Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLA ÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1994 finnst gam- an í baði Valli er gæludýr vikunnar en hann er páfagaukur. Eigendurn- ir eru Rut og Kristján sem búa í Grindavík. Þegar þau fengu Valla var hann lítill. Hann er hrifinn af Kristjáni sem er litli bróðir hennar Rutar, sem skrif- aði okkur bréf. Valli eltir Kristján út um allt og þá þarf að gæta að því að Kristján detti ekki ofan á hann. Honum Valla fínnst mjög gaman að fara í bað og á eftir hristir hann sig allan og talar við sjálfan sig í speglinum. A næstu vikum fá Rut og Krist- ján sent heim Trill-fuglafóður, en það er umboðsaðilinn sem gefur verðlaunin. Valla finnst skemmtilegt að láta baða sig! Rut og Kristján með Valla Munið eft- ir orða- leiknum! Við vorum með orðaleik í síðustu viku. Þið sem ekki eruð búin að senda inn svör- in ykkar hafið enn tíma því fresturinn til að skila rennur ekki út fyrr en 9. júní. Hér koma spurnipgarnar aftur. 1. Hvað merkir að komast ekki í hálfkvisti við einhvern? 2. Vitið þið hvað það þýðir að segja að eitthvað gangi fjöllun- um hærra? 3. Hvað merkir að gefa eitt- hvað upp á bátinn? 4. Hvað er verið að tala um þegar fólk segist hafa eitthvað í fórum sínum? Sendið okkur svörin við þessum spurningum og kannski verðið þið þá dregin úr pottinum og hljótið verð- laun. Nöfn tíu krakka verða dregin úr pottinum þann 9. júní næstkomandi. Bergur Hann Bergur sem er sjö ára sendi þessa mynd. Er þetta kannski blómálfur þarna í grasinu, Bergur? Gott að hann hefur skjól fyrir rigningunni. ÍS í GÓÐA VEÐRINU Það eru margir sem hafa verið að borða ís í góða veðrinu. Það er. líka auðvelt að teikna ís. Farið eftir þessum leiðbeiningum og þá verður þetta ekkert mál! Haha í bók sem heitir Grín er gott mál er að finna eftir- farandi brandara. Á gistiheimili úti á landi hékk eftir- farandi tilkynning uppi í anddyrinu. „Hér talar fólkið frönsku, ensku, spænsku, ítöisku, dönsku og norsku." Maður einn sem gisti á hótelinu spurði hvort það væri virkilega satt | að starfsfólkið tal- aði öll þessi tungu- mál. „Nei, blessaður vertu,“ svaraði hann þá. „Það eru gestirnir sem mæla á þessum i tungum.“ Getur Jói komist heim Jói fiskur er týndur. Hjálpaðu honum nú að komast heim til fjöl- skyldunnar! Ef þú getur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.