Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994 AMSTERDAM LÍTT þekkt ópera eftir Mozart var frumsýnd í Tónlistarhúsinu Het Muzi- ektheater í Amsterdam 12. janúar. II Re Pastore er eitt af síðustu æsku- verkum hans. Einsöngvararnir koma frá Bandaríkjunum og Þýskalandi; Bruce Ford, Ter- esa Ringholz, Christine Schafer, Petra Lang og Ric- hard Croft. Hollenska kammersveitin sér um tónlist- arflutning undir stjórn Graeme Jenskins og leikstjórn er í höndum Pierre Audi. Ballettar eftir Lucindu Childs verða í sama húsi 1 .-3. febrúar, dansaðir af flokki kenndum við höfund- inn. Á dagskránni eru þrennt: Rhythm Plus við tón- list eftir Gyorgy Ligeti og Luc Ferrari. One and One við tónlist eftir lannis Xenakis og Concerto við tón- list eftir Henryk Mikolay Górecki. Gustav Leonhardt stjórnar Barrokhljómsveit og einsöngvurunum Moniku Frimmer, Marten Root, Marcel Ponseele og Francois Fernandez á tónleikum í Yakult salnum í kauphöll Amsterdam (Beurs van Berlage) hinn 21. janúar. Á efnisskránni eru Kantöt- ur eftir Bach og verk eftir Telemann. í Carré leikhúsinu lýkur Mozart-veislu á morgun og verður óperan Porgy og Bess eftir Gershwin á fjölunum frá 18. janúar til 6. febrúar. Flytjendur eru frá New York Harlem Theater. Konunglega Concertgebouw-hljómsveitin heldur nokkra tónleika í stóra saln- um í Concertgebouw í Amst- erdam. Hinn 26. janúar verð- ur stjórnandi Charles Dutoit, einleikari Chantal Julliet, fiðla. Á efnisskránni eru verk eftir Bizet, Szymanowski og Sa- int-Saens. Annan febrúar er svo röðin á ný komin að Riccardo Cha- illy aðalstjórnanda hljóm- sveitarinnar að stjórna tón- leikum. Einsöngvari er Hákan Hagegard, baritón, og á efn- isskránni eru verk eftir We- ber, Diepenbrock og Rac- hmaninow. Gestur á næstu tónleikum Gidons Kremer, hinn 30. jariúar í stóra salnum í Concertgebouw, verður sænska útvarpshljómsveitin undir stjórn Esa-Pekka Salonen. Á efnisskránni eru verk eftir Sandström, Berg og Stravinsky. í hádeginu á miðvikudögum (klukkan 12.30) eru haldnir stuttir tónleikar í stóra salnum í Concertgebo- uw. Flytjendur koma úr ýmsum áttum og efnisskrár eru mjög fjölbreyttar, en iðulega er tónlistarfólkið að undirbúa tónleika í fullri lengd. Aðgangur er alltaf ókeypis. í litla salnum verður Schumann Ensamble með aðra tónleika úr tónleikaröð sinni 18. janúar. Að þessu sinni leika Willem Brons og félagar strengja- kvartett eftir Mendesllohn, Trio fyrir klarinett, víólu og píanó eftir Escher og Silungakvintettinn eftir Schubert. Um miðjan janúar verður opnuð sýning á verkum eftir Baltasar í Íslandsgalleríinu í Haag. Kristín Waage og Reynir Þór Finnbogason BERLÍIM EINS og fyrri daginn er það í Berlín sem mest er að gerast í þýsku leikhúsi og óperu. í Volksbuhne er umtalaðasta sýningin á fjölunum, „Kuhnen ’94“, sem ungur maður í uppreisnarhug, kvikmyndaleik- stjórinn Schlingensief ber ábyrgð á. Verkið, sem ber nafns leiðtoga nýnasista sem lést úr eyðni nú fyrir skömmu, gerir allt sem hugsast getur til að ganga fram af góðborgurunum, en reynir þó að koma fram þeim boðskap að Adolf gamli geti gengið aftur hve- nær sem er. Þekktari leikstjórar standa á bak við tvær Ibsen sýningar; Frank Castorf færir upp Kon- una við hafið í Volksbúhne, sýningin reynir að vera frumleg en því miður á kostnað verksins, en Heddu Gabler uppfærsla Andreu Breth í Schaubúhne er hinsvegar lofuð í hástert í pressunni. í óperunni er um þessar mundir hægt að sjá Valkyrju og Tristan og ísolde Wagners, Töfraflautu Mozarts, Brúðkaup Figarós og Traviötu. SæmundurG. Halldórsson BONN OG KÖLN