Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 C 3 S Ý N I N G Á VEGGSPJÖLDUM „GUERILLA G I R L S " í NÝLISTASAFNINU GUERILLA GIRLS - eða Skæruliða- stúlkurnar, létu fyrst í sér heyra árið 1985. Þær eru hópur myndlist- arkvenna, sem býr í New York. Þær vinna undir nafnleynd og vinnuföt þeirra eru stuttir, þröngir kjólar, háhælaðir skór og górillugrímur. Þær segjast vera samviska mynd- listarheimsins og hafi ákveðið að taka hugtakið „femínismi", sem var orðið að blótsyrði, og gera það kynþokkafullt, fyndið og umfram allt jákvætt. Nafn hópsins segja þær tiikomið til þess að koma á framfæri tveimur hlutum, þar sem það hefur tvöfalda merkingu í þeirra tungumáli; það er dýrið og skæruliðinn. Síðarnefnda merking- in vísar síðan til framkvæmdasemi. Með górillugrímunum á kvenlík- ama vilji þær síðan undirstrika reiði kvenna og bæta við: Og konur hafa ástæðu til að vera reiðar. En sem fyrr segir má rekja vinnu samtakanna aftur til ársins 1985. Þá hélt Modern Museum of Art (Nútíma- listasafnið) í New York upp á endur- byggingu húsakynna sinna. Af því tilefni var 169 listamönnum boðið að sýna. Af þeim voru 19 konur. Þetta varð tilefni mikilla mótmæla. I framhaldi af því var Guerilla Girls hópurinn myndaður og hefur hann verið virkur síðan. Eins og heitið gefur til kynna, vinna Guerilla Girls með sama hætti og skæruliðar; markvisst og fyrir- varalaust. Þær setja upp veggspjöld, dreifa límmiðum, auglýsa í tímarit- um, gefa út jólakort og myndbönd ásamt því að koma fram á fyrirlestr- um og í sjónvarpsþáttum. Mörg veggspjöld þeirra eru með tölfræðilegum samanburði á stöðu karla, kvenna og litaðra í myndlistar- heimi New York borgar, sem er ein aðalmiðja myndlistar í heiminum. Inntak verka þeirra er gagnrýni á ráðandi gildismat innan myndlistar- heimsins. Veggspjöldin eru undirrit- uð „Guerilla Girls - samviska mynd- listarheimsins". Starf Guerilla Girls hefur verið árangursríkt. Dæmi um áhrif þeirra er meðal annars Whitney tvíær- ingurinn í maí 1993, þar sem hlut- fall kvenna var 40% og litaðra 35%. Til samanburðar var hlutfall kvenna á sama tvíæring árið 1987 um 20%. Starfsemi hópsins hefur víða vakið athygli og hafa þær undanfarin ár verið á ráðstefnum og sýningum, meðal annars á Norðurlöndum, Austurríki, Bretlandi og Ástralíu. Á veggspjöldum sínum og í aug- lýsingum, vekja Guerilla Girls at- hygli á skörðum hlut kvenna í banda- rískri myndlist. Þær hafa meðal ann- ars vakið athygli á því að af fimm stærstu galleríunum í New York, hafði aðeins eitt þeirra verið með sýningu á verkum konu - einnar konu. Þær nefna nöfn og leggja fram tölfræðilegar upplýsingar. Þær nefna nöfn listamanna sem sýna verk sín í galleríum og sýningarsöl- um sem ekki sýna verk kvenna. Þær benda á að verk kvenna eru keypt fyrir mun lægri upphæðir en verk karla - eða Víþe'irrar upphæðar sem karlkyns listamenn fá fyrir sín verk. Þær benda á að gagnrýnendur skrifa mun styttri texta þegar þeir fjalla um sýningar kvenna en karla - ef þeir fjalla þá yfir höfuð um þær. Og svona mætti telja upp, endalaust. Og óhætt er að segja að sýningin í Nýlistasafninu er bæði athyglisverð og spaugileg - það er að segja, hafi maður húmor lýrir staðreyndum. í tengslum við sýninguna fór hóp- ur kvenna í myndlist á stúfana, varð sér úti um opinbera tölfræði um stöðu kvenna hér í landi og við laus- lega athugun kom ýmislegt athyglis- vert í Ijós - þótt vissulega megi segja að staða kvenna hér á íslandi sé ólík stöðu bandarískra stallsystra þeirra.... Ekki betri, ekki verri - bara öðru- vísi. „Það sem hefur kannski farið mest fyrir