Morgunblaðið - 22.02.1994, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994
KÖRFUKNATTLEIKUR || HANDKNATTLEIKUR / BIKARÚRSLIT KVENNA
Þriðji
ÍAí
Skagamenn héldu sigurgöngu
sinni áfram þegar þeir sigruðu
KR-inga 111:110 í æsispennandi leik
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
Akranesi á sunnudags-
Gunntaugur kvöld'ð- Þetta var þriðji
Jónsson sigur þeirra í roð.
skrifar Heimamenn komu
fullir sjálfstrausts í
leikinn og strax í byijun var ljóst að
þeir ætluðu að selja sig dýrt. Þeir
höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum
en aldrei munaði meiru en sex stigum
og í hálfleik var staðan 59:53 fyrir ÍA.
Munurinn jókst í upphafi seinni
hálfleiks, KR-ingar lentu snemma í
villuvandræðum og það gerði þeim
erfitt fyrir. Um miðjan seinni hálfleik-
inn, þegar munurinn var rúmlega 10
stig, breyttu KR-ingar vöminni, byij-
uðu að pressa Skagamenn og náðu
þá að minnka muninn. Þegar 22 sek-
úndur voru eftir var munurinn kom-
inn niður í tvö stig, 109:107 og þá
var dæmd ásetningsvilla á KR-inga.
Jón Þór Þórðarson skoraði úr tveimur
vítum, kom ÍA í 111:107 og Hermann
Hauksson minnkaði muninn í eitt stig
með þriggja stiga körfu í næstu sókn
KR, þegar nokkrar sekúndur voru
eftir. KR-ingar pressuðu, og brutu á
Einari Einarssyni strax og hann fékk
boltann. Einar fékk vítaskot en tókst
ekki að skora en tíminn var of naum-
ur fyrir KR-inga.
Steve Grayer átti frábæran leik
fyrir ÍA, skoraði 35 stig og tók íjölda
frákasta. Jón Þór, ívar Asgrímsson
og Einar Einarsson voru einnig dijúg-
ir. Hermann Hauksson og Lárus
Árnason voru bestir KR-inga.
ÍBK sterkari á lokasprettinum
Keflvíkingar „stálu" sigrinum frá
Tindastólsmönnum á elleftu
stundu í fjörugum leik á Sauðár-
króki. Heimamenn
höfðu frumkvæðið
lengstum af og voru
mest með átta stiga
forskot, 51:43, í
seinni hálfleik. Keflvíkingar söxuðu
jafnt og þétt á forskotið og þegar
1,30 mín. voru til leiksloka var stað-
an jöfn, 69:69. Keflvíkingar voru
sterkari á lokasprettinum og munaði
þar mest um góða nýtingu í vítaköst-
um úr bónusskotum. Keflvíkingar
fögnuðu sigri, 73:77, í skemmtilegum
baráttuleik.
Það var greinilegt strax í byrjun
leiksins að heimamenn ætluðu að
selja sig dýrt. Vamarleikur þeirra var
sterkur og þá réðu þeir hraða leiks-
ins. Robert Buntic hafði góðar gætur
á Raymond Foster, sem skoraði að-
eins eitt stig í fyrri hálfleiknum.
Guðjón Skúlason og Sigurður Ingi-
mundarson voru hættulegustu menn
Keflvíkinga í sókninni. Hinrik Gunn-
arsson var mjög góður hjá heima-
mönnum og einnig Sigurvin Pálsson,
en hann varð að fara af leikvelli með
fímm villur fljótlega í seinni hálfleik.
Ingvar Ormarsson og Robert Buntic
áttu góða spretti og þá gerði Páll
Kolbeinsson oft usla í vörn Keflvík-
inga.
Valsmenn komu
Haukum á óvart
Valsmenn komu Haukum á óvart
með mikilli baráttu en urðu
samt að láta í minni pokann þegar
Hafnfirðingarnir
Stefán unnu 90:68 á Strand-
Stefánsson götunni á sunnudag-
skrifar inn. Valsmenn léku
án erlends leik-
manns, komu Haukum á óvart. Van-
matið hjá Haukum var greinilegt, en
Pétur Ingvarsson og Jón Öm Guð-
mundsson héldu heimamönnum á
floti í fyrri hálfleik. Munurinn varð
minnstur 3 stig um miðjan fyrri hálf-
leik þegar Ragnar Þór Jónsson og
Brynjar Karl Sigurðsson fóru á kost-
um. En Haukar höfðu þó átta stiga
forskot í leikhléi og eftir hlé jókst
bilið jafnt og þétt svo sigurinn var
aldrei í hættu.