SJÁLFSAGT er að mæla með tveim stórum myndlist- arsýningum í Bonn og Köln. í Bonn má sjá í sýningar- höll Sambandslýðveldisins stóra yfirlitssýningu á 130 verkum þýska nútímalistamannsins Gerhard Richter, sem fluttist alfarinn frá Aust- ur-Þýskalandi til Dússeldorf 1961. Á sýningunni ber mest á 48 portrettum af þekktum persónum eins og Thomas Mann, André Gide, Albert Einstein og fleirum, sem máluð eru eftir Ijósmyndum. Nýjustu verkin eru óhlut- bundin og í stíl ofurraunsæis. Einn myndaflokkur vekur sér- staka athygli: „18. október 1977". Þeir sem til þekkja skilja strax að hér er átt við dularfullan dauðdaga foryst- uliðs Baader-Meinhofssam- takanna í Stammheimfangelsinu. Myndirnar, sem eru málaðar eftir blaðaljósmyndum, eru allar gráar og óskýrar, sem á að vísa til óupplýstra örlaga þessa unga byltingarfólks. Þegar komið er út úr sýningarhöllinni er alltaf hægt að mæla með impres- sjónistunum í Borgarlistasafninu í Bonn sem stendur andspænis hinu safninu, þó ekki væri nema til að sjá frábæran arkítektúr þessara tveggja nýbygginga. í Köln er í Wallraf-Richartz safninu himnesk feg- urð á sýningunni „Stefan Lochner - meistari frá Köln". Lochner fæddist árið 1400 og lærði list sýna m.a. í Niðurlöndum og á Ítalíu. Þekktasta verk Loc- hners er altaristafla, María með Jesúbarnið og dýrl- ingar Kölnborgar standa hjá, sem alltaf er hægt.að sjá í dómkirkjunni. Á sýningunni eru einnig mörg verk samtímamanna Lochners á síðmiðöldum eins og Jan van Eyck og Rogier van der Weyden. SGH FLÓRENS OFT er sagt að þessi borg á Mið-Ítalíu sé líkust stórri listsýningu með öll sín gömlu og fallegu mannvirki og söfnin Uffizi og Palazzo Pitti og önnur sem fylla fjóra tugi. Hér verður sá kostur tekinn að segja frá því helsta sem við ber í lista- lífi borgarinn- ar næstu daga. I Pergola leikhúsinu eru eftirfarandi tónleikar á döfinni: Hinn 15. janúar Claudio Abbado leikur Lazar Berman á fiðlu verk eftir Schuman og Liszt. Hinn 16. janúar kemur Vladimir Tretiakov fiðluleikari með verk allt frá Mozart til Grieg, frá Dvorak til Tsjajkovskí og allt til Saint-Saens. 20. janúar spilar Chamber Orchestra of Europe undir stjórn Claudio Abbado, en einleikari er ungur fiðluleikari, David Garret. Leik- in verður tónlist eftir Ravel, Mozart og Haydn. Fone’ kvartettinn kemur fram 22. janúar með verk eftir Sjostakovitsj Bartok og Tsjajkovskí. Síðan heldur Andrei Gavrilov píanótónleika hinn 23. og leikur verk eftir Bach, Schu- bert og Ravel. Hinn 29. janúar heldur Hagen kvartettinn tón- leika með verkum eftir Beethov- en, Weber og Mozart. Af óperum þer hæst Rakarann frá Sevilla sem sýndur verður frá 23. janúar til 10. febrúar. í Flórens skortir aldrei sýning- ar listmuna og mynda. í Badini safninu stendur ein yfir á teikningum af skartgripum frá árinu 1903 til dagsins í dag, og er hún opin til 18. janúar. í Uffizi safninu stendur yfir sýningin „3 aldir teikninga" og er það sýning á verkum Philip Buncey og stendur hún yfir til 22. mars. Hinn 21. janúar opnar sýningin „Martin-Begue: 2 óperur og 1 ballett" í Marino Marini safninu og er hún opin til 6. febrúar. Sigfrido Martin-Begue er ungur myndlistarmaður, leiksviðsmaður pg búninga- hönnuður en hann varð mjög vinsæll á Ítalíu og er- lendis þegar hann setti upp Coppelíu. í ár sér hann um uppsetninguna á Rakaranum frá Sevilla í Borgar- leikhúsinu. Á sýningunni eru um 70 hlutir: Skyssur, búningar og mjög frumlegir sviðshlutir sem eru til marks um sköpunargáfu þessa 34 ára gamla lista- manns. Sýningin er sett upp í samvinnu við La Nu- ova Pesa galleríið í Róm og er