Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 22.02.1994, Síða 12
KORFUBOLTI Lazlo var aftur rek- inn úr húsi I i FRJALSIÞROTTIR Methjá Jóni Arnari Jón Amar Magnússon úr UMSS setti íslandsmet í 60 metra grindahlaupi í móti sem fram fór í Arósum um helgina. Jón Arnar tók þar þátt í sjöþraut og í 60 metra grindahlaupi fékk hann tímann 8,16 sekúndur en gamla metið var frá árinu 1986, 8,29 sekúndur. Jón Arnar naði 5.504 stigum í sjöþrautinni en hann á sjálfur ís- landsmetið, 5.620 stig, sett í fyrra. Árangur Jóns Arnars var þannig að hann hljóp 60 metrana á 7,08 sek- úndum, stökk 7,33 metra varpaði kúlu 13,94 metra, stökk 1,95 metra í hástökki og 4,30 metra í stangar- stökki og 1000 metrana hljóp hann á 3.03,53 mínútum. BADMINTON ísland í efsta sæti Islensku landsliðin, karla og kvenna, sem þátt taka í Heims- meistaramóti landsliða sem fram fer í Glasgow, eru í efstu sætum eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Stúlkurn- ar hafa lagt Spánveija og ísraela að velli, 4:1 í báðum leikjunum og strákarnir unnu Spánveija 5:0 og lið Barbados einnig 5:0. SKOTFIMI Ólafur þriðji ÆT Olafur Jakobsson tók þátt í opnu móti um helgina í Svíþjóð. Hann keppti í loftskammbyssu og varð þriðji, hlaut 575 stig sem er einu stigi frá íslandsmeti hans. Per Erik Persson vann með 579 stig annar varð Ragnar Skanaker með 577 stig. í fréttatilkynningu frá Skotsam- bandinu segir að þetta sé tvímæla- laust besti árangur skotmanns hér á landi á þessu keppnistímabili. Reulcr Gulldrottningin frá Rússlandi LJUBOV Jegorova frá Rússlandi geysist hér framúr Anitu Moen frá Noregi á síðasta spretti í 4x5 km göngu kvenna. Rússar sigruðu í göngunni og var þetta sjötta ólympíugull Jegorovu og níundi verðlaunapeningurinn sem þessi 27 ára gamla göngukona fær á Ólympíuleikum. Hún fær tækifæri til að krækja sér í tíunda verðlaunapeninginn í 30 km göngunni sem jafnframt verður síðast keppni hennar á Ólympíuleikum því hún ætlar að hætta keppni fyrir næstu leika og ger- ast kennari og eignast börn. ■ Nánar/ B3 Lazlo Nemeth, þjálfari úrvals- deildarliðs KR í körfuknatt- leik, var vísað af keppnisstað strax eftir leik ÍA og KR í úrvals- deildinni á sunnudaginn. Annar dómari leiksins, Kristinn Óskars- son, hefur sent kæru til aganefnd- ar KKI vegna þessa atviks og verð- ur málið tekið fyrir hjá nefndinni í dag. Undir lok leiksins á sunnudag dæmdi Kristinn ásetningsvillu á KR-ing og fengu því heimamenn bónusskot og boltann við miðlínu að þeim loknum. Skagamenn sigr- uðu með einu stigi og var Lazlo ekki ánægður með það og sagði eitthvað við dómarann sem veitti honum brottrekstrar víti, sem Lazlo var allt annað en ánægður með. Lazlo tók nýlega út eins leiks bann vegna brottrekstrar og að sögn þeirra sem til þekkja gæti þessi brottrekstur orðið honum dýrkeyptur, enda var skýrsla dóm- arans óvenju harðorð. JUDO Halldórog Sigurður þriðju Halldór Hafsteinsson, Ármanni, og Sigurður Bergmann, Grindavík, unnu til bronsverðlauna á alþjóðlegu mótti, Matsumae Cup, sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Halldór, sem ketti í -86 kg flokki, eftir einnar mín. glímu. Halldór vann þijár aðrar glímur á ippon, en tapaði einni. Sigurður lagði Danann Jensen að velli í keppninni um bronsið í +95 kg flokki. Hann náði fastataki á Jens- en þegar hálf mín. var eftir. Vernharður Þorleifsson, KA, tapaði fyrir Finnanum Kolanen í keppni um bronsið í -95 kg flokki og hafnaði í fimmta sæti. Saman- lagur íslensku júdómannanna tryggði þeim fimmta sætið í sveita- keppni, en í efstu tveimur sætunum voru sveitir frá Japan. ÞYSKALAND KNATTSPYRNA / 1. DEILD Leikir í 10 umferðum á sama degi í sumar - og leikir í sjö umferðum skiptast á tvo daga. Mótið hefst 19. maí og þá mætast m.a. efstu liðinfrá ífyrra, ÍAog FH Þórður skoraði Lék vel og var í liði vikunnar í Kicker órður Guðjónsson skoraði með skalla þegar Bochum vann SV Meppen, 4:0, í þýsku 2. deild- inni í knattspyrnu um helgina. Guðjón fékk mjög góða dóma fyr- ir leik sinn og var valinn í lið vik- unnar hjá íþróttablaðinu Kicker. Uwe Wegmann, fyrirliði Boch- um, skoraði þrjú mörk og lagði upp markið sem Þórður skoraði. Wegmann var einnig valinn í lið vikunnar. Bochum er í efsta sæti 2. deildar og virðist fátt geta kom- ið í veg fyrir að félagið endur- heimti sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þórður Guðjónsson KEPPNI í 1. deild karla íknatt- spyrnu hefst með fjórum leikj- um fimmtudaginn 19. maí n.k., en fimmti leikurinn verður dag- inn eftir. Leikir 10 umferða verða leiknir á sama degi í sumar, sjö umferða á tveimur dögum og leikir einnar umferð- ar dreifast á þrjá daga. Fjórar síðustu umferðirnar verða leiknar á laugardögum í sept- ember, en auk þess fara þrjár umferðir fram um helgar, þar af tvær af þremur í ágúst. Fimmtu- dagur verður helsti leikdagur sum- arsins, en leikir í átta umferðum fara nær allir fram á fimmtudög- um. Ein umferð verður á mánu- degi, önnur á mánudegi og þriðju- degi og ein til á föstudegi og laug- ardegi. Samkvæmt -niðurröðun hefjast allir nema tveir laugardagsleikir klukkan 14, en leikir á öðrum dög- um klukkan 20 með örfáum undan- tekpingum. Á síðasta ársþingi KSÍ var sam- þykkt að leikir í tveimur síðustu umferðunum, sem geta haft úr- slitaáhrif á stöðu efstu og neðstu liða, skulu fara fram á sama tíma. í 17. umferð mætast FH og Stjarn- an, ÍBV og Fram, ÍBK og ÍA, KR og Þór og UBK og Valur, en í 18. umferð Stjarnan og UBK, Fram og FH, ÍA og ÍBV, Þór og ÍBK og Valur og KR._ Allir þessir leikir eiga að hefjast lilukkan 14. Sem fyrr segir hefst mótið 19. maí en þá leika Fram og Stjarnan, ÍA og FH, Þór og ÍBV og UBK og KR, en Valur og ÍBK mætast kvöldið eftir. ENGLAND: X 2 1 2X1 1X1 X 2 X

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.