Morgunblaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1994, Blaðsíða 20
20 <D MORGUNBJ.AUH) FASTEIGNIR FÖSTUDAGLJH 20. MAÍ 1994 Gerðhamrar 14 Glæsileg neðri sérhæð í þessu vinsæla hverfi. Mjög stór stofa. Fallegar innr. Flísalagt bað. Gengið út í stór- an sérgarð mót suðri. Afhending eftir samkomulagi. Hagstæð lán. Verð 12,3 millj. Upplýsingar í síma 670081 - Jórunn og 624260 - Þorkell. STOFHSETT 1918 ' -B ' C M fasteigmamidstodiNf pr SKtPHOLTI 50B - SÍMI 62 20 30 - RLX 62 22 90 Garðyrkjubýli wzm Til sölu garðyrkjubýli í Laugarási i Biskupstungum. Byggingar eru íbúðarhús, tvö gróðurhús annað 400 fm og hitt um 140 fm. 1,5 sek/lítrar af heitu vatni frá hitaveitu Laugaráss. Mikill gróður er á þessu svaeði. Verðhugmynd 9,5 millj. Myndir og nánari uppl. á skrifst. FM. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA SVERRIR KRISUANSSON L000ILTUR FASJEICNASALI SUDURLANDSBRAUT 12. 108 REYKJAVIK, FAX 687072 MIÐLUN SiMI 68 77 68 Grensásvegur 3 - verslunarhæð Til sölu ca 300 fm mjög góð verslunarhæð á horni Grensásvegar og Skeifunnar. Húsnæðið er laust fljótl. Suðurlandsbraut 48 Til sölu í bláu húsunum í Fenum ca 80 fm mjög gott pláss á 3. hæð. Húsnæðið er tilbúið undir málningu, einn salur. Laust nú þegar. í verslh. Glæsibæ Til sölu ca 250 fm í kj. með góðum gluggum og ca 200 fm pláss á 1. hæð. Húsnæðið er laust. Dugguvogur - jarðh. Til sölu ca 340 fm góð jarðh. í hornhúsi. Áberandi staðsetning. Stór innkeyrsluhurð. Skútuvogur, nýtt Til sölu mjög vel staðs. hús sem byrjað er að byggja. Grunnflötur er 912 fm, 2 hæðir. Stigagangur er fyrir miðju. Næg bílastæði. Húsið stendur á sömu lóð og Bónus, gegnt Húsasmiðjunni. Húsið er hægt að selja í einingum. Sé samið fljótt væri hægt að sleppa millilofti í hluta hússins og fá þannig 8-9 m lofthæð. Vesturvör — Kóp. Til sölu 150 fm vel staðsett iðnaðarhús- næði f. ofan götu m. góðum innkeyrsludyrum og í sama húsi 271 fm m. stórum innkeyrsludyrum og góðri lofth. Ármúli 38. Til sölu eða leigu ca 80 fm á 2. hæð (skrifstofuhæð) Laus. Veitingahús í Stykkishólmi Til sölu er nýtt og vandað veitingahús í Stykkishólmi, sem er einn mesti ferðamannastaðurinn á Snæfellsnesi. Mjög gott útlit er fyr- ir næsta sumar. Um er að ræða sölu á nýrri fullbúinni fasteign með öllum búnaði eða búnaði og rekstri sér. Hugsanleg sameign getur komið til greina. Upplýsingar um þessar eignir verða aðeins gefnar eftir helgi á skrifstofutíma af Sverri eða Pálma. Eignahöllin Suóurlandsbraut 20, 3. hæd. Simi 68 00 57 Faxnúmer 680443. Opið kl. 9-18 virka daga, 11-14 laugardaga. 2ja herb. Þórsgata. Skemmtil. 40 fm stúdíó- íbúð. Mikið endurnýjuð. Hagstæð lán. Verð 4,2 millj. Vallarás. Glæsil., rúmg. íb. á 5. hæð m. fráb. útsýni. Suðursv. Skipti á stærri íb. Verð 5,8 millj. Dalsel. Lítil, en vel nýtt íb. í kjallara. Öll sameign nýuppg. Verð 4,1 millj. Kaplaskjólsvegur. Mjög góð íb. í KR-blokkinní. Verð 5,7 millj. Grundarstígur. 2ja herb. íb. á góö- um stað v. Grundarstíg. Gömul veðdeildar- lán áhvílandi. Hagst. verð. Grettisgata. Björt og góð íb. í steinh. á rólegum staö. Góð kjör. Skipti á bifreiö o.fl. mögul. Verð 4 millj. 3ja-4ra herb. Kelduland. Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Mjög góð sameign. Laus strax. Verð 7,8 millj. Þórsgata. 74 fm, 3ja herb. falleg íb. í gamla stílnum. Mikið endurnýjuð. Verð 7,3 millj. Maríubakki. 