Morgunblaðið - 22.02.1994, Qupperneq 5
B 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994
VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR í LILLEHAMMER
Reuter
Þeir hafa tekið völdin
VERÐLAUNAHAFARNIR ungu í listhlaupi karla á skautum; frá vinstri: Elvis Stojko frá Kanada (silfur), Rússinn
Alexej Urmanov (gull) og Frakkinn Candeloro (brons). Þeir eru allir um tvítugt.
Seizinger öruggur
sigurvegari í bruni
KATJA Seizinger hefur forystu
í stigakeppni heimsbikarsins í
risasvigi og ætlaði sér sigur í
greininni á Ólympíuleikunum.
Þýska stúlkan datt hins vegar
í risasviginu í sfðustu viku, en
bætti það upp á laugardaginn
með því að sigra f bruni. „Eg
reyndi að slaka á en auðvitað
var mikil pressa á mér. Sigur-
inn skiptir mig gífurlega miklu
máli,“ sagði þessi 21 árs þýska
stúlka eftir sigurinn.
Þrátt fyrir að hafa dottið í risa-
sviginu var Seizinger talin sig-
urstranglegust í bruninu og hún stóð
undir væntingunum. Hún var þriðja
í rásröðinni, fékk tímann 1.35,93
mín., og eftir það má segja að að-
eins hafa verið um að ræða keppni
um silfurverðlaun. „Þetta var ekki
fullkomin ferð hjá -mér, ég gerði
nokkur mistök í efri hlutanum en
fór mjög hratt um miðbik braut-
arinnar," sagði Seizinger, sem varð
í fjórða sæti bæði á Ólympíuleikun-
um 1992 og á heimsmeistarmótinu
í fyrra.
Bandaríska stúlkan Picabo Street
náði silfrinu, var 0,66 sek. á eftir
Seizinger og hlutu Bandaríkjamenn
þar með fjórðu verðlaun sín í jafn
mörgum alpagreinum. Glæsilegur
árangur og mun betri en t.d. banda-
rískir fjölmiðlar höfðu reiknað með,
en þeir voru ekki bjartsýnir fyrir
leikana. Isolde Kostner frá Ítalíu
varð þriðja og fékk þar með önnur
bronsverðlaun sín á leikunum. Aðrar
en þessar tvær voru meira en sek-
úndu á eftir sigurvegaranum.
Uppalin á flatlendi
Það þykir merkilegt við Seizinger
að hún er ekki alin upp í hinum
hálenda suðurhluta landsins, eins og
flestir bestu skíðamenn Þýskalands,
heldur í því mikla iðnaðarhéraði
Ruhr, sem er nánast algjörlega flatt,
og það var á fríum í Frakklandi sem
hún lærði að renna sér á skíðum.
Pjölmiðlar hafa sagt hana dóttur
milljónamærings; verksmiðjueig-
anda sem sé með 4.000 manns í
vinnu. Hún er ekki hrifin af þessu
og vildi lítið tjá sig um málið eftir
sigurinn. Sagðist hafa verið í skóla
undanfarin ár og ekki vita nákvæm-
lega hvað faðir hennar væri að
bjástra...
Reuter
Katja Seizinger með gullpeninginn langþráða eftir sigur í bruninu.
Vill draga úr hradanum
Mikið hafði verið rætt um öryggi brunara eftir dauða austurrísku stúlk-
unnar Ulriku Maier í keppni í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi fyrir
skömmu. Nokkrar stúlkur duttu í keppninni á laugardag, en enginn slasað-
ist alvarlega. Sigurvegarinn Seizinger, sem þykir hugdjörf, hafði gagn-
rýnt brautina sem keppt var í á laugardag; taldi hana of auðvelda og
óspennandi. Eftir sigurinn talaði hún hins vegar á öðrum nótum: „Þetta
var góð braut. Ekki hættuleg en reyndi mjög á tæknina.“ Seizinger hvatti
til þess að framvegis yrði keppt í „hægari" og öruggari brautum en áður
— eins og þeirri sem keppt var í á laugardag, sem var óvenju „hæg“; —
beygjurnar voru óvenju krappar og þannig dregið úr hraðanum. „Aðeins
góðir skíðamenn ná miklum hraða í braut eins og þessari," sagði hún og
bætti við að engin hætta væri á að hinir iakari næðu of miklum hraða.
„Beygjurnar ráða hraðanum." „Mér þótti þetta frábær braut fyrir Ólympíu-
leika. Hún krafðist tækni en var alls ekki hættuleg. Við þurftum hvergi
að sýna sérstakt hugrekki."
Kynslóðaskipti
í listhlaupinu
Verðlaunahafar um tvítugt en fyrrum
heims- og ólympíumeistarar sátu eftir
ALEXEJ Urmanov frá Rússlandi var ekki talinn meðal þeirra fimm
sigurstranglegustu þegar keppni hófst í listhlaupi karla á skaut-
um í Hamar í síðustu viku, en hann fagnaði sigri á laugardags-
kvöldið eftir glæsilega frammistöðu. Urmanov er aðeins tvítugur
og það vekur athygli hve verðlaunahafarnir eru ungir; silfurverð-
launahafinn Stojko frá Kanada er 21 árs og Frakkinn Candeloro,
sem fékk bronsið, er ári aldri. í hópnum voru nokkrir fyrrum
ólympíu- og heimsmeistarar, en þeir verða að sætta sig við að
fara heim án verðlauna að þessu sinni.