brjóstið á okkur, er að þegar verk eftir íslenska myndlistar- menn eru send á sýningar erlendis, eru þau í langflestum tilfellum eftir karlmenn. Feneyjabíennallinn virðist KOSTIRNIR VIÐ AÐ VERA MYNDLISTAKONA: Að vinna án þeirrar pressu sem velgengni skapar. Að þurfa ekki að sýna með körlum. Að geta flúið myndlistaheiminn í fjórum hlutastörfum. Að vita að ef til vill fer þér að ganga ævistarfið vel um áttrætt. Að hafa tryggingu fyrir því, að sama hvernig myndlist þú skapar mun hún kallast kvenleg. Að vera ekki blýföst sem æviráðinn kennari. Að sjá hugmyndir þínar lifa áfram í verkum annarra. Að eiga valið milli ævistarfs og móðurhlutverks. Að þurfa ekki að kafna af feitu vindlunum eða að mála í klæðskerasaumuðum fatnaði. Að fá meiri tíma til að vinna þegar kærastinn fær sér aðra yngri. Að komast í endurskoðaðar útgáfur af listasögunni. Að þurfa ekki að sæta nafnbótinni snillingur. Að fá myndir af sér í myndlistatímaritin í górillubúningi. vera 100% bannaður fyrir konur hér á landi," segja þær tvær konur, sem koma fram fyrir hönd hópsins, sem stóð að því að fá sýningu Guerilla Girls til landsins. í anda þeirra, óska konurnar nafnleyndar - segjast enda ekki vera fulltrúar fyrir einn eða neinn hóp. Þær halda áfram með Feneyjabíennalinn: „Þetta er stærsta sýningin í myndlistarheimin- um sem við tökum þátt í og það gengur auðvitað ekki að íslenskar myndlistarkonur eigi ekki möguleika á að sýna verk sín þar.“ Hvers vegna haldið þið að þetta sé? „Líklega hafa konur ekki verið virt- ar og metnar sem skyldi. Þær hafa ekki sömu tækifææri. Það eru gerð- ar meiri kröfur til karlanna og því fá þeir fleiri tækifæri. En ef við tökum Rúrí, til dæmis, sem er sú íslenska kona sem hefur náð hvað lengst í sínu fagi - í monúmental útilistaverk- um - þá á Reykjavíkurborg ekkert listaverk eftir hana. Hún er sú kona hér sem hefur hvað mesta reynslu á þessu sviði. Hún er aldeilis enginn byrjandi. Önnur kona sem við getum nefnt er Steina Vasulka. Hún var brautryðjandi í vídeólist og það í Bandaríkjunum. Hér urðu allir gátt- aðir þegar verk hennar voru sýnd á Borealis í fyrra. Það hafði enginn frétt af henni - þótt hún hafi skapað sér nafn og virðingu í öðrum lönd- um.“ Er vinnuaðstaða kvenna í mynd- list eitthvað verri en karla hér á landi? „Hingað til hefur engin aðstaða ver- ið til vinnu frá ríki eða sveitarfélög- um. Hins vegar hafa orðið nokkrar breytingar þar á hér í Reykjavík, því bæði myndhöggv- arafélagið og graf- íkfélagið eru nú með vinnuhúsnæði og góða aðstöðu á vegum borgarinnar. Á Akureyri er líka búið að koma upp vinnustofum í Listagili, þannig að yfirvöld þessara tveggja bæja, virðast hafa skilning á því að vinnuaðstaða þurfi að vera fyrir hendi. En það sama er ekki hægt að segja um ríkisvaldið. í flestum öðrum löndum eru opin- berir aðilar sem leggja til húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að halda skapandi listamönnum við vinnu. Sérstaklega í árferði eins og nú er. Það eru minni peningar í gangi og ekki mikið keypt af myndlist. Á þann- ig tímum þarf að huga að því að veita fólki aðstöðu til að vinna, svo sköpunin leggist ekki niður bara vegna þess að almenningur á ekki peninga til að kaupa myndlist. Þetta væri mun meiri hjálp fyrir mynd- listarmenn en að bæta við sýning- araðstöðu. Það þarf fyrst og fremst að sjá til þess að fólk geti búið til listaverk áfram.