Morgunblaðið - 20.04.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
B 11
MikU gróska í
byggíngariðnaði
á Egílsslöðum
Fólksfjölgun á Iivcrju ári
GRÓSKUMIKLU tímabili í byggingariðnaði á Egilsstððum er nú
að Ijúka. Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, enda
hefur bærinn stöðugt bætt við sig nýjum íbúum. Egilsstaðir eru
fyrst og síðast þjónustubær. Iðnaður hefur þar blómstrað svo og
verslun. Þetta hefur í för með sér uppbyggingu á iðnaðar og versl-
unarhúsnæði, og er nú svo komið að offramboð er fyrirsjáanlegt
á þeim vígstöðvum.
Egilsstaðahreppur var stofnaður
1947 og er því ungur að
árum. Bærinn hefur nánast byggst
allur upp á síðustu áratugum í
nágrenni við hið stórfenglega Eg-
ilsstaðabú sem
landsfrægt er
vegna stærðar
sinnar. Bærinn
liggur í þjóðbraut,
eins og þeir kann-
ast við sem ferð-
ast hafa um Aust-
urland og segja
má að þaðan liggi
vegir til allra átta, hvort sem það
er til sjávar eða sveita, eða upp á
hálendi. Umhverfi hans frábrugðið
öðrum stöðum á landinu vegna
skóganna sem eru í næsta ná-
grenni og ekki síður fyrir þá sök
að Egilsstaðir liggja ekki að sjó.
Vatnslaust er þó ekki alveg, því
Lagarfljótið líður þar hjá í grennd-
inni, þungt og mikið. A Egilsstöð-
um er stærsti flugvöllur landsins
fyrir utan Reykjavík og Keflavík
og setur það mark sitt á bæjarlíf-
ið. íbúar eru rúmlega fimmtán
hundruð, en voru 1975 aðeins rétt
rúmlega níu hundruð.
Nær stanslaus uppbygging
Uppbygging á Egilsstöðum hefur
verið hröð á síðustu árum. Á tíma-
bilinu 1979-1982 var mikil gróska
í byggingariðnaðinum og síðan
hófst annað tímabil 1987 sem
stendur enn og ekki er séð fyrir
endann á. Til marks um hina hröðu
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á
svæðinu má nefna að síðustu ár
hafa verið teknar í notkun 22 íbúð-
ir á ári. Þetta árið hafa 7 íbúðir
fengið fokheldisvottorð. Lang
mest hefur verið byggt af einbýlis-
húsum og raðhúsum, en einungis
sex fjölbýlishús eru á Egilsstöðum
og eru þau öll í minni kantinum.
Það vekur athygli þegar ekið er
um Egilsstaði hvað mörg hús þar
eru úr tré. Það er að segja, platan
er steypt og síðan er húsið byggt
úr tré. Mörg eru þó í seinni tíð
klædd með stein klæðningu. Lætur
nærri áð um helmingur allra íbúða
sé byggður á þennan hátt. Það
kemur því ekki á óvart að Tré-
smiðja Fljótsdalshéraðs sérhæfir
sig í smíði þess konar húsa en hún
situr þó ekki ein að þeim markaði.
Allar lóðir inni í bænum
uppurnar
Að sögn Guðmundar Pálssonar
bæjartæknifræðings er eftirspurn
eftir lóðum jöfn og góð, enda er
verðið á þeim hagstætt. Sjöhundr-
uð og fimmtíu fermetra lóð sem á
verður byggt 400 rúmmetra hús
kostar, með fullfrágenginni götu
með slitlagi, um 460 þúsund krón-
ur. Inni í þessu verði er ekki sími,
rafmagn og hiti. Allar lóðir inni í
bænum eru uppurnar og verið er
að skipuleggja svæði fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu. Nú þegar
er lokið við gatnagerð við svæði
sem kallast Einbúablá og einungis
eru eftir lóðir fyrir um 20 íbúðir,
en búið er að úthluta lóðum undir
tæplega 30 íbúðir. Uppbygging á
því svæði byijaði fyrir tveimur
árum.
