Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 MENNING/ LISTIR MYNDLIST Norræna húsið Olav Ch. Jensen og Bodil Kaalund sýna til 17. apr. Listasafn Islands Verk Barböru Ámason til 8. maí. Safn Ásgrims Jónssonar Skólasýn. i 30 ár fram í maí. Gerðuberg Ósk Vilhjálmsd. sýnir til 24. apr. Listasafn Sigurjóns Hugmynd-Höggmynd til 1. maí. Listasafn ASI Dröfn Friðfinnsd. sýnir til 24. apr. Gallerí Greip Gunnar Magnússon sýnir til 4. maí Gallerí Sævars Karls Teikningar Gunnlaugs Blöndal til 21. apr. Hafnarborg Annette Ackermann, Jón Thor Gíslason og Freydís Kristjánsd. sýna til 2. maí. Listhúsið Hafnarhúsinu Kristín Blöndal og Ingibjörg Hauksd. sýna til 1. maí. Hallgrímskirlq'a Haukur Halldór sýnir til 24. apr. Gallerí Úmbra Dominique Ambroise sýnir til 20. apr. Nýlistasafnið Veggspjaldasýn. Guerilla Girls og Haraldur Jónsson sýnir til 24. apr. Portið Samsýn. fimm listakvenna til 24. apr. Gallerí 11 Margrét Sveinsdóttir sýnir til 25. apr. Galleríið „Hjá þeim“ Soffía Sæmundsdóttir sýnir til 28. apr. Slunkariki ísaf. Ólafur Már sýnir til 17. apr. Eden Hveragerði Bennó G. Ægisson sýnir til 1. maí. TONLIST Laugardagur 16. apríl Léttsveit Tónmenntaskóla Reykja- víkur í skólanum á Hvolsvelli kl. 15. Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti í Safnaðarheimili Landakirkju Vest- mannaeyjum kl. 16. Kór Mennta- skólans að Laugarvatni og Kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands í Selfoss- kirkju kl. 17. Kórtónleikar í Árnesi sameiginl. tónl. þriggja kóra kl. 21. Lúðrasveitin Svanur á vortónleikum í Seltjarnameskirkju kl. 14. Sunnudagur 17. apríl Kór Menntaskólans að Laugarvatni og Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands í Skálholtskirkju kl. 16. Tónlistar- dagur í Perlunni dagskrá hefst kl. 13. Bamakór Bústaðakirkju heldur tónleika í Bústaðakirkju kl. 17. Kór Tónlistarskólans I Reykjavík í Laug- arneskirkju kl. 20.30. Háskólakór- inn í Seltjarnameskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikliúsið Gleðigjafamir kl. 20; sun. 17. apr., mið., fös. Eva Luna kl. 20; lau. 16. apr., fim., fós. Þjóðleikhúsið Gaukshreiðrið kl. 20; lau. 16. apr., fös., lau. Gauragangur kl. 20; sun. 17. apr., mið., fim. Blóðbrullaup kl. 20; þri. 19. apr. Skilaboðaskjóðan sun. 17. apr. kl. 14., fim. kl. 14. Listdansskóli íslands kl. 20; Nem- endasýn. þri. 19. apr. Leikfélag Akureyrar Óperudraugurinn kl. 20.30; lau. 16. apr., fös., lau. BarParkl. 20.30; sun. 17. apr., mið. Nemcndaleikhúsið Sumargestir kl. 20; mán. 18. apr., mið. KVIKMYNDIR MÍR Strákurinn Sidrov sun. 17. apr. kl. 16. Norræna húsið Kvikm. um Emil sun. 17. apr. kl. 14. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181. „ÉG ER listmálari, segir Jón Þór Gfslason, „og skil ekki hvað hægt er finna að því starfsheiti. Raunar hef ég alltaf verið útundan, ekki tekinn í klíkuna, gert það sem hefur ekki þótt passa: Haldið mig við hefðbund- ið máiverk, sótt í klassíska list, lagt mikið upp úr tækni. Metnaður lista- manns á að ná lengra en í einhverja hugmynd. Hann þarf að hafa eitt- hvað að segja.