Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994 B 3 Morgunblaðið/Kristinn Þjóðleikhússins nú fara Bríet Héð- insdóttir og Baltasar Kormákur, Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Ragnheiður Steind- órsdóttir. Frumsamin tónlist er eftir Hilmqr Örn Hilmarsson, leik- mynd og búninga sér Elín Edda Arnardóttir um og lýsingu annast Björn Bergsveinn Guðmundsson. Hæfileikar fengu fá ár Federico García Lorca var fjöl- hæfur listamaður; drátthagur rit- höfundur með tónlistargáfu sem kennari hans taldi að hefði getað gefið eins mikið og orðsnilldin. En hann valdi að sækja fram á rit- velli, með leikhúsást í arf frá æsku- heimilinu. Sonur efnaðs óðalseig- anda og seinni konu hans sem var kennari sagðist García Lorca hafa tilfinningar föður síns og gáfur móðurinnar. í langvinnum veikindum sem barn var hann mikið heima við hjá konunum og lærði ýmsa söngva og Ijóð áður en hann varð almenni- lega talandi. Farandleikflokkur með brúður í heimabænum skammt frá Granada heillaði hann þegar hann var átta ára og síðan urðu leiksýningar snáðans Fed- erico um tíma helsta skemmtun heimilisfólks. Sextán ára hóf Lorca háskóla- nám í lögfræði, sem honum leidd- ist, og bókmenntum og tók að sitja löngum stundum með kunningjum sínum á kaffihúsum. Átján ára orti hann fyrstu Ijóðin og gaf tvítugur út prósabók. Hún vakti litla eftir- tekt líkt og betur hefði orðið um frumraunina í leikritagerð. Svið- setningin í mikilvægu leikhúsi í Madrid 1920 þótti mesta hneisa. Ári seinna kom fyrsta Ijóðabók Lorca út og næstu ár á eftir tók leikritum að fjölga. Lorca ferðaðist talsvert og naut vaxandi viðurkenningar fyrir skrif sín. Hann leikstýrði sjálfur frum- uppfærslu Blóðbrullaups og breytti því iðulega frá einni sýningu til annarrar. Þannig hefur verkið verið kvikt frá fyrstu tíð, lifandi með fólkinu sem setur það á svið og þeim sem koma í leikhúsið. Þ.Þ. verið. Við byrjum alltaf klukkan átta og höldum áfram svona eitthvað fram eftir. Síðan hef ég og franskur skipti- nemi, Serge Comte, í félagsskap við Philippe Dorain, áhuga á aksjón með vélar á staðnum. Bæði sem framhaldi af innréttingu staðarins og beinni þáttöku í því sem fram fer. Sumum hefur þótt bíómyndir sem sýndar eru á barnum hverfa inn í veggina og við athugum hvað gerist með öðrum aðferðum. Til dæmis var prófað á laugardaginn að sýna upptökur sem gerðar voru rétt áður. Margir stöldruðu við og spáðu í hvað væri að gerast - maðurinn sem sást ganga inn var alls ekki þarna þegar þeir sneru sér við til að gá. Svo kemur þetta gagnvirka vídeó sem tekur beinlínis þátt í því sem er að gerast á barnum. Spurningin hvernig fólk tekur rafeindagestinum er opin í alla enda." Þ.Þ. NÝR forstjóri Norræna hússins tók til starfa um síðustu áramót og kemur hann að þessu sinni frá Danmörku. Hann heitir Torben Rasmussen og er 39 ára gamall, en hann er sá yngsti sem tekið hefur starfið að sér hingað til. í samtali við Morgunblaðið lagði hann áherslu á að starfsemin í Norræna húsinu yrði áfram á jafn breiðum grundvelli og undanfarin fimm ár þegar fráfarandi forstjóri þess, Lars-Áke Engblom sat við stjórnvölinn. Hann vill að húsið nýtist á sem allra víðtækastan hátt og bendir í því sambandi á að þar sem hann sé á vissan hátt háður sambandi við íslend- inga í tengslum við starfsemina í húsinu þá vilji hann gjarnan fá að kynnast hugmyndum þeirra og ræða við sem flesta um starf- semina. Torben Rasmussen er fjölskyldumaður og með honum hingað til lands kom eiginkona hans Else og börn þeirra tvö, Sidsil sem er 13 ára og Johan 9 ára. ókunnugur (slandi því hann kom hingað til lands þegar hann var 19 ára gamall og starfaði þá á bænum Garðsauka í nágrenni Hvolsvallar í 1 '/2 ár. Hann segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft neinn sérstakan áhuga á að læra tungumálið heldur hafi hann ein- göngu verið kominn hingað til lands í þeim tilgangi að vinna. Engu að síður hafi hann náð tökum á því að skilja almennt íslenskt talmál allvel og það hafi komið að góðu gagni núna þar