Morgunblaðið - 20.04.1994, Side 10

Morgunblaðið - 20.04.1994, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR MIÐVIKUDAGÚR 20. APRÍL 1994 PeilisklpHlagf Giljahverfls á Akureyri lokló Um 2000 íbua hverfi tengir saman bysgð noröan og sunnan Glerár DEILISKIPULAG Giljahverfis sem tengir saman byggð norðan og sunnan Glerár er nú lokið. Giljahverfi skiptist í fimm áfanga og um þessar mundir er verið að bjóða út lóðir í 4. áfanga. Giljahverfi hefur þann kost umfram flest önnur hverfi bæjarins að stærsti hluti þess liggjur að opnum útivistarsvæðum. Höfundar að deiliskipulagi 1. og 2. áfanga hverfisins eru þeir Gísli Kristinsson og Páll Tómasson arki- tektar. Teiknistofan Form sá um deiliskipulag annarra áfanga þess og er Aldís M. Norðfjörð arkitekt þess. Aldís og Sveinn R. Brynjólfs- son, starfsmaður hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar, kynntu deiliskipu- lagið ítarlega í samtali við Morgunblaðið. Giljahverfi er í vesturhluta Akur- eyrarbæjar, sunnan Síðuhverf- is. Hverfíð er lokaáfangi uppbygg- ingar íbúðarbyggðar í Glerárhverfi um sinn og tengir saman byggðir sunnan og norðan Glerár. Það af- markast af Hiíðar- braut í austri, Borgarbraut í norðri og brekku- brún í um 105 metra hæð í vestri eftir Margréti Póru en suðurmörk Þórsdóttur hverfísins liggja að opnu svæði norðan iðnaðarsvæðis við Rangárvelli. í hverfínu verða 741-771 íbúðir og er gert ráð fyrir að íbúar í fullbyggðu hverfi verði um tvö þúsund. Samkvæmt aðalskipu- lagi Akureyrar 1990-2010 er gert ráð fyrir að hverfið tengist miðbæ og öðrum hverfum bæjarins um Borgarbraut og Dalsbraut annars vegar en um Hlíðarbraut hins vegar. Með tilkomu Dalsbrautar/Borgar- brautar og brúar yfir Glerá við Sól- borg verða samgöngur við aðra bæj- arhluta greiðar og góðar. Fyrsti áfangi Giljahverfís er því sem næst fullbyggður, en helsta ein- kenni hans eru fjögur átta hæða punkthús með 84 íbúðum samtals neðst í hverfinu. Tvö þeirra hafa þegar verið byggð, en hinar háhýsa- lóðimar eru tilbúnar þegar þeirra Suðurlandsbraut 4a Sími 680666 OPIÐ LAUGARDAG 11-14 ARNARTANGI RAÐH. Fallegt ca 100 fm endaraöh. Nýtt eldhús, nýtt í loftum, parket, suöurgaröur. Áhv. langtlán ca 5,0 millj. Verö 8,3 millj. KRINGLAN RAÐH. Vandað 170 fm raöhús á tveimur hæöum ásamt bílskúr. Góðar stofur meö útg. út á verönd í suður og lokaöan garö. 4 svefnherb. Verö 15,7 millj. BOGAHLIÐ 4RA HERB. Rúmgóö 93 fm endaíb. á 1. hæö næst Hamrahlíö. Svalir í suöur og vestur. Góöar stofur. 3 herb. Verö 7,5 millj. REYNIMELUR 4RA HERB. Góö 95 fm endaíb. á 2. hæö. Stórar suðursv. 3 svefnherb. íb. öll endurn. þ.m.t. gler. Áhv. húsbr. 5,1 millj. Verö 8,2 millj. HOLTASEL EINB. Mjög vandaö 311 fm einb. sem er kj., hæö og ris. Innb. bílsk. og sér 60 fm 2ja herb. íb. í kjallara. 3 herb. Góö stofa meö útg. út á verönd. Sjónvhol meö góöum suðursvölum. Húsiö er vandaö í alla staöi. Mögul. skipti á minna sérbýli. LOGAFOLD EINB. Gott ca 293 fm einb. á tveimur hæöum meö innb. 52 fm bílskúr. Áhv. ca 4,7 mlllj. Byggsj. Verö 16,9 millj. HULDUBRAUT KÓP PARH. Gott 233 fm parhús á þremur pöllum ásamt innb. bílsk. 