Guðmundur áætlar að úthlutun
verði lokið í byijun næsta árs. Það
hefur komið á óvart að menn hafa
ekki setið við orðin tóm, heldur
eru margir byijaðir á framkvæmd-
um og er ekki að merkja neinn
beyg í húsbyggjendum. Fyrir ligg-
ur skipulag að næsta svæði sem
tekið verður undir húsbyggingar.
Þar eru áætlaðar lóðir undir 54
íbúðir, einbýlishús og raðhús. Er
það svæði ákaflega aðlaðandi og
spennandi kostur. Að öllum líkind-
um verða framkvæmdir þar hafnar
með haustinu. Af þessu má sjá
að bæjaryfirvöld verða að hafa sig
öll við að anna eftirspurn eftir
byggingalóðum á komandi árum.
Ekkert offramboð
á atvinnuliúsnæði
Ólíkt sumum stöðum á landinu
er ekki offramboð á iðnaðarhús-
næði á Egilsstöðum. Mikil iðnaður
þrífst þar og er hlutur smáiðnaðar
í heimahúsum töluverður. Því má
segja að ef allir þeir sem við iðnað
fást myndu taka sig til og flytja
í svo kallað iðnaðarhúsnæði, þá
yrði vöntun á því. Verslunarhús-
næði er nokkuð vel setið, en hægt
er að fá minni einingar til afnota.
Stórhýsið að Miðvangi 2-4, sem í
daglegu tali er kallað „Kleinan" ,
sbr. Kringlan í Reykjavík, og er
nýlega byggt, er ekki fullsetið
ennþá. í byggingu er annað stórt
verslunarhúsnæði, en ekki er fyrir-
séð hvenær það kemst í gagnið.
Guðmundur Pálsson segir að alltaf
sé eitthvað af verslunar og iðnað-
arhúsnæði í byggingu á hveijum
tíma.
Á Egilsstöðum er mikil opinber
þjónusta. Má þar nefna RARIK,
menntaskólann, Byggðastofnun,
sjúkrahúsið og Skógrækt ríkisins.
Nokkur uppbygging hefur verið í
kringum þessar stofnananir og
fleiri eru í byggingu. Má þar nefna
íþróttahús sem er hálfnað, sund-
laug og safnahús.
Góð þjónusta við
byggingariðnaðinn
Margvísleg þjónusta er við
byggingariðnaðinn á Egilsstöðum.
Má þar nefna byggingavöruversl-
anir, verktakafyrirtæki, steypu-
stöð, einingarverksmiðju, ofnasölu
og fleira. Stærsta einstaka fyrir-
tækið sem vinnur í byggingariðn-
aðinum er Brúnás. Það hefur á
sínu snærum m.a. steypustöð, ein-
ingarverksmiðju og síðast en ekki
síst hinar landsfrægu innréttinga-
smíð.
Ekki verður annað séð, en að
uppbygging á Egilsstöðum muni
enn um sinn verða nokkuð jöfn
og stöðug. Landrými er til staðar
fyrir nýbyggingar og ennfremur
öll þjónusta við húsbyggjendur og
atvinnuleysi er lítið meðal iðnaðar-
manna.
eftir Benedikt
Sigurðsson
SKIPTIÐ VIÐ FAGMANN
Félag Fasteignasala
Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson
Nýtt verzlunar og skrifstofuhúsnæði á Egilsstöðum. Á neðstu hæðinni eru verzlanir og á efri hæðunum
eru skrifstofur. Þetta hús gengur í daglegu tali á Egilsstöðum undir nafninu “Kleinan" sbr. “Kringlan“
í Reykjavík og er um 2.000 fermetrar.
Skammt frá “Kleinunni" er annað stórhýsi að rísa. Þar er að verki Guðjón Sveinsson verktaki.
FASTEIGNA- 06 FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI 18. 101 REYKJAVÍK
Haukur Geir Garðarsson, viðskfr.
Óii Antonsson, sölumaður.
Guðmundur Valdimarsson, sölumaður.
Gunnar Jóhann Birgisson, hdl.
Sigurbjörn Magnússon, hdl.
