Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
C 3
veldaði stórlega að fylgjast með
framvindunni.
Sýningin er samin og henni
stjórnað af athyglisverðasta leik-
stjóra ungu kynslóðarinnar í Finn-
landi, Esa Kirkkopelto, en hann er
28 ára. Sem stendur er hann að
vinna að uppsetningu á gríska
harmleiknum Ödipusi, með ungum
hópi atvinnuleikara, Q-leikhúsinu,
sem er líklega áhugaverðasti hópur
sinnar tegundar í Finnlandi. Og
þegar talað er um það besta í
finnsku leikhúslífi er óhætt að
ganga út frá því sem mjög góðu,
því leikhúslífið þar er einstaklega
öflugt og líflegt. Athyglin beindist
í fyrsta skiptið að Kirkkopelto fyrir
nokkrum árum að hann stóð að
sýningu með hópi, sem kallaði sig
Guðsbörn. Það eftirminnilegasta
við sýninguna var að í henni var
kastað skít í áhorfendur i orðsins
fyllstu merkingu. Nú notar Kirkkop-
elto hins vegar fágaðri vinnubrögð.
I sýningunni taka rúmlega tutt-
ugu ungir leikendur þátt, auk fimm
manna Balkanhljómsveitar. Ein-
ungis fáar persónur ganga í gegn-
um sýninguna, aðrir leika margar
persónur og svo almúgann í mörg-
um, stórum hópsenum. í stuttum
atriðum er saga Mahnos og hreyf-
ingar hans rakin. Eftir meðbyr
missir hann tökin, enda eru bæði
Trotskí og rauði herinn á móti hon-
um. Smátt og smátt missir hann
tökin og hrökklast að lokum í útlegð
til Parísar, niðurbrotinn á sál og
líkama. Vinir hans reyna að koma
honum til hjálpar, en hann er of
langt sokkinn í volæði og drykkju-
mennsku til að geta tekið á móti
henni. í lokin stendur hann einn
eftir, konan farin frá honum og lífs-
löngunin brostin.
Textinn er ekki eini burðarás
sýningarinnar, því í henni mikið
af alþýðusöngvum og dönsum og
eru dansatriðin alveg mögnuð,
dönsuð af kröftugu, ungu fólki,
sem hefur firna góða stjórn og til-
finningu fyrir líkamlegri tjáningu
og hreyfingum. Þó Finnar virðist
þungir við fyrstu sýn, þá hafa þeir
einhvern frumkraft til að bera rétt
eins og Rússar og geta dansað
eins og þeir, eins og sýningin ber
með sér, að ógleymdu því að
Finnar eru tangóþjóð, þó ótrúlegt
megi virðast. Eitt af því sem Kirk-
kopelto hefur mestan áhuga á í
leikstjórn sinni eru einmitt hreyf-
ingar og eðli þeirra. Á sýningunni
má sjá að mikil vinna hefur verið
lögð í líkamsögun leikarana, þó
útkoman sé öldungis áreynslulaus
og eðlileg. Tjáningarmáti leikar-
anna spannar því vítt svið. Dæmi
um úthugsaðar hreyfingar er hani,
sem gengur í gegnum sýninguna.
Hanann leikur hávaxinn og sterk-
legur strákur í gráum buxum,
gráum frakka með rautt belti og
rauða húfu. Þar sem hann spíg-
sporar um sviðið leynist engum
hvaða dýr er á ferðinni. Hann
myndi falla inn í hópinn í hænsna-
garði. Svona tilþrif án nokkurra
stæla eða hamagangs, en ein-
göngu byggð á yfirveguðum hreyf-
ingum eru mýmörg í sýningunni.