“ En á þetta ekki jafnt við um konur og karla í myndlist? „Konur eru verr settar að þessu leyti. Það er viðtekin venja að karl- maður sé í myndlist og það er viðtek- in venja og þykir allt í lagi að hann taki af brauðpeningunum til að nota þá í listsköpun. Hins vegar tekur engin kona af brauðpeningunum til að vinna að myndlistarsköpun. Hún yrði úthrópuð. Það er nefnilega enn- þá það hugarfar í gangi úti í þjóðfé- laginu að karlmaður í listum sé litinn alvarlegri augum en kona. Það má því segja, að það sé nauðsynlegt að konur fái vinnuaðstöðu hjá rfki eða borg. Þá getur hún unnið án þess að taka af brauðpeningunum. I rauninni erum við enn að glíma við það sem Virginia Woolf talaði um í bók sinni Sérherbergi, snemma á öldinni. Við þurfum að skapa kon- um rými til að vinna. Það er líka athyglisvert að líta á það að í Sambandi íslenskra mynd- listarmanna - sem í eru allir starf- andi myndlistarmenn á landinu - eru 319 félagar. Af þeim eru 195 konur, eða 2/3 hlutar og í Myndlista- og handíðaskólanum eru mun fleiri kon- ur en karlar. Hvað segir það okkur svo þegar tölulegar staðreyndir liggja á borðinu og við sjáum að árið 1990 kaupir Listasafn Islands þrjú verk eftir konur á alls 450.000 krónur - en 21 verk eftir karla á 6.443.925 krónur? Að meðaltali kostar hvert verk eftir konur 112.500, en hvert verk eftir karl tæplega 370.000 krónur. Hvað segir það okkur þegar ríkið úthlutar starfs- launum til myndlistarmanna og á fimm ára tímabili, 1989, 1990, 1991, 1992 og 1993, fara 415 mánaðar- laun til kvenna en 696 mánaðarlaun til karla - þótt konur séu nánast tvö- falt fleiri í SÍM? Hvað segir það okk- ur að árið 1992 keypti Mennipgar- málanefnd Reykjavíkur fjögur verk eftir konur á alls 920.000 krónur, þ.e. að meðaltali 230 þúsund krónur hvert verk, en 16 verk eftir karla á 4.105.000 krónur, eða á tæplega 260.000 krónur hvert verk? Sama ár keypti Reykjavíkurborg 1 verk eft- ir konu á 99.000 krónur en 37 verk eftir karla á samtals 11.191.000 krónur, eða á rúmlega 300.000 krón- ur hvert verk? Enda eru til þær listakonur sem hafa reynt að samsama sig með strákunum, fyrst eftir að þær útskrif- ast úr myndlistarskólum. En reynsl- an sýnir að eftir nokkur ár, eru þær ekki lengur í þeirra hópi. Það er nefnilega bara hægt að leyfa stelp- unum að vera með upp að vissu marki. Þrátt fyrir þennan mismun hefur staðan batnað töluvert á seinustu árum. Konum hefur í auknum mæli verið hleypt inn í listheiminn. Ástæðuna fyrir því teljum við vera þá að konur koma með önnur listræn gildi en karlar hafa, aðra reynslu og önnur sjónar- horn. En þetta á reyndar við um fleiri listgreinar gg fleiri lönd en ís- land. Þess er skemmst að minnast að kvenleik- stjóri fékk óskarsverðlaun fyrir kvik- myndina Píanó og á síðasta Fe- neyjabíennal hlaut myndlistarkona fyrstu verðlaun bíennalsins. Það var Jenny Holger. Það er í fyrsta sinn í sögu hans að kona hlýtur fyrstu verðlaun. Enda sagði hún við það tækifæri að það væri mjög skemmti- legt að þeir skyldu veita konu verð- launin - og það ófrískri konu. Allt fram að þessu hafa kvenleg gildi ekki verið metin að verðleikum og ástæðurnar fyrir því eru margar. Við getum til dæmis spurt: Hvern- ig horfir þú á listaverk? Hvernig við horfum á listaverk hefur verið mótað af karlmönnum. Konur hafa ekki verið með í mótun myndlistargreina. Það er ekki fyrr en á seinustu árum, eftir að nýir miðlar koma inn í listina, að konur geta verið með í mótuninni frá upp- hafi. Þá erum við að tala um vídeó- list - orðmyndalist (orð sem mynd) og gjörninga. Þarna hafa konur verið með frá byrjun í að móta þessar list- greinar og líka í því að móta hvernig tekið er við þeim; hvernig þú lest þær. Þetta á reyndar líka við um Ijós- myndina sem myndlist. Það versta hér í stefnu opinberra aðila er þó, að