Sími 62 24 24
Opið laugardag kl. 11-14
Einbýlis-, rað- og parhús
Kópavogur — 2 ib.
Einb. á tveimur hæðum 184 fm ásamt
25 fm innb. bílsk. Á jarðh. er sér 2ja
herb. fb. Góð staðsatn. Fallegt útsýni.
Verð 12,8 mlllj.
Hafnarfjörður
Gott raðh. á tveimur hæðum m. innb.
bílsk. samt. 183 fm. Auk þess 25 fm
milliloft. Fallegar innr. Skipti mögul. á
ódýrari elgn. Verð 11,9 millj.
Garðabær - Flatlr
Vorum að fé f einkásölu sár-
stakl. gott og vel staös. elnb. á
einni hæð ésamt tvöf. bitsk. sam-
tals t85 fm. Sólskáli. S-gar6ur.
Verð 13,8 millj.
4ra—6 herb.
Vesturbær — lán
Mjög falleg mikið endurn. 4ra herb. íb.
á 1. hæð í góðu fjórb. M.a. nýl. eld-
hinnr., parket/flísar og gler. Áhv. 3,3
millj. Byggsj. Verð -8,3 millj.
Týsgata
Skemmtil. 4ra herb. íb. á 3. hæð (efstu)
í steyptu fjórb. Geymsluloft. Endurn.
baðherb. Laus fljótl. Verð 6,2 millj.
Sörlaskjól — bílskúr
/ Mikið endurn. risíb. í þríb. Stofa, borð-
stofa og 2 svefnh. 32 fm bílskúr. Áhv.
3,3 millj. byggsj. Verð 6,6 millj.
Noröurmýri — Njálsgata
Góð 4ra herb. íb. á 1. hæð. Parket.
Stofa, borðstofa, 2 herb. Verð 6,6 m.
Fossvogur - raðhús
Mjög gott pallaraöhús með bílsk. fyrir
framan. 4-5 svefnh. Fallegt útsýni. Góð
ræktuð lóð. Laust strax.
Reynilundur — Gbæ
Mjög gott 165 fm einb. á einni hæð auk
57 fm bílsk., stofa, borðstofa, 3-4
svefnh. Nýtt þak. Góð hornlóö.
Lækjartún — Mos. — laust
140 fm fallegt einb. á einni hæð auk
tvöf. bílsk. Parket og flísar. Nýjar innr.
Nýtt þak. 1000 fm eignarlóö. Laus.
Áhv. 2,3 millj. húsbr. Verð 12,9 millj.
Mosfellsbær
I einkasölu 130 fm einb. á einni hæö
ásamt 50 fm bílsk. á jaöarlóð. Hentar
útivistar- og hestafólki. Verð 10,9 millj.
Fagrihjalli. Parhús á tveimur
hæðum 194 fm. Fokh. Verð 7,7 millj.
Bakkasmári. Parhús á einni hæð
173 fm. Fokh./ t.u.t. Verð 8,4 millj.
Garðhús. Raðh. á tveimur hæðum
175 fm. Verð 7,9 millj.
Leirutangi — Mos.
Falleg björt 103 fm 3ja-4ra herb. efri
sórhæð. Parket á holi og stofu. Vönduð
eikarinnr. í eldh. Sér suöurgarður. Áhv.
2,1 millj. Verð 8,7 millj.
Langholtsvegur — bflsk.
Mjög góö 92 fm hæö auk 40 fm bílsk.
Góðar innr. Endurn. baðherb. Parket.
Áhv. 4,6 millj. Verð 8,8 millj.
Rekagrandi
Glæsil. 106 fm endaíb. á tvelmur
hæðum. Parket. Fllsar. Flfsl. bað-
herb. Glæsilegt útsýni. Bilskýli.
Ahv. 2,5 miHj. Verð 9.4 mlltj.
Hvassaleiti — bílskúr
Mjög góð 81 fm íb. á 3. hæð auk 21
fm bílsk. Til afh. strax. Áhv. 2,5 millj.
húsbr. Verð 7,7 millj.