hún virkileg sprengja lita og hugmynda sem mun vekja undrun sýningar- gesta. Hinn 28. janúar opnar sýningin „Perluhálsfestin" í Medici Riccardi höllinni og stendur hún yfir til 15. mars. Á sýningunni eru um 70 hlutir frá 13. til 20. aldar og koma þeir frá 15 söfnum. Þetta er ekki sýning á perlufestum, heldur stafar nafngift sýningar- innar af menningarlegu gildi munanna. Bergljót Leifsdóttir HAMBORG HÉR vekja um þessar mundir austur-evrópskir lista- menn mikla athygli, í desember var sölusýningin ART Hamburg nær eingöngu helguð listamönnum úr þessum hluta álfunnar og nú er mikil sýning í gangi á rússneskri framúrstefnu: „Noma" í Kunsthalle til 30. jan. Ilja Kabakov sýnir Malewitsj og konseptlista- menn sjöunda og áttunda áratugsins í Moskvu. Sýn- ingin er byggð upp sem tólf sjúkrahúsherbergi, hvert helgað einum listamanni. Trúlega ber að skilja þetta sem tákn fyrir þrúgandi andrúmsloft Brésnefstímans. SGH HELSINKI AF listviðburðum í Helsinki langar mig að segja frá tveim sýningum. í Listahöllinni (Taidehalli/Konsthal- len, Nervandersgötu 3, aftan við Þinghúsið) er í jan- úar sýning þar sem leitað er um ólík(leg)ustu kima myndlistarinnar. Allt frá rauðum vélsleðum til talandi „málverka", sem reynast við nánari athugun vera brenglaðar vídeómyndir með hátalara. Sýningin ,sem verður einnig í Pétursborg í Rúss- MEIMIMIIMG OG LISTIR í MÖRGUM BORGUM Esa-Pekka Salonen Rossini + Ghita Nörby laridi 15. febrúar til 13. mars, heitir Applikaatio og á að vera fyrst í nýrri röð myndlistarsýninga sem verða haldnar á þriggja ára fresti. Nafnið Applika- atio vísar til vilja umsjónarmanna að leggja saman ýmsar gerðir innan myndlistarinnar. Enda eru hér til sýnis verk úr vídeósmiðjum og tölvum, frá iðnhönn- uðum og alls kyns áttum öðrum. Til 31. janúar geta menn einnig kynnst myndlist frá Lettlandi. Þar sem Lettar halda upp á 75 ára afmæli lands síns hafa þeir sent út farandsýningu með verkum eftir helstu listamenn þjóðarinnar frá byrjun aldarinnar. Þessi sýning er á vegum Ríkislista- safnsins í húsi bruggarafjölskyldunnar Sinebrychoff. Lars Lundsten KAUPMANNAHÖFN Á NÝJA sviði Konunglega leikhússins er enn verið að sýna rómaða uppsetningu á leikriti Öhlenslægers, Kjartan og Guðrúnu, sem hann hyggir á Laxdælu. Og einnig hefur verið bætt við nokkrum aukasýning- um á leikriti Lars Noréns, Sumri, en Þjóð- leikhúsið hefur tekið til sýningar annað verk eftir hann. Þeir sem aðeins þekkja Ghitu Nörby úr kvikmyndum geta þarna fengið tækifæri til að sjá stórbrotinn leik hennar í hlutverki gamallar leikkonu, sem ætlar að fara að njóta fjölskyldunnar, en uppgötvar að þar er ekki allt sem sýnist. Suðrið er ný uppsetning á leikriti frá 1935 eftir fransk-bandaríska leikritaskáld- ið Julien Green og gerist í Suðurríkjunum á nokkrum dögum 1861, rétt áður en Frelsisstríðið braust út. Sýningin hefur fengið fremur góða, en þó ekki alveg einróma dóma. Á litla sviðinu er verið að sýna rússneskt leikrit um erfiða lífsbar- áttu nú. Það heitir „Tre Kvinder í det blá" og fékk þokkalega dóma, þegar það var frumsýnt. Leikurum og leikstjóra þótti takast vel, en leikritið þótti í meðal- lagi, þó efnið sé athyglisvert og gefi innsýn inn í daglega lífið fyrir austan. Hjá Konunglega ballettinum verður Þyrnirós í upp- setningu Helga Tómassonar nokkrum sinnum á dag- skrá, meðal annars 1. og 5. mars, þegar titilhlutverk- ið verður dansað af heimsþekktri rússneskri dans- mey, Ninu Ananiashvili. Hjá óperunni verður Cosí fan Tutte frumsýnd 17. janúar, en annars eru sýningar á La Traviata og La Boheme á dagskrá, að ógleymdri