100 fm 3ja-4ra herb. rúmb. íb. með góðu útsýni á besta stað í Bökkunum. Vesturberg. Góð eign í grónu hverfi. Skipti mögul. á minni íb. nær miðbænum. Verð 7,9 millj. Einbýli/raðhús Ásvallagata. Einb. á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Húsið er tvær hæðir og kj. ásamt bílsk. Sérl. skemmtil. eign. Kögursel. 180 fm gott einbýlish. við Kögursel. Hagst. lán áhv. Reyðarkvísl. 270 fm raðh. m. risi á sólríkum og góðum stað. Vandaðar innr. Suð-vesturstofa með arni. Parket o.fl. Hagst. verð. Skipti æskil. í Laugarásnum. Gott parh. með þremur íb. Skipti æskil. á minni eign. Hæðarbyggð - Gbæ. Tvær íb. á neðri hæö í góðu steinh. með sérinnb. og sérlóð. Hagst. lán. Vantar efri sérhæð með yfirbrétti. Leitum að sérb. f Grafarv. eða Mos. á verðb. 11-12 millj. Ákv. kaup. Vantar hús f Þingholtunum f. ákv. kaup. Sigurður Wium, sölustjóri, Símon Ólason, hdl., lögg. fasteignasali, Hilmar Viktorsson, víðskfr., Kristfn Höskuldsdóttir og Sigrfður Arna, ritarar. Tölvur í byggingariðnaði 'l'uhiii' auóyelda til- boðsgerð, áætlanlr, efUrlit og stjómun UNDANFARIN ár hafa mark- aðsaðstæður í byggingariðnaði á Islandi breyst úr mikilli eftir- spurnartíð og þenslu í samdrátt- arskeið með lítilli efirspurn sem leitt hefur til harðrar og óvæg- innar samkeppni. Þar á ofan hefur fjármagn orðið dýrt og kröfur neytenda um verð, gæði og þjónustu hafa aukist til muna. Þetta ástand hefur leitt til þess að flest verk eru unnin eftir tiiboðum og fyrirtækin hafa því þurft að aðlaga sig að þessum breyttu aðstæðum. mmeð síharðnandi samkeppni og samdrætti í verídegum framkvæmdum hafa fyrirtæki í æ ríkari mæli þurft að aðlaga sig að tilboðsgerð og mikilvægi marks- vissrar stjómunar hefur margfaldast í æ flóknara rekstraramhverfi. í slíku umhverfi mun stjórnunar- þátturinn vera sá þáttur sem greina mun á mílli samkeppnishæfni fyr- irtækjanna. Eitt af lykilatriðum við betri stjórnun er aukið upplýsinga- streymi og möguleikinn á að fylgj- ast með framgangi verka og gera fyrirspurnir í tíma um áhrif breyti- legra aðstæðna á afkomu þeirra. Hér kemur tölvutæknin inn í sem hjálpartæki og þeir margbreytilegu möguleikar sem hún býður upp á við aðhald og stjórnunarlega ákvörðunartöku á framkvæmda- ferlinu. Tölvunotkun í byggingariðnaði Segja má að flest iðnfyrirtæki og iðnmeistarar hafi tekið tölvu- tæknina í sína þjónustu og í mörg- um tilfellum hafa fyrirtæki fjárfest í vél- og hugbúnaðarkerfum án þess að gera sér nægjanlega gi'ein fyrir hverjar þarfimar eru. Eins eru í sumum tilfellum kerfin til staðar en þeir möguleikar sem þau hafa upp á að bjóða ekki nýtt til fullnustu. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Hér má nefna atriði eins og vilja til að nýta tölvuna og möguleika hennar, vilja til að afla sér þekkingar sem þarf til að vinna á hana, tímaleysi, vantrú á ávinning tölvunotkunar og svona mætti lengi telja. Það er helst að menn ranki við sér þegar núverandi fyrirkomulag er hætt að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til upplýsingavinnslunn- ar, og farið að standa í vegi fyrir ákvörðanatöku sökum upplýsinga- skorts. Eins hefur þróunin í vél- og hugbúnaðargerð verið slík að nær ómögulegt hefur verið fyrir iðnfyrirtæki og iðnmeistara að fylgjast með að fullu þeim nýjung- um í