“ Jón Þór kemur hingað frá Þýskalandi með málverk og hefur meira að segja: „Það er gott að fá góðar hugmyndir, til dæmis fyrir fjöl- miðlafólk, en lista- maður á að gera meiri kröfur til sjálfs sín. Ég hef ætíð gert mér Ijóst að árangur í mál- verki byggist á rosalegri djöfulsins vinnu. Gefið lítið fyrir þá viðteknu tísku að myndlist- armenn eigi að vera rosa klárir, víðlesnir, heim- spekingar helst, en alls ekki kunna vel til verka. Þessi hugsun fæðir ekkert af sér lengur. Hún er tómt rugl. Krafa um góða myndlist er ekki krafa um gáfur og þekkingu." I dag verður opnuð í Hafnarborg sýning á málverkum Jóns Þórs, stórum mystískum myndum, marg- ræðum. Á þeim er fólk, sérstaklega konur, og englar, hanar, skápar, gluggar. Fólkinu hefur fjölgað hjá málaranum með tímanum og birt yfir litunum. í nýj- ustu myndunum eru þeir Ijósir og svífandi. Þær eru líka draum- kenndar, þótt fólkið hafi sömu angistina í aug- unum. Einmana manneskjur með ekkert haldreipi. „Alveg eins og við," segir Jón Þór, „með ógrynni upplýs- inga um fortíð og samtíð en enga trú lengur. Ekk- ert sem hjálpar okkur að skilja og vera þegar á reynir. Týndum og ringluðum, í óvissu um hvað sé undir yfirborð- inu.“ Hið ósagða í málverkinu heillar Jón Þór, „eins og f lífinu sjálfu," segir hann. „Það kemur vangavelt- um af stað. Þess vegna er ekkert síðra nú en fyrr að mála með olíulit- um. Gildi þess hefur jafnvel aukist. Málarar leita alltaf einingar í lit og formi og leitin er ekkert einföld - Morgunblaðið/Kristinn Jón Þór Gislason við sjáum svo mikið af vondum myndum þar sem óskráð lögmál eru að engu höfð. Auðvitað eru þau ekki endaleg, en hafa í sér blik af tímanum með því góða og slæma sem fram er fært. Vond mynd getur komið einhverju af stað. Þegar ég byrjaði í Myndlistaskól- anum '77 var hugmyndalist mikið á döfinni og málaradeildin í dauða- teygjum útí horni. Dýrkun þess að kunna ekki stóð sem hæst. Ný og fersk var hún ekki vitlaus, ræturnar í dadaisma í upphafi aldarinnar, heilbrigðu frelsisópi eftir stranga akademíu 19. aldar. En uppbrot vara ekki að eilífu. Nú er ekkert gaman lengur, fólk skammað fyrir að gera vel og hrak- ið í fræðibækur til að skilja hvers vegna. Þá er komið aftur að punkt- inum þar sem hefðin verður mikils virði. Hugmyndakjaftæðið orðið leiðinlegt. Myndlist snýst ekki um nýja hug- mynd, heldur að hafa eitthvað að segja. Frásagnarmátinn galdur í lit, formi og línu.“ Þ.Þ. Vatnslitir Annette Acker- mann sýnir smá- myndir unnar með vatnslitum í Sverrissal í Hafnarborg. Hún lýkur mynd- listarnámi í Þýskalandi í sumar og kom hingað fyrst fyrir þrem árum. Þá orkaði landslag- ið og íslenskir málarar eins og Nína Tryggva- dóttir sterkt á hana. Þessa gætir í myndun- um. Þær eru eins og myndir Jóns Þórs svolít- ið á skjön við verk félaganna. Hefðbundnari. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, og Snorri Sigfús Birgisson verða með tónleika í íslensku óperunni á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.00 og á efnisskránni kennir margra grasa. Fyrsta verkið er Paganini Capricciur. Þá leika þau Sigrún og Snorri Fjögur stykki eftir Webern og Cesar Franck sónötuna. Eftir hlé er B-dúr sónata Mozarts á efnisskránni, þá Meditation eftir Tsjækovskíj og að lokum Tzigano eftir Ravel. Tilefni tónleikanna er fyrst og fremst það að ég er að búa mig undir að fara í Tsjækovskíj- keppnina í Moskvu núna í júní," segir Sigrún. „Nú, í öðru lagi, er langt síðan ég hef haldið sólótón- leika með píanista