Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 5
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL1994 C 5 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður Heigi Jóhannsson, Bragi Steinsson og Auðunn Þorsteinsson eigendur Kreppunnar á Akureyri Ákváðu að skapa sér eitthvað að gera og fundu upp pokarörið Uppfinning þremenn- inganna, pokarörið sem geymir notaða plastpoka. FYRIR nokkrum mánuðum stóðu þeir allir uppi atvinnulausir, einn hafði unnið hjá Slippstöðinni á Akureyri, annar verið á vörubíl og sá þriðji starfað hjá Þ.A. smiðjunni á Akureyri. Mennirnir ákváðu að ef þeir fengju ekkert að gera þá skyldu þeir skapa sér atvinnu. Sigurður Helgi Jóhannsson, Bragi Steinsson og Auðunn Þorsteins- son stofnuðu síðan í nóvember síðastliðnum fyrirtækið Kreppu og byrjuðu að framleiða uppfinningu sína - pokarörið. Pokarörið er hólkur til að geyma í notaða plastpoka. í hólkinn komast um 24 plastpokar og hann má festa innan á skáphurð eða upp á vegg. „Við höfum verið að þróa pokarör- ið síðan fyrirtækið var stofnað. Núna tekur það okkur miklu skemmri tíma að smíða hvert rör því við hönnuðum vél sem hefur aukið vinnuhagræð- inguna mikið.“ Þeir eru h'ka að velta fyrir sér að framleiða fleiri stærðir af hólkum til að mæta þörfum minni heimila. Þeir Sigurður, Bragi og Auðunn hafa einnig hannað tunnulyftu. Um er að ræða grind á fjórum hjólum og á henni tveir armar sem ganga undir lokbrún tunnunnar og með einu handtaki lyftist tunnan um 4-5 sm og þá er hægt að keyra hvert sem er. Lyftan er hönnuð fyrir 130 kílca tunnur, t.d. hrognatunnur. Þá hefur fyrirtækið hafið fram- leiðslu á ruslagrindum fyrir svarta ruslapoka á fjórum snúningshjólum. Auk þessa hafa þeir hannað falsk- an botn úr áli sem er kræktur á fiskkör sem trillukarlar nota. Þegar fiskur er dreginn úr sjó er hann húkkaður úr önglinum og fleygt í falska botninn. Þegar allir krókar hafa verið losaðir og slóðanum hent út aftur þá tekur trillukarlinn við að blóðga og slægja fiskinn. í stað- inn fyrir að beygja sig ofan í botn karsins þá réttir hann út höndina og nær í fiskinn og blóðgar og setur ofan í karið aftur í gegnum lúgu sem er í horni botnsins. Þegar karið er fullt þá er botninn færður á næsta tóma kar. Fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á grindum á snúningshjólum. Þær eru notaðar undir vélsleða þannig að hægt sé að geyma sleðana í bíl- skúr og færa til. Síðast en ekki síst er Kreppan með í undirbúningi að steypa hjól- koppa í mót úr trefjaplasti fyrir vöru- bíla. Hugmyndirnar eru óteljandi og ýmislegt fleira sem eigendur Kreppu ætla að hrinda í framkvæmd þegar fram líða stundir. „Okkur finnst ótrúlegt hvernig viðbrögðin hafa verið og með tíman- um getum við kannski allir haft af þessu fulla atvinnu. Núna stöndum við frammi fyrir því að markaðsetn- ingin skiptir mjög miklu máli. Miklir ijármunir liggja í að koma á markað vörum og við sem erum að reyna að skapa okkur vinnu í kreppunni höfum ekki bolmagn til að standa í því. • grg Landsliðið í hárgreiðslu á leið til London í heimsmeistarakeppni ÞESSA dagana er landslið okkar í hár- greiðslu á stifum æfingum því um helgina keppir þar fyrir íslands hönd á heimsmeist- aramótinu sem að þessu sinni verður haldið í London. Á myndunum er hópurinn á síð- utu æfingunni fyrir keppnina. Það eru þrír í hvoru keppnisliði en um er að ræða lið í hárskurði og hárgreiðslu. Þá verða tveir varamenn með í för sem keppa í gesta- keppni sem haldin verður samhliða