það hefur aldrei ver- ið mótuð nein stefna í sambandi við innkaup. Hjá Reykjavíkurborg hefur aldrei verið sest niður til að ákveða hvað á að kaupa af listaverkum. Menningarmálanefnd hefur verið legið á hálsi fyrir að vera kaupa alls kyns verk útxjjm allar trissur. En ef við lítum á tölfræðilegar staðreyndir, til dæmis frá árinu 1990, þá eru á vegum borgarinnar keypt listaverk fyrir nærri 20 milljónir. Af þeim kaup- ir Menningarmálanefnd verk fyrir tæpar fimm milljónir en embættis- menn borgarinnarfyrirtæparfjórtán milljónir. Og megnið af þeim lista- verkum, sem embættismennirnir kaupa, eru eftir steindauða lista- menn. Menningarmálanefndin fær bara tæpar fimm milljónir til að kaupa verk af sýningum starfandi listamanna. Hjá borginni hefur aldrei farið fram umræða um það hvort skatt- peningum sé best varið í að eyða 20 milljónum á ári til að kaupa mynd- Tvær íslenskar myndlistarkon- ur ræóa um stöóuna hér á landi ir til að láta hanga uppi í stofnunum hennar - í herbergjum sem fáir ganga um - eða hvort þessum pen- ingum væri kannski betur varið í að kaupa útilistaverk, til dæmis í hverfi, sem eru að byggjast og þar sem allir geta notið þeirra. Með því mynd- um við bæði fegra borgina og hafa sjónræn áhrif á þá sem búa í hverf- unum." En nú fjalla þessi plaköt um bandarískan veruleika. Hvaða erindi HVAÐ EIGA ÞESSIR MYNDLISTAMENN SAMEIGINLEGT? 1993 HHEINN FRIÐFINNSSON JÓHANN EYFELLS 1990 HELGI ÞORGILS FRIÐJONSSON 1988 GUNNARÖRN 1986 ERRÓ 1984 KRISTJÁN DAVÍÐSSON 1982 JON GUNNAR ÁRNASON KRISTJAN GUÐMUNDSSON 1980 MAGNUS PÁLSSON 197B SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 1972 SVAVAR GUÐNAéON ÞORVALDUR SKULASON 1960 JOHANNES KJARVAL ÁSMUNDUR SVEINSSON Svar; FULLTRUAR ÍSLANDS Á FENEYJABIENALNUM Á 33 érum hefur engln kóna komist á þennan lista m t»r »yntns»K»kr4ra REYKJAVÍKURBORG á 60 ÚTILISTAVERK* 53 ERU EFTIR KARLA 7 ERU EFTIR KONUR •Verk í Ásmundarsafni undanskilin S«mkv«ml uBONUnqum tli ikritUolu KlMVBlMtað* SYNINGAR Á VERKUM EINSTAKRA LISTAMANNA í LISTASAFNIÍSLANDS KONUR KARLAR 1993 2 1992 1 3 1991 2 1990 3 1989 2 1 SAMT. 3 11 KwnkXfM vpplHln«»" Á>Mk UttBtXM blonJi á sýningin við okkur hér? „Það er rétt að bandarísk plaköt fjalla um annan veruleika en þann sem við búum við hér. I þeim er til dæmis gerð úttekt á galleríum í New York og þótt við höfum gallerí og sýningarsali hér, er það rekið á allt öðrum forsendum en í Bandaríkjun- um. Þar fjárfesta gallerí, eða veðja á, efnilega unga myndlistarmenn, gera samninga við þá, til tíu ára svo dæmi sé tekið. Listamaðurinn skuld- bindur sig til að sýna á vegum þess annað hvert ár og ekki á vegum annarra. Galleríið sér þeim þá fyrir annað hvort fjármagni eða vinnuað- stöðu, til dæmis með þvi að kaupa öll verk þeirra næstu tvö árin eða finnur aðrar leiðir. Galleríin verða umboðsmenn og markaðsstjórar listamannanna. Þau taka miklu meiri áhættu en gallerí hér. Hér leigir fólk sér gallerí fyrir tugi þúsunda til að sýna - og stendur alfarið sjálft að sínum sýningum. Þetta er líklega til komið vegna þess að hér eru ekki forsendur fyrir gallerí til að fara með umboð fyrir listamenn. En þetta þýðir líka að hér eiga konur mun meiri möguleika á að sýna verk sín, ef þær hafa á annað borð aðstöðu til að vinna og eiga nokkra tugi eða jafnvel hundruði þúsunda til að koma sýningunni upp. Það segir sig því sjálft að söfn hér eiga alveg jafn mikla möguleika á að kaupa verk eftir konur og karla. Það eru jafnvel fleiri konur sem sýna verk sín en karlar. Það hefur breyst mikið á nokkrum árum. Það er mjög gaman að sjá hvað þessi breyting er