Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
Gítarinn
er sterkur
hér
Örn Vióar
Erlendsson
hef ur f eng-
ió Oscar
Gighlia til
aó kenna ó
„Gitarhá-
tió á Noró-
urlandi"
ÖRN VIÐAR Erlendsson er deildar-
stjóri við gítardeild Tónlistarskól-
ans á Akureyri. Við skólann leggja
90 nemendur stund á gítarleik,
sumir á klassískan gítar, aðrir á
rafgítar. Örn Viðar hefur starfað
sem gítarkennari á Akureyri ítfu
ár og eins og margir aðrir kennarar
við skólann dreifir hann kröftum
sínum út fyrir veggi hans, til að
efla og styrkja tónlistarlífið á Norð-
urlandi. Hann var til dæmis frum-
kvöðull að hátíð sem ber yfirskrift-
ina „Gítarhátíð á Norðurlandi11, og
verður hún haldin í þriðja sinn i
sumar, nánað tiltekið f júlf. Flestir
af okkar færustu gítarleikurum hafa
komið á hátfðina til að vera með
opið námskeið (masterklassa), nú
seinast Arnaldur Arnarson. Og ekki
verður námskeiðið í sumar af lak-
ari endanum, því enginn annar en
Oscar Gighlia verður þar með opið
náskeið og tónleika. Auk hans
koma fram á fernum tónleikum,
Arnaldur Arnarson, Einar Kristján
Einarsson og Martial Nardeau,
flautuleikari. KK og Guðmundur
Pétursson verða jafnframt með
blústónleika.
En hvers vegna er gítarhátíðin hald-
in á Norðurlandi?
að kemur til af því að við erum
komin með mjög sterka deild
hér, bæði stóra og mikla," segir Örn
Viðar. Á hátíðinni leggjum við fyrst
og fremst áherslu á að vera með
nemendur héðan og höfum hingað
til verið meö fimm nemendur frá
skólanum á hátíðinni. Þetta eru nem-
endur á 6., 7. og 8. stigi. Það að
hafa svo marga nemendur héðan
gerir fyrirtækið réttlætanlegt og það
skiptir engu máli þótt ekki komi
nema þrír nemendur að sunnan.
Þó er það atrði númer eitt, tvö
og þrjú að námskeiðið sé fyrir íslend-
inga.“
Nú fylgir þessu mikið tónleikahald.
Er áhugi fyrir því hér?
„Það var nú 100% aukning á að-
sókn að tónleikum hjá okkur milli
ára, þótt við séum ekki að tala um
háa höfðatölu."
Hver er tilgangurinn?
„Hann er sá að veita nemendum
víðari þekkingu á hljóðfærinu og gít-
artónlist; nema nýja hluti frá mönn-
um sem þeir hafa ekki hitt áður. En
upplýsingaflæðið er ekki bara til
nemendanna, heldur líka milli okkar
gítarleikaranna. Þetta er líka góð leið
til að brjóta upp sumarfríið sem að
mínu mati er allt of langt fyrir nem-
endur. Það tapast sex mánuðir á ári
í alls konar frí og þetta er sérstak-
lega slæmt fyrir þá sem eru að byrja.
Þegar þeir koma aftur að hausti,
þurfa þeir að byrja að æfa allt upp
frá fyrra ári. Þetta er mjög bagalegt."
Hvernig fjármagnið þið gítarhátíð-
ina?
Við fáum styrki frá Tónlistarskóla
Akureyrar með þeim nemendum
sem stunda nám hér við skólann.
Síðan vonast ég til að fá styrk frá
menningarmálanefnd Akureyrarbæj-
ar, menningarsjóði KEA og íslands-
banka. Auk þess erum við með 30
manna áhugahóp sem hefur styrkt
þetta fyrirtæki. Fyrir því sem vantar
upp á, verð ég að treysta á að fyrir-
tæki á Akureyri styrki hátíðina og
er ég að vinna að því núna. Svo
treysti ég á að aðsókn verðir góð á
tónleikana í sumar. Jafnframt þakka
ég þeim fjölmörgu sem sóttu gítar-
tónleikana okkar á síðasta sumri.
Finnst þér tónlistarlífið hér á Akur-
eyri hafa breyst mikið á þeim tíu
árum sem þú hefur dvalið hér?
„Já. Fyrir tíu árum byrjaði ég með
tíu nemendur. Það er því Ijóst að
gítarinn hefur eflst mjög mikið hér á
þessum tíma. Síðan hefur orðið
rosaleg aukning á framboði á tónleik-
um.
Hins vegar verður að segjast að
mann finnst stundum að það mætti
vera betri aðsókn. En vel á minnst,
þá eru hér á Akureyri aðeins 14.000
manns. Ef ég held tónleika hér í bæ
og fæ um 80 manns, þá er það sam-
bærilegt við að fá um 600 manns í
Reykjavík, miðað við höfðatölu. Mað-
ur skyldi því alltaf gæta þess að
vera ekki of kröfuharður.
