Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
C 5
Þetta er
spurning
um að anda
Guómtindur
Óli Gunn-
arsson,
aóalstjórn-
andi
Sinfóniu-
hljómsveit-
ar Noróur-
lands, ræó-
ir um sam-
spil tónlist-
arflutnings
og kennsiu
ÞAÐ VAKTI talsverða athygli þegar
stofnuð var Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands á síðastliðnu ári.
Fjörutíu ár eða svo höfðu liðið frá
því seinast var stofnuð sinfóníu-
hljómsveit hér á landi. Síðan hafði
allt verið með kyrrum kjörum.
Hljómsveitin tók strax til við að
halda tónleika og þegar grannt
var skoðað mátti sjá að stór meiri-
hluti meðlima hennar, lifir og starfar
norðan heiða. Enda hefur tónlistarlíf
stöðugt orðið blómlegra á Norður-
landi á seinustu misserum. Má þar
nefna Sumartónleika á Norðurlandi,
sem haldnir eru á hverju ári og
Kirkjulistahátíð sem haldin er annað
hvert ár. Síðan fjölgar einleikstón-
leikum jafnt og þétt og nú þegar er
farið að sá fræum jasstónlistar á
Akureyri og nágrenni.
Það segir sig sjálft að þegar hljóð-
færaleikarar eiga þess kost að starfa
með sinfóníuhljómsveit, eða öðrum
tónlistarhópum, eru þeir mun tilbún-
ari til að starfa við tónlistarskóla úti
á landi. Um leið og tónleikahald
eflist, eflast tónlistarskólarnir.
Þessa má glöggt sjá merki á Akur-
eyri, þar sem starfræktur er einn af
þremur stærstu tónlistarskólum
landsins. Við skólann starfa 35 kenn-
arar auk skólastjóra og alls eru þar
550 nemendur. Skólastjórinn, Guð-
munduróli Gunnarsson, erjafnframt
aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands. Hann segir kennt á
flest hljóðfæri í skólanum, en segir
aðrar forsendur fyrir mannaráðning-
um en í Reykjavík.
Hvernig þá?
„Hér eru allir kennararnir í fullu
starfi. Maður getur ekki beðið mann
að flytja til Akureyrar til að kenna
nokkra tíma,“ segir Guðmundur Óli.
„í Reykjavík er hins vegar svo mikið
framboð af hljóðfæraleikurum að
hver skóli getur kippt inn stunda-
kennurum eftir þörfum. Ef einhvern
skóla vantar óbókennara í tvo tíma
á viku, þá getur hann fengið hann.
Hér verðum við að geta boðið upp
á fulla stöðu. Það hefur okkur tekist
og bjóðum upp á sérhæfðari tónlist-
arkennslu en aðrir skólar á lands-
byggðinni. Hér geta menn ekki held-
ur hlaupið á milli staða, það er að
segja kennt í mörgum tónlistarskól-
um. Við verðum að sjá þeim fyrir
nægilegri kennslu."
Guðmundur Óli kom til Akureyrar
fyrir tveimur árum, eftir að hafa ver-
ið við nám og starff í Hollandi og í
Finnlandi. Hann tók strax við skóla-
stjórastöðunni og stjórn Kammer-
hljómsveitarinnar á staðnum, sem
nú er orðin að Sinfóníuhljómsveit.
„Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð
í haust," segir Guðmundur Óli. „Hún
hefur haldið þrenna tónleika og þetta
er fyrsta almanaksárið, sem við fáum
fjárveitingu. Við fengum tvær milljón-
ir frá Akureyrarbæ og tvær milljónir
frá ríkinu. Meðlimir hljómsveitarinn-
ar koma alls staðar að af Norður-
landi og sumir jafnvel frá Austfjörð-
um. Auk þess hafa komið auka spil-
arar frá Reykjavík til að spila með
okkur. Þeir hafa komið með föstu-
dagsvélinni, eftir vinnu. Þá hafa
heimaspilararnir grunnunnið pró-
grammið og síðan er æfing á föstu-
dagskvöldi, tvær æfingar á laugar-
deginum og síðasta æfingin á sunnu-
dagsmorgni."
Hversu margir aukaspilarar eru
með ykkur á hverjum tónleikum?
„Þeir hafa verið á bilinu fimm til
fimmtán. Margir af þessum hljóð-
færaleikurum eru frá Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og það hefur verið okk-
ur mjög hollt að fá þá kunnáttu og
þjálfun sem þeir hafa. Við höfum
fundið fyrir mjög góðum vilja frá Sinf-
óníuhljómsveit Islands. Þeir sem þar
vinna, hafa verið mjög jákvæðir í
okkar garð."
Hvernig hefur aðsókn verið að
tónieikum?