heimsmeist- aramótinu. í landsliði hárskera eru Guðjón Þór Guðjóns- son, Sigurkarl Aðalsteinsson og Ómar Diðriks- son. Varamaður er Björgvin R. Emilsson. Þjálf- ari hárskeranna er Vagn Boysen. í Iandsliðinu í hárgreiðslu eru Björg Óskars- dóttir, Þórdís Helgadóttir og Eyvindur Þorgils- son. Varamaður er Þuríður Halldórsdóttir og þjálfari Sólveig Leifsdóttir. Keppt verður í þremur greinum, tveimur fyrri daginn og einni þann seinni. Förðunar- meistari verður með í för, Kristín Stefánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir listakona smíðaði hár- skraut og skartgripi fyrir hárgreiðsluliðið. Styrktaraðili hárskera er heildverslunin Ár- gerði - Matrix en það er heildverslun Halldórs Jónssonar hf. - Wella sem styrkir hárgreiðslulið- ið. ■ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ekki nóg að stofna kvennaathvarf nema „vandinn" heima sé leystur Þeir, sem fremja líkamiegt of- beldi, bera því gjarnan vid að þeir hafi misst stjórn á geróum sínum og ekki vitað hvaö þeir hafi verið að gera.En hvernig vita þeir þó hve- nær á að stoppa? Staðreyndin er einfaldlega sú að þeir vita nó- kvæmlega hvaö þeir eru að gera þegar þeir beita ofbeldinu og eru mjög meðvitaðir um það. HÚN hefur hjálpað ofbeldishneigð- um karlmönnum við að ná stjórn á skapi sínu og leggja af þeirri iðju sinni að berja konur sínar þegar þeim býður svo við. Hún segir það vera frekar einfalt mál að fá ofbeld- isseggina til að hætta barsmíðunum, en síðan taki við erfiðara og lengra tímabil, sem krefst mun dýpri sálar- skoðunar. Oft er um að ræða menn, sem á uppvaxtarárum hafa þurft að horfa upp á heimilisofbeldi með þeim afleiðingum að á fullorðinsá- rum láta þeir sjálfir innri sárindi í ljós með ofbeldi. Ekki fyrr en tekið verður á undirrót fjölskyldu-ofbeld- is með tilheyrandi úrræðum fyrir þá sem beita ofbeldinu, verður vandamálið úr sögunni þó hér væru tíu kvennaathvörf. Frekar auðvelt er að fá ofbeldisseggina til að láta af barsmíðunum, en síðan tekur við erfiðara og lengra tímabil, sem krefst mun dýpri sálarskoðunar. mg, Heidi Greenfield fluttist hingað fyrir tæpu ári ásamt íslenskum eiginmanni sínum sem j hún hitti fyrir 7 árum í safarí-ferð í Afríku. SÞau hafa búið í heimaborg hennar, Toronto í Kanada, þar sem Heidi hefur verið félags- JH ráðgjafi og sérhæft sig í meðferðarúrræðum * fyrir karlmenn, sem beita eiginkonur of- 2 beldi. Frá því hún kom til íslands hefur hún ““ kynnt sér málin hér og komist að þeirri niður- stöðu að engin slík úrræði er hér að finna. Hún leggur ríka áherslu á að það sé aldeilis ekki nóg að setja upp athvarf fyrir konur til að flýja í þegar mikið liggur við á meðan „vandinn" sitji eftir óleystur heima. Réttlátari lög „Kanadamenn búa við önnur og réttlátari lög í þessu efni en Islendingar leyfi ég mér að full- yrða,“ segir Heidi og hún bætir við að litið sé á heimilisofbeldi í Kanada sem alvarlegan glæp. Það sé í verkahring lögreglunnar að kæra, en ekki konunnar, sem fyrir árás eiginmanns eða sambýlings verður. „Við vitum að ef kæra er í verkahring fórnarlambsins stíga fæstar konur það skref þó þær séu beittar ofbeldi heima fyrir og ef þær gera það draga þær yfirleitt kæruna til baka innan viku eftir frekari hótanir, jafnvel morðhótanir. En lögreglan er ekki hrædd við slík- ar hótanir auk þess sem þessi aðferð hvetur of- beldisseggina til að leita sér hjálpar, oftast þó nauðbeygðir.