Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
2 C
+ J
N O R R Æ N LISTAHÁTÍÐ Í STOKKHÓLMI
SAMHLIÐA því sem menningar-
og menntamál eru orðin þunga-
miðjan i Norðurlandasamstarfinu
var ákveðið að halda norræna
listahátfð árlega í þeirri borg, þar
sem vorþing Norðurlandaráðs er
haldið. í ár var slík hátið haldin í
fyrsta skiptið í Stokkhólmi, næsta
ár verður hún á íslandi. Af hálfu
skipuleggjenda nú var leitast við
að spanna sem flestar listgreinar
og gleyma ekki jaðarsvæðunum.
Auk hvers kyns listsýningar voru
haldnir umræðufundir, þar sem
lærðum og leikum gafst færi á að
ræða ýmislegt er varðar listir.
Ýmis veitingahús buðu upp á norr-
ænan mat og norræn skemmtiat-
riði, svo norrænn bragur var á
Stokkhólmi hátíðardagana 5.-13.
mars. Af islensku framlagi var
leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur,
„Ferðalok" hið veigamesta, en
auk þess voru sýndar fjórar ís-
lenskar kvikmyndir á hátíðinni og
íslenskir rithöfundar kynntu verk
sín og tóku þátt í umræðum.
Norrænt barnaleikhús:
Ekki bara til skrauts
eiklist setti mikinn svip á hátíð-
ina. Það var ekki síst framboð-
ið af barnaleikritum sem var glæsi-
legt og bauð upp á skemmtilegt
sýnishorn af því sem þar er efst á
baugi. Einnig var haldinn umræðu-
fundur um norrænt barnaleikhús,
sem Steinunn Jóhannesdóttir leik-
kona og rithöfundur tók þátt.
Af máli sænska, danska, finnska
og norska þátttakandans mátti
marka að þróun barnaleikhúss þar
hefur alls staðar verið keimlík. í lok
sjöunda og byrjun áttunda áratugs-
ins fóru að koma upp hópar sem
sérhæfðu sig í barnaleikritum eða
sinntu þeim reglulega. I upphafi
bar mikið á leikritum, þar sem ver-
ið var að koma ákveðnum boðskap
á framfæri við börnin. Sumsé var
leiklistin notuð til að kenna börnun-
um ákveðna hluti í félagslega
raunsæjum tón. Hin gerðin var svo
æfintýri og sögur sem höfðuðu
fyrst og fremst til hugmyndaflugs-
; ins. Slíkar sýningar hafa unnið á
| síðari árin, en félagslegt raunsæi
orðið sjaldséðara.
Á íslandi horfa málin nokkuð
öðru vísi við, eins og Steinunn Jó-
hannesdóttir fræddi gesti um. Þar
er vart hægt að tala um þróun í
leikritum fyrir börn. Hópur eins og
! Leikbrúðuland er algjör undantekn-
ing á íslandi, því stórar sýningar
fyrir börn eru nánast séreinkenni
íslensks barnaleikhúss. í nýjasta
hefti sænska tímaritinu „Teat-
ertidningen", sem fjallar um hinar
ýmsu sýningar á listahátíðinni, seg-
ir að barnaleikhús á íslandi sé horn-
reka í íslensku leikhúslífi. Blaða-
maðurinn hefur séð „Skilaboðas-
| kjóðuna" og talar um sýninguna
sem undarlega gamaldags, eins
og hægt væri að hugsa sér barna-
sýningu í sænska Þjóðleikhúsinu á
sjötta áratugnum. Sem listaverk
sé leikritið ekki sérlega bitastætt
; og á köflum reglulega hallærislegt,
en þegar anddyrið fyllist af lakks-
kóm, slaufum og sæligætispokum
'• sé ekki hægt að komast hjá að
hrífast af hátíðarstemmningunni.
í Ijósi þess að stórsnjöll barna-
j leikhús hafa þróast víða í ná-
grannalöndunum er spurning hvort
I peningunum væri ekki betur varið
í að styðja á stundum við litlar, en
hugmyndaríkar uppsetningar, líkt
og Næturgalann, sem hópur leik-
ara Þjóðleikhússins flutti eftir-
minnilega á sínum tíma, meðal
annars á listahátíðinni í Árósum. í
máli danska fulltrúans kom fram
að í Danmörku eru fjörutíu leikhóp-
ar sem eru styrktir til barnasýninga
og þrjátíu sem engan stuðning
hljóta.
í framhaldi af þessu er ekki úr
vegi að segja frá einum af leikhóp-
unum sem gistu Stokkhólm þessa
daga og fluttu leikrit sem fólk frá
níu ára aldri og upp úr getur notið.
Að tala um fólk hér er ekki fráleitt,
því verkið var ekki samið sérstak-
lega fyrir börn. Leikhópurinn „Blái
hesturinn" frá Árósum kom með
sýningu, sem heitir „Hvor har du
været sá længe" og byggir á þjóð-
vísum.