4 svefnherb. Góöar innr. og tæki í eldhúsi. Verö 14,4 millj. LÆKJARTÚN MOS EINB. Gott 280 fm einb. á tveimur hæöum meö innb. bílsk. og 2ja herb. íb. í kj. meö sérinng. Mjög góö 1400 fm lóö meö sundlaug, sólverönd o.fl. Skipti á 4ra - 5 herb. íb. koma til greina. GARÐHÚS RAÐH. Gott ca 143 fm raöh. á tveimur hæöum auk bílsk. Á neöri hæö eru eldh., stofa og þvhús. Á efri hæö eru 3 góö svefnherb., sjónvhol og flísal. baöherb. Áhv. langtlán ca 6,5 mlllj. Verö 11,4 mlllj. FURUBERG HF EINB. Einb. á einni hæö ca 220 fm meö innb. bflskúr. 6 svefnherb., stofur, sjónvhol, baöherb. og gestasnyrting. Áhv. ca 9,0 mlllj. Byggsj. og húsbr. Verö 17,0 millj. HVERAFOLD RAÐH. Fallegt 182 fm endaraöh. á einni hæö meö innb. bílsk. Góöar innr. Áhv. ca 5,0 millj. Möguleg skipti á góöri 3ja-4ra herb. íb. LANGAFIT GBÆ HÆÐ. notm efri sérhæO ásamf bílskplötu (38 fm). Parket. Áhv. Byggsj. 2,2 millj. Verð 7,7 mlllj. Laus strax. Lyklar á skrifst. HEIÐARHJALLI KÓP HÆÐ. Efri hæö m. sérinng. ca 110 fm ásamt ca 27 fm bílsk. Stofa og boröst. Möguleiki á sólskála. 3 svefnherb. Afh. tilb. aö utan en tilb. u. innr. aö innan. Verö 9,4 millj. Möguleiki á sklptum. KAMBSVEGUR HÆÐ. Falleg 117 fm íbúö á efstu hæö. Tvennar stofur, gott forstofuherb. meö sér snyrtingu, stórt eldh. Parket. Verö 7,9 millj. HÁALEITISBRAUT 5 HERB. Snyrtil. 117 fm íb. á 1. hæö ásamt bílskúr. Ljósar innr. í eldh. Suövestursvalir. Þvhús og búr inn af eldh. Laus strax. Verö 8,2 millj. SKAFTAHLÍÐ 5 HERB. gób 106 fm endaíb. á 3. hæö í fjölb. Vel viöhaldin íb. Hægt aö hafa 4 svefnherb. Áhv. langtlán ca 2,3 millj. Verö 8 millj. Æskileg skipti á 3ja herb. íb. á svipuöum slóöum. SKIPASUND 3JA HERB. göö 84 fm 3ja-4ra herb. íb. í kj. meö 32 fm bílskúr. Saml. borð- og setustofa, mögul. aö nota boröst. sem herb., 2 herb., eldhús meö góöum innr. og borökrók. Baöherb. ný standsett. Nýl. gler. Verö 6,7 millj. LAUGATEIGUR 3JA HERB. Falleg mikiö endurnýjuö ca 80 fm íb. á jaröhæö meö útgangi út á suöurverönd úr stofu. Parket, nýjar innr. í eldh. Áhv. langtlán ca 3,7 millj. SÓLVALLAGATA 3JA HERB. Góö 73 fm íb. á 2. hæö. Saml. stofur og 1 herb. Flísar á baði. Nýl. gólfefni. Verö 6,7 millj. RAUÐALÆKUR 3JA HERB. Rúmg. 81 fm. kjíb. meö sérinng. Stór stofa og tvö herb. Góöir skápar í hjónaherb. Verö 6,5 millj. LANGABREKKA KÓP 3JA HERB. Ca 70 fm íb. á jaröhæö meö sérinng. Parket. Stofa og borðstofa. 2 svefnherb. Sér bílastæöi. Áhv. húsbr. ca 2,6 millj. Verö 5,7 millj. HRÍSMÓAR 3JA HERB. góö ca 80 fm íb. á 4. hæö í lyftubl. Stofa meö góöum svölum. Ljósar innr. í eldh. Þvhús á hæöinni. Áhv. ca 2,0 millj. langtlán. Verö 8,0 millj. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. FLÓKAGATA 3JA HERB. Mikiö endurnýjuö risíb. ofarlega viö Flókagötu. Stofa, 2 herb. Suöursv. Nýtt gler. Parket. Laus strax. Áhv. 3,0 millj. húsbr. og Byggsj. Verö 6.3 millj. HVERAFOLD 3JA HERB. góö 90 fm íbúö á 3. hæö (efstu). Yfirbyggöar svalir. Glæsilegt útsýni. Parket og flísar á gólfum. Áhv. Ðyggsj. ca 4,8 millj. Verö 8,5 millj. LOGAFOLD 3JA HERB. Glæsileg ca 100 fm (búö á 1. hæö ásamt stæöi í bílskýli. Parket. Suöursv. GóÖir skápar. Þvhús í íbúö. Áhv. Byggsj. og húsbr. ca 3,1 millj. Verö 8,7 millj. DRÁPUHLÍÐ 3JA HERB. Snyrtileg ca 60 fm íb. í kj. íb. er björt og talsvert