Morgunblaðið - 04.06.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.06.1994, Qupperneq 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 BLAÐ' AND- ST/EÐUR ISLEHSK LISTá ÍIUNUM MILL1 1930 UG1944 Mikið gekk á í lífi og listum íslensku þjóð- r Aárunum 1930-1944 varð mikil breyting á íslensku þjóðfé- lagi. Bændasamfélagið vék fyrir ört vaxandi borgarmenningu. Þessi breyting hafði áhrif á öllum sviðum. Byggingarlist, nytjalist, tónlist, leiklist, bókmenntir og síðast en ekki síst myndlist fóru ekki var- hluta af þessari þróun. Menn voru ekki á eitt sáttir um gildi þessara breytinga og harðorðar lista- mannadeilur urðu þegar skarst í odda með þeim sem aðhylltust þjóð- leg viðhorf og þeim sem að- hylltust al- þjóðleg við- horf. íbúar Reykjavíkur voru 28.800 árið 1930 og hafði þá fjölg- að um 63% á tíu árum. Af þessu má sjá hversu ör þró- unin var á þessum árum. Aukin tækni- væðing og velmegnun fékk mikinn hnykk þegar áhrifa krepp- unnar fór að gæta hér á landi eft- ir 1930. í kjölfar hennar fór stétta- barátta harðnandi. Síðan kom heimsstyijöldin síðari og uppsveifla í íslensku þjóðfélagi. Breytingarnar á þjóðfélaginu birtust í myndlist þessa tímabiis. Það er fyrst eftir 1930 sem bæjar- líf og fóík við dagleg störf er túlk- að af íslenskum listamönnum. Gunnlaugarnir tveir, Scheving og Blöndal, tókast báðir á við þetta myndefni en á mjög ólíkan hátt. Höfnin og líf sjómanna varð upp- spretta mynda sem allir landsmenn þekkja í dag. Það er ekkert skrítið að yngri listamenn eins og Gunn- laugur Scheving, Snorri Arinbjarn- ar og Þorvald- ur Skúlason máluðu höfn- ina o g lífið þar. Þeir voru hluti af fyrstu kynslóð ís- lenskra lista- manna sem ólst upp í sjáv- arþorpum. Höfnin var þó ekki eina myndefnið. Málarar feng- ust einnig við myndir af götunni í bænum eða þorpinu. Myndefni tengt bæjar- lífi var kjarabarátta verkafólks. Listamenn eins og Jón Engilberts fylgdu verkamönnum að málum og tóku þátt í baráttu þeirra. Aðrir listamenn sem tóku ekki virkan arinnar á tímabilinu á milli alþingishátíðar og lýðveldisstofnunar, en árin milli 1930- 1944 eru einmitt til umfjöllunar á sýningu Listasafns Islands, I deiglunni. Anna Sveinbjarnardóttir stiklar á stóru í sögu myndlistar þessa tímabils og rifjar m.a. upp listamanndeilur sem fóru að hluta til fram á síðum Morgunblaðsins. þátt í baráttunni unnu engu að síð- ur myndir tengdar vinnu verka- fólks. Má t.d. nefna verk Sigurjóns Ólafssonar Verkamanninn frá 1930. Það var ekki eingöngu hið dag- lega líf íslenskrar alþýðu sem birt- ist í verkum frá þessum árum. Vaknandi þjóðernisvitund lands- manna fann sér myndefni í þjóð- sögum og þjóðtrú. Kjarval var meðal þeirra sem sótti hugmyndir í þjóðtrúna. A síðari hluta þessa tímabils fara íslenskir listamenn í Kaupmanna- höfn að vinna óhlutbundin verk. Siguijón Ólafsson vann t.d. verkið Mann og konu árið 1939, en hann var í hópi þeirra sem tókust á við hið óhlutbundna form. Annar ís- lenskur listamaður í Kaupmanna- höfn sem prófaði sig áfram með þetta tjáningarform var Svavar Guðnason. Hann var í hópi rót- tækra danskra málara sem sögðu skilið við hlutbundið myndmál. Þjóðernisvitund og landslag Þó að listamenn fengjust við ný myndefni og tjáningarform á tíma- bilinu 1930-1944 var eitt viðfangs- efni sem var mest áberandi á þess- um árum en það var íslenskt lands- lag. Landslagsmyndirnar voru hluti af þjóðernisvakningu þessa tíma. íslensk málaralist varð til á tímum sjálfstæðisbaráttu þegar efla átti tilfínningu landsmanna fyrir eigin landi. Þingvellir hlutu sérstakan sess í vitund manna á fullveldistím- anum. Alþingishátíðin undirstrik- aði mikilvægi Þingvalla í sögu þjóðarinnar og opnaði einnig áugu fólks fyrir fegurð staðarins. Ef sýn- ingarskrár eru skoðaðar frá upp- hafi fjórða áratugarins kemur í ljós að nær allir málarar sýndu myndir frá Þingvöllum. Listamannadeilur Listamenn tókust ekki á við ný myndefni eða tjáningarform án þess að umræða skapaðist um það. Hin alþjóðlegu viðhorf sem fylgdu vaxandi borgarmenningu sam- ræmdust ekki þjóðlegum viðhorfum aldamótakynslóðarinnar en þau höfðu átt stóran þátt í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Þeir sem að- hylltust þjóðleg viðhorf i listum töldu að viðfangsefnið, þ.e. íslensk náttúra, væri það sem gerði málar- alist landsmanna íslenska. Þar sem íslensk málaralist var ung að árum var það mál manna að öll umræða ætti að vera jákvæð. Nauðsynlegt væri að örva listamennina svo málarlistin næði að vaxa og dafna. Þessi umræða er mjög keimlík við- brögðum manna við vorinu í ís- lenskri kvikmyndalist þegar til- hlýðilegt þótti að hvetja menn til dáða. Við upphaf fjórða áratugarins var umfjöllun í Morgunblaðinu um myndlist aðallega í formi frétta. Valtýr Stefánsson, ritsjóri, skrifaði reyndar umsagnir um sýningar en það var ekki fyrr en árið 1932 að ráðinn var gagnrýnandi til að skrifa reglulega um myndlistarsýningar. Jón Þorleifsson var fyrsti íslending- urinn sem var ráðinn í þessum til- gangi. Hann neitaði að taka á ís- lenskri myndlist með silkihönskum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.