í leikritinu koma fyrir margar
hópsenur sem hver um sig er með
sínu sniði svo ekki er um endur-
tekningar að ræða þó efni nokkurra
senanna sé það sama. Þannig
koma til dæmis nokkrum sinnum
fyrir bardaga- og uppþotasenur,
en hver um sig er útfærð á sinn
sérstaka hátt, af unaðslegu hug-
myndaflugi. Ein senan fjallar um
anarkistahreinsanirnar, sem byrj-
uðu í Moskvu og breiddust síðan
út til Úkraínu. Hún er byggð upp
af atriðum, sem eiga að vera úr
áróðurskvikmyndum Trotskís, en
eru síðan látin breytast í átök og
morð hreinsananna. Leikendur eru
látnir bera við hvítt Ijós á kvik-
myndatjaldi, hreyfingarnarýktarog
rykkjóttar eins og í þöglu myndun-
um og undir er þeyttur hrossa-
brestur, svo skarkalinn verður eins
og smellirnir í gömlum kvikmynda-
vélum. Útkoman er hreint og beint
ótrúlega fjörleg uppákoma af harm-
rænum, en um leið afkáralegum
atriðum. í annarri bardagasenu er
barist með hamri og sigð, heygöffl-
um og -kvíslum, undir dillandi tón-
list og atriðið sett upp eins og
dans, þar sem stúlka með bundið
fyrir augun þyrlast á milli odda og
eggja.
Öll sýningin ber vott um vandaða
vinnu, nákvæman undirbúning,
fjörlegt hugmyndaflug og ótrúlega
tilfinningu fyrir og þekkingu á
möguleikum leikhússins. Þar við
bætist svo gneistandi leikgleði og
leikkraftur, sem lýsir af leikurunum
eins og best getur verið þegar um
nemendaleikhús er að ræða. Um
það geta íslenskir leikhúsgestir
vitnað eftir ýmsar velheppnaðar
leiksýningar hjá Nemendaleikhús-
inu og Stúdentaleikhúsinu á sínum
tíma. Kynnin af finnska hópnum
æsir upp löngunina til að kynnast
finnsku leikhúsi betur, því þar er
greinilega af mörgu góðu að taka.
Samískt leikhús er líka til -
Grænlenskir
frjósemisdansar
Meðal Sama hefur um árabil
staðið yfir vitundarvakning og sjálf-
stæðisbaráttan. Hluti af henni er
að endurvekja og innleiða leiklistar-
hefðir meðal þeirra. „Dearvvuoðat"
er einleikur þyggður á prósakvæð-
um Rauni Magga Lukkari. Efnið er
um ungan mann, sem hefur svipt
sig lífi og um líf á mörkum hins
hefðbundna Samalífs og nútímans,
um hvernig unga fólkið hefur ekki
lengur föstu hlutverki að gegna í
uppleystu nútímalífi, án gamalla
gilda. Orðin eru lögð í munn móður
hans, en einnig heyrum við orð
bróður hans og gamallar konur
sem talar fyrir munn hinna gömlu
og fyrir munn hefðarinnar. Samísku
kvæðin ásamt endursögn á norsku
fylgja með í leikskránni. Leikstjór-
inn er Anitta Suikkari, búningar og
leikmynd eftir Aslaug Juliussen og
textinn er fluttur af Mary Sarre.
Haukur Gunnarsson leikstjóri átti
þátt í gerð leikskrár.
Sviðið eru fallegir, bláir skermar
með viðarteinungum, auk þess
sem stór vagga eins og notuð var
áður fyrr handa Samabörnum
gegnir lykilhlutverki í sýningunni.
Það hljómar kannski sennilega að
sýning á máli sem gesturinn skilur
ekki skuli ekki ná tökum á honum,
en samt virtist skilningsleysi eitt
ekki skýring þar á. Leikkonan var
ung og falleg, en bjó alls ekki yfir
þeim krafti eða reynslu að geta
miðlað sorg lífsmæddrar móður og
virtist með engu móti getað miðlað
textanum sem eigin reynslu.
Grænlenskur danshópur, Silam-
iut frá Nuuk, gisti Stokkhólm hátíð-
ardagana og sýndi víða, meðal
annars í verslunarmiðstöð. Dans-
ararnir þrír, ung og grannvaxinn
stúlka, ungur maður og annar eldri
og pínulítill fluttu firna áhrifamikinn
dans, sem snerist um frjósemi og
getnað með tilheyrandi hreyfingum
og látbragði. Dansarnir undu sér á
milli áhorfenda, sem oftar en ekki
brá, þegar þeir uppgötvuðu þetta
seiðfólk, sem eins og vafðist í
kringum þá og dró þá inn í dans-
inn. Dansararnir voru málaðir í
framan, auk þess sem stúlkan set-
ur pinna upp í sig, svo andlitið afsk-
ræmist. Þar með fæst undarleg
mótsetning milli fallegs og liðugs
líkama hennar og afskræmds and-
litsins. Trommutónlist fylgir, auk
þess sem dansararnir mása og
hvása. Sýningarnar voru einstak-
lega áhrifamiklar og hópurinn vakti
hvarvetna verðskuldaða athygli,
þar sem hann kom fram.