mikil. Árið 1985, í lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna, var stað- ið að listahátíð kvenna hér í Reykjavík. Þá lánaði borgin Kjarvalsstaði undir þessa há- tíð, sem hét „Hér og nú“. Inn á þessa sýningu valdi dóm- nefnd verk eftir þær konur sem voru starfandi í öllu greinum myndlistar þá og sýningin gaf ágætis þverskurð af öllum þeim konum sem voru starf- andi. í dag, tíu árum seinna, væri fáránlegt að reyna að gefa svona yfirlit á stað sem er ekki stærri en Kjarvalsstaðir." En hvað varðar erindi þess- ara plakata til okkar, þá er at- hyglisvert að sjá að einhver hópur kvenna getur tekið sig saman og unnið að einu mál- efni, þar sem virknin hefur ver- ið jafn mikil og hjá Guerilla Girls. Það er vafamál að karl- menn hefðu nokkurn tímann tekið sig saman og starfað á þennan hátt að jafn huglægu viðfangsefni. Því þetta er ekki stríð. Guerilla Girls er orðið að hugtaki í listheiminum. í haust mátti til dæmis sjá í grein (Tim- es eftir gagnrýnanda þeirra. Hann var að fara yfir sýninguna „Amerísk list á 20. öldinni," sem haldin var í Royal Aca- demy of Art í London. Þar voru sýnd verk eftir 66 listamenn. Þar.af voru fimm konur. Þessi gagnrýnandi, sem er þunga- viktarmaður, segir þá þessa setningu: „Þú þarft ekki að vera Guerilla Girl til að mót- mæla þessu." Það sem þær standa fyrir og benda á er orðið að virku hugtaki og það er bara sjálf- sagt að íslendingar fái að taka þátt í því. Þegar maður kynnist þessum vinnubrögðum þeirra, er einfalt fyrir hvern og einn að tileinka sér þau. Hugtakið femínismi hefur lengi verið not- að sem skammaryrði en við þurfum á meðferð Guerilla Girls á því að halda, þar sem femínismi þýðir kvenleg gildi og er jákvætt fyrirbrigði. Fem- ínisti er bara manneskja sem virðir sjálfa sig og hæfileika sína og finnst rétt að þeir fái að njóta sín í þeirra eigin þágu og annarra. Femínismi er ekki hræðilegri en það. Hún vill fá að njóta þess styrks sem hún býr yfir. Þær leggja jafnframt mikla áherslu á hið skoplega, eða réttara sagt þær nota oft húmorinn til að koma upplýsingum á framfæri, jafnvel þótt þær séu að tala um blákaldar og alvarlegar stað- reyndir. Og það er tekið mark á út- tektum þeirra. Úttektin sem við erum búnar að gera, vekur fólk væntanlega til um- hugsunar um það að hlutirnir eru ekki alls staðar eins og þeir eiga að vera. Hins vegar ætlum við engum þá mannvonsku að vilja að konur séu úti í kuldanum. Þetta gerist ómeðvit- að. Að því leyti ætti svona úttekt að gera gagn. Hún sýnir miklu frekar ástandið í myndlistarheiminum á ís- landi, sem er ekkert kvennabaráttu- legt mál.“ Ætlið þið að halda áfram að vinna í þessum anda? „Við höfum ekkert ákveðið hvað við ætlum að fá út úr þessari út- tekt. Við ætlum ekkert að mynda hóp grátkvenna, sem berja sér og segja: „Við eigum svo bágt." Ætli við höldum ekki bara áfram að vinna." ssv Morgunblaðið/Sverrir í vestursal er stiklað á stéru í þriviðrí list Gerðar; frá járnverkum 09 strengum formrannsóknum, að fingerðum stálviramyndum, i mýkri og lifrænni form, til massivari verka sem sameina stundum geómetriu og formleysi. Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðukena Listasafns Kópavogs við höggmynd eftir Gerði. Nokkrar elstu höggmynda Gerðar Helgadóttur; frá Flórens i klass- ískum anda eg Parisarmyndir undir áhrifvm Kúbisma. Listasöfn í opinberri eigu verða fimm í landinu frá og með morgundeginum, 17. apríl. Þá verður opnað Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn. Fyrir eru Listasafn íslands, Listasafn Reykjavíkur með höfuðvígi á Kjarvalsstöðum, Lista- safn Hafnarfjarðar í Hafnarborg og Listasafn Akureyrar sem opnað var í september. Listasafns Einars Jónssonar er líka vert að geta. Nýja safnið í Kópavogi er kennt við Gerði Helgadóttur myndhöggv- ara en Kópavogsbær eignaðist dánarbú hennar, nærri 1.400 lista- verk, fyrir sautján árum. Systkini Gerðar gáfu bænum verkin til að þau tvístruðust ekki og settu það skilyrði að byggt yrði safn er héldi minningu hennar lifandi. Á fyrstu sýningum safnsins verða annars vegar ýmis verk Gerðar og hins vegar úrval málverka úr eigu bæj- arins. Guðbjörg Kristjánsdóttir list- fræðingur og forstöðumaður safnsins tók á móti Morgunblaðs- fólki í vikunni. Á efri hæð safnsins eru tveir sýningarssalir, 210 og 237 fer- metrar, en skilveggir gera kleift að skipta þeim niður. Einkenni sal- anna er birtan, sem berst um bogahvelfingar úr gleri mót norðri. Undir þeim er dreifigler sem mynd- ar loft salanna og gerir það að verkum að dagsljósið fellur jafnt á útveggi og skilveggi. „Þetta gerir þá sérstaklega eftirsóknarverða fyrir málverk," segir Guðbjörg, „en vitanlega má sýna hvers kyns lista- verk í þeim. Við leggjum til dæmis áherslu á þrívíð verk Gerðar í sýn- ingunni í vestursalnum." Þau voru hennar líf og yndi en steint gler og mósaíkmyndir fremur lifibrauð. Þó ber síðarnefndu verkin oftast fyrir augu, kirkjuglugga og altaris- töflur og myndir á veggjum húsa eins og tollstöðvarinnar í Reykja- vík. í anddyri listasafnsins eru nokkrar fyrstu höggmynda Gerðar en mósaíkmyndir og gluggar eftir hana eru í sal á neðri hæð, ætluð- um til ýmiskonar starfsemi. Sumir glugganna eru unnir með óvenju- legri aðferð þar sem litað gler er fellt í steinsteypu. Verkin gefa vís- bendingu um fjölbreytnina í list Gerðar en yfirlitssýning verður haldin eftir fjögur ár þegar lista- konan hefði orðiA sjötug. í austursalnum á efri hæð eru verk sem Kópavogsbær hefur eignast gegnum árin. Þar á meðal myndir Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar, en minningarsjóður hjónanna færði bænum nærri 300 verk þeirra fyrir ellefu árum. Einnig er teflt fram málverkum völdum úr um 400 myndum sem bærinn hefur keypt á þrem áratugum. „Við sýnum núna verk eldri listamanna, fyrstu kynslóðar abstraktmálara og málara sem héldu tryggð við landslagsmálverkið," segir Guð- björg. „I sumar eða haust verður síðan sýning á myndum sem keyptar hafa verið af listamönnum sem komu fram á sjöunda áratugn- um og yngstu kynslóð lista- manna.“ Listasafnið blasir við á Borgar- holti austan við Kópavogskirkju. Við hönnun þess var tekið mið af litum í holtinu og formum kirkjunn- ar. Húsið er tvískipt og hlutar þess tengdir með glerbrú, hringform og bogar eru áberandi, útveggir klæddir rauðu graníti. Aðalinn- gangur safnsins er uppi að norðan- verðu, frá Hamraborg, en hægt ér líka að koma inn í kaffistofu, sunnantil á neðri hæðinni. Þar fyr- ir utan er gert ráð fyrir högg- myndagarði. Byggingarnefnd safnsins tók til starfa ári eftir Gerðargjöfina og Benjamín Magnússon arkitekt lagoi fram fyrstu hugmyndir 1980. Sex árum síðar var fyrsta skóflu- stungan tekin og síðustu ár hafa framkvæmdir verið miklar á holt- inu. I vikunni voru málarar að Ijúka fjögurra mánaða törn við veggi hússins og smiðir voru enn að. Umsjónarmenn framkvæmda komu til að líta eftir og flutninga- menn báru flygil upp á aðra hæð. Forstöðukonan var beðin í gamni að hjálpa þeim, hún sat í nýrri skrif- stofu með minnislista á borðinu og hafði í mörg horn að líta. Ekki við öðru að búast þegar gáttir nýs listasafns eru í þann mund að opnast. Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.