“ Heidi segir að þegar menn komi loks til með- ferðar séu flestir sannfærðir um að ekkert sé athugavert við hegðunarmynstur þeirra og í raun sjái þeir í fyrstu ekkert rangt við ofbeldið. Þeir eigi einfaldlega konur, sem skilja þá ekki og séu neyddir til að sækja hjálp því að eiginkonurnar eigi við vanda að etja og þeir vilji gera allt til að hjálpa sínum heittelskuðu. En þegar farið er að hrófía við sálinni undir skrápnum kemur fljót- lega í ljós að fæstum finnst þetta í lagi enda flest- ir í sárri tiifinningakreppu þrátt fyrir ákveðna grímu, sem þeir hafa komið sér upp. Þeir hvorki þekki eigin tilfinningar né viti hvernig þeir eigi að láta þær í ljós. „Karlmenn, sem beita ofbeldi, koma ekki í meðferð upp úr þurru og af sjálfsdáðun heldur eftir þremur mismunandi leiðum. í fyrsta lagi vegna þrýstings frá eiginkonu. Hún hótar að yfir- gefa manninn ef hann geri ekki eitthvað í sínum málum. í öðru lagi hefur maðurinn verið kærður af lögreglu og bíður dóms. Lögfræðingur hans mælir með meðferð, sem gæti orðið til að milda dóminn. í þriðja lagi eru menn, sem hafa fengið dóm og er meðferð einfaldlega hluti hans.“ Uppbygging „Það fyrsta, sem við gerum í Kanada þegar mennirnir koma, er að stöðva ofbeldið og þá meina ég allt ofbeldi, líkamlegt og andlegt. Sá ferill er mjög auðveldur og ekki tímafrekur fyrir líkamlegt ofbeldi, en mun tímafrekari fyrir andlegt ofbeldi. Þetta er hópmeðferð þar sem karlar koma saman Morgunblaðið/Ámi Sæberg Heidi Greenfield kemur frá Kanada þar sem hún hefur sérhæft sig í meðferðarúrræðum fyrir ofbeldishneigða karlmenn. einu sinni í viku og tekur yfirleitt um 6 vikur að stöðva ofbeldið. Þeir hitta aðra karla, miðla hvetj- ir öðrum af eigin reynslu og læra með hjálp félags- ráðgjafa, ekki ósvipað meðferð alkohólista. Við höldum hinsvegar áfram með ofbeldismennina, komumst að undirrót ofbeldisins sem oft eru vel geymd leyndarmál frá æskuárum og byggjum þá upp sem persónur á ný. Ymist hafa þessir menn horft upp á feður betja mæður eða hafa sjálfir sætt ofbeldi í æsku. Þeir læra smám saman að umgangast eigin reiði á jákvæðari hátt en þeir hafa gert. í stað þess að láta reiðina bitna á sín- um nánustu, þjálfum við þá í að forðast vissar aðstæður og það má gera á ýmsa vegu. Aðalatr- iði er að þeir komi sér upp hegðunarmynstri, sem ekki kallar á ofbeldisverk. Til dæmis geta þeir labbað út í hvert skipti sem þeir lenda í þeim aðstæðum, sem þeir áður notuðu til barsmíða. í lok tólf vikna tímabils eru þeir látnir meta meðferðina og að eigin ósk geta þeir framlengt hana, en að mínu mati tekur virk meðferð u.þ.b ár,“ segir Heidi og hún segir mér að andlegt of- beldi sé á margan hátt mun skaðlegra konum en það líkamlega og bætir við dæmisögu af hjónum, sem hún þekkti til. „Fyrsta árið, sem þau bjuggu saman, kom upp heiftarlegt rifrildi milli þeirra. Maðurinn varð svo reiður að hann lét hnefann ganga í gegnum svefnherbergishurðina. Ekki fór milli mála hvað hann var að segja; ef konan héldi uppteknum hætti, yrði hún næst fyrir barðinu í stað hurðarinnar. Þau minntust aldrei á þennan atburð, hvorki fyrr né síðar næstu 20 árin sem þau bjuggu saman og aldrei lagði maðurinn hend- ur á konu sína. En í hvert skipti sem þeim varð sundurorða á öllum þessum árum benti hann ávallt á hurðina með þeim afleiðingum að hún gafst upp og sagði ekki orð.