Eftir þessi kynni af norrænni leik-
list er óhætt að segja að hún
blómstri. Næsta ár verður norræna
listahátíðin í Reykjavík og þar með
gefst tækifæri til að kynnast ein-
hverjum af þeim mörgu ágætu leik-
listarhópum, sem setja svip sinn á
norrænt listalíf. Framboðið er yfir-
þyrmandi gott.
Sigrún Davíðsdóttir.
HARALDUR ING
RÆÐIR UM LISTAG
O G LISTASTARF
LISTASAFNIÐ á Akureyri var formlega opnað 28.
ágúst á síðasliðnu ári og hefur þvf starfað f ríf-
lega sex mánuði. Það er til húsa f hinu svokallaða
Listagili, þar sem myndiistarmenn og konur hafa
komið sér fyrir á vinnustofum og gaileríum norð-
anmegin Gilsins. Listasafnið er á annarri hæð
hússins og hefur þvf aðeins verið opnað að hluta,
eða þar til þriðja hæðin verður laus.
að var búið að gera ýmsar tilraunir hér í bænum
til að reka sýningarsali," segir forstöðumaður-
inn, Haraldur Ingi. „í gegnum tíðina hefur menning-
arsjóður Akureyrarbæjar keypt listaverk sem hafa
hangið uppi í opinberum byggingum. Það gera þær
enn að vísu, vegna þess að hér er lítil aðstaða til
geymslu og lítið vinnupláss. Það lagast hins vegar
þegar við fáum efri hæðina eftir um það bil þrjú
ár. Reyndar upphefst þá fyrst leikurinn um að fá
fjármagn til að koma þeirri hæð í sýningarhæft
ástand. Annars er mér sagt að sú hæð sé mun
betur farin en þessi var og því ódýrara að gera
hana upp.
Það var lögð megin áhersla á að klára sýningar- •
salina hér, en síðan þarf pláss til að geyma verkin,
aðstöðu til skráningar og til reksturs. Það gleymist
oft þegar farið er út í svona fyrirtæki að það þarf
aðstöðu til að reka listasafn. En fyrr en það gerist,
er lítið hægt að halda einhverri yfirsýn yfir verk í
eigu bæjarins."
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Þær hafa verið afskaplega góðar. Aðsóknin
hefur verið miklu meiri en ég þorði að vona. Við
höfum reynt að vinna með grunnskólunum og sú
vinna er þegar farin að skila góðum árangri. Við
reynum að bjóða upp á fjölbreytt sýningahald;
bæði klassík - ef hægt er að tala um íslenska klass-
ík - það er að segja gömlu meistarana í bland við
frísklega samtimalist. Skipting salarins býður upp
á að blanda saman ólíkum hlutum og nú þegar eig-
um við gott samstarf við Listasafn íslands og Kjarv-
alsstaði."
En hvað er Listagilið? Er það eitthvert eitt fyrir-
tæki? .
„Nei, þetta eru mörg fyrirtæki og félög. Hérna
norðanmegin við götuna er Listasafnið á Akureyri.
í sama húsi eru 16 listamenn með vinnuaðstöðu
og síöan er Myndlistarskólinn á Akureyri hér ofar
í götunni. Sunnanmegin eru atvinnufyrirtæki sem
tengjast listum og hönnun, eins og arkitektafyrir-
tæki. Þar eru líka einstaklingar með vinnuaðstöðu
og þar er Gilfélagið til húsa.
Gilfélagið er félag áhugafólks um listir. Það geta
allir gengið í félagið sem hafa áhuga á listum. Félag-
ið rekur Deigluna sem er fjölnota salur. Síðan er
gestavinnustofa í húsinu sem verið er að koma í
gagnið. Næst bætist ketilhúsið við og svo er mein-
ingin að koma upp rithöfundasafni í Sigurhæðum,
sem Akureyrarbær hefur nú eignast að fullu. Þetta
er að smá þróast. ( sumar er uppi áætlun um að
leggja stíg frá Sigurhæðum, niður gilið og tengja
það þannig miðbænum og annarri listasarfsemi.