„Mér virðist aðsókn að tónleikum
almennt ekki vera góð. Aðsóknin hjá
Sinfóníutónleikum Norðurlands hef-
ur verið misjöfn, eftir því hvað er á
efnisskránni. Á seinustu tónleikun-
um okkar voru þó 100 manns og er
það þreföld aukning frá tónleikum
með samsvarandi efnisskrá í fyrra,
það er að segja, nútímatónlist. Hins
vegar draga Vínartónleika allt að 600
manns að. Hér er kannski ekki svo
mikið af fólki sem hefur alist upp við
að fara á tónleika og er því kannski
ekki vakandi fyrir því. Miðað við nem-
endafjöldann í tónlistarskólanum,
varð ég þó undrandi á því að foreldr-
ar kæmu ekki með börnum sínum á
tónleikana."
Hvað með önnur bæjarfélög? Nú
er þetta Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands - ekki bara Akureyrar.
„Það hefur ekki komið til fram-
kvæmda að önnur bæjar- eða sveita-
félög leggðu fram fjárveitingu til
hljómsveitarinnar, en þegar við höf-
um farið út fyrir Akureyri með tón-
leika - eins og í Þingeyjarsýslu, þá
hafa þeir lagt í púkkið. Það er hins
vegar erfitt í framkvæmd að spila
hér í kring. Við höfum haldið tónleika
okkar á sunnudagseftirmiðdögum
og spilararnir sem ekki búa á Akur-
eyri, hafa farið heim með vélinni sem
fer um kvöldmatarleytið. í öðru lagi
er þetta spurning um peninga og í
þriðja lagi spurning um húsnæði. En
þetta er kannski ekki alltaf spurning
um að við förum út fyrir Akureyri
með sjálfa tónleikana. Þetta er frem-
ur spurning um að vinna með tónlist-
arfólki á Norðurlandi. I fyrra söng
kór frá Dalvík með okkur á Vínartón-
leikum og það tókst mjög vel. Við
höfum áhuga á að starfa með fleiri
kórum á svæðinu."
Hver eru svo plönin í nánustu
framtíð?
„Við erum að byggja þessa starf-
semi upp smám saman, stig af stigi.
Það fannst mörgum við taka stórt
upp í okkur við nafnbreytinguna úr
kammerhljómsveit yfir í sinfóníu-
hljómsveit. En við bendum á að Sinf-
óníuhljómsveit íslands var ekkert
fullsköpuð hljómsveit þegar hún var
stofnuð. Margir sem spila með okkur
eru klassaspilarar. Þetta er mikið af
ungu fólki sem hefur fengið hljóm-
sveitarþjálfun í námi og hefur leikið
í öðrum hljómsveitum. Það er mikill
kostur fyrir okkur þegar við leitum
að kennurum að geta boðið þeim
upp á hljómsveitarvinnuna. Ef við
hefðum hana ekki, myndu þessir
hljóðfæraleikarar leita sér að vinnu
annars staðar. Það er alls óvíst að
þeir kæmu hingað. Fyrir hljóðfæra-
leikara er þetta spurning um að
anda.
En hvað verkefnaval hjá okkur
varðar, þá verðum við með tónleika
með Kristjáni Jóhannssyni í septem-
ber. Með þeim hefst næsta starfsár
okkar. Síðan áætlum við tvenna tón-
leika til viðbótar fyrir áramót. Svo
sjáum við ekki hvernig á að vera
hægt að halda upp á þjóðhátíðarárið
hér, án þess að Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands taki þátt í því.“
ssv
Jón Rafns-
son, bassa-
leikari,
kemur víóa
vid i tón-
listarlifi
noróan
heióa
VIÐ Tónlistarskólann á Akureyri
eru starfandi forskóladeild, blás-
aradeild, gítardeild, píanódeild,
strengjadeild, söngdeild og fyrir
tveimur árum var stofnuð þar al-
þýðutónlistardeild. Deildarstjór-
inn þar er kontrabassaleikarinn
Jón Rafnsson, sem jafnframt er
ötull í spilamennskunni, leikur í
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
hefur starfað með danshljóm-
sveit í vetur, leikið í jasstríói og
kvartett og hann spilar f sýningum
Leikfélags Akureyrar, nú um
þessar mundir í Operudraugnum.
í deildinni sem Jón stýrir i tónlist-
arskólanum eru um það bil 70
nemendur, sumir eru í öðrum
deildum en sækja tíma í jassteor-
íu eða samspili í alþýðutónlistar-
deildinni.
Meiningin með þessari deild er
að koma til móts við þá sem
vilja læra aðra tónlist en klassíska,"
segir Jón. „Deildin byggist ekki á
því að kenna nemendum eingöngu
jass, heldur förum við einnig inn á
aðrar línur. Til dæmis er meiningin
næsta vetur að bjóða upp á rokk-
sveitir og kenna nemendum rokk-
teoríu. Þess vegna er erfitt að kalla
þetta jassdeild. Hún er blanda af
jassi og rokki svo við köllum hana
bara alþýðutónlistardeild."
1 - Á hvaða hljóðfæri kennið þið?