Mér er sagt að þið hafið nokkra
mjög efnilega nemendur hér í gítar-
deild.
„Það er rétt. Við höfum farið suð-
ur á námskeið og miðað við þann
samanburð sem við höfum þaðan
stöndum við mjög vel. Hjá okkur eru
nemendurnir líka mun yngri en fyrir
sunnan. Við erum til dæmis með 13
ára nemanda á 6. stigi. Á 7. og 8.
stigi erum við með 16 til 17 ára nem-
endur."
Hvernig stendur á því?
„Við tökum mun yngri nemendur
inn. Þegar ég byrjaði hér, var ég eini
kennarinn á landinu með fimm ára
nemendur í gítardeild. Sá sem er
núna 13 ára á 6. stigi, byrjaði fimm
ára. Þegar við fórum síðast suður á
tónleika, voru elstu nemendur okkar
jafngamlir þeim sem voru yngstir
þar. Það er mjög gott að láta krakka
byrja svo unga að læra á hljóðfæri,
vegna þess að tæknin verður þeim
svo eðlileg.
Annars var önnur ástæöa fyrir því
að ég ákvað að taka inn svo unga
nemendur. Þegar ég kom hingað sá
ég í hendi mér að ef ég ætlaði að
reka þessa deild, þá yrði ég að byrja
með svo unga nemendur til að geta
útskrifað þá. í Reykjavík eru nemend-
ur milli tvítugs og þrítugs þegar þeir
útskrifast. En ég hef mína nemendur
ekki svo lengi hér. Þeir sem fara í
Menntaskólann, eru farnir í burtu
fyrir þann aldur."
En mæta foreldrar á tónleika hjá
börnunum sínum?
„Já, það gera þeir. Ég er mjög
ánægður með foreldrana sem
standa að gítardeildinni. Ég hefði
aldrei getað byggt upp svo sterka
deild án þeirra. Þegar ég var að tala
um aðsókn að tónleikum hér á Akur-
eyri, var ég að tala um almenna tón- '
leika. En við foreldra gítarnemenda
hef ég átt einstaklega gott sam-
starf."
Þú virðist vera í kennslunni, vakinn
og sofinn. Mér er sagt að þú farir
með nemendunum út að borða og
þið farið saman í ferðalög á á vorin
og haustin og um allt land með tón-
leika. s
„Já, ég lít kannski öðruvísi á þetta
starf en margir. Ég lít fyrst og fremst
á kennarann sem þjálfara - rétt eins
og í íþróttum. Ef kennari nær ekki
góðum árangri í spilamennsku og
líðan némenda, þá á hann að gera
það sama og þeir gera hjá fótboltal-
iðunum - að finna sér einhverja aðrai
vinnu.
Við erum ekki hér til að byggja1
okkur sjálf upp, eða til að sækja
peninga. Við erum hér til að efla
tónlistarvitund og sjálfstæði þessara
krakka."
ssv
Daniel Þor
steinsson
pianóleik-
ari veltir
fyrir sér
brölti tón-
listar-
mannsins
„Þau markmið sem maður setur
sér i tónlistinni eru yfirleitt afar
persónuleg. Maður er að kljást við
sjálfan sig og þá er gott að horfast
í augu við álfana í Vaðlaheiðinni á
meðan,“ segir Daníel Þorsteins-
son, píanóleikari, þegar hann er
spurður að því hvers vegna hann
hafi hreiðrað um sig á Akureyri.
Hann er einn fimm píanista, sem
starfa þar í bæ, kom að tónlistar-
skólanum beint frá námi f Amsterd-
am. Daníel hefur starfað, meðal
annars með Caput-hópnum, sem
nú stendur fyrir tónleikaröð á
Kjarvalsstöðum. Einleikstónleika
mun hann hins vegar halda f Safn-
aðarheimilinu á Akureyri f júní.
Daníel er frá Neskaupstað. Þar
byrjaði hann að læra á píanó
og „hafði þar marga skemmtilega
kennara og áhugavekjandi, sem
kenndu ýmislegt sem ekki er hægt
að læra í tónlistarháskólum," eins
og hann segir sjálfur.
Eins og hvað?
„Jú, í tónlistarháskólum fer oft
fram eins konar ímynduð framleiðsla
á snillingum. Það veldur svo mörgum
tónlistarmönnum erfiðleikum þegar
þeir koma út í lífið og átta sig á því
að þeir eru ósköp venjulegir kújón-
ar.“
En þú fórst ekki beint í tónlistar-
háskóla frá Neskaupstað, var það?