hér á landi — eða þrjú ár. Ég bað Snorra að spila með mér, en við höfum ekki spilað saman í tíu ár. Það var í nóvember 1984, þegar ég útskrifaðist úr tón- listarskólanum. Þá lékum við ein- mitt saman Tzigano. Tónleikarnir eru tileinkaðir vini mínum, Malcolm Sadler. Hann var enskur og safnaði fiðlum. Hann vann í fiðlubúðinni þar sem ég fann fiðluna mína. Við urðum miklir vinir og hann var eins og afi minn. Hann lést því miður í nóvember síðast- liðnum. Ég ætlaði að spila í jarðarförinni hans en það var ekki hægt að koma því við. Aðstandendur hans báðu mig þá að tileinka honum eitt verk Sigrún Eövaldsdótt- ir leikur á tónleik- um i íslensku óper- unni á sunnudag ásamt Snorra Sig- fúsi Birgissyni. Hún tekur þátt i Tsjæjkovskij- keppninni i Moslcvu i sumar á næstu tónleikum sem ég héldi. Hann var hins vegar svo æðislegur maður að ég ákvað að tileinka hon- um alla tónleikana." Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt í Tsjækovskíj-keppninni núna? „Ég tek örugglega ekki þátt í henni eftir fjögur ár. Þá verð ég Snorri Sigfús Birgisson og Sigrún Eóvaldsdóttir hætt öllum keppnum, en núna hef ég tíma til þess og finn að ég er tilbúin. Ég hef líka verið heppin með það hvernig hefur unnist úr tíma mínum í vetur. Ef ég kemst í úrslit þarf ég að spila Fiðlukonsert Tsjækovskíjs og það vill svo til að ég hef spilað hann þrisvar í vetur, á skólatónleikum með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þannig að ég þekki hann orðið vel.“ Sigrún hefur dvalið mikið hér á landi í vetur, þótt hún hafi leikið mikið erlendis. „Þetta var árið sem ég átti heima á íslandi," segir hún. „Eg er núna að skipta um umboðs- mann erlendis og vona að ég fái fleiri tækifæri en hingað til. Sú sem ég hafði var mjög indæl manneskja, en ekki nógu dugleg við að koma mér á framfæri. Mér fannst þetta ekki orðið nógu gott, því ég er svo tilbúin núna og vil nota næstu árin vel. Píanóleikarann, Snorra Sigfús Birgisson, þarf vart að kynna. Hann hefur leikið með fjölmörgum ís- lenskum tónlistarmönnum, er fast- ur meðlimur í Kaldalónstríóinu og kennir íTónlistarskólanum í Reykja- vík. Auk þess semur hann töluvert af tónlist, svo segja má að hann sé í þreföldu starfi — eða eins og hann orðar það sjálfur: „Það má í raun- inni segja að ég geri aðeins of mik- ið." Svo hefur hann ekki fleiri orð um það. En hvernig völdu þau verkin fyrir tónleikana? „Flest af þessum verkum á ég að spila í keppninni í Moskvu," seg- ir Sigrún, „nema Webern og Ravel. Við bættum þeim við, því þetta eru svo mögnuð verk. Ravel höfum við ekki leikið saman í tíu ár og það hefur verið mjög gaman að æfa það aftur saman." Flvenær var ákveðið að þú kæm- ist í Tsjækovskíj-keppnina? „Ég fékk að vita að ég hefði kom- ist inn inn á Þorláksmessu. Þá valdi ég prógram úr þeim verkum sem ég hafði verið að æfa og mig hafði grunað að yrðu lögð upp í keppn- inni. Maður reynir að sjá það fyrir. Síðan hef ég mikið æft mig að spila á tónleikum, fyrir fólk. Það er rosa- lega góð æfing. Síðan langar mig að komast til Vamos-hjónanna í Bandaríkjunum, sem eru miklir vinir mínir, með þetta prógram og njóta leiðsagnar þeirra áður en ég fer í keppnina. Það er allt útlit fyrir að ég fari til þeirra í maí.“ ssv I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.