sem það hafi auðveldað honum að hefja samskipti við íslendinga vegna starfsins. „Á þessum árum var ég eins og margt annað ungt fólk óviss um hvaða stefnu ég ætti að taka í lífinu, og þegar mér gafst tækifæri til að koma til íslands þá fannst mér það spennandi valkost- ur,“ sagði hann. Torben er fæddur á sveitabæ á Jótlandi og ólst hann því upp í dönsku landbúnaðarumhverfi. Hann hefur fengist við ýmislegt af ólíkum toga í gegnum tíðina, en það segir hann að sé kannski ein- kennandi fyrir fólk af hans kynslóð í Danmörku. „Auk þess að stunda bústörf á íslandi var ég í hermennsku í eitt ár, dvaldi í Suður-Ameríku í hálft ár og einnig var ég á lýðháskóla í hálft ár. Þá stundaði ég margvísleg störf um 2-3 mánaða skeið í senn, t.d. á spítölum og í hafnarvinnu í Árósum. Þar lagði ég síðan stund á nám í bókmenntasögu við Árósarháskóla og lauk því námi 1987. Þá fékk ég kennarastöðu á lýðháskóla í Danmörku þar sem ég hef kennt í sex ár, en síðasta árið þar til ég kom hingað til lands var ég forstöðumaður skólans. Ásamt bókmenntasögunni, sem var mitt aðalfag, las ég listasögu, kvikmyndasögu og arkitektúr, þ.e. fræðilega hlutann en ekki þann praktíska, og í lýðháskólanum kenndi ég allar þessar greinar. Bakgrunnur minn er því fremur víðfeðmur og að mínu mati heppi- legur fyrir það starf sem ég hef nú tekið að mér. Norræna húsið á nefnilega að vera breitt hús og ekki aðeins fyrir menntafólk og þá sem eru með „fínan smekk". Hús- ifTá að vera fyrir alla þá sem hafa áhuga á að heimsækja það, hvort sem þeir vilja notfæra sér bóka- safnið, heimsækja kaffistofuna eða hlusta á tónlist og skoða myndlistarsýningar," sagði Tor- ben. Fólkið sjálft þátttakendur Aðspurður hvort hann hafi starf- að eitthvað á sviði norrænnar sam- vinnu áður en hann kom hingað sagði Torben að svo hefði ekki verið, en hins vegar væri uppruna- lega hugsuninn að baki lýðháskól- anna norræn og þar væri á vissan hátt unnið á samnorrænum for- sendum. Þær hefðir hefði hann að sjálfsögðu í farteskinu en um form- lega þáttöku í norrænu samstarfi hefði hins vegar ekki verið að ræða að öðru leyti. „Ég stend mjög auðmjúkur undanfarið ár, eða frá því ákveðið var að hann tæki við forstjórastarf- inu. Hann segir að það hafi verið verið undarleg tilfinning fyrir sig að upplifa það að í Danmörku væri norræn samvinna ekki mjög ofarlega í huga fólks og það leiddi lítt hugann að Norrænu húsunum t.d. í Reykjavík og í Þórshöfn í- Færeyjum. „Það verður að segjast eins og er að þótt mikil vinna hafi verið lögð í þetta hús þá er það fátítt að almenningur í Danmörku þekki til starfsemi þess. Þetta leiðir hug- ann að stöðu Danmerkur með til- liti til Norðurlandanna annars veg- ar og Evrópubandalagsins hins vegar, en eftir 20 ára veru í EB hefur Danmörk að vissu leyti snúið baki við Norðurlöndunum. Ég held að vegna þessa skipti það máli fyrir stjórn hússins að ég er Dani, en hins vegar held ég að í Dan- mörku sé vaxandi áhugi á Norður- löndunum. Fólk er margt byrjað að velta vöngum og orðið óvisst gagnvart EB vegna þess hve það hefur vaxið úr því að vera frjáls samvinna sjálfstæðra ríkja í það að vera ríkja- bandalag. Það eru margir í Danmörku sem óttast þetta. Það hefur því vissulega gildi fyrir Danmörku að það er Dani sem er nú forstjóri Norræna hússins, þvf auðvit- að hef ég fyrst og fremst tengsl þangað. Ég held að Lars- Áke Engblom fráf- arandi forstjóri hafi kannski verið sá sem opnaði Nor- ræna húsið hvað mest. Ég hef það á tilfinninguni að áður hafi starfsemi þess farið að miklu leyti eftir áhuga- málum forstjór- anna, og þannig hafi t.d. verið lögð mikil áhersla á tón- listarflutning hjá þeim sem hafði áhuga á tónlist og Húsið á að veia fvrir aila TORBEN RASMUSSEN ER NYR FORSTJORI NORRÆNA HUSSINS frammi fyrir þeirri hefð sem skap- ast hefur varðandi starfsemi Nor- ræna hússins og fyrrverandi for- stjórar hafa átt þátt í að móta, og með tilliti til þess kem ég því ekki til með að gera neinar stórvægileg- ar breytingar á rekstrinum. Eg vil hinsvegar hrinda í