Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 1
Listin og lífið eiga að veraá hreyfingu FARANDSÝNING á verkum eftir fluxus-listamanninn Geoffrey Hendricks stendur yfir á Kjarv- alsstöðum um þessar mundir. Hingað er hún komin frá Óðinsvé- um í Danmörku og héðan fer hún til Finnlands. Hendricks sagðí í samtali við Morgunblaðið , að þau spönnuðu 30 ára feril hans og þróun sem listamanns. En hvernig telur Hendricks að list sinni sé best lýst? Morgunblaðið/Kristinn Ingason erk mín eru mjög persónuleg og á ýmsan hátt ævisöguleg. Oft flétta ég saman ýmsa þætti ævi minnar, annaðhvort hlut eða minningu, saman við eitt- hvað sem stendur á móti til samanburðar. Oft er það himinninn sem stendur andspænis. Hann er fastur punktur, en engu að síður síbreytilegur. Hann einfald- lega er og gefur því sterkar skírskotanir. Ég reyni með þessu móti að sýna fram á skyldleika ólíkra hluta,“ seg- ir Hendricks. Ef litið er á verk listamannsins kennir þar margra grasa. Himinn leikur þar stórt hlutverk. Eru þarna heilu „dagbækur“ tunglgangs, séð frá ýmsum stöðum. Má nefna Berlín. í sumum tilvikum eru myndirnar festar á milli þrepa í stigum rétt eins og stigarnir eigi að opna leið áhorfenda til himna. En þarna eru einnig hlutir sem erfiðara er að átta sig á. Hvernig útskýrir Hendricks til dæmis þá áráttu að mála himininn á gamalt skótau? Jú, þeg- ar ég tala um að sýna skyld- leika ólíkra hluta, þá er eitt dæmið skyldleiki andans og efnisins. Þessi verk eru auðvitað ekki í anda þess sem fólk hefur fyrir augum sér daglega. Þetta er öðruvísi. Virkar meira eins og draumar. Stundum hef ég slíkar draumfarir, þegar hlutirnir smella saman og liggja Ijósir fyrir hugskotssjónum mínum. Ef til vill þó á fáránlegan hátt sem enginn skilur nema ég sjálfur. En það er þó ekki algild útlistun. Sum verkin höfða til persónulegrar upplifunar, önnur persónulegrar þróunar." Þegar litið er yfir sýningu sem spannar þrjátíu ára feril er ekki úr vegi að spyrja listamanninn hvort hann sé kominn á einhvern leiðarenda, eða hvort slík enda- stöð sé í sjónmáli. Hendricks lætur þess getið að hann geti ekki ímyndað sér listina með einhverja endastöð. „Ég get ti| dæmis svarað þessu með þeim hætti, að ég er ekki nærri eins spenntur fyrir svörum og ég er fyrir spurningum. Ég hef fundið margar áleitnar spurningar í minni listsköpun, en minna af svörum og þannig vil ég gjarnan hafa það. Stöðuga leit. Nafnið á sýning- unni, „Day into Night", gefur þetta dálítið til kynna. Það bendir til Ijósaskipta þegar hlutir eru óljósir og menn verða að rýna vel á þá til að átta sig á þeim. Nafnið er afsprengi hugmyndar sem ég fékk frá mynd eftir Chagall, „Between Dog and Wolf“ (milli hunds og úlfs), þ.e.a.s. sá tími sem maður átt- ar sig ekki á því hvort maður er að horfa á úlf eða hund." - En hvers vegna finnst fátt af svörum. Beinist list þín ef til vill að því að sneiða fram hjá þeim? „Þannig er, að ég tengist svoköliuðum fluxus-hópi. meðal þekktra listamanna í þeim hópi má nefna Yoko Ono. Frumkvöðull hópsins er Lithái að nafni George Maciunas. Fluxus þýðir hreyfing og það felur ekki aðeins í sér leit í listsköpuninni, heldur einnig ferðalög með list- ina, hring eftir hring umhverfis jörðina. Maciunas sá sýnir þar sem fluxus-listin fór í slíkar hringferðir, braust áfram með fulltingi óstöðvandi farartækja á borð við jeppa og tundurduflaslæðara. Óháð öllu og öllum. Listin óumdeilanleg, listamennirnir sjálfum sér nógir. Það er eitthvað við þetta lífsviðhorf, þetta hugarástand, að leyfa lífinu og listinni að vera á stöðugri hreyfingu, sem heill- ar mig og fleiri. Það er eitthvað villt og frumstætt við það.“ Nánari útlistingu á listsköpun Hendricks er að finna í eftirfarandi línum úr kynningu á sýningunni sem Kjarv- alsstaðir sendu frá sér: „Verk hans eru síst af öllu ein- föld, því í augum hans er heimurinn flókinn og margræð- ur og sem listamaður og einstaklingur tekur hann ávallt réttu og nauðsynlegu leiðina fram yfir þá sem er styst og auðveldust. Þau eru á margan hátt leið hans til að kanna samspil sjálfsmyndarinnar og hins mikla leyndar- dóms tilverunnar." Og einnig segir: „Verkin hafa yfir sér raunsæi, en eru listamanninum leið til að fjalla um heim- inn, náttúruöflin og hringrás náttúrunnar. Það sem venju- lega er í bakgrunni er sett í forgrunn." Hendricks er fæddur í Bandaríkjunum árið 1931 og nam list við ýmsa háskóla. Árið 1962 útskrifaðist hann með MA-gráðu í list frá Colombiu-háskóla. Hann hefur haldið um 30 einkasýningar víða um heim, m.a. í Nýlista- safninu við Vatnsstíg árið 1984. Hann hefur einnig verið með í fjölda samsýninga, gefið út myndbönd, bækur og fjölrit. Sýningin stendur til 13. febrúar. GEOFFREY HENDRICKS FLUXUS- LISTAMAÐUR Á KJARVALSSTÖÐUM gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.