Meiningin er að gera þetta svæði að listavin, þar
sem bæjarbúar og ferðamenn geta notið sem allrar
mestrar fjölbreytni á sviði lista."
Ég hef heyrt þá gagnrýni hér meðal bæjarbúa
að hér hafi fámenn klíka hreiðrarð um sig og að
I HARALDSSON
ILID Á AKUREYRI
SEMI ÞAR Í B Æ
húsnæðið hér sé meira og minna nýtt sem einka-
heimili þeirra einstaklinga sem eru í klíkunni.
„Þetta er nú ekki alveg rétt. Ég held að bæjaryf-
irvöld hafi dottið niður á mjög snjalla lausn hvað
varðar suðurhúsin. Bærinn keypti þau en selai síð-
an einstaklingum stærsta hlutann. Þeir gera það
rými sem þeir keyptu upp fyrir eigin peninga. Bær-
inn seldi þetta húsnæði fyrir sömu upphæð og
hann keypti það. Það var gríðarleg vinna að gera
húsnæðið upp. Ástand þess var vægast sagt ömur-
legt en ég held að hverjum og einum listamanni sé
í sjálfsvald sett hvort hann nýti þann hluta sem
hann keypti sem íbúðar- eða vinnuhúsnæði. Akur-
eyrarbær gerði síðan samning við Gilfélagið um að
reka Deigluna og vinnustofurnar. Þetta er því þrí-
þætt framtak; einstaklingsframtak, félagaframtak
og opinbert framtak. Ég held að það hafi skilað
bænum mjög góðan hlut. Allt húsnæðið er fullnýtt,
svo þörfin hefur greinilega verið mjög mikil. Mín
skoðun er sú að þetta eigi eftir að skila sér í gríðar-
legri grósku.
Þegar menn vissu að þetta var komið á koppinn,
var víða leitað að fólki sem vildi flytja þarna inn.
Húsið var í hrikalegu ástandi og þeir voru margir
sem sögðu, neit takk. Meðal annars ég. Ég sá að
vísu engan flöt á því að kaupa þetta skelfilega hús-
næði, þar sem ég bjóð þá í Reykjavík og var þar í
vinnu. Ég sá enga framtíð fyrir mig hér.“
En hvers vegna tókstu starf forstöðumanns að
þér?
„Ég hef alltaf gengið með þá þráhyggju að Akur-
eyri væri bærinn til að byggja upp myndlistarstarf-
semi í. Mér hefur alltaf þótt þörf á því að víkka
rammann út fyrir Reykjavík. Það er vont fyrir mynd-
listina að hún skuli ölí safnast fyrir í Reykjavíic og
það er vont fyrir listamennina. Það er óheilbrigður
hlutur hjá þessari þjóð að listamenn skuli þurfa að
vera i Reykjavík til að vera taldir marktækir, því það
er augljóat að skilyrði til vinnu að list eru víða betri
en þar."
Hvert er markmiðið með listasafninu hér?
„Markmið okkar er að byggja upp þannig aðstæð-
ur að ramminn utan um myndlistina verði víðari og
það sé fýsilegur kostur - og æ betri valmöguleiki
- fyrir listamenn að búa og starfa á Akureyri.
Við erum með áætlanir um 19 sýningar í safninu
á þessu ári. Hér hefur ekki verið aðstaða til að fræða
fólk um myndlistarhefð okkar og það hlýtur að vera
hlutverk svona safns að vinna myndlistina inn í
bæinn, til almennings sem á safnið. Svo er það að
sjálfsögðu samtímalistin sem við viljum taka þátt í
og vera hluti af. Við erum að byrja. Fyrir framan
okkur liggur óplaegður akur og möguleikarnir eru
gríðarlega miklir. Við þurfum heldur ekki að leita
svo langt eftir nýjungum, því Reykjavík er okkar
París, London og Róm. Þar er listasögulegur fjár-
sjóður okkar sem er að mestu leyti ókynntur hér.
Við hugsum okkur þetta sem hægfara uppbygg-
ingu. Við getum ekki farið í sprengjustarfsemi, enda
sígandi lukka best. Við viljum gera hlutina hægt,
eins og til dæmis listasumarið hér í fyrra. Það var
ekkert á við þær listahátíðir sem eru haldnar fyrir
sunnan, en við ætlum að gera betur næst og enn
betur þar næst og þannig stig af stigi. Bæta okkur
ár frá ári."
ssv