óperu Carls Nielsens, Maskerade. í Betty Nansen leikhúsinu í Friðriksbergi er verið að leika Tupilak, sem er nýtt leikrit eftir Per Olov Enquist. í leikritinu er fléttað saman hjónabands- og skilnaðarsögu og óhugnalegu morði á gleðikonu, þar sem réttarlæknir liggur undir grun. Hér er það ein af bestu leikkonum Dana af yngri kynslóðinni, Kirsten Olesen, sem fer með eitt aðalhlutverkið og einnig Sören Spanning, sem er einn af athyglisverð- ari leikurum hér um slóðir. Á litla sviði Betty Nansen leikhússins, Edison, er verið að sýna einleikinn Or- lando, sem er byggður á samnefndri skáldsögu Virg- inu Woolfs, en samnefnd og nýleg kvikmynd Sally Potters er einnig gerð eftir henni. Hér er það Susse Wold, sem fer með aðalhlutverkið. Lesend- ur dönsku blaðanna þekkja nafnið örugglega, en leikkon- an hefur leikið mikið og víða og þýkir sýna einstæðan stjörnuleik sem Orlando í firna vel heppnaðri uppsetn- ingu, svo hér er enn eitt tæki- færið til að sjá þekkta leik- konu á sviði. Ef einhver hefur áhuga á að rifja upp umbrot '68 kyn- + t'slóðarinnar og ef til vill Ijúft ■L<|., líf í Kaupmannahöfn á þeim H A árum, þá býðst tækifærið nú W K W í® í útibúi Þjóðminjasafnsins úti PPJ.’i'** y, 'W"* í Brede. Indversku mussurn- " * ar, lituðu bleyjurnar um höf- uðið, hasspípurnar, kynlífs- fræðingarnir, Kristjanía, hett- an, Woodstocktónlistin og margt fleira frá þessum tíma er komið á uppbyggilega sýningu. Leiðin aftur í þessa fortíð liggur um Lyngby, en Brede er þar rétt hjá. Úti í Louisiana á Norður-Sjálandi stendur yfir Monet-sýning út fyrstu vikuna í mars. Á sýningunni gefur að líta myndir, sem málarinn gerði í garðinum sínum í Giverny, en hann var honum stöðugur inn- blást- ur. Þarna eru vatna- lilju- myndir málar- ans af ýms- um stærðum, en einnig myndir sem hann málaði í kring- um 1920 og vísa veginn að myndum síðari málara, þar sem hann hefur að mestu leyst myndefnið upp í litasprengjur. Kaffistofan er alltaf einkar skemmtileg heimsóknar og meðan Monet-sýningin stendur yfir eru á matseðlinum gómsætir réttir frá ráðskonu málarans, svo heildaráhrifin. verða fullkomin, auk Vatnaliljur Monets þess sem einnig stendur yfir Ijósmyndasýning frá garðinum eins og hann er núna. Á tónlistarsviðinu er úr mörgu að velja. Hinn 24. janúar kemur Esa-Pekka Salonen í heimsókn með sænsku útvarpshljómsveitina, sem hann var fastur stjórnandi hjá þar til nýlega að hann tók við Los Angeles fílharmóníusveitinni. Á efnisskránni er með- al annars 5. sinfónía Beethovens. Hinn 3. febrúar gefst tækifæri til að njóta bæði tónlistar og bygging- arlistar, því þá flytur danska útvarpshljómsveitin 10. sinfóníu Mahlers í Grundtvigkirkjunni, en 12. febrúar verður óperettukvöld hljómsveitarinnar og 19. febr- úar Ijóðakvöld, þar sem Hákan Hagegárd syngur Ijóð eftir Mahler og Ravel, auk sænskra þjóðlaga. Sveiflusveit útvarpsins heldur tónleika með jazz- stjörnunum Ole Kock Hansen og Niels-Henn- ing Örsted Pedersen 30. janúar. Þeir sem sækjast eftir jazz geta fundið eitthvað í þá veruna í Copenhagen Jazz House í Niels Hemmingsensgade og Long John við Köbma- gergade, hvort tveggja í miðbænum og Café Apoteket úti í Hellerup. Sigrún DavíAsdóttir LEIPZIG NÚ gerast þau undur í borginni að frumsýnd- ur er ballett eftir Stravinskí, 15 mínútna verk, „Scenes de ballet" sem hann mun hafa sam- ið fyrir leikhús á Broadway fyrir hálfri öld, án þess að það hafi verið sýnt. Auk þess er dönsuð Sinfónía í þrem þáttum frá 1945, og Eldfuglinn sem Rússinn Vladimir Derevianko dansar af snilld. SGH LONDON ENGLENDINGAR fara ekki