Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 B 9 Stemmning og spenna Lokamínúturnarvoru æsispennandi, en Víkingar höfðu heppnina með sér og fögnuðu sigri VÍKINGSSTÚLKURNAR höfðu svo sannarlega heppnina með sér, þegar þær lögðu ÍBV að velli ífjörugum bikarúrslitaleik, 18:17, í Austurbergi á laugardaginn. Lokamínútur leikins voru æsi- spennandi og fengu Vestmannaeyingar þrjú tækifæri til að jafna leikinn og knýja fram framlengingu, en heppnin var ekki með þeim. Rétt áður en leiktíminn rann út, hafnaði knötturinn í stöng Víkingsmarksins. að var mikil stemmning og spenna í Austurbergi strax í byrjun leiks. Greinilegt var að leikmenn beggja liða voru taugaó- Kristjánsdóttir styrkir til að byrja skrifar með og til marks um það má geta þess að fyrsta markið kom ekki fyrr en á sjö- undu mínútu, þrátt fyrir ágætis færi hjá báðum liðum. ÍBV-stúlk- ur hristu svo af sér slenið og náðu þriggja marka forystu 6:3 um miðbik hálfleiksins, en Vík- ingar jöfnuðu og í leikhléi var staðan 8:8. Víkingsstúlkur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, 11:8, en ÍBV- stúlkur náðu að jafna 16:16, þó svo að þær væru tveimur færri. Inga Lára og Hulda skoruðu tvö næstu mörk Víkinga, 18:16, og Hanna fískaði vítakast og gátu Víkingar þar gulltryggt sigurinn, en Inga Lára skaut í stöng. Mikið var um mistök síðustu mínútumar hjá báð- um liðum. Knötturinn var dæmdur af Víkingsstúlkum þrisvar í röð og á lokamínútunni voru þær tveimur færri. ÍBV-stúlkur fengu ágætis færi til að jafna og þegar 10 sek- úndur voru eftir fór Sara Ólafsdótt- ir inn úr hominu — skaut í stöng og bikarinn varð Víkinga. Bestar í annars jöfnu liði Vík- inga vom Halla María Helgadóttir og Hanna M. Einarsdóttir, sem fiskaði fimm vítaköst. Þetta var hennar besti leikur í vetur. Judit Esztergal og Andrea Atladóttir voru bestar í liði ÍBV. Hefða Erllngsdóttlr sækir að vörn Eyjastúlkna. Ingibjörg Jónsdóttir og Andrea Atladóttir eru til varnar. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN Gamlir refir í sviðsljósinu MARGIR gamalkunnir refir voru f sviðsljósinu þegar leikið var 116-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Hinn 34 ára Lee Capman, sem lék lykilhlut- verk með Leeds, þegar félagið varð Englandsmeistari 1992, skoraði sigurmark West Ham gegn utandeildarfélaginu Kidd- erminster. Chapman, sem hef- ur aldrei leikið bikarúrslitaleik á Wembley, skoraði markið með skalla á 69. mín. að var varamaður sem kom West Ham í 8-liða úrslit og er það annað árið í röð sem vara- maður leikur stórt hlutverk hjá fé- laginu í 16-liða úrslitum. Trevor Morley kom inná fyrir Clive Allen og lagði upp sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu við knöttinn — lék laglega á bakvörðinn Kevin Row- land og sendi knöttinn síðan til Chapman, sem skoraði með skalla. Alvin Martin, 35 ára varnarleik- maður West Ham, var heppinn að vera ekki rekinn af leikvelli, eftir að hafa brotið á Jan Purdie, hættu- legasta sóknarleikmanni utandeild- arliðsins, undir lok fyrri hálfleiks- ins. „Ég hef oft séð leikmenn fá reisupassann fyrir svona brot,“ sagði Billy Bond, framkvæmda- stjóri West Ham. Andy Ritchie, 33 ára, skoraði sigurmark Oldham, 1:0, gegn Barnsley, aðeins fimm mín. eftir að hann kom inná sem varamaður. Tveir 36 ára kappar voru í sviðs- ljósinu á heimavelli Úlfanna, Mol- ineux. John Wark, sem var bikar- meistari með Ipswich 1978, skoraði fyrir Ipswich, en jafnaldri hans Cyrille Regis, sem varð bikarmeist- ari með Coventiy 1987, lagði upp jöfnunarmark, Úlfanna, 1:1, sem David Kelly skoraði. Úlfarnir léku án markaskorarans Steves Bulls, sem er meiddur. Glenn Hoddle, 36 ára leikmaður og framkvæmdastjóri Chelsea, fagnaði sigri, 2:1, gegn Oxford. „Við ætlum okkur alla leið til Wembley," sagði Hoddle. Chelsea hafði heppnina með sér á síðustu sek. leiksins, er Robert Ford tók vítaspyrnu fyrir Oxford — skot hans hafnaði á tréverkinu á marki Chelsea. Lögreglan varð að skerast í leikinn á heimavelli Oxford, þegar