framkvæmd ákveðinni „virkjunaraðgerð" sem felur í sér að koma á laggirnar starfsemi í húsinu þar sem fólk gerir meira en að vera hlutlausir áhorfendur eða hlustendur og taki sjálft þátt í sköpun af einhverju tagi. Þannig má koma á námskeið- um fyrir börn og unglinga þar sem þau fá tækifæri til sköpunar og koma upp fjölmiðlastofu fyrir þennan aldurshóp þar sem þau geta komið og prófað að skrifa, ritstýra og hanna. Þá kom ég hing- að með mikið magn Legokubba sem Legoverksmiðjan í Danmörku hefur gefið húsinu og ætlum við að fá arkitekt til að koma og hjálpa börnunum að byggja úr þeim. Það að finna sköpunina í sjálfum sér er því eitt af því fyrsta sem ég vil hrinda í framkvæmd. Fyrir full- orðna er það einnig jafn áhugavert að þeir hugsi meira sjálfir og vil ég koma á umræðum í húsinu um heimspekileg efni, listir og félags- fræðileg efni. Ég held til dæmis að sú staðreynd að hér er atvinnu- leysi feli í sér ýmsa möguleika á að skilja það ástand. Margir eru þeirrar skoðunar að fólki leiðist þegar það er án atvinnu en aðrir segja að það sé ágætt að fólkið fái frí og geti þannig eytt meiri tíma t.d. í bóklestur og listsköpun. Þetta eru vissulega mjög mismunandi sjónarmið varðandi ástandið, en ég held að það sé áríðandi að al- menningur taki þátt í umræðu af þessu tagi og það verði ekki ein- ungis stjórnmálamennirnir sem ákveða aðstæður hinna atvinnu- lausu heldur verði það málefni samfélagsins í heild. Almennar umræður um mikilvæg málefni af þessu tagi eru nauðsynlegar svo þær einangrist ekki í þröngum hópi. Það á þvert á móti að reyna að fá alla til þátttöku. Það er í raun og veru eitt af grundvallarskilyrð- um lýðræðisins að allir þegnar samfélagsins séu virkir og taki þátt í umræðum og reyni að skilja ríkjandi ástand. Lýðræðið verður aðeins virkt ef við erum þátttak- endur," sagði hann. Dagskrá Norræna hússins hefur enn sem komið er aðeins verið skipulögð um einn og hálfan mán- uð fram í tímann og segir Torben hana því ekki endurspegla hans eigin hugmyndirað neinu sérstöku leyti enn sem komið er. „Það ligg- ur Ijóst fyrir að þegar skipt er um forstjóra kemur ákveðið tímabil þar sem starfsemin er í vissri kyrr- stöðu. Það hefur þó verið ákveðið að eftir tvö ár verður haldinn fund- ur hér í húsinu um lýðháskóla, en ég vil gjarnan kanna hvort grund- völlur er fyrir slíka starfsemi hér á landi, og þá einnig kanna mögu- leikana á þvi fyrir norræna lýðhá- skóla að halda sumarnámskeið hérna." VaxandiáhugiíDanmörku Torben segist hafa fylgst náið með starfsemi Norræna hússins bókmenntir hjá þeim sem höfðu það áhugasvið. Lars-Áke hefur hins vegar haft breitt áhugasvið og fengið hingað fjölda fólks af ólíkum toga. Ég fylgi því á vissan hátt hans fordæmi og kannski held ég að stjórn hússins telji að það sem hann gerði hafi verið starfsemi hússins til góðs og því ákveðið að ráða mann sem hefði svipaðar skoðanir og hann á þessu sviði." Anarkismi í íslendingum Frá því Torben dvaldist hér á landi fyrir 20 árum hefur hann fylgst með íslenskum málefnum eins vel og honum hefur verið mögulegt í Danmörku og í skólan- um þar sem hann starfaði kynnti hann oft á tíðum landið og íbúa þess. „Ég hreifst mjög í þá tíð af mörgu hér á landi og til dæmis fannst mér munurinn sem var á sveitinni hjá Hvolsvelli og höfuð- borginni Reykjavík alveg geysilega mikill, en i sveitinni var stundaður landbúnaður sem var gamaldags í samanburði við Danmörku. Þegar maður var kominn til Reykjavíkur var hins vegar eins og maður væri kominn í heimsborg. Þá hreifst ég mjög að þeim anarkisma sem mér fannst vera í fólkinu og þá á ég við þá tilhneigingu þess að láta ekki kerfið beygja sig. Ég held að íslendingar búi enn yfir þeim eigin- leika að vera opnir og hreyfanlegir og þeir eru viðbúnir því að aðstæð- ur geti breyst og bregðast þá við því,“ sagði Torben Rasmussen og viðurkenndi aðspurður að með þessum orðum væri hann kannski að lýsa sjálfum sé ekki síður en því sem hann hefði kynnst í fari íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.