varhluta af skammdeginu frekar en íslendingar og eitt af því sem þeir fyrr- nefndu gera sér til dundurs í myrkrinu, er að halda rækilega upp á dag heilags Valentínusar, 14. febr- úar. Valentínus var verndardýrlingur elskenda og því skal þeim sem eiga leið um Lundúnar- borg bent á ýmis konar uppákomur og tilboð í veitingahús- um borgarinnar þann dag. Þó að þegar þetta er ritað sé of snemmt að geta sér til um nákvæmlega hvað verður á boð- stólnum í ár á þess- ari hátíð hjartans, má hafa dágóða skemmtan af því að lesa einkamáladálka dagblaðanna, sem verða uppfullir af skondnum skilaboðum frá feimnum elskendum. Ballett hefur alltaf verið með rómantískari list- greinum og 26. janúar frumsýnir Konunglegi ballett- inn í Covent Garden verkið Mayerling, eftir Kenneth MacMillan, sem byggir á einni harmrænustu ástar- sögu seinni tíma, ástum og dauða Rúdolfs, erkiher- toga og erfingja austurríska keisaradæmisins og ástmeyjar hans, Maríu Vesteru. Nær nútímanum og heldur óhefðbundnari er tjáning dansflokksins Stomp, sem leikur listir sínar í Sadlers Wells leikhús- inu til 15. febrúar og notar hversdagslega hluti á borð við kústa og ruslafötur til að ná fram Ijóðrænum takti. í Konunglegu óperunni, Royal Opera House, hefj- ast 26. janúar sýningar á Elektru eftir Richard Strauss, þar sem tón- skáldið byggir á leikriti Sófóklesar um forboðnar ástríðu. Undir mánaðamót verður á boðstólum gott úrval sinfóníutónleika í höfuðborginni. Sinfóníu- hljómsveit Hamborgar heldur gestatónleika í Royal Festival Hall 29. jan- úar undir stjórn Eliot Gardiner, 17. janúar leikur Sinfóníuhljómsveit Lundúna verk eftir Haydn og fjórðu sinfóníu Brahms undir stjórn Andre Previn og dagana 25. og 28. janúar gefst kostur á að hlýða á Konunglegu fílharmóníusveitina leika Requiem Verdis, Þriðju sinfóníu Brahms og fleiri stórvirki sí- gildrar tónlistar. Hvað varðar leikhús og kvikmyndir þá geta þeir sem missa af frábærri eins manns sýningu hins þekkta leikhúsmanns Stevens Berkoff, sem er að Ijúka í Garrick leikhúsinu, huggað sig við að nú eru að hefjast hér sýningar á kvikmynd Berkoffs „Decad- ence", Úrkynjun. Þetta verk Berkoffs varpar grág- lettnu Ijósi á tvöfalt siðgæði breskrar borgarastéttar og hefur áður átt miklum vinsældum að fagna í bresk- um leikhúsum. Höfundur leikur sjálfur annað aðal- hlutverkið í kvikmyndinni og þótti sýna talsvert hug- myndaflug þegar hann valdi drottningu sápuóp- eranna, hina síungu Joan Collins, í hitt aðalhlutverk- ið. Ógleymanleg afþreying, segja þeir sem séð hafa. Eitt af örfáum leikritum skáldkonunnar Daphne Du Maurier, „September Tide", verður frumsýnt í í táskóm og froufrou Málverk eftir Holbein MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1994 B L Comedy leikhúsinu 18. jan. Það var upphaflega til- einkað Gertrude Lawrence og þessi sjaldgæfa upp- færsla þykir lofa góðu, enda hin þekkta leikkona Susannah York í aðalhlutverki. Myndlistarunnendur ættu síðan ekki að missa af óviðjafnanlegri sýningu National Portrait Gallery, Holbein og hirð Hinriks áttunda, og enn síður af stórskemmtilegri yfirlitssýningu um sögu sjálfs- myndarinnar fyrr og nú á sama stað. Hildur Helga Sigurðardóttir MADRID LÝSINGARHÁTTUR þátíðar heitir nýtt leikrit sem Alfil-leikhúsið frumsýnir hinn 11. janúar. Á frummál- inu nefnist þetta leikrit katalónska rithöfundarins Mercedes Abad „Pretérito Perfecto." Verkið, sem leikstýrt er af Jurdi Llop, fjallar um það hvernig heim- urinn liti út ef við værum ódauðleg, og ekkert til sem kallast kynlíf. Þetta er gamanleikur, en Teatro Alfill er í Pez 