Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 1
KNATTSPYRNA VETRAROLYMPIULEIKARNIR HANDKNATTLEIKUR adidas EQUIPiyiENT Það besta frá Adidas 1994 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR BLAÐ Lokatilboð: IHF býðst til að greiða hluta sjónvarpskostnaðar ALÞJÓÐA handknattleikssam- bandið, IHF, er tilbúið að taka þátt i sjónvarpsupptöku- og sendingarkostnaði vegna leikja heimsmeistarakeppninnar á næsta ári. íslenska fram- kvæmdanefndin og HSÍ hafa f rest til 28. febrúar til að ganga að tilboðinu, en verði því hafn- að, verður keppnin ekki á ís- landi. Eins og greint var frá fyrir helgi fóru fjórir fulltrúar HSÍ og HM-nefndarinnar á framkvæmda- stjórnarfund IHF í Vínarborg s.l. laugardag. Þeir höfðu á tilfinning- unni að búið væri að ákveða að taka keppnina af Islendingum, en fengu að leggja gögn á borðið máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að í samningi IHF við svissneska fyrir- tækið CWL, sem keypti sjónvarps- réttinn frá keppninni, var ekki skýrt hverjum bæri að greiða framleiðslu- kostnað sjónvarpsefnis. IHF féllst á þessi rök og gerði HSÍ tilboð, bauð hlutdeild í sjónvarpskostnaðinum. Samkvæmt útreikningum íslenska Sjónvarpsins er áætlaður kostnaður um 58 milljónir króna, en ekki fékkst uppgefið í hvetju tilboð IHF fellst nákvæmlega. Raymond Hahn, fram- kvæmdastjóri IHF, sagði það mál IHF og HSÍ, Kjartan K. Steinbach, varaformaður HSÍ, sagði um álitlega upphæð að ræða og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sagði að nærri léti að IHF fjármagnaði kostn- að vegna 40 leikja af 86 í keppninni. íslenska sendinefndin þakkaði Staffan Holmqvist, formanni Hand- knattleikssambands Evrópu og Sænska sambaiidsins, að hlustað var á rök hennar á laugardag. Holmqvist sagði það ekki rétt, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en vera íslend- inga á staðnum hefði verið sterkur leikur hjá Ólafi B. Schram. Fyrir vikið hefðu menn geta tekið málið fyrir að öllum viðstöddum, sem hefði haft mikið að segja. Hins vegar sagði hann að ekki hefði verið ákveðið að taka keppnina af íslendingum og Hahn þvertók fyrir það. HM-nefndin ræddi tilboð IHF á fundi í gær og sambandsstjórnar- fundur HSÍ tekur málið fyrir í kvöld, en formaður HSÍ leggur til að tilboð- inu verði tekið. HAIMDBOLTI: VÍKIIMGSSTÚLKUR BIKARMEISTARAR EFTIR ÆSISPENNANP) LEIK / B8 Landslið- ið keppir í Bandaríkj- unum í vor ÍSLAND og Bandarfkin leika æf- ingalandsleik í Cleveland í Bandarikjunum 24. apríl. Við- ræður um leik hafa staðið að undanförnu og f gær fékk KSÍ staðfestingu á boði Bandaríkja- manna. Knattspyrnusamband Bandaríkj- anna bauð ferðir og uppihald fyrir 25 manns. íslenski hópurinn fer héðan 21. apríl og kemur heim dag- inn eftir leik. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, kemur boð Banda- ríkjamanna sér mjög vel fyrir ís- lenska landsliðið, sem leikur vænt- anlega þijá ieiki í Evrópukeppninni i haust. Hann sagði þetta enn eina staðfestingu á stöðu íslenskrar knattspyrnu, en á skömmum tíma hefur KSÍ þegið boð frá Japan og Brasilíu um leiki ytra á næstunni og verður Bandaríkjaferðin þar á milli. Ásgeir fylgist með Þorvaldi Ásgeir Elíasson, iandsliðsþjálfari, heldur í dag til Englands í þeim til- gangi að fyigjast með Þorvaldi Örl- ygssyni í leik með Stoke gegn Bolton í 1. deildinni. Þorvaldur hefur þótt leika geysilega vel með félaginu að undanförnu, og fær verðuga and- stæðinga í þessum leik; Bolton er komið í átta liða úrslit ensku bikar- keppninnar; sló Aston Villa út úr keppninni um helgina. Gritsjúk og Platov hlutu ísdansgullið RÚSSARNIR Oksana Gritsjúk og Evgení Platov, sigruðu í ísdansi á Ólympíuleikun- um í Lillehammer í gærkvöldi, er þriðji og síðasti hluti keppninnar fór fram. Skylduæfíngarnar voru á föstudag, svo- kallaðar grunnæfingar á sunnudag og frjálsi dansinn í gærkvöldi. Annað rússn- eskt par, heimsmeistararnir Maya Usova og Alexander Zhulín, sem búsett eru í Bandaríkjunum, varð í öðru sæti og Bret- arnir Jayne Torvill og Christoper Dean urðu í þriðja sæti. Bretarnir — sem sigruðu á Ólympíuleik- unum fyrir tíu árum og hófu nýlega keppni á ný eftir að hafa starfað sem atvinnu- menn í nokkur ár — urðu Evrópumeistar- ar í Kaupmannahöfn fyrir mánuði, en breyttu frjálsu æfingunum verulega eftir það mót og breytingarnar féllu dómurun- um níu greinilega ekki í geð í gær. Breska parið náði sér ekki sérlega vel á strik á föstudag, varð í þriðja sæti, en dansaði stórglæsilega rúmbu á sunnudag, sigraði í þeirri grein, og var í efsta sæti ásamt Usovu og Zhulin fyrir síðasta keppnisdag. Gritsjúk og Platov voru þriðju. Þau síðastnefndu fengu hæstu einkunnir fyrir fijálsu æfingarnar á EM á dögunum en voru of langt á eftir Bretunum til að ná meistaratitlinum. Rússarnir ungu, sem eru á myndinni til hliðar, dönsuðu aftur glæsilega í gærkvöldi undir dúndrandi rokktónlist og gullið var þeirra. Gritsjúk, sem er 22 ára, brast í grát af gleði þegar úrslitin lágu ljós. ■ Ólympíuleik arnir / B3-B7 Reuter /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.