Asparfell — laus
Góð 5 herb. 132 fm íb. á tveimur hæð-
um I lyftuh. 4 rúmg. svefnherb. Tvennar
svalir. Þvherb. i ib. Inng. af svölum.
Áhv. 3,5 millj. Verð 8,5 millj.
Flúðasel — húsnlán
Mjög góð og rúmg. 4ra herb. íb. á tveim-
ur hæðum 92 fm á 3. hæð í nýklæddu
húsi. Áhv. 3,4 millj. veðd. Verð 6,9 m.
Garðabær. 4ra herb. útsýnlsíb. í
fjölb. Tilb. u. trév. Verð 7,9 millj.
3ja herb.
Öldugrandi — bflskúr
Mjög falleg 3ja herb. íb. á 2. hæö i
nýju 5-ib. húsi. Bflskúr. Áhv. 3,1 mlllj.
Byggsj. Verö 8,5 millj.
Dúfnahólar — laus
Vorum að fá í sölu 70 fm snyrtil. íb. á
2. hæð í litlu fjölb. Bílskplata. Glæsil.
útsýni. Lyklar á skrifst. V. 5,6 m.
Laugarnesið
Góð 3ja herb. íb. á 4. hæö (ofstu) í
fjölb. S-svalir. Hús og þak nýyfirfarið.
Verð 6,5 millj.
Bárugrartdi - 5,1 m. lán
Stórglæsii. 3ja-4ra herb. ib. á 2.
hæð í nýl. fjórb. Stæði f bílskýtl.
Vandaðar innr. Parkat/flisar.
Ahv. 5,1 mlllj. byggjs. til 40 éra.
Verð 9,3 millj.
Neshagi
Góð 3ja herb. fb. í litiö niðurgr. kj. i
fjórb. Sérinng., -rafm., -hiti. Áhv. 1,2
millj. byggsj. Verð 5,3 millj.
Reykás — húsnlán
Vorum að fá i sölu mjög góða 3ja herb.
íb. á 1. hæð í fjölb. Áhv. 3,0 millj. veðd.
Verð 6,9 millj.
Sogavegur— húsnlán
Vorum að fá í sölu mjög góða 65 fm íb.
á jarðh. Ágætis innr. Áhv. 3,5 millj.
veðd. Verð 6 millj.
Ránargata
Góð 74 fm íb. á 2. hæö. Mikið endurn.
eign. Parket. Áhv. 2,4 millj. veðd. Verð
6,2 millj.
Laugarnesvegur — laus
Mjög góð 73 fm íb. Parket. Suöursv.
Lyklar á skrifst. Ahv. 2,5 millj. veðd.
Verð 6,5 millj.
2ja herb
Miðbær - uppgerð
Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð í steinh.
Ib. er nýuppg. m.a. ný eldhinnr., parket
á gólfum. Laus strax. Mjög hagst. verð:
3,5 milij.
Garðabær
Falleg 2ja herb. ib. á jarðh. i endaraðh.
Allt sér. Sérupphitað bllastæði. Áhv.
3,2 millj. langtlán. Verð 5,8 millj.
Eyjabakki - góð lán
Falteg 65 fm íb. á 1. hæð. Gegrt-
heilt parket. Nýl. endurn. hús og
sameign. Áhv. 3,4 millj. veðd.
Verð 6,9 mlllj.
Vallarás — húsnlán
Góð 2ja herb. ib. á 2. hæð í lyttuh.
Parket. Ahv. 3,9 millj. veðd. V. 5,6 m.
Vesturbær — gott verð
Mjög góð endurn. 50 fm Ib. á 2. hæð
[ 6-býli. Marbau-parket. Nýtt rafm. og
gler. Áhv. 1,5 millj. veðd. Verð 4,2 millj.
Atvinnuhúsnæði
Krókháls
Til sölu 430 fm á jarðhæð Innr. sem
skrifsthúsnæði og lager m. innkeyrslu-
dyrum. Laust.
Stapahraun
Til sölu 216 fm. 48 fm milliloft. Góð
aðkoma. Þrennar innkdyr. Laust.
Eiðistorg
Til sölu 2 saml. bil i verslmiðstöð samt.
90 fm. Laust.