íslensk leikkona
fdönskum leikhóp
„Blái hesturinn" er einn af eldri
og þekktari tilraunaleikhópum í
Danmörku. Einn af meðlimunum
er Jóna Ingólfsdóttir, sem hefur
verið með hópnum í þrjú ár. Hún
hefur verið viðloðandi leiklist og
leiklistarnám undanfarin ár, búið á
íslandi og í Danmörku, þar sem hún
býr núna. Hugmyndin að leikritinu,
sem hópurinn flutti í Stokkhólmi,
kviknaði á sýningarferðum, en
hann hefur mikið ferðast og oft
sýnt erlendis. Þau tóku þá oft lag-
ið, heyrðu líka erlend þjóðlög og
þá beindist athyglin að dönskum
þjóðvísum, sem þau fóru að syngja
sér til ánægju. Það leið ekki á löngu
áður en hið dramatíska í kvæðun-
um vakti athygli þeirra og leikstjór-
inn, sem er pólskur, fór að raða
saman sýningu í kringum textana
og tónlistina. Fyrst var hópurinn
hálfsmeykur við hugmyndina og sá
fyrir sér sýningu með svolítið hal-
lærislegum þjóðdansabrag, en
niðurstaðan varð heldur önnur. Og
þó sýningin væri miðuð við full-
orðna í fyrstu, rann fljótt upp fyrir
hópnum að hún ætti erindi til stálp-
aðra krakka. Ekki of ungra þó, því
í sýningunni gengur á ýmsu, með
myrkri og eldi sem gæti skelft
óharðnaðar sálir.
Ekki er um eiginlegan söguþráð
að ræða. Leikararnir, sem eru fimm
í sýningunni, flytja kvæðin í ramma
sem myndaður er af leikmunum
eins og frumstæðum brúðum sem
notaðar eru í sýningunni og ýmsum
áhöldum og verkfærum. Leikendur
eru klæddir eins og almúginn á
miðöldum og andrúmsloftið er látið
minna á markað á þeim tíma, en
slíkar samkomur hafa vísast oftar
en ekki einmitt verið ramminn fyrir
þjóðkvæðaflutning. Eitt atriði í sýn-
ingunni er reyndar að leikendur
hlaupa um á milli áhorfenda og
bjóða þeim fisk til sölu og reka
hann upp að vitum þeirra, til að
sannfæra þá um að hann sé alveg
glænýr. Einnig eru notaðar grimur
í leikritinu og andlit þeirra fengin
að láni úr kalkmálverkum danskra
miðaldakirkna, en kalkmálverkin
segja einmitt oft sögur og þangað
er hluti af innblæstri sýningarinnar
sóttur. Með fáum en áhrifamiklum
sviðsmunum, skemmtilegum bún-
ingum, andlitsgervi og látæði tekst
hópnum af prýði að skapa þennan
viöeigandi ramma. Kvæðin eru
prentuð í leikskránni, en annar texti
er varla í sýningunni, nema stakar
setningar á skoplegum mállýskum.
Hópurinn hefur flutt verkið víða,
enda er þetta tilvalin farandsýning.
Leikstjóri er Aleksander Jochwed.
Leikarar auk Jónu eru Francois
Boulay, Lone Nedergaard, Margit
Szlavik og Kaj Pedersen. Sýningin
er glæsilegt dæmi um hvað má
gera úr einföldum texta, þegar
hugmyndaflug og næmi fyrir áhrifa-
mætti leikhússins fer saman, auk
góðs leiks og skemmtilegrar radd-
og líkamsbeitingar.
Svipmyndir úr rússnesku
byltingunni ífinnskri
verðlaunasýningu
Þegar leikrit er gott og vel leikið,
þá þarf ekki endilega að vera frá-
gangssök að skilja ekki textann.
Þannig er með sýningu finnska
Stúdentaleikhússiris á Mahnovits-
ina! sem fjallar um úkraínska
stjórnleysingjann Nestor Mahno,
mahnovítana og um bændaupp-
reisnina í Úkraínu 1918-1921. Við
fyrstu sýn virðist efnið kannski
þungt og lítið spennandi nema fyr-
ir áhugamenn um stjórnmálasögu,
en hér er á ferðinni sýning sem
er hreint lostæti fyrir leikhúsáhuga-
fólk, enda var hún valin besta sýn-
ing liðins árs í Finnlandi. Sýningin
er frábær að öllu leyti, þó sá sem
ekki er finnskumælandi treysti sér
ekki til að dæma um textann. En
í svo frábærri sýningu skiptir það
sumsé ekki öllu. Leikritið skiptist í
stutt atriði, nítján fyrir hlé og sex
eftir hlé og með leikskrá fylgdi ná-
kvæm efnisrakning leikritsins á
sænsku, senu fyrir senu, sem auð-
4-