stuðn- ingsmenn Oxford veittust að stuðn- ingsmönnum Chelsea í leikhléi. Um 100 áhorfendur stukku þá inn á völlinn, þannig að seinni hálfleikur- inn hófst sex mín. seinna. Bolton hélt sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppninni og voru leik- menn Aston Villa fórnarlömbin á sunnudaginn. Bolton, sem sló Ever- ton og Arsenal út, lagði Aston Villa að velli, 1:0. Varnarmaðurinn Alan Stubbs skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu af 35 m færi — knöttur- inn hafnaði niður við stöng, óverj- andi fyrir Mark Bosnich. Bolton leikur í fyrsta skipti í 35 ár í 8-liða úrslitum. Manchester United, sem hefur ekki tapað í síðasta 31 leik sínum, vann Wimbledon örugglega, 0:3, á útivelli. United mætir Charlton eða Bristol City á Old Trafford í 8-liða úrslitum. Blackburn nálgaðist Manchester United í úrvalsdeildinni, með þvi að leggja Néwcastle að velli. Nú munar aðeins sjö stigum á félögun- um. David May skoraði sigurmark Blackburn, sem hefur unnið sjö leiki- í röð. Norðmaðurinn Jan Fjörtoft skor- aði tvö mörk fyrir Swindon gegn Norwich, 3.3, og hefur hann skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum Swindon. ■ Úrslit / B11 ■ CARLOS Valderrama, fyrir- liði Kólumbíu, verður frá keppni í fjórar vikur vegna meiðsla á hægra hné, sem hann hlaut í vináttulands- leik gegn Svíum, 0:0, í Miami. ■ ÞESS má geta að Valderrama og Svíinn Joachim Björklund voru reknir af leikvelli í leiknum. Vald- errama var rekinn af leikvelli eftir að brotið var á honum, en hann var ekki ánægður með það. ■ LEO Beenhakker var rekinn sem landsliðsþjálfari Saudi-Arabíu um helgina, en S-Arabar voru ekki ánægðir með störf hans. Beenhakker var ráðinn landsliðs- þjálfari S-Arabíu í nóvember, eftir að Brasilíumaðurinn Jose Candido var rekinn. S-Arabía tek- ur þátt í HM í Bandaríkjunum. ■ ALLY McCoist hélt upp á að leika á ný með Glasgow Rangers, eftir meiðsli, með því að skora þrennu í bikarleik gegn Alloa, 6:0. Duncan Ferguson, sem kostaði Rangers fjórar millj. punda, skor- aði einnig. Hann lék sinn fyrsta leik síðan í september. Dave McPherson, varnarleikmaður, var þriðji leikmaðurinn sem fagnaði því að vera byijaður að leika eftir meiðsli, skoraði einnig. McCoist, sem lék síðast í nóvember, skoraði mörk sín á 48., 71. og 83. mín. ■ ROMARIO skoraði þijú mörk fyrir Barcelona, sem vann stórsig- ur 8:1 á Osasuna á Nou Camp í Barcelona. Romario, sem var í leikbanni í fjórum síðustu leikjum Barcelona, hefur skorað 21 mark fyrir félagið. Hollendingurinn Ronald Koeman skoraði tvö mörk úr vítaspymum. ■ REAL Madrid lagði nágranna- liðið Atletico Madrid að velli, 1:0. Aðeins mínútu eftir að Paco Buyo, markvörður Real, varði glæsilega skot frá Navaraez, skoraði hinn ungi Jose Morales sigurmark Re- al, á 82. mín. Hann sendi knöttinn framhjá varamarkverðinum Abel Resino, sem kom inná fyrir Diego Diaz, sem fékk högg þannig að rif brákaðist. ■ BENITO Flores, þjálfari Real Madrid, stjórnaði sínum 100. leik í 1. deildarkeppninni á Spáni. „Þetta er lélegasti leikurinn sem Real Madrid hefur leikið undir minni stjórn. Ég er aðeins ánægður með úrslitin." ■ RUUD Gullit skoraði tvö mörk fyrir Sampdoría, sem vann Atal- anta, 3:1. Hann hefur skorað þrett- án mörk í vetur. ■ LEIKMENN Bayern Munc- hen fögnuðu sínum fyrsta sigri undir stjórn Franz Beckenbauer, þegar þeir léku gegn botnliðinu Leipzig, 1:3. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Við lékum frá- bæra knattspyrnu og vorum heppn- ir að skora tvö mörk strax í byijun leiksins,“ sagði Beckenbauer, sem skammaði leikmenn sína fyrir að gefa eftir síðustu tuttugu mín. lsiksins.“ ■ FRANKFURT náði ekki að komast á toppinn, þar sem félagið tapaði óvænt fyrir Karlsruhe, 1:0. Anthony Yeboah lék á ný heilan leik með Frankfurt, eða síðan hann meiddist í september. Hann á enn langt í land að ná fyrri getu — er ekki eins fljótur og hættulegur og hann var. NI55AIM í stöðugri sókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.