Björn
Björnsson
skrífar
sigur
röð
„Við fengum stigin og það er aðal-
atriðið. Þeir gerðu okkur erfítt fyrir
með mikilli baráttu og stukku á alla
bolta,“ sagði John Rhodes, sem gerði
17 stig þó hans væri vel gætt, og
bætti við „við ætlum að enda tímabil-
ið vel, það er enn sex möguleg stig
eftir og ekki öll nótt úti enn.“ Pétur
og Jón Öm voru bestir Hauka fram-
anaf en Tryggvi Jónsson á enda-
sprettinum.
„Þetta var erfítt en við höfum engu
að tapa,“ sagði Brynjar Karl, sem
eins og áður kom fram, lék stórvel
ásamt Ragnari Þór. Guðni Hafsteins-
son og Bragi Magnússon áttu góða
spretti.
Njarðvíkingar máttu taka á
honum stóra sínum
Njarðvíkingar urðu að taka á hon-
um stóra sínum þegar þeir
mættu Skallagrími frá Borgamesi í
■■■■■■ „Ljónagryfjunni" í
Björn Njarðvík á sunnu-
Blöndal dagskvöldið. Borg-
skrífarfrá nesingar börðust vel
Njarövik og ijyu munaði að
þeim tækist að jafna á síðustu mínút-
unni. Lokatölur urðu 83:74. Leikur-
inn var ekki vel leikinn og mikið var
um mistök á báða bóga. Borgnesing-
ar sem tefla fram mörgum nýjum
mönnum börðust af krafti og þeir
náðu 10 stiga forystu, 25:35 um tíma
í fýrri hálfleik. Njarðvíkingar hmkku
þá í gang og settu 15 stig í röð og
breyttu með því gangi leiksins.
Eftirleikurinn virtist ætla að verða
léttur hjá heimamönnum, en Borg-
nesingar voru á öðra máli. Þeir neit-
uðu að gefast upp og þeim tókst
næstum að vinna upp 15 stiga for-
skot Njarðvíkinga á lokamínútunum.
Munurinn varð minnstur 3 stig 77:74,
en leikreynsla Njarðvíkinga dugði
þeim til sigurs að þessu sinni. „Við
gerðum of mikið af mistökum og það
var slæmt að fá á sig 15 stig í röð
í fyrri hálfleik. Þessi atriði vógu þungt
fyrir okkur í leikslok," ságði Birgir
Mikaelsson þjálfari og leikmaður
Skallagríms.
Bestir hjá Njarðvík vora Valur
Ingimundarson, Rondey Robinson,
Friðrik Ragnarsson og Jóhannes
Kristbjömsson en hjá Skallagrími
þeir Alexander Ermolinskij, Grétar
Guðlaugsson, Birgir Mikaelsson og
Henning Henningsson.
Naumur sigur Grindvíkinga
Grindvíkingar lentu í mesta basli
með spræka Snæfellinga í leik
liðanna í úrvalsdeildinni s.l. sunnu-
dag. Þeim tókst þó
að sigra 71:68.
Ólafsson Heimamenn naðu
skrífar góðum leikköflum í
fyrri hálfleik og vora
11-15 stigum yfír, en þegar Guð-
mundur Bragason fékk sína fjórðu
villu snemma í seinni hálfleik og fór
af vefli náðu Snæfellingar góðum
leikkafla og komust yfir þegar 5
mínútur vora eftir, 65:63. Bergur
Eðvarðsson jafnaði fýrir Grindavík
og kom iiðinu yfír 67:65. Kristinn
Einarsson skoraði 1 stig úr vítaskoti
en Pétur Guðumundsson skoraði 2
stig úr vítum þegar mínúta var eftir.
Snæfellingom mistókst körfuskot og
Marel Guðlaugsson innsiglaði sigur
Grindvíkinga með tveimur bónusvíta-
skotum þegar 12 sek. vora eftir.
Sverrir Þór Sveirisson skoraði síðustu
körfu leiksins fyrir Snæfell en tíminn
var of naumur fyrir liðið.
Grindavíkurliðið var nokkuð jafnt
en það er gaman að sjá til ungu strák-
anna í liðinu, Bergs, Inga Karls,
Marels og Péturs, sem vaxa með
hveijum leik. Hjá Snæfelli lék Eddie
Collins vel í vörninni en gekk illa
undir körfu andstæðinganna, Hreiðar
gætti Casey með góðum árangri og
Bárður truflaði spilið. Sverrir átti
góða spretti og skoraði mikilvæg stig
fyrir liðið.