endurnýjuö. Hvítar flísar á gólfum. nýtt eldh. og 2 svefnherb. Verö 5,3 millj. FLYÐRUGRANDI 2JA HERB. Góð 2ja- 3ja herb. íb. á 1. hæö (jarðh.) meö sérlóö. Eikarinnr. í eldh. Parket. Áhv. 1,5 millj. langtlán. Verö 6,4 millj. LEIRUBAKKI 3JA HERB. góö 74 fm íb. á 2. hæö öll nýlega standsett. Hús og sameign og í góöu ástandi. Áhv. Byggsj. ca 3,5 millj. Verö 6,5 millj. Laus strax. Lyklar á skrlfstofu. KÓNGSBAKKI 2JA HERB. Góö 66 fm íb. á 3. hæö meö suöursvölum. Þvhús og búr inn af eldh. Ný teppi. Áhv. 3,2 mfllj. frá ByggsJ. Verð 5,4 mlllj. SMÁRABARÐ HF 2JA HERB. Laus ca 59 fm íb. á jaröhæö meö sérverönd og sérinng. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. Áhv. ca 3 millj. húsbr. Verö 5,7 millj. JÖRFABAKKI 2JA HERB. Ca 63 fm Ibúö á 1. hæö. Hús og lóö allt nýl. tekiö I gegn. Áhv. ByggsJ. ca 2,9 mitlj. Verö 5.3 mlllj. Laus strax. Lyklar á skrlfstofu. SUÐURLANDSBRAUT 4A - Opið virka daga kl. 9 -12 og 13 - 18. Opið laugardaga kl. 11 - 14 Fríðrik Stefánsson, vlðskfr., Iðgg. fasteignasali Morgunblaðið/Golli í Giljahverfi er gert ráð fyrir að verði allt að 770 íbúðir og íbúar þess verða um 2.000 þegar það verð- ur fullbyggt. Um þessar mundir er verið að bjóða út lóðir í 4. áfanga hverfisins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Horft yfir hluta af 1. og 2. áfanga Giljahverfis. Næst verður byggt á hæðunum norður af Rangárvöllum. Það verður fjórði áfangi Giljahverfisins. verður þörf. Auk háhýsanna eru í þessum áfanga þijár þyrpingar rað- húsalóða með 43 í'oúðum. Meginein- kenni annars áfanga eru fimm rað- húsaþyrpingar en einnig eru þar ein- býlishús á einni og tveimur hæðum. Engin íjölbýlishús eru í þessum áfanga, en þar er gert ráð fyrir 20 einbýlishúsum og 75-105 íbúðum í raðhúsum. Uppbygging þessa áfanga er langt á veg komin. „Ormurinn“ Þriðji áfangi er miðja hverfísins og umlykur Merkigil sem er safn- gata, svæðið í suðri og vestri, Borg- arbraut í norðri og Kiðagil í austri. Megineinkenni áfangans eru 2-3ja hæða fjölbýlishúsabyggð, auk þess sem þar er gert ráð fyrir hverfisversl- un, leik- og grunnskóla ásamt útivist- arsvæðum. Gert er ráð fyrir aðgrein- ingu milli gangandi og akandi um- ferðar þannig að unnt verði að kom- ast frá hverri íbúð á svæðinu að úti- vistarsvæði, skóla, dagheimili og verslun án þess að fara yfir ak- braut. Eftir svæðinu miðju liggur göngustígur sem mun verða megin- gönguleið milli byggðar sunnan Gler- ár og Síðuhverfis. Þriðja áfanga er skipt í fímm meginhluta og er „ormurinn" svo- kallaði helsta einkenni eins þeirra en þar er um að ræða raðhúsa- og fjölbýlishúsaröð meðfram vestan- verðu Merkigili, alls 12 lóðir en milli húsaraðanna er garður eftir endi- löngu hverfinu. Húsaraðirnar hlykkj- ast eins og ormur meðfram Merki- gili og skýla garðrýminu fyrir ríkj- andi vindáttum. Garðstígur sem ligg- ur eftir orminum endilöngum víkkar út á nokkrum stöðum og myndar torg þar sem eru leiksvæði fyrir yngstu bömin en fyrir miðju er stærra svæði með leikvelli. Alls er gert ráð fyrir 158 íbúðum í fjölbýlis- húsum í þessum hluta og 22 íbúðum í raðhúsum. í norðurhluta 3ja áfanga verða punkthús, milli „ormsins" og útivist- arsvæðisins nyrst í hverfinu, þau verða