10, jarðlestarstöð Noviciado. Á skuggalegri línum er hins vegar Nosferatu, eft- ir Francisco Nieva, í Sala Olimpia, Pza. de Lavapi- és. Hér er á ferðinni heldur nýstárleg útgáfa af vamp- írunni frægu, með dansi og tónlist. Flamenkó-gítarleikarinn Rafael Rigueni heldur tónleika öll fimmtudagskvöld í janúar í Casa Patas, Canizares 10, á miðnætti. Hann er rúmlega þrítugur Sevilla-búi sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn, er þykir í senn frumlegur og fagmannlegur. í Galería Estiarte, Almagro 44, stendur yfir sýning á verkum súrrealistans André Massons, og í Ga- lería BW, Doctor Fourquet 8, prýöir annar súrreal- isti, Robert Matta, veggina. Ragnar Bragason MUNCHEN BORGIN býður upp á frumsýningu á hermönnunum eftir Lenz í leikgerð Kipphardts í Residenzleikhús- inu, og Von og ótta Sambandslýðveldisins eftir Kro- etz sem og Von og ótta Þriðja ríkisins eftir Brecht í Volkstheater. Sérstaklega er vert að benda á kvik- myndahátíðina sem hefst 20. janúar. Þar verður frumsýnd ný þýsk kvikmynd um Kasper Hauer, sem nú er talið víst að hafi verið krónprins konungsfjöl- skyldunnar í Baden en var látinn dúsa í dyflissu framá unglingsár og var því eins og vera frá öðrum hnetti þegar hann kom fyrst í mannlegt samfélag. Hann lærði að tala og koma fram meðal fólks en þegar allt virtist ætla að ganga í haginn fyrir þessum vesal- ings manni var hann myrtur og málið hefur aldrei verið upplýst. Hver veit nema hér sé loksins komin þýsk kvikmynd sem á möguleika á alþjóðavett- vangi, að minnsta kosti hefur þetta mál hingað til þótt það heillandi að um það hafa verið skrifaðar 2.000 vísindalegar bækur! SGH NEW YORK í METROPOLITAN-safninu í New York stendur nú yfir sýning á málverkum þýsk- enska málarans Lucian Fre- uds, sem er frægur af tvennu: List sinni og því að vera barnabarn sálkönnuðar- ins Sigmundar. Öfugt við af- ann eru Lucian umbúðir mannsandans hugleiknar og M-maybe eftir Roy flestar myndir hans af nöktu Lichtenstein fólki. Hann dvelst sjaldan við þokkadísir og -drengi, en margar af hinum fimmtíu myndum á sýningunni eru af dætrum og vinum málarans eða þá afar holdugum fyrirsætum. Sum málverk Freuds eru umdeild, en ekki listamaðurinn sjálfur, sem hefur verið kall- aður besti raunsæismálari sem nú er uppi. Önnur góð ástæða til að fara í Metropolitán er opnun fjögurra nýrra sala, þar sem gefur að líta evrópska skrey- tilist frá átjándu öld. Steinsnarfrá Metropolitan er sýning þar sem nekt mannslíkamans fær að njóta sín og myndirnar þar jafnvel sýnu umdeildari en málverk Freuds. Guggenheim-safnið hefur opnað nýjan sal fyrir Ijósmyndir, kenndan við Rob- ert Mapplethorpe, og sýnir Prince þar sjálfsmyndir hans. Mapplethorpe lést úr eyðni fyrir nærri fimm árum, en nær enn að æsa upp hatrammari pólitískar deilur um list í Bandaríkjunum en nokkur annar, en þær deilur snúast um styrkveit- ingar opinberra listasjóða. Á einni myndinni snýr listamaðurinn baki í linsuna með svipuskaft í óæðri endanum, svo það er kannski ekki kyn þó að hlaupi hland fyrir hjartað á sumum sómakærum íhalds- mönnum, sem sjá skattpeninga almennings á skaft- inu. Mapplethorpe á sér til Ijóðrænni hliðar, þótt hann snúi þeim ekki alltaf að áhorfandanum á þess- ari sýningu. Guggenheim opnaði að nýju eftir miklar endur- bætur fyrir rúmu ári og sýnir myndir popplista- mannsins Roy Lichtensteins í aðalsalnum sem ann- ars er frægastur fyrir frábæra hönnun Frank Lloyds Wrights. Svo áfram sé dvalist við safnalist, þá sýnir Whit- ney-safnið verk Mike Kelleys um þessar mundir, en Time-tímaritið hélt því nýlega fram