Alþýðublaðið - 20.11.1920, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
heldur "VerItstjöi‘«í£ 1 :ig1 livilíiii’, til ágóða
fyrir styrktarsjóð sinn, sunnudaginn 21. nóv. í Bárunni.
Til skemtunar verður :
Ræða — Einsöngur — Kveðskapur (10 ára stúlka)
Gamanvísur — Hornablástur.
Síðast hlutavelta með mörgum ágætum dráttum, svo sem:
ko!, olía, fiskur, sykur og margir aðgöngumiðar í Nýja Bío,
ásamt mörgum ágætum hlutum, sem öllum eru nytsamir.
Aðgöngumiðar kosta 1 krónu hver, og verða seldir í Bárunni frá
kl. 10—12 árdegis og 2—5 síðdegis á sunnudaginn. Ennfremur
við innganginn, ef rúm leyfir. — Skemtunin byrjar stundvíslega
klukkan 7. Húsið verður opnað ld. 63A síðd. — Nefndin.
FulltrUaráðsf undur
verður haldina á sunnud. 21. þ. m. kl. 2 síðdegis á venjuiegutn stað.
andinn»
Amensk /andnemasaga.
(Framh.)
„F&rðu tii manna þinna", sagði
Níithan, „fylgdu þeim út úr kjarr*
inu, og þegar þú sérð mig veifa
hendinni, þá skundaðu með þeim
yfir hæðina. Ea í snatri, vinur,
því annars geta illmenninn séð
Þ»g“-
Þegar Roland kom aftur til
samferðafólksins, sá hann, hve
heimskulegt hafði verið, að leggja
til orustu við rauðskirmana. Keis-
ari gamli sat í hnút í hnakknum,
eins og hann byggist við því á
hverju augnabliki, að fá kúlu í
hausinn, og Pardon Færdig kvein-
aði aumlega.
„Getur maðurinn bjargað okk-
ur, Ro!and?“ hrópaði Edith.
„Eg vona það", svaraði bróðir
hennar. „Sem stendur erum við
að minsta kosti ekki f bráðri
hættu".
Hann skýrði þeim nú í fáum
orðum frá því, hvernig málið
horfði við, og rétt á eftir voru
þau aftur komin af stað, en námu
staðar er þau sáu Nathan bíða
óþolinmóðan uppi á brúninni, eftir
því að gefa þeim merki. Bráðlega
gaf hann það samt, og hópurinn
hélt upp brekkuna og komst
slysalaust yfir hæðina. Brátt voru
þau horfin inn í dymmu skógar-
ins, og létu rauðskinnum það eft-
ir, að finna spor þeirra í myrkrinu.
„Nú eru þrjótarnir að baki
okkar", sagði Nathan, sem gekk
við hlið Rolands, „og þeir skalu
framvegis fá að vera þar. Sprett-
ið úr spori, þó hestarnir séu
þreyttir orðnir; því ef við kom
umst ekki að neðra vaðinu, áður
en almyrkt er orðið, getur farið
illa fyrir okkur. — Hlustaðu, vin-
ur minnl"
Trylt, skersndi óp barst til
eyrna þeirra úr skóginum hinum
megin hæðarinnar.
„Sagðir þú ekki áðan", mælti
Nathan, „að þú hefðir fundið
dauðan rauðskinna í skóginum?"
„Vissulega sáum við hræðilega
iimlest lík rauðskinna", svaraði
Roland, „og ef eg tryði sögunum
um skógarandann, þá hefir það
verið handaverk hans, sem þar
gaf að Iíta.“
„Þá mátt þú vera glaður", sagði
Nathan, „því rauðskinnar hafa nú
fundið lík íélaga síns, sem vafa-
l&ust hefir verið njósnari, og það
er alrnælt, að þegar svo vill til,
þá verði þeir svo skelfdir, að þeir
hætti við hinar illu fyrirætlanir
sfnar".
Nathan gekk svo hratt, að
hann var stöðugt á undan þeim,
er ríðandi voru. Úr skóginum
hélt hann inn á óendanlega mýra-
flóka, þakta þéttu kjarri á víð og
dreif. Myrkrið skall á, himininn
varð þakinn skýum og f fjarlægð
drundu þrumur. Nathan fór fyrir
þeim, öruggur og ótrauður, og
bauð vegleysunum óspart birg-
inn; var af því auðséð, að hann
þekti hvern krók og kima f
skóginum á margra míina svæði.
Sá, sem tók hjólbörurnar á
fisksölustaðnum fyrir nokkrum
dögum, skili þeim þangað, eða
heim til mín. Börurnar eru auð-
þektar af mörgum. Jón Guðna-
son fisksali, Bergstaðastræti 44.
Duglegur maður óskar eftir
góðri og þokkalegri vinnu. A. v. á
Verzlunin Hlíí á Hverfisgötu
56 A selur meðal atmars: Úr
aluminium'. Matskeiðar á 0,70,
theskeiðar á 0,40 og gaffla á 0,70.
Borðhaífa, vasahnífa og starfs-
hnífa frá 0,75—3,00 Vassspegla,
strákústa (ekta), hárkústa, glasa-
hreinsara 0,50, fatabursta og
naglabursta. Kerti, stór og smá,
saurnavélaolíu, diska, djúpa og
grunna og hinar þektu ódýru
em&illeruðu fötur; og svo eru ör-
fá stykki eftir af góðu og vdnduðu
bakfóskunum, fyrir skól&börrin.
'V’erzltmin wVonK hefir
fengið birgðir af allskonar vör-
um. Melfs, Kandís, Strausykur,
Súkkulaði, Kaífi, Export, Kökur,
Ostar, Harðfiskur, Lax, Smjör ís-
lenzkt, Kæfa, Hangikjöt, Korn-
vörur og Hreinlætisvötur. —
Spaðsaltað íyrsta flokks dilkakjöt
að norðan er nýkomið.
Virðingarfylst.
Gunnar Signrðsson.
Sfmi 448. Sfmi 448.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðór:
ÓlafuT Friðrilisson.
Frontsmiðjssn Suteaborg.