hugbúnaðargerð sem fram hafa komið og höfðar til þeirrar starfsemi sem viðkomandi fyrir- tæki stundar. Ef við lítum á þaifir ímyndaðs byggingafyrirtækis fyrir tölvuvinnslu þá má segja að grunn- þarfirnar séu tölvuvætt ijárhags- bókhald auk hefðbundinnar tölvu- vinnslu eins og ritvinnslu og töflu- reikni. Notkun töflureikna sem hjálpartækis í hinum ýmsu útreikn- ingum hefur aukist stórlega. Þeir era t.d. mikið notaðir við tilboðs- gerð og hina ýmsa útreikninga allt eftir þörfum fyrirtækisins. Með þessum grunnkerfum eru þó nokkrir möguleikar að fylgjast með ýmsum lykilupplýsingum úr rekstrinum og nýta sem stjórntæki við ákvörðanatöku. Nýir möguleikar Hin síðari ár hefur orðið bylting í gerð hugbúnaðarkerfa sem nýtast mjög vel sem hjálpartæki við hinar ýmsu verklegu framkvæmdir. Eins hefur verð á vél- og hugbúnaði lækkað verulega og í dag er hægt að fá mjög öflugan búnað með stækkunarmöguleikum á viðráðan- legu verði. A boðstólum eru þó nokkrir valmöguleikar á hug- búnaðarkerfum eins og tilboð- skeifi, verkbókhaldskerfi, verká- ætlanakerfi, mælingakerfi, fram- legðarkeifi og kostnaðareftirlit- skerfi sem reynst hafa mjög vel við skipulag og eftirlit hinna marg- víslegu verklegu framkvæmda. Óhætt er að fullyrða að fyrir- tæki sem tekið hafa upp markvissa stjómun og þar á meðal nýtt sér tölvutæknina við tiiboðsgerð og til að halda utanum framkvæmdir hafi náð ákveðnu forskoti í tilboðs- gerð og eftirliti á byggingarfram- kværndum. Tölvutæknin er þar með orðin einn af grundvallar lykl- um bættrar stjórnunar og sam- keppnisstöðu. í seinni tíð hafa útboð orðið al- gengari og er þá leitað eftir tilboð- um í efni og vinnu sem oftast var áður unnið í tímavinnu samkvæmt reikningi eða uppmælingu. Þó að gerð útboðsgagna hefi tekið fram- föram með tilkomu IST30 staðals- ins þá skortir á að verkkaupar samræmi útboðsgögn. Ef útboðs- gögn yrðu samræmd betur og komið á tölvutækt form yrðu möguleikar á samhæfðari og markvissari tölvuvæddri tilboðs- gerð auðveldari viðfangs. Ávinningur tölvunotkunnar Ef við lítum nánar á notkun til- boðs- og verkbókhaldskerfa og hvernig þau nýtast við stjórnun og eftirlit þá þarf fyrirtækið í fyrstu að greina þarfimar á að koma sér upp tölvuvæddu tilboðs- og verk- bókhaldskerfi. Ef framkvæmdar- aðili er farinn að svara játandi spurningum eins og: Fer mikill tími í gerð tilboða? Er nákvæmni í til- boðsgerð ábótavant? Er óöryggi í tilboðsgerð? þá er kominn tími til að hugleiða aðrar aðferðir. Þar má örugglega ráðleggja að við- komandi kanni þá möguleika sem fyrir hendi eru til að tölvuvæða tilboðskerfið. í tölvuvæddu tilboðskerfi er nauðsynlegt að hafa aðgang að tölvutækum einingaverðskrám efniskaupa og það hefur færst í vöxt að byggingarvörusalar gefi út slíkar skrár á tölvutæku formi sem hægt er að nota sem gagna- banka fyrir hin ýmsu tilboðskerfi. Þetta hefur leitt til þess að allur innsláttur um efnisverð hefur stórminnkað og tilboðsgerð orðið auðveldari. Vinnuhagræðing með notkun til- boðskerfa getur verið margvísleg. Þar má nefna: Tilboðsgerðin heldur utan um og geymir tilboðið. Hægt er að framreikna tilboð samkvæmt vísitölu og skrifa út reikninga á einstaka tilboðsliði, jafnvel hluta af þeim. Hægt er að kalla upp eldri verk eða staðalverk og breyta þeim til samræmis við útboðsgögn. Þetta dregur