Morgunblaðið - 15.04.1994, Page 1
Heimsmeistarakeppni
í hárgreiðslu
Komum átlendinga fjölgaði í
mars um 28% miðaft við 1993
I MARSMANUÐI í ár komu alls
9.852 útlendingar til landsins og
er það nær 28% fjölgun frá
mars 1993 þegar hingað komu
7.111. Einnig varð aukning á
komum Islendinga í mars en þá
kom 9.231 á móti 7.980 á sama
tíma í fyrra. I prósentum. er
aukningin því um 13,5%.
Það sem
af er árinu
1994 hafa
alls 43.345
farþegar
komið hing-
að en 38.260
í marslok
1993 eða um
5 þúsund
fleiri. Aukn-
ingin er
13,3%.
I yfirliti
Útlendinga-
eftirlitsins
má^ sjá að
útlenskir gestir í mars voru íslending-
um fleiri og er það sjaldgæft. Oftast
eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en
í marsmánuði nú komu hingað fleiri
Bretar, 1.749 en 1.710 Bandaríkja-
menn.
Ekki kemur fram í þessum tölum
hve margir útlendinganna eru við-
Komur erlendra
ferðamanna til
landsins frá 1985
HT
C\i
Erlendir ferða-
menn í jan.-mars
1994 eftir þjóðerni
Bandaríkin 4.469
Stóra-Bretland 3.458
Danmörk 3.173
Svíþjóð 2.671
Þýskaland—' 2.656
Noregur 1.530
Holland 554
Finnland 278
Japan 258
Frakkland j|, 257
Önnur lönd 1.801
dvalarfarþegar sem stoppa aðeins
einn dag.
Mars er fyrsti mánuðurinn í all-
langan tíma að umtalsverð fjölgun
er einnig á íslenskum farþegum til
landsins.
Gestir af 64 þjóðernum komu til
íslands í mars en tekið skal fram að
saman í eina tölu eru reiknaðir þeir
sem bera rússnesk vegabréf og þeir
sem koma frá fyrrv. ríkjum Sovétríkj-
anna. ■
Gestir of 64
þjóðernum
komu til ís-
lands í mars-
mónuöi og voru
Bretar þeirra
fjölmennastir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ilpplýsingar
pip veður og
fæið á ensku
HUGMYNDIR eru uppi um að auka þjón-
ustu Veðurstofu íslands og Vegagerðar
ríkisins með tilliti til erlendra ferða-
manna, en ferðamálayfirvöld hafa tölu-
verðar áhyggjur af því að útlendingar
geta ekki nálgast slikar upplýsingar
nema á íslensku, í símsvörum viðkomandi
stofnanna. Einnig hefur Veðurstofan hug
á því að bæta veðurlýsingu og veðurhorf-
um á hefðbundnum ferðamannaslóðum
inn á símsvarann.
Að frumkvæði Ferða-
máláráðs var boðað til
fundar með stærstu
hagsmunaaðilum í
ferðaþjónustu í kjölfar
páskahátíðarinnar þar
sem farið var yfir stöðu
mála í víðum skilningi.
„Við ræddum aðallega
um þrjá þætti. í fyrsta
lagi um öryggisþátt
ferðaþjónustunnar. í
öðru lagi um upplýs-
ingaþáttinn, hvernig
ferðamenn, útlendingar
jafnt sem íslendingar,
geti á auðveldan hátt
fengið vitneskju um veð-
ur og færð allan sólar-
hringinn á helgum jafnt
sem virkum dögum. í
þriðja lagi ræddum við
um þjónustuþáttinn og
hvort það væri forsvar-
anlegt að takmarka t.d.
þjónustu áætlunarbíla, Vegagerðarinnar,
veitingastaða og annarra þjónustuaðila á
hátíðisdögum þegar aukinn straumur ferða-
manna liggur um landið,“ segir Magnús
Oddsson, ferðamálastjóri.
Að sögn Magnúsar snýr þetta ekki síst
að þjónustu Upplýsingamiðstöðvar ferða-
mála sem þarf að taka til endurskoðunar.
„Ferðavakinn er náttúrulega í gangi allan
sólarhringinn, en það þarf einnig að skoða
það hvort ekki er rétt að taka upp simsvör-
un allan sóiarhringinn á okkar eigin upplýs-
ingaþætti." m
FeröamólaróÖ
boöaöi
stærstu hags-
munaaöila til
fundar í kjöl-
far páskahá-
tíöarinnar þar
sem að aðal-
lega var f jall-
aö um þr já
þætti er allir
lúta aö auk-
inni þjónustu
við ferðalanga
innanlands.
Morgunblaðið/Einar Falur
Engar Ióðir eru nú til í grónum hverfum hjá Reykjavíkurborg.
200 lóðum var
úthlutað í Reykjavík
fyrstu þrjá mánuði ársins
FYRSTU þijá mánuði þessa árs hefur lóðum fyrir 200 íbúðir
verið úthlutað í Reykjavík. Á síðasta ári var lóðum fyrir 350 íbúð-
ir úthlutað lijá borginni. Sem stendur er lítið um lóðir hjá Reykja-
víkurborg en á næstu dögum á að byrja úthlutun á lóðum í Borga-
hverfi í Grafarvogi. Ágúst Jónsson skrifstofustjóri hjá borgarverk-
fræðingi segir að þetta séu lóðir undir tæplega 150 íbúðir. Ekki
eru þá taldar með lóðir fyrir 180 félagslegar íbúðir í hverfinu
en þeim er úthlutað til Húsnæðisnefndar Reykjavíkur.
Síðari hluta febrúarmánaðar
var í Engjahverfi úthlutað lóðum
fyrir 130 íbúðir en eftir er að út-
hiuta þar 65 íbúðum fyrir aldraða.
Til viðbótar verður úthlutað lóð-
um í Víkurhverfi en samtök níu
byggingaraðila hafa stofnað sam-
tökin Víkurhverfið hf. Bygginga-
raðilarnir fengu fyrirheit um út-
hlutun í heilu hverfi og eru það
um nokkur hundruð íbúðir í heild-
ina, þar af verður úthlutað á þessu
ári lóðum undir um 200 íbúðir..
Þá segir Ágúst að við Skúlagötu
sé byggingarfélag Gylfa og Gunn-
ars með lóð og þar er gert ráð
fyrir 80 íbúðum. A lóð Eimskipafé-
lagsins í Borgartúni er verið að
skipuleggja fjölbýlishúsabyggð.
Ágúst telur að nokkur ár séu
síðan lóðum var úthlutað annars
staðar en í Grafarvogi og á
Borgarholti og þá var það í Selási.
Engar lóðir eru til í grónum
hverfum hjá borginni og ein átta
ár síðan hægt var að fá lóð t.d. í
Vesturbænum. ■
v .Itiim c,c tnsu |