að hann væri orðinn áhrifamesti listamaður sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum, en kannski þó ekki éndilega sá besti. Kelley býr til skúlptúra úr mjúkum efnum, svo sem teppum og leikfangaböngsum, en áhrifin koma meðal annars frá súrrealisma og væminni trúarlist frá kaþólsk- um uppvaxt- arárum hans. Á sviði danslistarinn- ar er hvað vin- sælust upp- færsla Jof- frey-balletts- ins á Billbo- ards, eða Auglýsingar- skiltum, sem er samin við tónlist popp- goðsins Englar í Ameríku: Perestroika á Prince. Haft Broadway er ef(jr gtjóm- anda dans- flokksins að Auglýsingaskiltin hafi náð til nýrrar kynslóðar og stórbætt bágan fjárhag ballettsins, þannig að hann geti nú ráðist í sviðssetningu tor- meltari dansverka. Síðari hluti leikritsins margverðlaunaða Englar í Ameríku, sem íslendingum hefur gefist kostur á að sjá í vetur, var settur á fjalirnar á Broadway í nóvem- ber undir nafninu Perestroika. Hann hefur fengið góðar viðtökur áhorfenda, sem láta sig ekki muna um að sitja í sjö stundir allt í allt undir leikriti Tony Kushners um pólitík, kynlíf og eyðni-faraldurinn. Af öðru nýju og markverðu á fjölunum má nefna eintal Spalding Grays um vinstra augað á sér, sem var víst eitthvað að angra leikarann. Þetta kann að virðast þunnur þrettándi, en Gray hefur fengið frá- bæra dóma fyrir skemmtilegheit og er enda þekktur fyrir einræður sínar, ekki síst Swimming to Öambo- dia, sem var kvikmynduð á sínum tíma við þokkaleg- ar undirtektir. Hugi Ólafsson PARÍS SIRKUSVEISLA heldur áfram í París frá því í desem- ber og milli 20. og 24. janúar verður „Sirkushátíð morgundagsins" í Vetrarsirkusnum við Ámelot-götu í 11. hverfi. Síðan færist fjörið alla leið til Monte Carlo þar sem alþjóðlegu sirkushátíð verður 27. jan- úar til 3. febrúar. Og úr því að sirkus er til umræðu verður að geta um Philippe Decouflé sem hóf margvís- lega menntun sína í sirkus- skóla. Síðan lærði hann lát- bragðsleik, dans og galdra og telst nú í fremstu röð danshöfunda og leikstjóra Frakka aðeins 32ggja ára gamall. Borgarleikhúsið sýnir frá 6.-22. janúar nýj- asta verk Philippe Decouflé, „Petites pieces montées, og sér dansflokkurinn DCA um flutnings verksins. Yfir- leitt eru mjög góðar sýning- ar í Borgarleikhúsinu og frá 25.-29. janúar verður verk- ið „Her body doesn’t fit her soal", eftir flæmska dans- höfundinn Wim Vandekey- bus á fjölum leikhússins, en það var við lestur smásögu ítalska rithöfundarins Italo Calvino sem Venderkeybus fékk hugmyndina að þessum dansi. I Théatre du Chátelet mun spænski danshöfundurinn og (flamenco) dansarinn Christina Hoyos dansa með flokki sínum verkið, Vaminos Andaluces til 23. janúar. Nú er að hefjast viðamikil rússnesk leiklistarkynn- ing á vegum Odéon, Théatre de l’Europe leikhúss- ins og hefst hún með uppsetningu Lluis Pasqual, á Sumargestum eftir Maxime Gorki (6. janúar til 27. febrúar). Og Comedie Francaise er nýbyrjað að sýna Dom Juan eftir Goldoni í leikstjórn’ Jacques Lassalle. Reyndar er janúarmánuður, mánuður tónlistarinn- Philippe Decouflé Innsetning amerísku listakonunnar Lis Larner ar í París vegna þess að þá er tónlistarunnendun boðið upp á tvo aðgöngumiða fyrir hvern miða sen keyptur er og borgar Parísarborg mismuninn. Tilboð ið gildir frá 9.-23 janúar. í Bastillu-Óperunni munu bráðlega hefjast sýning- ar á Die Soldaten eftir Bernd Alois Zimmermann (22.