„Nei, ég fór fyrst suður þar sem
ég kynntist líka góðum kennurum,
þeim Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur og
Halldóri Haraldssyni. Ég var svo
heppinn með það, að þeir kennarar,
sem ég var hjá, áður en ég fór utan,
lögðu ríka áherslu á það að „blása
lífi" í tónlistina. I háskólum erlendis
vill það stundum gleymast — fer þó
eftir kennurum — en persóna þeirra
getur orðið svo stór eða mítan í
kringum hann að nemendurnir eins
og týnist.
Til allrar lukku var prófessorinn
minn ekki alveg dæmigerður að
þessu leyti en algjör prófessor. Hjá
honum má segja að ég hafi lagt upp
í leitina að tóninum sanna, sem ég
hef á tilfinningunni að taki aldrei
enda. Þegar einu sinni hefur verið
sáð í mann þessu fræi forvitninnar,
þá er það vegurinn að sannleikanum
sem fer að skípta meira máli en það
að höndla sannleikann í sjálfu sér.
Það var dálítið áfall að koma inn
í andrúmsloft háskólans í fyrstu.
Maður verður eitthvað svo ógnarlít-
ill. Ég held að ég gleymi, til dæmis,
aldrei fyrsta spilatímanum mínum.
Ég spilaði eina litla prelúdíu eftir
Bach og það var eins og ég hefði
aldrei snert píanó áður Þetta varð
líka enn grátbroslegra vegna þess
að á undan mér spilaði japönsk
stúlka 5. píanókonsert Beethovens
— óaðfinnanlega. Hún var að leggja
í keppni (þar sem hún reyndar vann)
og þar fær enginn prik fyrir að leika
vitlausar nótur, jafnvel ekki þótt þær
séu músíkalskt leiknar."
Hvað finnst þér um skólann hér á
Akureyri?
„Ég get ekki betur séð en það sé
til fyrirmyndar hvernig skólinn er
rekinn. Hér er rekstrarstjóri sem sér
um daglegan rekstur og síðan sér
skólastjórinn um faglegu hliðina.
Þetta er líklegast ekkert mjög al-
gengt, en mikill kostur. Ég hef yndis-
legan hóp nemenda á öllum aldri og
stigum og þarf sannarlega ekki að
kvarta."
En frá Amsterdam og Akureyri til
Caput. Hvað eruð þið að fást við?
„Styrkur Caput felst í því að þar
er ný tónlist meðhöndluð sem tónlist
fyrir alþýðu manna og ekki krafist
sérþjálfaðra eyrna við hlustun henn-
ar. Við höfum lagt áherslu á að frum-
flytja ný verk íslenskra tónskálda.
Okkur sjálfum er það mikils virði, en
heldur þótti okkur það sérkennilegt
þegar hópnum var synjað um að
halda tónleika á Listahátíð í Reykja-
vík, þar sem meðal annars skyldi
frumflytja þrjú íslensk verk — og þaö
á sjálfu afrhælisári lýðveldisins. Dýr-
ir eru kúskinnsskórnir hans Sigfri-
eds.
En á öðrum vígstöðvum hef ég til
dæmis mikið leikið með Sigurði Hall-
dórssyni, sellóleikara. Við hittumst
fyrir um það bil tólf árum og fórum
að spila saman í spunahljómsveit,
Vormönnum íslands. Þegar okkur
fannst við svo tilbúnir byrjuðum við
að spila saman klassíska tónlist og
höfum gert viðstöðulítið siðan, bæði
hér heima og erlendis. Það er öllum
hollt (og þá ekki síst píanistum) að
leika kammermúsík. Það bæði rýfur
einangrun þá sem okkur hættir til
að lenda í og svo hjálpar það manni
að nálgast píanóið eins og það sé
ekki píanó. Það er að segja, maður
verður að finna þann tón sem hent-
ar hljómi hinna hljóðfæranna, strjúka
það og anda með því og láta það
syngja."
Ég vænti þess að þú sért farinn
að æfa prógrammið sem þú ætlar
að spila á tónleikunum 2. júní. Hvað
ætlarðu að spila?
„Ég ætla að leika Bach Partítu,
Tilbrigði eftir Brahms og Sónötu eft-
ir Schubert.
Bach er í miklu uppáhaldi hjá
mér. Ef ég kæmist upp með það
væri ég tilbúinn að æfa bara hann
og spila alla ævi. Tónlist hans er
eins og sérheimur. Það er tónlist
Schuberts reyndar líka, annars kon-
ar heimur, og það er ekki hægt að
umgangast verk þeirra á sömu for-
sendum. Maður þarf að læra nýjar
umgengnisvenjur innra með sér. En
það er einhvern veginn sama hvað
ég spila, ég kem alltaf aftur að Bach.
Það eru forréttindi að fá að leika
verk hans og endalaust kemur eitt-
hvað nýtt í Ijós. Litamöguleikarnir
eru óendanlega miklir. Svo er það
bara spurningin hvað manni tekst
að mála á striga þagnarinnar."
ssv