Ekki var búist við miklu af Ur-
manov því honum gekk heldur
illa í báðum hlutum keppninnar,
grunnæfingunum og frjálsu æfing-
unum, er hann varð þriðji á Evrópu-
meistaramótinu í Danmörku fyrir
aðeins mánuði. „Eg veit ekki hvers
vegna mér hefur farið svona mikið
fram síðan í Kaupmannahöfn,“ sagði
hann eftir sigurinn. „Það eina sem
ég veit er að þegar ég einbeiti mér,
get ég sigrað. Þegar ég er með hug-
ann annars staðar en í keppnishöll-
inni, gengur ekkert."
Urmanov sagðist aldrei hafa
hugsað til þess að hann næði í gull-
ið, vegna þess hve margir góðir
keppendur hefðu tekið þátt, þar á
meðal tveir ólympíumeistarar og
fjórfaldur heimsmeistari. Þeir þrír
gerðu hins vegar nánast út um von-
ir sínar um verðlaun með slakri
frammistöðu í fyrri hluta keppninn-
ar, grunnæfingunum, á fimmtudag-
inn en gekk mun betur í seinni hlut-
anum á laugardag og færðust upp
töfluna. Viktor Petrenko frá Úkra-
ínu, ólympíumeistari 1992 og fyrrum
heimsmeistari fór úr níunda sæti í
það fjórða, núverandi heimsmeistari,
Kurt Browning frá Kanada úr 12.
sæti í það fimmta og ólympíumeist-
arinn frá 1988, Brian Boitano frá
Bandaríkjunum, úr áttunda sæti í
það sjötta.
Hefðbundið
Urmanov — sem hlotnaðist frægð
á Ólympíuleikunum í Albertville fyr-
ir tveimur árum, er hann varð fyrst-
ur til að framkvæma fjórfalt skrúfu-
stökk — varð hlutskarpastur bæði í
grunnæfingunum á fimmtudag og
ftjálsu æfingunum á laugardag.
Seinni daginn fékk hann mjög góðar
einkunnir bæði fyrir tækni og eins
listræna tilburði, en aðal keppinaut-
ar hans tveir fengu ekki eins háar
einkunnir þjá dómurunum fyrir síð-
arnefnda atriðið. Æfingar Ur-
manovs voru mjög hefðbundnar en
þeir Stojko og Candeloro buðu hins
vegar upp á nýstárlegar æfingar,
og lögðu báðir áherslu á það á eftir
að hægt væri, með góðum árangri,
að framkvæma æfingarnar öðruvísi
en lengi hefur verið gert. „Við
Philippe gerðum eitthvað öðruvísi,"
sagði Stojko. „Dómararnir verða að
átta sig á því að hægt er að fram-
kvæma æfingarnar á fleiri en einn
veg, og klassíska aðferðin mun ekki
alltaf sigra.“
Ekkert varð úr stökkeinvígi þeirra
Urmanovs og Stojkos. Báðir höfðu
lofað fjórföldu skrúfustökki og þre-
faldri skrúfu strax í kjölfarið, en
slíkt hefur aldrei verið framkvæmt
í keppni. Þeir hættu hins vegar við
og kusu að setja öryggið á oddinn.
Urmanov tileinkaði sigurinn móð-
ur sinni, þjónustustúlku sem býr í
Pétursborg, en þau eru sögð mjög
samrýmd. Það voru einmitt móðir
hans og amma sem fyrst fóru með
hann á skautasvell þegar strákur
var fimm ára. Þá hafði hann engan^
áhuga, en það hefur heldur betur
breyst.
Rússinn, sem gerði frjálsu æfing-
arnir undir tónlist Rossinis, fram-
kvæmdi átta þrefaldar skrúfur og
allar tókust þær fullkomnlega, nema
sú síðasta undir lokin, er hann missti
jafnvægið í lendingunni og minnstu
munaði að hann rækist í auglýsinga-
skiltin, sem umlykja svellið. Það
þótti reyndar tíðindum sæta hve vel
stökkin heppnuðust hjá honum, þeg-
ar haft er í huga að hann öklabrotn-
aði fyrir aðeins tæplega tveimur
árum, og hafði ekki náð sér að fullu
í fyrra þegar hann varð fimmti á
Evrópumeistaramótinu.
Páska iio knallspjrmiviMsla
í Mawkstor
30. mars - 5. apríl
,,£48.925 kr.
Btt allra skemmtilegasta knattspyrnulið sögunnar.
Bóka og greiða skal miða á knattspyrnuleiki a.m.k.
10 dögum tyrir brottför.
AP MiLAN - mvmm
11.-14. mans
Meistari Guilit og félagar á móti besta knattspyrnuliði
í heimi á San Siro 18. mars.
Síðast fór 3-2 í stórkostlegum leikl
Verðfrá
4 4
tfaURVAL-UTSYN
Uígrmíla 4: sími 699300, f HafnarfírÖi: sími 65 23 66,
við Ráðbústorg á Akureyri: simi 2 50 00
- og bjá umboösmönnum um land allt.