Staðan / B11
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Ingibjörg Jónsdóttir er búinn að bijótast í gegnum vöm Víkinga og skorar. Inga Lára Þórisdóttir og Matthildur
Hannesdóttir koma engum vömum við.
„Heppnin með okkur“
- sagði Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði bikarmeistara Víkings
etta var mjög erfiður leikur sem
var í jámum allan tímann. Það
var greinilega mikil taugaspenna í
liðinu hjá okkur til að byija með
því við nýttum færi okkar mjög illa.
IBV-liðið byijaði leikinn betur og
við áttum á brattann að sækja allan
fyrri hálfleikinn. Lokamínútumar
voru erfiðar, við tveimur færri og
ÍBV gat jafnað leikinn. En við höf-
um það af og ætli megi ekki segja
að heppnin hafi verið okkar meg-
in,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir.
Theódór Guðfinnsson,
þjálfari Víkings
„Stelpurnar voru ótrúlega
taugaóstyrkar til að byija með og
misstu boltann hvað eftir annað í
fyrri hálfleik. Þær byijuðu seinni
hálfleikinn mjög vel og ég hélt að
þetta væri að koma hjá okkur en
þá byijuðu þær aftur á sömu mis-
tökunum og í fyrri hálfleik. Tauga-
spennan var ótrúlega mikil í lokin
en við höfðum lukkuna með okkur
I dag.“
Halla María Helgadóttir.Víkingi
„Ég var svo stressuð í fyrri hálf-
leik og ég held að þetta hafí verið
erfiðasti úrslitaleikur sem ég hef
spilað um ævina. Þetta var ekta
bikarleikur þar sem úrslitin réðust
ekki fyrr en á lokasekúndunum.“
Ragnar Hilmarsson,
þjálfari ÍBV
„Þetta var jafn leikur sem gat
farið á báða vegu, við fengum tæki-
færi til að jafna leikinn en nýttum
þau ekki. Ætli megi ekki segja að
leikreynsla Víkinga hafí gert út-
slagið en stelpumar hafa nú fengið
smáreynslu sem kemur til með að
koma þeim að notum seinna. Við
snúum okkur núna Tað íslandsmót-
inu, það má gera ýmislegt þar.“
Andrea Atladóttir,
fyrirliði ÍBV
„Þetta var mjög góður og spenn-
andi leikur og kannski má segja
að leikreynslan hjá Víkingum hafí
sagt til sín í lokin. Við erum reynsl-
unni ríkari og komum bara til baka
að ári og hirðum dolluna.“
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Pippen og
félagar brot-
lentu í IMew York
Patrick Ewing og félagar hans
hjá New York Knicks sýndu
leikmönnum Chicago Bulls í tvo
■■■■■■ heimana, þegar
Frá Scottie Pippen og
Gunnarí hans menn brot-
Valgeirssyni ientu í New York.
/ Bandaríkjunum sem skoraði
20 stig og tók 18 fráköst, var aðal-
maðurinn í geysilega sterkum varn-
arleik New York, sem vann 86:68.
Chicago hefur ekki skorað svo fá
stig í leik í vetur og karfa á síð-
ustu sek. leiksins kom í veg fyrir
að skor liðsins hafi verið það lægsta
í NBA-deildinni í vetur. New York
hefur ekki fengið svo fá stig á sig
síðan Indiana skoraði ekki nema
64 stig 10. desember 1985.
„Þetta var sætur sigur fyrir okk-
ur,“ sagði Pat Riley, þjálfari New
York. Leikmenn New York byijuðu
leikinn með miklum látum og léku
þeir mjög sterkan vamarleik, sem
sést á hálfleiksskorinu, 50:28. Pipp-
en skoraði aðeins fjögur stig í fyrri
hálfleiknum, en hann náði sér betur
á strik í þeim síðari og skoraði alls
25 stig. Chicago náði ekki að
minnka muninn nema í fjórtán stig.
Þetta var þriðji tapleikur Chicago
í röð, en liðið hefur ekki náð sér á
strik síðan Pippen sýndi frábæran
leik í stjörnuleiknum á dögunum.
Chicago mátti t.d. þola tap fyrir
Denver, en það var fyrsti sigur
Denver í átján leikjum.
Chicago lék án Toni Kukoc, sem
Patrick Ewlng lék vel með Ncw
York.
er meiddur.
Shaquille O’Neal skoraði 38 stig
og tók fjórtán fráköst þegar Or-
lando Magic lagði Milwaukee
109:104.
Charles Barkley fór á kostum —
skoraði 32 stig þegar Phoenix vann
LA Lakers 113:96.