Morgunblaðið - 01.06.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.1994, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 Margir sendu inn myndir í samkeppni vegna Alþjóða tanngæsludagsins TANNLÆKNAFÉLAG íslands vill koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra barna sem tóku þátt í teiknimyndasam- keppni vegna Alþjóða tanngæsludagsins 7. apríl sl. Bárust yfir eitt þúsund teikningar til félagsins, sem sýndi áhuga barna á því hve mikilvægt er að hugsa vel um tennurnar.' Pennavinir Hún Erla María er að leita sér að pennavinum sem eiga að vera á aldrinum 10-12 ára. Hún er 11 ára. Áhugamálin eru hlaup, fótbolti, skíði og skautar. Heimilisfangið er: Erla María Kristmundsdóttir, Hlíðarhjalla 46, 200 Kópavogur Vissuð þið, krakkar, að hárið á höfði ykkar vex í 2-6 ár og veryulega detta 70-100 hár af á hverjum degi. Augnhár- in endast hinsvegar bara í 10 vikur. Þetta kemur fram í bók- inni Um líkama þinn, sem er í bókaflokknum Skrýtið og skemmtilegt. Dómnefnd valdi myndir sem þóttu bestar og fór verð- launaafhending fram í Borgar- kringlunni á Tanngæsludag- inn, sem var 7. apríl síðastlið- inn. Komu börn víðs vegar að af landinu til að taka á móti verðlaunum. Sá leiði misskilningur kom upp, að öll börn sem þátt tóku í keppninni myndu fá áletraða boli en það stóð aldrei til og vill Tannlæknafélag íslands biðjast velvirðingar á þeirri missögn. 7. apríl var alþjóðlegur tanngæsludagur og unnu tannlæknafélög um allan heim að því að hvetja fólk til að bæta tannheilsuna því tenn- urnar eiga að endast alla ævi - heilsunnar og útlitsins vegna. VINA- LEIKUR Munið að senda myndir í vinaleikinn, segið okkur hvað besti vinurinn heitir og hvað þið gerið saman. Ef þið eigið ekki mynd af ykkur vinunum, teiknið þá bara mynd. Sá sem er dreginn út í vinaleik fær sumarleikföng send heim. Vissuð þið, krakkar? Þegar fólk er ástfangið fær- ir það hvort öðru gjarnan eitthvað fallegt. En það eru fleiri en mennirnir sem eru gjafmildir í tilhugalífinu, dýrin sum hver eru dugleg við þetta líka. Svokölluð garðfluga í Ástr- alíu kemur með ber og blóm til sinnar heittelskuðu, fluga nokkur færir sinni frú gjöf í silfurvef en það er kirt- ill sem flugan hefur sem fram- leiðir vefinn og síðan er það mörgæsin sem kemur með stein handa sinni útvöldu. yujmimmm >p fóÓSA LlTLA 'A &SÚ HÚN kALLA & KATTFJZÍ&Í. K/SO ÞVKlR. /UI7ÖG 6AAAAN AÐ CATA JZÓSU PRA6A SIG 'AFRAM ÍHTWM \M0N! SEM HÚN A /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.