
vegar um heiminn. Yoshida segir
að japanskir bílaframleiðendur á
erlendri grund verði að starfa í
einingu við heimamenn með því
að ráða þá til starfa, jafnt í háar
stöður sem lágar, þeir verði að
kaupa hluti til framleiðslunnar í
heimalandinu og hagnaðurinn
verði í meiri mæli að sitja eftir í
framleiðslulandinu og minna að
fara til höfuðstöðvanna í Jap-
an. ■
Mercedes Benz
í Formula
MERCEDES Benz tekur þátt í
Formula 1 kappakstrínum á
þessu ári og í IndyCar-keppninni
á næsta ári.
Mercedes keypti nýlega hlut
Chevrolet í Ilmor Engineering, fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í smíði véla.
Þáttaka Mercedes í akstursíþrótta-
keppnum á þessu ári eru rakin til
þessara kaupa. Ákvörðunin hefur
verið harðlega gagnrýnd af starfs-
mönnum Mercedes Benz. ■
CADILLAC kynnti framtíðarsýn sína í flokki
lúxusbíla, Cadillac LSE. LSE er afturhjóladrifinn
með 3,8 lítra V-6 vél með 24 ventla tækni. Bíll-
inn verður settur á markað á miðju ári 1996.
STJÓRNARFORMAÐUR Chrysler, Robert Lutz,
kynnir 1994 árgerð Chrysler Cirrus á bílasýning-
unni í Detroit. BíUinn verður framleiddur fyrir
Evrópumarkað en þá undir öðru nafni.
Stórar bílasýningar í
Detroit og tos Angeles
TVÆR stórar bílasýningar standa yfir í myndabíllinn frá Honda, Honda EVX, Izusu
Detroit og Los Angeles og er margt um Trooper blæjujeppi, nýr Monte Carlo frá
frumsýningar á sýningunum. Meðal nýj- Chevrolet. Látum myndirnar tala.
unga sem þar eru kynntar er fyrsti rafhug- ■
CHEVROLET afhjúpaði Monte
Carlo, tveggja dyra arftaka
Chevrolet Lumina. Sala á bílnum
hefst í Bandaríkjunum næsta vor
en hann er m.a. búinn öryggis-
púðum fyrír ökumann og far-
þega í framsæti, ABS-hemlalæsi-
vörn og V-6 vél. (Til vinstri)
FORD Taurus hafnaði í efsta
sæti annað árið í röð yfir best
selda fólksbílinn í Bandaríkjun-
um 1993. Alls seldust tæpir 360
þúsund bílar. Honda Accord var
í öðru sæti annað árið í röð.
HEIMSFRUMSÝNING á 1995 árgerð Porsche
Cabriolet. Bíllinn vakti mikla athygli frétta-
manna á sýningunni í Detroit.
LINCOLN-MERCURY, sem er deild innan Ford
Motor, kynnti frumggerð Mercury Premys sem
er með svipaða útlitshönnun og Ford Mondeo.
Framleiðslan Japan Bandaríkin
1994 11.000.000 11.200.000
1993 11.100.000 10.700.000
1992 12.499.284 9.777.899
1991 13.245.432 8.883.767
1990 13.486.796 9.888.036
1989 13.025.678 11.124.945
1988 12.699.807 11.009.762
1987 12.249.174 10.975.334
1986 12.259.817 11.372.865
1985 12.271.095 11.671.475
1984 11.392.711 10.924.077
1983 11.055.711 9.512.781
1982 10.731.794 6.876.034
1981 11.179.962 7.981.167
1980 11.042.884 8.010.374
1979 9.635.546 11.391.867
Mikill
samdrátt-
ur í bíla-
sölu á síð-
asta ári
231 nýr fólksbíll seldist í des-
embermánuði í samanburði
við 262 bíla í sama mánuði í
hitteðfyrra. Þetta er 21,7%
samdráttur á milli ára. Alls
seldust 5.482 bílar á öllu ár-
inu, sem er 1.560 færri bílar
en seldust 1992. Þetta er ann-
að árið í röð sem svo mikill
samdráttur er í bílasölu.
Pétur Óli Pét-
ursson forstjóri
Bílaumboðsins
kveðst óttast að
svo mikil sölu-
tregða á bílum
komi niður á eðli-
legri endumýjun
bflaflotans. Hann
segir að 1986-
1988 hafi 45 þús-
und bflar verið
fluttir inn. Þeir
séu nú allir að
komast á þann
tíma sem eðlileg-
ur þykir sem end-
umýjunartími.
Of marglr um
hituna
„Markaðurinn er bara ekkert
að taka við sér og ég á ekki von
á því að það lifni yfir honum fyrr
en í fyrsta lagi 1995. Ég á von á
öðru ári eins neðarlega í bílasölu
og 1993 og sé ekki teikn á lofti
um annað. Fólk er farið að eygja
möguleika á því að greiða niður
skuldir með lækkandi vöxtum
miklu fremur en að fjárfesta í bíl-
um. Það eru einnig greinileg merki
þess að ódýrari bílar seljast betur
en þeir dýrari,“ segir Pétur Óli.
Pétur Óli segir lítil rök mæla
með því að hátt í fímmtán fyrir-
tæki séu starfandi við það að af-
greiða 5.500 nýja bíla á ári. Um-
setningin sé alltof mikil miðað við
söluna.
Toyota mest seldi bíllinn
Toyota var mesti seldi bfllinn á
síðasta ári og seldust alls 1.211
bílar sem er fækkun um 325 bíla
frá 1992. Mitsubishi varð í öðru
sæti með 834 selda bfla sem er
fækkun um 110 bíla frá 1992.
Alls seldust 806 Nissa-bílar sem
er 14 bflum meira en 1992. Hu-
yndai varð í fjórða sæti yfir mest
seldu bílana og seldust alls 423
bílar sem er 152 bílum meira en
1992. Sala á Daihatsu dróst veru-
lega saman á árinu, alls seldust
198 bflar miðað við 623 bíla 1992
sem er samdráttur um 425 bfla.