“ Ábyrgir gerða sinna Heidi segir að ofbeldismenn komi úr öllum stéttum og þjóðfélagsstigum og séu siður en svo eingöngu drykkjumenn þó þeir séu auðvitað innan um. „Flestir ofbeldismenn bera því við að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera eftir að upp kemst um líkamlegt ofbeldi og farið er að spyija spurninga. Þeir hafi gjörsamlega misst stjórn á sér. Mitt svar við því er þetta: Af hveiju eru konur þeirra ennþá á lífi? Hvernig vissu þeir hvenær þeir áttu að stoppa ef þeir misstu svo gersamlega stjórn á gerðum sínum? Staðreyndin er sú að þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera þegar þeir beita ofbeldi og eru reyndar mjög meðvitaðir um það. Má nefna lækna, sem vita nákvæmlega hvar á að beija svo líkamlegir áverkar komi ekki fram. Þessum mönnum er hægt að hjálpa þrátt fyrir goðsögn um hið gagnstæða. Hluti vandans felst í að karlar eru oftast tregir til að sækja sér hjálp, þó þeir viðurkenni að þeir eigi við vanda að etja. Ef þeir geta ekki einu sinni spurt til vegar þegar þeir villast í umferðinni, getum við ímyndað okk- ur hve erfitt það er að biðja um andlega hjálp. Karlar eiga að vera sterkir, yfirvegaðir og þeir eiga sjálfir að geta leyst þau vandamál, sem upp koma, fljótt og vel. Fæstir eiga sér trúnaðarvini, nema kannski helst eiginkonurnar," segir Heidi. Víkinga-arfleífð „Við þessi skilyrði búa íslenskir karlar líkt og karlmenn margra annarra þjóða. íslendingar rekja sína menningararfleifð til sterkra og nægjusamra Víkinga, sem báru ekki tilfinningar sínar á torg. Síðan hefur ekkert getað breytt hinni íslensku karlímynd. En vitanlega hafa karlar tilfinningar á borð við ótta, vonbrigði, sársauka og áhyggjur alveg eins og konur þó ekki hafi þótt karlmann- legt að láta slíkar tilfinningar í ljós. Með þennan þjóðararf að leiðarljósi er ekkert skrýtið að karlar leiti sér helst ekki hjálpar." Heidi segir áberandi að þeir karlmenn, sem komi til meðferðar, glími margir hveijir við viss- an feðra-vanda, sem þeir sjái ekki í réttu ljósi. Sumir feður hafi verið ókunnir sonum sínum frá fæðingu og aðrir of uppteknir til að gefa þeim félagslega og tilfinningalega hlutdeild í lífi sínu. „Margir þessara karla trúðu að þeir hefðu samt átt „fullkomna föðurímynd" en litu heldur á sjálfa sig sem „slæma syni“. Herferð gegn ofbeldi Heidi hefur mikinn hug á því að aðstoða íslend- inga við að koma upp ámóta meðferðarstofnun og rekin hefur verið í Toronto um árabil með góðum árangri. Slík stofnun yrði að ná til allra fjölskyldumeðlima þó stór hluti starfseminnar myndi beinast eingöngu að karlmönnum, sem beita ofbeldi heima. Vonir eru bundnar við að slík þjónusta komist á laggirnar síðar á þessu ári og þá í tengslum við herferð gegn ofbeldi karla sem Karlanefnd Jafnréttisráðs áformar með haustinu. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Góður árangur í baráttunni við vöggudauða í Danmörku hefur vöggudauði minnkað um meira en helming. Ástæð- an er sú að undanfarið hafa Danir verið með herferð í gangi og frætt foreldra um þrjú lykilatriði sem talið er að þurfi að passa uppá þegar meðferð ungbarna er annars vegar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Foreldra- samtökunum. Samkvæmt upplýsingum Landlæknis- embættisins hafa tilfelli vöggudauða verið hlut- fallslega færri hér en í nó- grannalönd- unum. Þetta ættu foreldrar ungbarna að leggja á minnið 1. Ungbörn eiga aldrei að liggja á maganum þegar þau sofa. 2. Gætið þess að ungbaminu sé aldrei of heitt. 3. Reykið ekki þar sem ungbörn eru nálægt. í Danmörku hefur baráttan skilað sér í fækkun dauðsfalla sem flokkast undir vöggudauða. Á fyrsta fjórðungi ársins 1993 dóu 28 ungbörn vöggudauða þar í landi en áður en herferðinni var hrundið af stokk- unum dóu að meðaltali um 60-70 ungbörn vöggu- dauða á jafnlöngu tímabili. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu hafa tilfelli vöggudauða verið hlutfallslega færri hér á landi en í nágrannalöndunum en á tólf ára tímabili frá 1981-92 dóu alls 45 börn vöggudauða. í grein um vöggudauða sem birtist nýlega í tímarit- inu Uppeldi kemur fram að hitahækkun og smávægi- leg sýking geti sett af stað óheilbrigt efnafræðilegt ferli sem getur leitt til dauða á skömmum tíma. Ung- barn losar sig við mestan hita í gegnum andlitið og ef það sefur með andlitið ofan í rúmfötum verður hitalosun Iítil sem engin. Að sama skapi eykst hættan á vöggudauða ef hafður er of mikill hiti í því her- bergi sem barnið sefur í. Ekki reykja nálægt ungbörnum Þá er það mat danskra sérfræðinga að með því að stoppa reykingar í umhverfi ungbarna megi ná betri árangri í baráttu við vöggudauða. Þetta á við um meðgöngu og eftir fæðingu. Það á ekki að reykja í návist barnshafandi konu fremur en í návist ungbarns. Ungbörn eiga ekki að liggja á maganum í vöggunni sinni EITT QG ANNAD Nýr ilmur Nú er kominn nýr ilmur frá Ulric De Varens sem heitir Varensia. Varensia er bæði fá- anlegt í 25 ml og 50 ml úðaglös- um. Hálskrem frá Marbert Nú er fáanlegt hálskrem í Profut- ura lín- unni frá Marbert svo og svokallað Serum krem. Hálskr- emið inniheldur A- og E-vítam- ín, olíur og efni úr vaxi sem mýkja húðina. Serum kremið er fyrir húð sem er þreytt. Auk A- og E-vítamíns inniheldur kremið efni sem er unnið úr ungum beykivið sem ræktaður er í Suður-Frakklandi fjarri iðn- aðarsvæðum. Efnið á að örva frumustarfsemi húðarinnar og vinna gegn öldrun. Insensé baðlína Nýlega kom á markað baðlína í nýja herrailminum Insensé frá Givency. Kallast hún Tonic Sensation en Insensé ilmurinn er uppistaðan í baðlínunni. Fá- anleg er sápa, fljótandi sturt- usápa, rakfroða og síðan er hægt að fá kælandi áburð til að bera á eftir rakstur. Þá er hægt að fá svitaúða og svita- stein. Olíulaus farði frá Dior Mjög stutt er síðan nýr farði kom á markaðinn frá Christian Dior. Er hann olíulaus og hent- ar sérstaklega þeim konum sem eru með feita húð eða húð sem hættir til að glansa. Teint Ideal Mat heitir farðinn og á ekki að stífla svitaholur og hefur sólvarnarstuðulinn 8. ■ I takt við tilveruna í HRESS í Hafnarfirði er verið að setja af stað nýtt námskeið, þar sem verður Iögð jöfn áhersla á andlega og líkamlega þáttinn. Námskeiðið ber yfirskriftina „I takt við tilveruna" og er unnið í samvinnu við Önnu Karls- dóttur og Heiðrúnu Báru Jóhannesdóttur. Komið verður til móts við konur, sem vilja hressa upp á útlitið, losna við aukakíló og bæta hugarástand sitt. Á námskeiðinu verður leitast við að hjálpa þátttakendum við að ná tökum á tilverunni með því að breyta um lífsmunstur og vera meðvitaðir um líkama og sál. Þær Anna og Heiðrún ætla sjálfar að taka þátt í námskeiðinu. Anna fer m.a. í gönguferðir, sér um vigtun, fitumælingu og persónulegar ráðleggingar. Heiðrún sér um þann þátt er lítur að aðhaldi, fróðleiksmolum, heimaverkefnum og hópefli. Þá munu gestafyrirlesarar koma í heimsókn, m.a. kvensjúkdómalæknir, sem fjalla mun um fyrirtíðarspennu og breytingaskeiðið, sálfræðingur, sem fjalla mun um aðra andlega þætti sem fylgja aukakílóum. Einnig verður boðin þolfimi-leikfimi Heiðrún Bára Jóhannes L Vjr"JL V ýjjfir 2svar í viku. dóttir og Anna Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.