„Við kennum á rafbassa, rafgítar,
rafpíanó hljómborð og trommur.
Kennslan hjá okkur snýst um hefð-
bundna notkun á þessum hljóðfær-
um. Blásarar, þ.e. trompet og sax,
tilheyra blásaradeildinni, en þeir
sem áhuga hafa sækja samspil og
„spuna“-kennslu til okkar. Margir
3f nemendunum spila í hljómsveit-
um utan skólans. Þeir koma til okk-
pr með tæknileg vandamál sem
þeir lenda í í hljómsveitum sínum
og læra hvernig er best að leysa
þau. Fyrir utan hefðbundið samspil
fyrir byrjendur, erum við með sam-
bland af rokki og „improvisjón",
„spuna“, og höldum þá kannski
með þá þaðan inn á jasslínuna. Síð-
an læra þeir jassteoríu, rokkteoríu
og hljómfræði og jasssögu. Nú, svo
eru alltaf nokkrir sem vilja bara
stúdera jass. Næsta vetur ætlum
við svo að reyna að bjóða upp á
sögu rokksins. Það eru margir sem
ekki vita um grunninn: Stones, Bítl-
ana og allt þar á undan. Það er
kannski skiljanlegt og þá er það
auðvitað okkar að miðla til þeirra."
- En þú ferð víða. Ég átti þess
kost að hlusta á bráðgóða jass-
grúppu sem þú spilar með nú á
dögunum.
„Ég hef spilað með jasstríói sem
var stofnað í lok árs 1991 og má
segja að það hafi orðið til upp úr
„dinner"-spilamennsku okkar
Gunnars Gunnarssonar, píanóleik-
ara, og Árni Ketill, trommuleikari,
kom með okkur inn í þetta. Við
höfum að vísu ekki spilað mikið í
vetur, því við höfum verið upptekn-
ir í annarri tónlist. Það er eins og
þetta komi í skorpum. Við höfum
lengi verið á leiðinni að gera eitt-
hvað. Þegar við stofnuðum tríóið,
var meiningin að fá sólista að sunn-
an, ýmist til að spila okkar pró-
gramm, eða að koma sjálfir með
prógramm til að leika með okkur. í
fyrra kom til dæmis Bjössi Thor og
lék með okkur og nú ætlum við að
taka aftur upp þráðinn.
Grúppan sem þú heyrðir var
jasstríóið ásamt Ómari Einarssyni
gítarleikara, sem alveg óvænt
droppaði inn þar sem við vorum að
spila. Hann er búsettur í Reykjavík,
en er stundum á ferðinni hér. í fyrra-
sumar settum við saman band, en
í því er auk min og Ómars, Karl
Petersen trommuleikari. Við erum
nú að æfa á fullu og eru tvær uppá-
komur í bígerð þar sem við leikum
gamlan og nýjan jass og aðeins
frumsamið.
Jasstríóið hefur starfað mikið
með Aðalsteini Ásberg og Önnu
Pálínu. Þegar geisladiskurinn þeirra
„Á einu máli“ kom út, hringdi ég í
Alla og spurði hvort þau væru ekki
til í að spila með okkur. Þau komu
norður og spiluðu í Deiglunni. Það
komu 75 manns á þá tónleika og
þeir voru mjög vel heppnaðir. Síðan
má segja að við séum undirleikstríó-
ið þeirra hér fyrir norðan og reynd-
ar víðar. Við höfum spilað með þeim
nokkrum sinnum og það erýmislegt
á döfinni í því samstarfi."
- Og hvað annað?
„Nýlega stofnuðum við nokkrir
jasskvartett til að spila nokkrum
sinnum saman í vor. Þetta eru
kontrabassi, tenórsax, gítar og
trommur. Þessi kvartett er sérstak-
lega settur saman fyrir spilanir á
vegum Bautans og vonandi verður
framhald á ef vel gengur. Nú, svo
skilst mér að ég sé að spila með
Paul Weeden á jasshátíðinni á Egils-
stöðum í sumar. Svo það er margt
á döfinni."
- Eru norðanmenn opnir fyrir
jasstónlist?
„Það er erfitt að fá þá til að koma
og hlusta - eða öllu heldur, það er
erfitt að fá fjölmenni. Það er til
dæmis álítið hér að ekki sé hægt
að bjóða upp á þessa tegund tón-
listar á krám á föstudags- og laugar-
dagskvöldum. Þeir sem eiga stað-
ina, vilja ekki svona tónlist. Þeir
segjast vita að hún selji ekki bjór-
inn. Þeir græða ekki á henni."
- Þú leikur, jass, rokk, klassík,
leikhústónlist. Hvað finnst þér sjálf-
um skemmtilegast?
„Ég er alæta á tónlist."
Ætlarðu að vera hérna áfram?
„Ég ætla að búa hérna áfram.
Mér og mínum líður vel og engin
ástæða til að hræra í því.“
ssv