Alþýðublaðið - 20.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.11.1920, Blaðsíða 1
 ö-efid tit ná A.lþýdiafllol£k:»wiaL. 1920 Laugardaginn 20. nóvember. 268 tölubl. ITöruskömtunin og- stj órnin. Verðiagsnefnd nauðsynleg um alt iand. Alþýðublaðið bélt því fram, 'fjegar f byrjun, er verðlagsnefndin <var skípuð, að engri átt næði að hún hefði ekki víðtækara valds- svið en Reykjavík. Hin blöðin <víttu rrsjög þessa skoðun og báru fcað á Aiþýðublaðið, að það væri andvfgt verðlagsnefnd. En eins og -margsýnt hefir verið íram á hér í €>laðinu, voru það aðeins útúrsnún- ingar andstæðinganna og tilhneig- íng þeirra til að rýra álit blaðsins, að fjarstæðu þessari var haldið Iram. Þegar svo auglýsingin um skömtun á sykri og hveiti kom •ét, benti blaðið á hve fjarri öllu lagi sú ráðstöfun væri. Svo mönnum gefist kostur á að heyra álit manna utan Reykjavík- nr um þessi mál, birtum vér hér íbréfkafla frá ísafirði: „ . . . Það er óhugsandi annað, en að gleymska ráði því, að ekki «r tekið fram í reglugerðinni, að framtalning sé gerð á hveiti og sykri og dregið af seðlaútlátura fyrir birgum. Samvinnumannaráð- iaerrann, Pétur Jónsson, getur ekki verið þektur fyrir að gefa efna- mönnunum svona forréttindi, ekki •asíst af því, að það eru einkum fátæklingar sem þurfa sykurskamt- ánn sinn, vegna erfiðrar aðstöðu um mjólkurútvegun. En með þessu lagi, að augíýsa skömtun fyrirfram með tveggja mánaða fyrirvara og draga ekki frá seðlauthlutun fyrir birgðum, er efnamönnum gefið tækifæri til að kaupa upp allan sykur f landinu. Steyttur sykur er nú seldur hér á kr. 4,50 kg., 80 aur. fyrir ofan hámarksverð f Rvík. Hvers eiga landsmenn utan Rvíkur að gjalda, að jþeir skuli þurfa að greiða nauðsynjavöru meira en 20% hærra verði en )Reykjavíkurbúar. Ekki er So aura .„.flutnings'kostnaður á hvert kg. Nei, flutningskostnaðurinn er ekki meira en 6 aurar á kg., og haldist þetta verðlag áfram, þá greiðir þetta eina kauptún, með h. u. b. 2000 íbúum, kátfc á hriðja þúsnnd krónnr á mán- nði, eða um þrjátíu og fimm þúsund og fimm hnndruð krón- nr á ári í óhæfilegan auka- skatt,* sem annaðhvort rennur f vasa kaupmanna hér eða heildsala í Reykjavík. ¦Vill nú ekki stjórnin sjá hvað þetta er ranglátt og fúlmenskulegt í alla staði gagnvart alþýðu þessa lands. Vill hún ekki skilja það, að sem landsstjórn á hún að bera hag alls landsins fyrir brjósti, en ekki einstakra sníkjudýra, sem nota sér neyðina, er stafar af við skiftakreppunni. Vill hún ekki bæta þetta ranglæti með þvf, að láta verðlagsnefndina ná til alls landsins. Því er barið við að það geti ekki komið að notum. Verð- iagsnefndin geti ekki vitað svo gjörla um vöruverð á öllu landinu. Þetta er, fljótt athugað, þungbær mótbára, en ef við skoðum málið vel, þá er hún einkisvirði. Ekkert er auðveldara en að fela lögreglu- stjórum að síma verðlagsnefnd, einu sinni eða tvisvar á mánuði, verð á helstu nauðsynjavörum, eða að fá einhverja sjáltboðaliða til að gera það; nógir neytendur myndu verða til þess. Yrði þetta gert, myndi það verða undantekn- ing að okrað væri á helstu lífs- nauðsynjum, f stað þess, að nú mun undantekning að ekki sé á einhvern hátt okrad á lifsnauð- synjum almennings. Eg hefi kastað þessum stað- reyndum og tiilögum fram í þeirri von, að það beri einhvern árangur, *) Sykureyðslan reiknuð '/* kg. á mann á viku. sé ekki landsstjórnin staurblind fyrir þvf, hvað almenningi er fyrir beztu. Það hvílir þung ábyrgð á herð- um þeirrar stjórnar sem leyfir kaupsýslumönnunum óhindrað að þjaka alþýðu þessa lands, því þegar alþýðan vaknar og sér að „hún er voldug og sterk", þá verða tök hensar á blóðsugunum því fastari sem blóðsugurnar hafa verið ágengari við alþýðuna." Grikklanðsmálin. Khöfn, 20. nóv. Reutarsfréttastofa tilkynnir, að Kondurioti sé farinn frá, en Olga drotning hafi íallist á að verða við beiðni stjórnarráðsias um aS taka við rfkisstjórn unz Konstantin kemur heim. Klrlend. mynt Khöfn 20. nóv. Sænskar krónur (100) kr. 142,50 Norskar krónur (100) — 99.35 Dollar (1) — 7,47 Pund sterling (1) — 25.71 Þýzk mörk (100) — 10,60 Frankar (100) — 44.75 Kvöldskemtun heldur Verk- stjórafélag Reykjavíkur til ágóða fyrir styrktarsjóð sinn annað kvöld í Bárunni. Þar verður margt til skemtunar, sem sjá má af aug- lýsiagu annars staðar í blaðinu. Mínervufundnr verður i kvöld. Bragi hefir söngæfingu í G.T.- húsinu á morgun kl. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.