þijú 6-7 hæða með 20 íbúðum hvert hús. í suðausturhluta þessa áfanga eru húsagarðar, þ.e. þijár lóðir fyrir 2ja hæða íjölbýlishús byggt í ferning umhverfís garðrými og verða 24 íbúðir á hverri lóð. Gert er ráð fyrir lóðum undir verslun, leik- skóla og grunnskóla í þessum áfanga. Fimmti og síðasti megin- hluti þessa áfanga er útivistarsvæði sem er nyrst á svæðinu. íbúðarbyggðin að útivistarsvæðunum. Fjórði áfangi Giljahverfís er vest- asti og efsti hluti þess og er bygg- ingasvæðið í halla mót austnorð- austri með útsýni til austurs og norð- urs út Eyjafjörð. Meðalhalli svæðis- ins er um 10% þannig að flestar lóð- ir þar henta vel fyrir l-2ja hæða hús. Áfanginn skiptist í tvo hluta; suður- og norðurhluta um dalverpi upp af bænum Kollugerði. í þessum áfanga er gert ráð fyrir raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum auk þess sem tvær lóðir eru ætlaðar til síðari nota fyrir stofnanir og þjónustu. Hluta lóðanna í þessu hverfí líkja Aldís og Sveinn við lóðirnar við Nón- hæð í Garðabæ og Kópavogi sem voru afar eftirsóttar byggingarlóðir. Þessar sérbýlislóðir — líkt og lóðirnar á Nónhæð — liggja að útivistarsvæð- um, hafa vegna landhalla einstakt utsýni og jarðvegsdýpi er undir ein- um_ metra. Á norðursvæðinu eru 28 íbúðarhúsalóðir, 15 einbýlishúsalóðir og 2 parhúsalóðir auk 10 lóða fyrir raðhús með alls 43 íbúðum. Á suður- svæðinu eru 47 lóðir, 31 einbýlis- húsalóð, 5 parhúsalóðir og 11 lóðir fyrir raðhús með alls 46 íbúðum. Byggðin er umgirt opnum svæðum og hefur rúmlega helmingur íbúð- anna beinan aðgang frá lóð að opnu svæði. Stefnt er að því að raska sem minnst opna svæðinu umhverfís byggðina en tijám og runnum liefur verið plantað í landið til að mynda skjólbelti. Þijú lítil leiksvæði eru í norður- hluta áfangans og fjögur í suðurhlut- anum og þá er sparkvöllur á opnu svæði milli nyrðri og syðri hlutans. Litlar raðhúsaþyrpingar Fimmti áfangi er beint norður af þeim þriðja. Helsta einkenni hans eru fjórar litlar raðhúsaþyrpingar með 11-15 íbúðum, en auk þyrpinganna eru þar einnig þijár stakar lóðir fyr- ir fjögurra íbúða raðhús þannig að um 50 íbúðir verða í þessum síðast- talda áfanga hverfisins. Enginn gegnumakstur verður um hverfið. Aldís og Sveinn fullyrða að Akur- eyringum hafi sjaldan verði boðið upp á jafngóðar byggingarlóðir og þær sem þeim standi nú til boða í Gilja- hverfí og þar sé fjölbreytni mikil hvað varðar húsagerð. Nefna megi sérstaklega þann greiða aðgang sem íbúar hverfisins hafí að góðum úti- vistarsvæðum í námunda við heimili sín sem einn af kostum þess og þá verður gegnumakstur bifreiða um hverfíð í lágmarki. Fagurt útsýni er yfir bæinn og út fjörðinn úr hverfinu. Þörf er fyrir byggingu um 100 íbúða á Akureyri á ári. Nú eru að- eins 50 íbúðir eftir óbyggðar í Síðu- hverfí þannig að Aldís og Sveinn búast við að bygging íbúða í Gilja- hverfí hefjiat af fullum krafti á næsta ári. Stefnt er að því að yngstu börnin geti hafíð skólagöngu í nýjum skóla í hverfinu haustið 1996 en í vor hefj- ast framkvæmdir við byggingu dag- vistar sem tilbúin verður næsta sum- ar. Þá er gert ráð fyrir hverfisverslun í skipulaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.