Morgunblaðið - 19.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1994, Blaðsíða 1
mrgmtfifaMfe MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 19. MARZ 1994 BLAÐ' c % Á ÞAÐ ER orðin rík hefð hjá Leikfé- lagi Akureyrar að enda starfsár- ið á því að sýna söngleik af ein- hverju tagi. Sett hafa verið á svið ýmis heimskunn söngverk og jafnan verið sýnd við góða aðsókn og undirtektir áhorf- enda. Nefna má verk eins og My fair Lady, Fiðlarann á þak- inu, Piaf og Leðurblökuna. Að þessu sinni verður söngleikja- hefð LA ekki rofin og viðfangs- efni þessa leikárs er ekki af lak- arataginu: Óperudraugurinn eftir Ken Hill, gerður eftir skáld- sögu franska rithöfundarins Gastons Leroux. Tónlistin í sýn- ingunni er úrval þekktra atriða úr frægum óperum, meðai ann- ars Parísarlífi og Ævintýrum Hoffmans eftir Offenbach, Faust eftir Gounod, Perluköfur- unum og Grfmudansleik eftir Verdi og Brúðkaupi Ffgarós eftir Mozart. _ að er ekki einasta að boginn sé spenntur við verkefnavalið heldur hefur LA af kostgæfni valið afburðafólk til að halda utan um og stýra sýningunni. Leikstjórinn er Þórhildur Þorleifsdóttir, en eng- inn íslenskur leikstjóri hefur svið- sett jafnmargar óperur með jafn- góðum árangri og hún. Þórhildur kemur nú til starfa hjá LA eftir tíu ára hlé, en síðast setti hún á svið nyrðra My fair Lady, sem er talin marka upphaf söngleikjahefðar- innar hjá félaginu. Þýðandi Óperu- draugsins er Böðvar skáld Guð- mundsson, sem áður hefur unnið slík verk fyrir LA auk þess sem félagið hefur sýnt frumsamin verk eftir hann. Búninga og leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, en hann hefur áður sannað list sína í Akureyrarleikhúsinu, meðal ann- ars með viðamikilli og glæsilegri leikmynd í Fiðlaranum á þakinu. Tónlistarstjóri er Hollendingurinn Gerrit Schuil, sem nýverið settist að nyrðra og hóf. að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hefur notið mikillar hylli úti í hinum stóra heimi fyrir píanóleik sinn og þó einkum hljómsveitarstjórn og hefur í vetur meðal annars stjórn- að Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Hér stýrir hann hljómsveit og hefur æft og undibúið söngvar- ana. Lýsing og hönnun hennar er sem löngum fyrr í höndum Ingvars Björnssonar, en hann hefur auk þess að vera Ijósameistari hjá LA sett mark sitt á sýningar fjöl- margra áhugaleikhúsa á Norður- landi á undanförnum árum. Draugur í Óperuhúsinu Óperudraugurinn, sem Leikfé- lag Akureyrar setur nú á svið, er leikgerð Bretans Kens Hills eftir skáldsögu franska rithöfundarins Gastons Leroux. Sagan gerist í Parísaróperunni um síðustu alda- mót og varð til þegar höfundur heyrði sögur um ógnvænlegan draug þar á bæ og dauðsföll sem tilvist hans voru tengd. Þá varð til sagan um Óperudrauginn með andlitsgrímuna, valdabráttu hans og forráðamanna óperuhússins og samband hans við unga og glæsi- lega söngkonu, sem lengi vel naut ekki hylli sem skyldi. Sagan var samin í aldarbyrjun en varð ekki S AMKOMUHÚSIÐ Á AKUREYRI verulega þekkt fyrr en löngu síðar. Fyrstu leikgerð Óperudraugsins samdi Ken Hill árið 1976 og þá við tónlist eftir lan Armit. Árið 1984 samdi Ken Hill þá leikgerð sem síðar hefur farið sigurför um heim- inn og er nú komin á svið Sam- komuhússins á Akureyri. í þessari gerð er notuð tónlist úr frægum óperum gömlu meistaranna, enda eðlilegt þegar fjallað er um raun- verulegt óperuhús og fólkið sem þar starfar. Aðrir höfundar hafa glímt við sögu Laroux um drauginn í Óper- unni. Meðal kunnra sýninga má nefna gerð Andrews Lloyds Web- bers, sem átti um hríð samstarf við Ken Hill um nýjan Óperudraug, en rifti samstarfi og fór eigin leiðir. Að sögn Hlínar Agnarsdóttur, starfandi leikhússtjóra á Akureyri, er sú leik- gerð mjög frábrugðin fyrri gerðum Kens Hills. Arið 1990 var gerð kvik- mynd eftir leikgerð Art- hurs Kopits um Óperu- drauginn. Að sögn Ger- rits Schuils, tónlistarstjóra, fer kvikmyndin að sumu leyti nær upp- runalegri sögu Leroux en gert er í hinni sjájfstæðu leiksviðsgerð Kens Hills. I þessum tveimur leik- gerðum er þó farin sama leið hvað varðar tónlist, að notuð eru þekkt söngatriði úr óperum gamalla meistara. Úrval söngvara og leikara Hálfur annar tugur söngvara og leikara tekur átt í sýningu LA á Óperudraugnum. Hlín Agnarsdótt- ir segir að raunar sé svo að flestir komi eitthvað við söng, þótt lítið sé í sumum tilfellum, en nokkrir bregða sér í fleiri en eitt hlutverk. Stærstu sönghlutverkin, Draug- urinn sjálfur og unga söngkonan Christine, eru í höndum söngvar- anna Bergþórs Pálssonar og Mörtu G. Halldórsdóttur. Með önnur hlutverk fara Ragnar Davíðs- son, Már Magnússon, Ágústa S. Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Sigurveig Jónsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Dofri Hermannsson, Sigurþór A. Hei- misson og píanóleikarinn og tón- listarstjórinn Gerrit Schuil. Söngur, leikur, gaman og alvara Óperudraugurinn er skemmtileg saga um ástir, harma, spennu og glens í einhverju glæsilegasta óperuhúsi veraldar. Með glæsi- legri óperutónlist undir stjórn Ger- rits Schuils, smellinni þýðingu Böðvars Guðmundssonar, traustri leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur á viðamiklu og glæsibúnu sviði Sigurjóns Jóhannssonar og lýsingu Ingvars Björnssonar að ógleymd- um hópi traustra söngvara og leik- ara má telja á svið komna sýningu sem er ekki síður búin til að slá í gegn norðan fjalla en sýningar sama söngvaleiks um Óperu- drauginn um víða veröld. Sverrir Páll Sagan gerisl i Parisar- óperunni um sióustu alda- mót og varó til þegar höf- undur heyrói sögur um ógnvsenleg- an draug þar á bæ og dauósföll sem tilvist hans voru tengd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.