-31. janúar) og sér Harry Kupfer um sviðsetning- una og Bernhard Kontarsky um tónlistarstjórn. í febrúar verður síðan uppfærsla Roberts Wilsons á Töfraflautunni eftir Mozart. Þeir sem sáu myndina Allir heimsins morgnar, muna eftir Jordi Svali, en hann mun stjórna tónleik- um 21. janúar í Theatre des Champs-Elyssés og 17. janúar í hljómleikasal Louvre safnsins, sem hef- ur hlotið nafnið, La Grande Louvre, síðan að Richeli- eu-álman var enduruppgerð og opnuð. Allir sem koma til Parísar þurfa að gefa sér góð- an tíma til að skoða þetta stórkostlega safn, sem er nú orðið eftir breytinguna stærsta og eflaust feg- ursta safn í heimi. Grand Palais höllin, sem var byggð um aldamótin í tilefni heimssýningarinnar og sem hefur verið einn aðal sýningarstaður Parísarborgai hefur nú því miður þurft að loka dyrum sínum vegna lélegs ástands bygginarinnar. Það verður gerð ein undantekning með sýninguna L’Ame au corps, sem verður opnuð aftur fyrir almenning frá 1.-28. febr- úar. Aftur á móti verður sýningin Les Nabis flutt yfir á hinn bakkann í Orsay safnið og verður til sýnis til 12. febrúar. í listasölum Jeu de Paume verða tvær sýningar opnaðar á þriðjudaginn og standa þær til 13. mars: Sýning á verkum amerísk-evrópska lista- mannsins James Bishop, sem segist sjálfur vera „abstrakt expressjónisti á rólegu línunni" - fyrsta yfirlitssýning hans hér í París. Hin sýningin er á verkum eftir suður-franska listamanninn Toni Grand sem býr til skúlp- túra í í andstöðu við minimal skúlptúrinn, þó þeir séu líka skyldir honum um margt. Á sýning- unni verða ein- göngu splunkuný verk sem hafa aldrei verið sýnd áður. [ Pompidou safninu opna þrjár sýningar í nýlista- sölum þess um þessar mundir: Verk eftlr Tonl Grand Sýning á þrem in- stallasjónum Kanadamannsins Stan Douglas þar sem hann bland- ar saman ólíkum miðlum á mjög snjallan hátt. Einn- ig sýning Francois Rouan, Pappírsverk 1965-1992, sem á að sýna fram á mikilvægi teikningarinnar í verkunum, en Rouan þykir með betri listamönnum Frakka í dag. Þriðja sýningin er á verkum ítölsku lista- konunnar Marisa Merz sem margir þekkja frekar fyrir að vera eiginkona listamannsins Mario Merz. Marisa Merz var snemma upptekin af hugmyndum sem síðar áttu eftir að einkenna Arte Povera hópinn og er þetta í fyrsta skipti sem stór sýning er haldin á verkum hennar í París. Þeir sem kjósa frekar að fara í galleríin geta til dæmis gengið um Mýrina og nágrenni ög litið inn í sýningarsalina á Debel- leyme-götu, en þar sýnir m.a. ameríska listakonan Lis Larner í Galerie Jennifer Flay og sýningin New York on Paper stendur til 29. janúar í Galerie Thaddaeus Ropac. Danski lista- maðurinn Per Kirkeby, sem fékk finnsku Ars Fennica verðlaunin í ár, sýnir til annars sunnudags ný verk í Galerie Lelong og opnuð verður sýning með verkum Errós í Palais des Congrés á föstudaginn. Hún stend- ur til 21. apríl. Norræn kvikmyndahátíð verður haldin dagana 19. janúar til 1. febrúar í kvikmyndahúsinu Europe Pant- héon og verða m.a. sýndar tvær íslenskar myndir: Ryð eftir Lárus Ými Óskarsson og Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Mynd eftir James Bishop Með hraðlestinni tekur tvo tíma að fara til Lyon, en þar er einnig mjög blómlegt menningarlíf. í Nýju óperunni er t.d verið að sýna til 30. janúar Litlu töfraflautuna eftir Mozart í uppfærslu Louis Erlo og tónstjórn Claire Gibault. Þetta er eins konar vasaút- gáfa af Töfraflautinni, þar sem fylgst er með þremur unglingum, Paminu, Tamino, og Papageno og bar- áttu þeirra í hinum harða heimi þar sem góðir menn hafa sína galla og vondir menn sínar Ijóðrænu hliðar. Verkið er hugsað fyrir börn jafnt sem fullorðna. Laufey Helgadóttir Samantekt: Þórunn Þórsdóttii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.