t.d. úr hættu á villum í til- boðsgerð. Upplýsingar um alla efn- isþætti sem eru á birgðaskrá eða verðskrá og notast eiga í tilboðs- verk eru auðfengnar. Útskrift reikninga og skuldfærsla vegna til- boðsverka er fljótleg. Tölvuvætt tilboðskerfi gerir fyr- irtækjum mögulegt að stunda til- boðsgerð á fljótlegan og öruggan hátt með einingaverðum sem menn þekkja sjálfir. Að jafnaði þýðir þetta að hægt er að taka þátt í fleiri útboðum en ella og líkunar á verkefnum aukast verulega. í verkbókhaldi er á hinn bóginn fylgst með, dag frá degi hvernig kostnaðurinn við verkið verður til og hægt að sjá um leið og verki lýkur hvort það skilar arði. í verk- bókhaldi er safnað saman upplýs- ingum um öll tilboðsverk og vinnu- tímar hvers starfsmanns eru skráðir ásamt efnis- og tækjanotk- un. Staða verka Á sama hátt eins og í tilboðs- gerðinni má spyija spurninga eins og: Er kostnaður jafnan skráður á rétt verk? Veistu hver framlegð verka er? Þekkirðu stöðu verka? o.s.frv. Ef verktaki er ekki viss á þessum hlutum þá er þörf að bæta þar úr og ganga í gegnum þarfa- greiningu og vali á verkbókhald- skerfi. Menn eru mislagnir við að hag- nýta sér verkbókhald, rétt eins og menn eru mislagnir að beita sög, en í það minnsta ættu betri upplýs- ingar um starfsemina að liggja fyrir, sé verkbókhaldið fært reglu- lega. Árangur af notkun verkbók- halds verður á hinn bóginn mestur ef stjórnendur fyrirtækisins leggja sig eftir viðeigandi upplýsingum í stjórnunarskyni. Til þess að gefa mynd af virkri stjórnun með aðstoð verkbókhalds þá mundi áhugasam- ur stjórnandi fylgjast náið með hveijum verklið og kanna reglu- lega kostnaðarlega stöðu verksins. Spyija má hyort verkið stefni yfir kostnaðaráætlun tilboðs og þá hvers vegna ef svo er? Hvers vegna eru svona fáir vélatímar reiknings- færðir? o.s.frv. Virkur stjórnandi myndi leitast við að leiðrétta það sem hægt er, með t.d. bættri verk- stjórnun eða skrifa út aukareikn- inga fyrir þeim liðum, sem ekki voru í útboðslýsingum. Ávinningur af notkun verkbók- halds er margvíslegur. Sem dæmi gerir notkun tölvuvædds verkbók- halds allt eftirlit auðveldara og virkara t.d. það að geta greint stöð- una tímanlega og framkvæma leið- réttingar strax í stað þess að greina það seinna þegar skaðinn er skeður. Þ.e.a.s. möguleikar eru á að grípa til aðgerða á meðan hægt er. Minna er um tví- og jafn- vel fjölskráningar eins og svo oft vill verða með meðhöndiun gagna. Verkbókhald auðveidar eftirlit með afkomu og framlegð verka, stöðu verka þ.e. hvað er reiknisfært og hvað er óreiknisfært á verkið, hvað er útistandandi vegna verksins, hver er nýting starfsmanna o.s.frv. Hvaða hugbúnað á að velja? Það er misjafnt hvaða verkbók- hald og tilboðsgerð hentar hveiju fyrirtæki. Huga þarf að atriðum eins og: Stærð fyrirtækisins. Er fyrirtækið verktakafyrirtæki eða meistari? Þarf fleiri en einn aðili að hafa aðgang að kerfinu með t.d. nettengingu? Notar fyrirtækið einhvers konar kostnaðarflokkun? Er fyrirtækið með blandaðan rekstur þ.e. fleiri en eina deild og- fleiri en einn lager? Þarf fyrirtæk- ið á einhveijum sérstökum viðbót- um við verkbókhaldið að halda, t.d. vegna bónuskerfis? Notar fyr- irtækið uppmælingar við tilboðs- gerð? Og síðast en ekki síst hefur eftir Guómund Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.